Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. nóvember 2023 21:42 Henner Hebestreit, fréttamaður ZDF í Þýskalandi. Vísir/Ívar Fannar Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. Um 1000 skjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum við Grindavík frá miðnætti í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og er staðan svipuð og síðustu daga. Engin teljandi merki eru um breytta virkni yfir kvikuganginum og gosórói hefur ekki mælst á jarðskjálftamælum. Íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík var hleypt inn í bæinn í dag til að bjarga verðmætum og í kjölfarið var fyrirtækjum hleypt inn nú síðdegis. Notkun nýs skráningarkerfis Almannavarna yfir íbúa hefur gengið vel að sögn upplýsingafulltrúa Almannavarna í samtali við fréttastofu sem segir nú búið að ná utan um þann hóp sem ekki hefur enn komist inn í bæinn. Í dag var miðstöð fyrir erlent fjölmiðlafólk sem komið hefur hingað til lands til að fjalla um jarðhræringarnar opnuð í Hafnarfirði og segir ferðamálastjóri miðstöðina hafa verið vel sótta strax við opnun. Full þörf á fjölmiðlamiðstöð „Þetta er liður í því að veita aukna þjónustu til þeirra. Við áætlum að hingað hafi verið send um fjörutíu til fimmtíu teymi erlendra fjölmiðla til að fjalla um þessa atburði,“ segir Arnar. Þrátt fyrir að margir fjölmiðlar séu nú þegar farnir heim hafi dagurinn í dag sýnt það að enn væri full þörf á miðstöð sem þessari enda margir sem hafi komið í heimsókn í dag. Þá sé miðstöðin einnig liður í því að létta á álagi á viðbragðsaðila. „Þetta er líka vettvangur almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra að hitta fjölmiðla, spjalla við þá og gefa þeim réttar upplýsingar,“ segir Arnar. Mikilvægt sé að ná til erlendu fjölmiðlanna. „Þau eru ekki bara að fjalla um gosið. Á meðan beðið er þá er þetta fólk að segja sögur af Íslandi og hér er tækifæri til að koma Íslandi á framfæri sem áfangastað.“ Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri.Vísir/Ívar Fannar Stórir fjölmiðlar kíktu í heimsókn Í dag hafi fjölmiðlar á borð við CNN, Fow News, AFP og ZDF sótt miðstöðina. Hinn þýski Henner Hebestreit, fréttamaður ZDF í Þýskalandi, segist svekktur yfir því að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. Ástæðurnar séu þó skiljanlegar. Hann hefði þó kosið að komast inn í bæinn til að ná sínu eigin myndefni líkt og til að mynda breskir fjölmiðlar náðu að gera. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. 18. nóvember 2023 18:41 „Það þarf að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga“ Þingmenn af Suðurnesjum segja nauðsynlegt að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga svo íbúar þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Bankarnir hafi svigrúm til þess að leggja sitt af mörkum. Ef þeir taki ekki af skarið sjálfir þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða. 19. nóvember 2023 12:18 Myndir úr Grindavík: Mikið tjón blasir við sjónum Grindvíkingar eru í óðaönn við að koma verðmætum sínum úr bænum og við þeim blasir gríðarmikið tjón. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði stöðuna á filmu í dag. 19. nóvember 2023 17:16 Enn töluverðar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur „Út frá samtúlkun á nýjustu gögnum og útreikningum með líkönum eru áfram eru taldar miklar líkur á eldgosi og mestar líkur eru á að það eigi upptök norðan Grindavíkur nálægt Hagafelli.