Sund

Fréttamynd

Anton Sveinn McKee með tvö Íslandsmet í sama sundinu

Ægir-ingurinn Anton Sveinn McKee setti tvö Íslandsmet í sama sundinu á Spænska meistaramótinu í dag. Anton Sveinn var duglegur að setja met í stuttu lauginni fyrr í vetur og er nú byrjaður að setja met í 50 metra lauginni.

Sport
Fréttamynd

Eygló Ósk náði EM lágmarki í 200 metra fjórsundi

Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, setti nýtt glæsilegt stúlknamet í 200 metra fjórsundi á ACTAVIS móti SH í gær en hún náði jafnframt lágmarki inn á Evrópumótið með því að synda vegalengdina á 2.20.86 mínútum.

Sport
Fréttamynd

Sigrún Brá bætti 21 árs gamalt Íslandsmet | 2 met féllu

Sigrún Brá Sverrisdóttir bætti 21 árs gamalt Íslandsmet í 400 metra skriðsundi um helgina á Grand prix móti sem fram fór í Columbus í Ohio um helgina. Sigrún, sem keppir fyrir University of Arkansas, synti á 4.20,24 mínútum og bætti met Ingibjargar Arnardóttur um rúmar 2 sekúndur. Sigrún Brá verður 22 ára á þessu ári en Ingibjörg sett Íslandsmetið þegar Sigrún Brá var rétt um ársgömul.

Sport
Fréttamynd

Jóhanna og Árni að gera það gott

Sundmennirnir Erla Dögg Haraldsdóttir, Birkir Már Jónsson, Árni Már Árnason og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir kepptu í deildarkeppnum með háskólum sínum í Bandaríkjunum nú um helgina þar sem Árni Már og Jóhanna Gerða fóru mikinn.

Sport
Fréttamynd

Kolbrún Alda vann Sjómannabikarinn annað árið í röð

Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Íþróttakona ársins hjá fötluðum í fyrra, byrjaði nýja árið vel því hún vann besta afrekið á Nýárssundmóti fatlaðra barna og unglinga um helgina. Kolbrún Alda vann því Sjómannabikarinn annað árið í röð.

Sport
Fréttamynd

Brutust inn og hreinsuðu út úr verðlaunaskápnum

Ástralski sundmaðurinn Phil Rogers átti flottan feril og vann nokkur eftirsótt verðlaun í sundinu. Hann lenti hinsvegar í því á dögunum að það var brotist inn til hans og hreinsað út úr verðlaunaskápnum.

Sport
Fréttamynd

Fimmtíu sekúndna bæting á einu ári

Nýjasta nafnið í sundinu á Íslandi er Ægiringurinn Anton Sveinn McKee, sem hefur bætt sig ótrúlega mikið á einu ári. Anton vann fjögur gull á Norðurlandamóti unglinga um helgina og bætti meðal annars ellefu ára met Arnar Arnarsonar í 800 metra skriðsundi.

Sport
Fréttamynd

Þau munu bæði komast á ÓL í London

Frakkinn Jacky Pellerin þjálfar bæði Anton Svein McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttur sem unnu samanlagt sjö gull og settu saman fjögur Íslandsmet á Norðurlandamóti unglinga um helgina. Hann er mjög bjartsýnn á frekari bætingar hjá þeim báðum sem og sæti á Ólympíuleikunum í London á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Sá strax að ég var með gull í höndunum

Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir voru sigursæl á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina, unnu saman sjö einstaklingsgull og náðu bestu afrekum mótsins. Anton vann fjóra Norðurlandameistaratitla og setti tvö Íslandsmet en Eygló Ósk vann þrjá Norðurlandameistaratitla og setti tvö Íslandsmet. Bæði hafa þau verið að bæta sig mikið undir stjórn Frakkans Jacky Pellerin sem var að sjálfsögðu himinlifandi með árangur helgarinnar.

Sport
Fréttamynd

Duglegri að mæta á morgnana

Hin sextán ára Eygló Ósk Gústafsdóttir fór mikinn á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug um helgina, en hún setti fjögur Íslandsmet og níu stúlknamet og varð fyrsta íslenska konan til þess að synda 100 metra baksund á undir einni mínútu. Alls voru sett þ

Sport
Fréttamynd

Allir Íslandsmeistararnir á ÍM í sundi í 25 metra laug

Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug lauk í Laugardalshöllinni í dag en það voru tvö Íslandsmet sett á lokadeginum. Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi bætti Íslandsmetið í 200 metra baksundi og Skagastúlkan Inga Elín Cryer setti Íslandsmet í 400 metra skriðsundi.

Sport
Fréttamynd

Eygló Ósk með Íslandsmet í 100 metra baksundi

Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi setti nýtt Íslandsmet í undanrásum á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í Laugardalslauginni í morgun. Eygló Ósk bætti sitt eigið með í 100 metra baksundi.

Sport
Fréttamynd

Jakob æfir í allt að 8 tíma á dag og borðar 10.000 hitaeiningar

Jakob Jóhann Sveinsson var til umfjöllunar í Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöld. Þar kom m.a. fram að sundmaðurinn borðar allt að 10.000 hitaeiningar á dag sem er þrefalt meira en flestir karlmenn þurfa. Hann æfir allt að 8 tíma á dag en Jakob fær 80.000 kr. á mánuði úr afrekssjóði ÍSÍ.

Sport
Fréttamynd

Inga Elín setti Íslandsmet í 400 metra skriðsundi

Inga Elín Cryer úr Sundfélagi Akraness setti Íslandsmet í 400 metra skriðsundi í 25 metra laug í landskeppni Íslands og Færeyja í Klakksvik í gær. Inga synti á 4:15,13 mínútum og bætti gamla metið um fjóra hundruðustu úr sekúndu.

Sport