Eldgos og jarðhræringar Íraksverkefni bandarískra flugliða frestað vegna gossins Bandarísk yfirvöld tilkynntu í dag að för á þriðja hundrað flughermanna til Suðvestur Asíu yrði frestað. Ástæðan er eldgosið á Fimmvörðuhálsi og gosmökkurinn sem hafði áhrif á flugsamgöngur um Ísland í dag. Erlent 21.3.2010 20:31 Jóhanna kynnti sér viðbrögð vegna gossins í dag Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist hafa fengið að kynnast því í dag hversu vel almannavarnakerfið hafi virkað. Viðbragðsáætlun vegna gossins hafi virkað mjög vel. Innlent 21.3.2010 18:44 Segir eldgosið ekki koma á óvart Búast má við því að mikið flúóríð og brennisteinskoltvísýringur fari í loftið vegna eldgossins. Þannig geti loftslagið breyst um tíma, segir Henning Andersen, danskur jarðfræðingur, í samtali við Danmarks Radio. Innlent 21.3.2010 18:04 Lokunum aflétt á Suðurlandsvegi Öllum lokunum hefur verið aflétt á Suðurlandsvegi en þar hefur umferð verið takmörkuð frá því eldgos hófst í Eyjafjallajökli. Þessi ákvörðun var tekin á aðgerðarstjórnarfundi sem haldinn var á Hellu klukkan þrjú í dag. Innlent 21.3.2010 15:51 Samhæfingarfundur vegna gossins Samkvæmt upplýsingum frá Samhæfingarmiðstöð Almannavarna verður haldinn stöðufundur með vísindamönnum og öðrum sérfræðingum vegna eldgossins núna klukkan þrjú á Hellu. Á fundinum verður lagt mat á stöðuna og hvernig gosið hefur þróast. Innlent 21.3.2010 15:14 Gosið enn í fullum gangi Eldgosið í Eyjafjallajökli er enn í fullum gangi að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir að gosóróinn hafi minnkað um tíu leytið í morgun en síðan rauk hann aftur upp um ellefu leytið og hefur hann gengið í púlsum eftir það en ávallt verið meiri en þegar hann var minnstur klukkan tíu. Innlent 21.3.2010 15:07 Alvarlegt ef gosið hefur áhrif á flugsamgöngur „Fyrstu áhyggjurnar þegar ég heyrði af þessu tengdust fluginu,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Innlent 21.3.2010 12:09 Formaður norska Framfaraflokksins heillaður af gosinu Siv Jensen, formaður norska Framfaraflokksins, segir að hún sé heilluð af miklum kröftum íslenskrar náttúru. Siv er stödd hér á landi ásamt 120 flokksfélögum sínum segir norska blaðið Verdens Gang. Innlent 21.3.2010 11:41 Um 500 manns bíða í Boston eftir flugi til Íslands Um 500 manns bíða í Boston í Bandaríkjunum eftir því að ná flugi til Íslands. Eldgosið á Fimmvörðuhálsi og lokun flugvalla hefur valdið mikilli truflun á flugi Icelandair. Innlent 21.3.2010 09:20 Fóru í leyfisleysi á Fimmvörðuháls og festu sig Tveir vísindamenn sem fóru í leyfisleysi upp á Fimmvörðuháls til að virða fyrir sér gosið festust þar á bíl sínum í nótt. Tveir menn frá björgunarsveitinni Víkverja í Vík gerðu sér far upp á Fimmvörðuháls til þess að hjálpa þeim og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli eru þeir á leið niður. Lögreglan segir það mjög ámælisvert af mönnunum að fara þessa leið við þær aðstæður sem nú eru uppi. Innlent 21.3.2010 08:26 Þrír flugvellir lokaðir vegna gossins Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli hefur verið lokað þar til ítarlegri upplýsingar um gosið í Eyjafjallajökli liggja fyrir. Þetta er gert samkvæmt viðbúnaðaráætlun Flugstoða. Innlent 21.3.2010 06:15 Gosið ekki í ís Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að bjarminn sem kemur frá gosinu bendi til þess að þarna komi glóandi kvika. Gosið komi ekki upp í ís því þá væri gjóskufjallið meira. Innlent 21.3.2010 05:41 Gos hafið í Eyjafjallajökli Gos er hafið í Eyjafjallajökli. Þetta staðfesti lögreglan á Selfossi við Vísi. Lögreglan segir að menn hafi orðið varir við öskufall í jöklinum um korter yfir tólf. Innlent 21.3.2010 00:46 Gosbjarmi frá Eyjafjallajökli og öskufall í byggð Eldgos hófst í austan verðum Eyjafjallajökli upp úr klukkan tólf í nótt. Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi og brottflutningur er hafinn á fólki í nágrenni gostöðvanna. Víðir Reynisson aðgerðarstjóri hjá Almannavörnum Innlent 21.3.2010 01:41 Dómsmálaráðherra upplýstur um gang mála Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, hefur verið látin vita af gangi mála í Eyjafjallajökli, segir Víðir Reynisson, yfirmaður almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Innlent 21.3.2010 02:28 Gosið virðist byrja rólega Gosið í Eyjafjallajökli sést hvorki á radar né mjög glöggt á jarðskjálftamælum, segir Steinunn Jakobsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni. Innlent 21.3.2010 01:51 Fólk safnast saman í grunnskólanum á Hvolsvelli Íbúar í Fljótshlíð, Landeyjum, Þykkvabæ og annar staðar í nágrenni við Eyjafjallajökul eru nú að safnast saman í grunnskólanum á Hvolsvelli. Þar eru íbúar skráðir niður og þurfa að hafast við í nótt á dýnum eða í bílum en í öruggu skjóli frá jöklinum. Mikill mannfjöldi er saman komin þar nú en vitað var að rúmlega 600 hundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín yrði gos í jöklinum en auk þess eru ferðamenn á staðnum. Innlent 21.3.2010 02:38 Gosið sést frá Vestmannaeyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum segist sjá smá bjarma í vestanverðum Eyjafjallajökli. Bjarminn sé kki mikill og sjáist ekki vel. Lögreglan segir að mikið að fólki í Vestmannaeyjum sé úti í Hrauni að fylgjast með. Lögreglan segir að fólki í Vestmanneyjum sé nokkuð brugðið enda muna Eyjamenn gosið í Heimakletti 1973. Innlent 21.3.2010 01:20 Þýsk fjölskylduþáttaröð um ævintýraeyjuna Ísland „Willi segir ekki eitt orð um Ice-save eða fjármálakrísur," segir framleiðandinn Heimir Jónasson. Lífið 15.3.2010 20:45 Töluverð skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli í nótt Töluverð skjálftahrina varð undir Eyjafjallajökli í nótt og stóð í hálfa aðra klukkustund. Nokkrir skjálftanna mældust um og yfir tvo á Richter og sá sterkasti var 2,6. Á sömu slóðum varð um það bil klukkustundar skjálftahrina snemma í gærmorgun og mældist snarpasti kippurinn 2,4 á Richter. Innlent 10.3.2010 06:54 Fregnir af gjósku í Noregi Enn er beðið gagna sem sýna endanlegt umfang gjóskufalls frá gosinu í Grímsvötnum sem lauk nú um helgina. Innlent 13.10.2005 14:56 Eldgosið virðist búið Eldgosið í Grímsvötnum virðist vera búið eða að minnsta kosti í dauðateygjunum. Veðurstofan hafði upplýsingar frá fólki sem flaug yfir Vatnajökul í dag að ekki væri lengur neitt eldgos að sjá, aðeins örlítinn gufustrók upp úr gígnum. Innlent 13.10.2005 14:56 Nær engin virkni við Grímsvötn Nær engin skjálftavirkni hefur verið á Grímsvatnasvæðinu í nótt sem bendir til þess að sáralítil sem engin gosvirkni sé lengur á svæðinu. Ekkert hefur heldur sést til goss á veðurratsjá Veðurstofunnar og hefur Veðurstofan ekki sent neinar viðvaranir út í nótt vegna eldsumbrota þar. Innlent 13.10.2005 14:55 Krafturinn úr gosinu "Það gýs nú ennþá," sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði á raunvísindastofnun Háskóla Íslands, þegar hann var spurður að því í gær hvort botninn væri dottinn úr Grímsvatnagosinu í Vatnajökli. Innlent 13.10.2005 14:55 Verulegur kraftur í gosinu Verulegur kraftur hefur verið í eldgosinu í Grímsvötnum í dag þótt hann sé talinn heldur minni en í gær. Magnaðar myndir náðust af gígbarminum í leiðangri jeppamanna. Friðrik Þór Halldórsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, var í hópi leiðangursmanna. Innlent 13.10.2005 14:54 Truflar flug í Noregi og Svíþjóð Fíngerð aska úr Grímsvatnagosinu er farin að trufla flug í Norður-Noregi og Svíþjóð líkt og hér innanlands. Veðurstofur þar vara við ösku í 15-50 þúsund feta hæð þannig að flugvélar þurfa að fljúga undir öskunni eða krækja fyrir öskugeirann. Innlent 13.10.2005 14:54 Breytileg gosvirkni í Grímsvötnum Virknin í gosstöðvunum í Grímsvötnum hefur verið nokkuð breytileg í nótt og virðist nú heldur minni en í gær, að sögn Veðurstofu. Um miðnættið dró nokkuð úr krafti gossins, en jókst svo aftur um klukkan 2:30 í nótt og hefur verið nokkuð svipaður síðan. Innlent 13.10.2005 14:54 Öskufallið raskaði flugi Öskufall vegna eldgossins í Grímsvötnum hefur raskað innanlandsflugi í dag. Öskufallsins hefur orðið vart víða um austan- og norðaustanvert landið og eru búfjáreigendur hvattir til að fylgjast grannt með fréttum af gosinu. Innlent 13.10.2005 14:54 Virknin í Grímsvötnum minni Virkni í Grímsvötnum er minni þessa stundina og er einnig orðin hviðukennd eins og gerist í Grímsvatnagosum, auk þess sem hlaup í Skeiðará virðist vera í rénun. Af þessum ástæðum hefur samhæfingarstöð almannavarna verið lokað í bili og bakvakt almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra hefur tekið við eftirlitshlutverki almannavarna. Innlent 13.10.2005 14:54 Mögnuð upplifun á jöklinum "Þegar gosið fór að aukast um klukkan fimm og við að huga að heimferð urðum við varir við titring í jöklinum og vorum að tala um að þá hefði verið gaman að sjá jarðskjálftamælana hjá þeim á Veðurstofunni," sagði Jón Ólafur Magnússon fjallamaður, sem fór á þriðjudaginn í jeppaferð upp á Vatnajökul til að sjá Grímsvatnagosið í návígi. Innlent 13.10.2005 14:54 « ‹ 129 130 131 132 133 ›
Íraksverkefni bandarískra flugliða frestað vegna gossins Bandarísk yfirvöld tilkynntu í dag að för á þriðja hundrað flughermanna til Suðvestur Asíu yrði frestað. Ástæðan er eldgosið á Fimmvörðuhálsi og gosmökkurinn sem hafði áhrif á flugsamgöngur um Ísland í dag. Erlent 21.3.2010 20:31
Jóhanna kynnti sér viðbrögð vegna gossins í dag Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist hafa fengið að kynnast því í dag hversu vel almannavarnakerfið hafi virkað. Viðbragðsáætlun vegna gossins hafi virkað mjög vel. Innlent 21.3.2010 18:44
Segir eldgosið ekki koma á óvart Búast má við því að mikið flúóríð og brennisteinskoltvísýringur fari í loftið vegna eldgossins. Þannig geti loftslagið breyst um tíma, segir Henning Andersen, danskur jarðfræðingur, í samtali við Danmarks Radio. Innlent 21.3.2010 18:04
Lokunum aflétt á Suðurlandsvegi Öllum lokunum hefur verið aflétt á Suðurlandsvegi en þar hefur umferð verið takmörkuð frá því eldgos hófst í Eyjafjallajökli. Þessi ákvörðun var tekin á aðgerðarstjórnarfundi sem haldinn var á Hellu klukkan þrjú í dag. Innlent 21.3.2010 15:51
Samhæfingarfundur vegna gossins Samkvæmt upplýsingum frá Samhæfingarmiðstöð Almannavarna verður haldinn stöðufundur með vísindamönnum og öðrum sérfræðingum vegna eldgossins núna klukkan þrjú á Hellu. Á fundinum verður lagt mat á stöðuna og hvernig gosið hefur þróast. Innlent 21.3.2010 15:14
Gosið enn í fullum gangi Eldgosið í Eyjafjallajökli er enn í fullum gangi að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir að gosóróinn hafi minnkað um tíu leytið í morgun en síðan rauk hann aftur upp um ellefu leytið og hefur hann gengið í púlsum eftir það en ávallt verið meiri en þegar hann var minnstur klukkan tíu. Innlent 21.3.2010 15:07
