Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Segir ekkert eld­gos að byrja en hrinan haldi á­fram

Jarð­eðlis­fræðingur segir að skjálfta­hrinan á Reykja­nesi muni að öllum líkindum halda á­fram. Hann segir ekkert benda til þess nú að eld­gos sé við það að hefjast. Hann segir ekkert nýtt að frétta í Bárðar­bungu, þrátt fyrir stóran skjálfta sem mældist þar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti 3,6 að stærð á Reykja­nesi

Jarð­skjálfti 3,6 að stærð mældist í kvöld klukkan 20:45 um 2,5 kíló­metra norð­vestur af Þor­birni á Reykja­nesi. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Veður­stofunni.

Innlent
Fréttamynd

Fylgjast vel með en ó­víst hvort kvika færist nær yfir­borðinu

Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust rétt norður af Þorbirni í Grindavík í morgun. Meira en þúsund skjálftar hafa mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall síðan á miðnætti. Bæjarstjórinn í Grindavík segir óþægilegt að vakna aftur við þennan veruleika en íbúar séu orðnir vanir.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti 4,5 að stærð við Grinda­vík

Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti 4,9 að stærð í Bárðar­bungu

Stór jarð­skjálfti reið yfir norður­hluta Bárðar­bungu klukkan 22:19 í kvöld. Að sögn Einars Hjörleifssonar, jarðfræðings hjá Veðurstofunni mældist hann 4,9 að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Jarð­skjálfti að stærð 2,7 fannst vel í Grinda­vík

Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tvöleytið í dag á Reykjanesskaga. Líkur á nýju eldgosi hafa aukist síðustu vikur. Kvika safnast saman á um tíu kílómetra dýpi en engir nýir kvikugangar hafa myndast enn sem komið er, en það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. 

Innlent
Fréttamynd

Hægst hefur á landrisinu í Öskju

Mælingar sýna að hægst hefur á landrisinu í Öskju frá því í byrjun ágúst. Þetta er eitt af því sem var rætt á stöðufundi sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Almannavörnum sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Á nokkrum GPS-mælum sem staðsettir eru við Öskju hefur ekkert landris mælst frá því í lok ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti 3,2 að stærð við Geita­fell

Skjálfti 3,2 að stærð varð við Geitafell, norðvestur af Þorlákshöfn, klukkan 20:49 í kvöld og hafa starfsmenn Veðurstofunnar fengið ábendingar um að fundist hafi fyrir skjálftanum bæði í Reykjavík og í Hveragerði.

Innlent
Fréttamynd

Al­mennir borgarar koma sam­löndum sínum til hjálpar

Allt að 3.000 eru taldir látnir og fleiri en 5.000 særðir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Marokkó á föstudag. Herinn hefur sett upp tímabundin sjúkrahús þar sem neyðin er sem mest en vonir dvína um að finna fleiri á lífi.

Erlent
Fréttamynd

Eld­gosin upp­haf elda á Reykja­nes­skaganum

Enn og aftur mælist landris á Reykjanesskaga. Aflögunin er þó enn svo lítil að hún mælist ekki á gervitunglamyndum. Síðasta eldgosi lauk fyrir rúmum mánuði en stærsti skjálftinn á Reykjanesskaga frá goslokum var síðasta sunnudag. Hann var 3,8 að stærð. 

Innlent
Fréttamynd

„Fólk var hérna öskrandi og æpandi á göngunum úr hræðslu“

Yfir þúsund fórust þegar gríðarlegur jarðskjálfti að stærð 6,8 reið yfir í Atlasfjöllum í Marokkó seint í gærkvöldi. Íslendingur rétt utan við Marrakesh lýsir mikilli skelfingu þegar jörð tók að hristast. Hann sé ýmsu vanur þegar kemur að jarðskjálftum en skjálftinn í gær hafi verið sá allra stærsti sem hann hafi upplifað.

Erlent
Fréttamynd

„Það styttist í gos“

Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sér­fræðing­s í jarðskorpu­hreyf­ing­um er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. 

Innlent