Aðrar íþróttir

Verður frá í hálft ár vegna hnífaárásarinnar
Petra Kvitova, tvöfaldur Wimbledon-meistari, gekkst undir aðgerð eftir að hún varð fyrir árás innbrotsþjófa.

Skíðafólk ársins valið
Skíðasamband Íslands hefur valið skíðamann og -konu ársins 2016.

Júlían: "Markmiðið er að verða einn af þremur bestu“
Kraftlyftingamaðurinn öflugi náði markmiði á árinu sem hann var búinn að stefna að í átta ár.

Tólfta árið sem Þormóður er bestur
Júdósambands Íslands valdi júdófólk ársins og verðlaunaði það á lokahófi sambandsins um helgina.

Þuríður Erla lyftingakona ársins annað árið í röð
25 ára Ármenningur og 33 ára Garðbæingur eru "Lyftingafólk ársins 2016“ en stjórn Lyftingasambands Íslands hefur valið sitt besta fólk á árinu.

Fékk þriggja ára bann fyrir þessa ruddatæklingu á kvenkynsdómara | Myndband
Bruno Andres Doglioli, fyrirliði ítalska liðsins Rangers Rugby Vicenza, má ekki stunda sína íþrótt næstu þrjú árin og það þarf ekki að koma neitt á óvart eftir að fólk sér myndband af ruddabroti hans.

Einn fremsti íþróttamaður Belga fékk leyfi fyrir líknardrápi: „Friðsæll dauði lætur mér líða vel“
Marieke Vervoort mun láta binda enda á líf sitt á næstu árum.

Ólafía Þórunn og Júlían íþróttafólk Reykjavíkur 2016
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, og Júlían J.K. Jóhannsson úr Glímufélaginu Ármanni eru íþróttafólk Reykjavíkur árið 2016 en valið var kunngjört í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag.

Freydís Halla fékk silfur á móti í Sunday River
Freydís Halla Einarsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, byrjar tímabilið vel en hún fékk silfurverðlaun á sínu fyrsta móti.

Ragnheiður Sara hafði sigur í Dúbaí
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð hlutskörpust á sterku crossfit- og fitnessmóti í Dúbaí, Dubai Fitness Championship, í dag.

Björgvin varð sjöundi
Björgvin Karl Guðmundsson endaði í 7. sæti á sterku crossfit- og fitnessmóti í Dúbaí, Dubai Fitness Championship.

Hrafnhildur aftur í undanúrslit
Keppir í nótt í undanúrslitum í 100 metra fjórsundi á HM í Kanada.

Sturla Snær fær góð ráð frá Kristni Björnssyni | Myndband frá æfingum hans
Skíðalandsliðsmaðurinn Sturla Snær Snorrason stóð sig vel á FIS mótaröð í Geilo í Noregi en undanfarna daga hafa fjölmargir Íslenskir keppendur verið við æfinga og keppni í Geilo í Noregi.

Ragnheiður Sara langefst eftir fimm greinar
Sjö íslenskir keppendur eru á sterku crossfit móti í Dúbaí.

Sonja og Helgi best á árinu
Íþróttasamband fatlaðra verðlaunaði í gær sitt besta íþróttafólk á árinu sem er að líða. Sundkonan Sonja Sigurðardóttir var valin íþróttakona ársins og spjótkastarinn Helgi Sveinsson var valinn íþróttakarl ársins.

Helgi og Sonja Íþróttafólk ársins hjá fötluðum
Frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson og sundkonan Sonja Sigurðardóttir voru í dag útnefnd íþróttamaður og íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra en þau fengu verðlaunin afhent við viðhöfn á Radisson Blu á Hótel Sögu.

Tíu vinsælustu íþróttatíst ársins 2016: Leicester á toppnum og Zlatan með tvö á lista
Conor McGregor á eitt tíst á topp tíu listanum eins og Ronaldo og Muhammad Ali.

Esjumenn óstöðvandi
Sigurganga Esju í Hertz-deild karla í íshokkí hélt áfram á laugardagskvöldið. Þá mætti Esja Íslandsmeisturunum úr Skautafélagi Akureyrar og vann stórsigur, 6-0.

Hefur náð frábærum árangri á stuttum tíma
Kjartan Elvar Baldvinsson hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í ólympískum lyftingum en hann byrjaði að æfa íþróttina í janúar á þessu ári.

Ragnarök fóru með sigur af hólmi gegn þýskum mótherjum í hjólaskautarallý
Lyktaði leiknum sem fram fór í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi með stórsigri Ragnaraka. Liðið fékk 349 stig gegn 127 stigum andstæðingana.

Egill í úrslit á Evrópumótinu eftir hengingu í 1. lotu
Egill Øydvin Hjördísarson tryggði sér í gær sæti í úrslitum á Evrópumótinu í MMA, en Evrópumótið fer fram í Prag í Tékklandi þar sem nokkrir Íslendingar eru við keppni.

Fyrirliðinn sem hneig niður skömmu fyrir leik er enn í lífshættu
Craig Cunningham, fyrirliði bandaríska íshokkíliðsins Tucson Roadrunners og fyrrum leikmaður í NHL-deildinni, liggur nú á spítala og berst fyrir lífi sínu.

Íslendingur heimsmeistari í réttstöðulyftu
Júlían J. K. Jóhannsson setti Evrópumet þegar hann vann gullverðlaun á HM í kraftlyftingum.

HK fyrsta íslenska liðið sem kemst í úrslit á N-Evrópumóti kvenna
Íslensku blakliðin voru að standa sig vel á Norður-Evrópumóti kvenna í blaki sem fór fram í Danmörku og Noregi um helgina.

Snorri tryggði sér silfur í þrettán gráðu frosti
Íslenski göngugarpurinn Snorri Einarsson heldur áfram að standa sig vel og í morgun komst hann á verðlaunapall á alþjóðlegu FIS móti í Olos í Finnlandi.

Hreinn úrslitaleikur hjá Aftureldingu
Kvennalið Aftureldingar mætir Amager í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni Norður-Evrópukeppni félagsliða í blaki í dag.

Stelpurnar í Aftureldingu unnu sögulegan sigur á þeim dönsku í kvöld
Kvennalið Aftureldingar vann sögulegan sigur í í Norður-Evrópu keppni félagsliða í blaki í Randaberg í Noregi í kvöld.

Kemur fyrir að mann langi að hætta í miðri keppni
Rúnar Örn á Íslandsmetið í járnkarli en í keppninni er synt tæplega fjóra kílómetra, hjólað 180 kílómetra en endað er á að hlaupa heilt maraþon hlaup. Metið setti hann í Kaupmannahöfn í sumar.

Fimm milljónir mættu á sigurhátíð Cubs | Myndir
Alls mættu fimm milljónir til að hylla hetjurnar sýnar þegar Chicago Cubs hafnarboltaliðið hélt heiðursskrúðgöngu í gegnum borgina í gær.

Bölvun aflétt
Ein merkasta stund í bandarískri íþróttasögu kom er Chicago Cubs varð hafnaboltameistari í fyrsta skipti í 108 ár. Úrslitaleikurinn var ein dramatík frá upphafi til enda og endirinn í anda myndar frá Disney.