Alvarlegt ef gosið hefur áhrif á flugsamgöngur „Fyrstu áhyggjurnar þegar ég heyrði af þessu tengdust fluginu,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Innlent 21.3.2010 12:09
Formaður norska Framfaraflokksins heillaður af gosinu Siv Jensen, formaður norska Framfaraflokksins, segir að hún sé heilluð af miklum kröftum íslenskrar náttúru. Siv er stödd hér á landi ásamt 120 flokksfélögum sínum segir norska blaðið Verdens Gang. Innlent 21.3.2010 11:41
Um 500 manns bíða í Boston eftir flugi til Íslands Um 500 manns bíða í Boston í Bandaríkjunum eftir því að ná flugi til Íslands. Eldgosið á Fimmvörðuhálsi og lokun flugvalla hefur valdið mikilli truflun á flugi Icelandair. Innlent 21.3.2010 09:20
Fóru í leyfisleysi á Fimmvörðuháls og festu sig Tveir vísindamenn sem fóru í leyfisleysi upp á Fimmvörðuháls til að virða fyrir sér gosið festust þar á bíl sínum í nótt. Tveir menn frá björgunarsveitinni Víkverja í Vík gerðu sér far upp á Fimmvörðuháls til þess að hjálpa þeim og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli eru þeir á leið niður. Lögreglan segir það mjög ámælisvert af mönnunum að fara þessa leið við þær aðstæður sem nú eru uppi. Innlent 21.3.2010 08:26
Þrír flugvellir lokaðir vegna gossins Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli hefur verið lokað þar til ítarlegri upplýsingar um gosið í Eyjafjallajökli liggja fyrir. Þetta er gert samkvæmt viðbúnaðaráætlun Flugstoða. Innlent 21.3.2010 06:15
Gosið ekki í ís Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að bjarminn sem kemur frá gosinu bendi til þess að þarna komi glóandi kvika. Gosið komi ekki upp í ís því þá væri gjóskufjallið meira. Innlent 21.3.2010 05:41
Gos hafið í Eyjafjallajökli Gos er hafið í Eyjafjallajökli. Þetta staðfesti lögreglan á Selfossi við Vísi. Lögreglan segir að menn hafi orðið varir við öskufall í jöklinum um korter yfir tólf. Innlent 21.3.2010 00:46
Gosbjarmi frá Eyjafjallajökli og öskufall í byggð Eldgos hófst í austan verðum Eyjafjallajökli upp úr klukkan tólf í nótt. Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi og brottflutningur er hafinn á fólki í nágrenni gostöðvanna. Víðir Reynisson aðgerðarstjóri hjá Almannavörnum Innlent 21.3.2010 01:41
Dómsmálaráðherra upplýstur um gang mála Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, hefur verið látin vita af gangi mála í Eyjafjallajökli, segir Víðir Reynisson, yfirmaður almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Innlent 21.3.2010 02:28
Gosið virðist byrja rólega Gosið í Eyjafjallajökli sést hvorki á radar né mjög glöggt á jarðskjálftamælum, segir Steinunn Jakobsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni. Innlent 21.3.2010 01:51
Fólk safnast saman í grunnskólanum á Hvolsvelli Íbúar í Fljótshlíð, Landeyjum, Þykkvabæ og annar staðar í nágrenni við Eyjafjallajökul eru nú að safnast saman í grunnskólanum á Hvolsvelli. Þar eru íbúar skráðir niður og þurfa að hafast við í nótt á dýnum eða í bílum en í öruggu skjóli frá jöklinum. Mikill mannfjöldi er saman komin þar nú en vitað var að rúmlega 600 hundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín yrði gos í jöklinum en auk þess eru ferðamenn á staðnum. Innlent 21.3.2010 02:38
Gosið sést frá Vestmannaeyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum segist sjá smá bjarma í vestanverðum Eyjafjallajökli. Bjarminn sé kki mikill og sjáist ekki vel. Lögreglan segir að mikið að fólki í Vestmannaeyjum sé úti í Hrauni að fylgjast með. Lögreglan segir að fólki í Vestmanneyjum sé nokkuð brugðið enda muna Eyjamenn gosið í Heimakletti 1973. Innlent 21.3.2010 01:20