“ 17. nóvember 2023 12:10 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Um 1000 skjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum við Grindavík frá miðnætti í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og er staðan svipuð og síðustu daga. Engin teljandi merki eru um breytta virkni yfir kvikuganginum og gosórói hefur ekki mælst á jarðskjálftamælum. Íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík var hleypt inn í bæinn í dag til að bjarga verðmætum og í kjölfarið var fyrirtækjum hleypt inn nú síðdegis. Notkun nýs skráningarkerfis Almannavarna yfir íbúa hefur gengið vel að sögn upplýsingafulltrúa Almannavarna í samtali við fréttastofu sem segir nú búið að ná utan um þann hóp sem ekki hefur enn komist inn í bæinn. Í dag var miðstöð fyrir erlent fjölmiðlafólk sem komið hefur hingað til lands til að fjalla um jarðhræringarnar opnuð í Hafnarfirði og segir ferðamálastjóri miðstöðina hafa verið vel sótta strax við opnun. Full þörf á fjölmiðlamiðstöð „Þetta er liður í því að veita aukna þjónustu til þeirra. Við áætlum að hingað hafi verið send um fjörutíu til fimmtíu teymi erlendra fjölmiðla til að fjalla um þessa atburði,“ segir Arnar. Þrátt fyrir að margir fjölmiðlar séu nú þegar farnir heim hafi dagurinn í dag sýnt það að enn væri full þörf á miðstöð sem þessari enda margir sem hafi komið í heimsókn í dag. Þá sé miðstöðin einnig liður í því að létta á álagi á viðbragðsaðila. „Þetta er líka vettvangur almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra að hitta fjölmiðla, spjalla við þá og gefa þeim réttar upplýsingar,“ segir Arnar. Mikilvægt sé að ná til erlendu fjölmiðlanna. „Þau eru ekki bara að fjalla um gosið. Á meðan beðið er þá er þetta fólk að segja sögur af Íslandi og hér er tækifæri til að koma Íslandi á framfæri sem áfangastað.“ Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri.Vísir/Ívar Fannar Stórir fjölmiðlar kíktu í heimsókn Í dag hafi fjölmiðlar á borð við CNN, Fow News, AFP og ZDF sótt miðstöðina. Hinn þýski Henner Hebestreit, fréttamaður ZDF í Þýskalandi, segist svekktur yfir því að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. Ástæðurnar séu þó skiljanlegar. Hann hefði þó kosið að komast inn í bæinn til að ná sínu eigin myndefni líkt og til að mynda breskir fjölmiðlar náðu að gera.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. 18. nóvember 2023 18:41 „Það þarf að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga“ Þingmenn af Suðurnesjum segja nauðsynlegt að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga svo íbúar þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Bankarnir hafi svigrúm til þess að leggja sitt af mörkum. Ef þeir taki ekki af skarið sjálfir þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða. 19. nóvember 2023 12:18 Myndir úr Grindavík: Mikið tjón blasir við sjónum Grindvíkingar eru í óðaönn við að koma verðmætum sínum úr bænum og við þeim blasir gríðarmikið tjón. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði stöðuna á filmu í dag. 19. nóvember 2023 17:16 Enn töluverðar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur „Út frá samtúlkun á nýjustu gögnum og útreikningum með líkönum eru áfram eru taldar miklar líkur á eldgosi og mestar líkur eru á að það eigi upptök norðan Grindavíkur nálægt Hagafelli.“ 17. nóvember 2023 12:10 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. 18. nóvember 2023 18:41
„Það þarf að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga“ Þingmenn af Suðurnesjum segja nauðsynlegt að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga svo íbúar þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Bankarnir hafi svigrúm til þess að leggja sitt af mörkum. Ef þeir taki ekki af skarið sjálfir þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða. 19. nóvember 2023 12:18
Myndir úr Grindavík: Mikið tjón blasir við sjónum Grindvíkingar eru í óðaönn við að koma verðmætum sínum úr bænum og við þeim blasir gríðarmikið tjón. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði stöðuna á filmu í dag. 19. nóvember 2023 17:16
Enn töluverðar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur „Út frá samtúlkun á nýjustu gögnum og útreikningum með líkönum eru áfram eru taldar miklar líkur á eldgosi og mestar líkur eru á að það eigi upptök norðan Grindavíkur nálægt Hagafelli.“ 17. nóvember 2023 12:10