Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. nóvember 2023 21:42 Henner Hebestreit, fréttamaður ZDF í Þýskalandi. Vísir/Ívar Fannar Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. Um 1000 skjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum við Grindavík frá miðnætti í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og er staðan svipuð og síðustu daga. Engin teljandi merki eru um breytta virkni yfir kvikuganginum og gosórói hefur ekki mælst á jarðskjálftamælum. Íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík var hleypt inn í bæinn í dag til að bjarga verðmætum og í kjölfarið var fyrirtækjum hleypt inn nú síðdegis. Notkun nýs skráningarkerfis Almannavarna yfir íbúa hefur gengið vel að sögn upplýsingafulltrúa Almannavarna í samtali við fréttastofu sem segir nú búið að ná utan um þann hóp sem ekki hefur enn komist inn í bæinn. Í dag var miðstöð fyrir erlent fjölmiðlafólk sem komið hefur hingað til lands til að fjalla um jarðhræringarnar opnuð í Hafnarfirði og segir ferðamálastjóri miðstöðina hafa verið vel sótta strax við opnun. Full þörf á fjölmiðlamiðstöð „Þetta er liður í því að veita aukna þjónustu til þeirra. Við áætlum að hingað hafi verið send um fjörutíu til fimmtíu teymi erlendra fjölmiðla til að fjalla um þessa atburði,“ segir Arnar. Þrátt fyrir að margir fjölmiðlar séu nú þegar farnir heim hafi dagurinn í dag sýnt það að enn væri full þörf á miðstöð sem þessari enda margir sem hafi komið í heimsókn í dag. Þá sé miðstöðin einnig liður í því að létta á álagi á viðbragðsaðila. „Þetta er líka vettvangur almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra að hitta fjölmiðla, spjalla við þá og gefa þeim réttar upplýsingar,“ segir Arnar. Mikilvægt sé að ná til erlendu fjölmiðlanna. „Þau eru ekki bara að fjalla um gosið. Á meðan beðið er þá er þetta fólk að segja sögur af Íslandi og hér er tækifæri til að koma Íslandi á framfæri sem áfangastað.“ Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri.Vísir/Ívar Fannar Stórir fjölmiðlar kíktu í heimsókn Í dag hafi fjölmiðlar á borð við CNN, Fow News, AFP og ZDF sótt miðstöðina. Hinn þýski Henner Hebestreit, fréttamaður ZDF í Þýskalandi, segist svekktur yfir því að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. Ástæðurnar séu þó skiljanlegar. Hann hefði þó kosið að komast inn í bæinn til að ná sínu eigin myndefni líkt og til að mynda breskir fjölmiðlar náðu að gera. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. 18. nóvember 2023 18:41 „Það þarf að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga“ Þingmenn af Suðurnesjum segja nauðsynlegt að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga svo íbúar þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Bankarnir hafi svigrúm til þess að leggja sitt af mörkum. Ef þeir taki ekki af skarið sjálfir þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða. 19. nóvember 2023 12:18 Myndir úr Grindavík: Mikið tjón blasir við sjónum Grindvíkingar eru í óðaönn við að koma verðmætum sínum úr bænum og við þeim blasir gríðarmikið tjón. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði stöðuna á filmu í dag. 19. nóvember 2023 17:16 Enn töluverðar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur „Út frá samtúlkun á nýjustu gögnum og útreikningum með líkönum eru áfram eru taldar miklar líkur á eldgosi og mestar líkur eru á að það eigi upptök norðan Grindavíkur nálægt Hagafelli.