Þýsk fjölskylduþáttaröð um ævintýraeyjuna Ísland „Willi segir ekki eitt orð um Ice-save eða fjármálakrísur," segir framleiðandinn Heimir Jónasson. Lífið 15.3.2010 20:45
Töluverð skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli í nótt Töluverð skjálftahrina varð undir Eyjafjallajökli í nótt og stóð í hálfa aðra klukkustund. Nokkrir skjálftanna mældust um og yfir tvo á Richter og sá sterkasti var 2,6. Á sömu slóðum varð um það bil klukkustundar skjálftahrina snemma í gærmorgun og mældist snarpasti kippurinn 2,4 á Richter. Innlent 10.3.2010 06:54
Fregnir af gjósku í Noregi Enn er beðið gagna sem sýna endanlegt umfang gjóskufalls frá gosinu í Grímsvötnum sem lauk nú um helgina. Innlent 13.10.2005 14:56
Eldgosið virðist búið Eldgosið í Grímsvötnum virðist vera búið eða að minnsta kosti í dauðateygjunum. Veðurstofan hafði upplýsingar frá fólki sem flaug yfir Vatnajökul í dag að ekki væri lengur neitt eldgos að sjá, aðeins örlítinn gufustrók upp úr gígnum. Innlent 13.10.2005 14:56
Nær engin virkni við Grímsvötn Nær engin skjálftavirkni hefur verið á Grímsvatnasvæðinu í nótt sem bendir til þess að sáralítil sem engin gosvirkni sé lengur á svæðinu. Ekkert hefur heldur sést til goss á veðurratsjá Veðurstofunnar og hefur Veðurstofan ekki sent neinar viðvaranir út í nótt vegna eldsumbrota þar. Innlent 13.10.2005 14:55
Krafturinn úr gosinu "Það gýs nú ennþá," sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði á raunvísindastofnun Háskóla Íslands, þegar hann var spurður að því í gær hvort botninn væri dottinn úr Grímsvatnagosinu í Vatnajökli. Innlent 13.10.2005 14:55
Verulegur kraftur í gosinu Verulegur kraftur hefur verið í eldgosinu í Grímsvötnum í dag þótt hann sé talinn heldur minni en í gær. Magnaðar myndir náðust af gígbarminum í leiðangri jeppamanna. Friðrik Þór Halldórsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, var í hópi leiðangursmanna. Innlent 13.10.2005 14:54
Truflar flug í Noregi og Svíþjóð Fíngerð aska úr Grímsvatnagosinu er farin að trufla flug í Norður-Noregi og Svíþjóð líkt og hér innanlands. Veðurstofur þar vara við ösku í 15-50 þúsund feta hæð þannig að flugvélar þurfa að fljúga undir öskunni eða krækja fyrir öskugeirann. Innlent 13.10.2005 14:54
Breytileg gosvirkni í Grímsvötnum Virknin í gosstöðvunum í Grímsvötnum hefur verið nokkuð breytileg í nótt og virðist nú heldur minni en í gær, að sögn Veðurstofu. Um miðnættið dró nokkuð úr krafti gossins, en jókst svo aftur um klukkan 2:30 í nótt og hefur verið nokkuð svipaður síðan. Innlent 13.10.2005 14:54
Öskufallið raskaði flugi Öskufall vegna eldgossins í Grímsvötnum hefur raskað innanlandsflugi í dag. Öskufallsins hefur orðið vart víða um austan- og norðaustanvert landið og eru búfjáreigendur hvattir til að fylgjast grannt með fréttum af gosinu. Innlent 13.10.2005 14:54
Virknin í Grímsvötnum minni Virkni í Grímsvötnum er minni þessa stundina og er einnig orðin hviðukennd eins og gerist í Grímsvatnagosum, auk þess sem hlaup í Skeiðará virðist vera í rénun. Af þessum ástæðum hefur samhæfingarstöð almannavarna verið lokað í bili og bakvakt almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra hefur tekið við eftirlitshlutverki almannavarna. Innlent 13.10.2005 14:54
Mögnuð upplifun á jöklinum "Þegar gosið fór að aukast um klukkan fimm og við að huga að heimferð urðum við varir við titring í jöklinum og vorum að tala um að þá hefði verið gaman að sjá jarðskjálftamælana hjá þeim á Veðurstofunni," sagði Jón Ólafur Magnússon fjallamaður, sem fór á þriðjudaginn í jeppaferð upp á Vatnajökul til að sjá Grímsvatnagosið í návígi. Innlent 13.10.2005 14:54