“ 17. nóvember 2023 12:10 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Um 1000 skjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum við Grindavík frá miðnætti í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og er staðan svipuð og síðustu daga. Engin teljandi merki eru um breytta virkni yfir kvikuganginum og gosórói hefur ekki mælst á jarðskjálftamælum. Íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík var hleypt inn í bæinn í dag til að bjarga verðmætum og í kjölfarið var fyrirtækjum hleypt inn nú síðdegis. Notkun nýs skráningarkerfis Almannavarna yfir íbúa hefur gengið vel að sögn upplýsingafulltrúa Almannavarna í samtali við fréttastofu sem segir nú búið að ná utan um þann hóp sem ekki hefur enn komist inn í bæinn. Í dag var miðstöð fyrir erlent fjölmiðlafólk sem komið hefur hingað til lands til að fjalla um jarðhræringarnar opnuð í Hafnarfirði og segir ferðamálastjóri miðstöðina hafa verið vel sótta strax við opnun. Full þörf á fjölmiðlamiðstöð „Þetta er liður í því að veita aukna þjónustu til þeirra. Við áætlum að hingað hafi verið send um fjörutíu til fimmtíu teymi erlendra fjölmiðla til að fjalla um þessa atburði,“ segir Arnar. Þrátt fyrir að margir fjölmiðlar séu nú þegar farnir heim hafi dagurinn í dag sýnt það að enn væri full þörf á miðstöð sem þessari enda margir sem hafi komið í heimsókn í dag. Þá sé miðstöðin einnig liður í því að létta á álagi á viðbragðsaðila. „Þetta er líka vettvangur almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra að hitta fjölmiðla, spjalla við þá og gefa þeim réttar upplýsingar,“ segir Arnar. Mikilvægt sé að ná til erlendu fjölmiðlanna. „Þau eru ekki bara að fjalla um gosið. Á meðan beðið er þá er þetta fólk að segja sögur af Íslandi og hér er tækifæri til að koma Íslandi á framfæri sem áfangastað.“ Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri.Vísir/Ívar Fannar Stórir fjölmiðlar kíktu í heimsókn Í dag hafi fjölmiðlar á borð við CNN, Fow News, AFP og ZDF sótt miðstöðina. Hinn þýski Henner Hebestreit, fréttamaður ZDF í Þýskalandi, segist svekktur yfir því að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. Ástæðurnar séu þó skiljanlegar. Hann hefði þó kosið að komast inn í bæinn til að ná sínu eigin myndefni líkt og til að mynda breskir fjölmiðlar náðu að gera.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. 18. nóvember 2023 18:41 „Það þarf að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga“ Þingmenn af Suðurnesjum segja nauðsynlegt að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga svo íbúar þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Bankarnir hafi svigrúm til þess að leggja sitt af mörkum. Ef þeir taki ekki af skarið sjálfir þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða. 19. nóvember 2023 12:18 Myndir úr Grindavík: Mikið tjón blasir við sjónum Grindvíkingar eru í óðaönn við að koma verðmætum sínum úr bænum og við þeim blasir gríðarmikið tjón. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði stöðuna á filmu í dag. 19. nóvember 2023 17:16 Enn töluverðar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur „Út frá samtúlkun á nýjustu gögnum og útreikningum með líkönum eru áfram eru taldar miklar líkur á eldgosi og mestar líkur eru á að það eigi upptök norðan Grindavíkur nálægt Hagafelli.“ 17. nóvember 2023 12:10 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. 18. nóvember 2023 18:41
„Það þarf að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga“ Þingmenn af Suðurnesjum segja nauðsynlegt að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga svo íbúar þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Bankarnir hafi svigrúm til þess að leggja sitt af mörkum. Ef þeir taki ekki af skarið sjálfir þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða. 19. nóvember 2023 12:18
Myndir úr Grindavík: Mikið tjón blasir við sjónum Grindvíkingar eru í óðaönn við að koma verðmætum sínum úr bænum og við þeim blasir gríðarmikið tjón. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði stöðuna á filmu í dag. 19. nóvember 2023 17:16
Enn töluverðar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur „Út frá samtúlkun á nýjustu gögnum og útreikningum með líkönum eru áfram eru taldar miklar líkur á eldgosi og mestar líkur eru á að það eigi upptök norðan Grindavíkur nálægt Hagafelli.“ 17. nóvember 2023 12:10