Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á mat­seðlinum“

Ákveðnar áhyggjur og kurr ríkir innan ferðaþjónustunnar eftir daginn í dag þegar ný ríkisstjórn sýndi á spilin og kynnti stefnuyfirlýsingu sína. Meðal annars stendur til að leggja á auðlinda- og komugjöld á greinina sem veldur nokkrum áhyggjum innan greinarinnar að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann fagnar því þó að ekki standi til að hækka virðisaukaskatt á greinina og hlakkar til samstarfs með nýjum ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Álf­rún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu

Álfrún Pálsdóttir hefur tekið við starfi fagstjóra almannatengsla á markaðssamskiptasviði Íslandsstofu. Álfrún mun leiða almannatengsl Íslandsstofu með áherslu á að efla og styrkja ímynd Íslands og íslenskra útflutningsgreina á erlendum mörkuðum í samstarfi við fjölbreyttan hóp hagaðila.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Köld eru kvenna­ráð – eða hvað?

Orðatiltækið „Köld eru kvenna ráð“ kemur úr Njálu og þar er átt er við að ráðleggingum kvenna sé ekki alltaf treystandi. Þessi fornu orð hafa lengi fylgt umræðum um ráðvendni og hlutverk kvenna en nútímarannsóknir sýna að þátttaka þeirra í ákvörðunum styrkir oft útkomur með breiðari sýn, aukinni samvinnu og sjálfbærri nálgun.

Skoðun
Fréttamynd

Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair

Icelandair flutti yfir 300 þúsund farþega í nóvember. Það eru 6,4 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Þar af voru 34 prósent farþega á leið til Íslands, 19 prósent frá Íslandi, 41 prósent ferðuðust um Ísland og sex prósent innan Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rang­færslur um ferða­þjónustuna

Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem byggir sína sókn að miklu leyti á náttúruauðlindum, það er ekkert nýtt og ljóst að greinin er einn stærsti hagsmunaaðili þess að staðið sé vörð um náttúru landsins. Því hefur ferðaþjónustan alltaf staðið fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lensk ferða­þjónusta til fram­tíðar: Næstu skref

Ég er stolt af íslenskri ferðaþjónustu. Hún er ekki aðeins mikilvægur burðarás í efnahagslífi okkar, stærsta sjálfsprottna byggðaaðgerð Íslandssögunnar og aflvaki nýsköpunar um allt land. Ferðaþjónustan gerir okkur betri á okkar heimavelli – hún gerir okkur að stoltari gestgjöfum.

Skoðun
Fréttamynd

Á­sýnd spillingar

Þetta Kynnisferða/ICELANDIA mál lítur ekki fallega út í baksýnisspeglinum. Kynnisferðir hafa gert það glimrandi gott í rúmlega tvö ár undir fölsku firmaheiti ICELANDIA. Fyrirtækið hefur fjárfest tugi milljóna til langframa í markaðsetningu erlendis undir þessu heiti og gengið vel þessi 2 ár. Þénustan er yfir 10 milljarðar í veltu og hagnaður ársins 1,3 milljarðar. Auk þess keypti Kynnisferðir hf 260 þús kr hlutafé af eigendum sínum fyrir 400 milljónir. Húrra fyrir þeim!

Skoðun
Fréttamynd

Fyrir­sjáan­leiki fyrir ferða­þjónustuna

Ég ólst upp við það að ferðamenn fóru bara í aðra áttina, frá Íslandi og út í heim. Á sandölum og ermalausum bol. Þetta var þegar bara fáeinir frumkvöðlar sá fyrir sér að ferðaþjónusta myndi vaxa og dafna sem alvöru atvinnugrein hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Svar Bents við hatursorðræðu gegn út­lendingum

Leikstjórinn og rapparinn Ágúst Bent Sigbertsson segir að undanfarið hafi verið ákveðin orðræða í þjóðfélaginu sem hafi beinst gegn innflytjendum. Hann leikstýrir nýrri auglýsingu á vegum Guide to Europe og segir þar um að ræða sitt svar gegn þeirri orðræðu sem hann segir ekki síst koma frá ráðamönnum. Hann hefur nóg fyrir stafni en Rottweiler gefur út nýtt lag á morgun.

Lífið
Fréttamynd

Skatta­gleði á kostnað ferða­þjónustunnar

Starfsfólk í íslenskri ferðaþjónustu taldi alls 31 þúsund manns árið 2023. Þau störf hafa ekki orðið til úr loftinu einu saman og tilvist þeirra langt því frá sjálfgefin. Mikilvægt er að skapa ferðaþjónustu, sem og öðrum atvinnugreinum, fyrirsjáanlegt og tryggt rekstrarumhverfi.

Skoðun
Fréttamynd

Ég á ‘etta, ég má ‘etta

Nýlega varð 9 bókstafa orðskrípi óvænt fleiri-hundruð-og-fimmtíu-milljón króna virði. Ákveðið stórfyrirtæki vildi eignast orðið fyrir slikk en fékk ekki. Fram að þessu hafði enginn sýnt þessu „óíslenska orði” neinn áhuga, hvað þá að reyna að stela því.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst

Hraun ógnar nú innviðum af ýmsu tagi í Svartsengi, þar sem unnið er hörðum höndum að því að hækka varnargarða og bjarga mikilvægum rafmagnsmöstrum. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir brýnt að Bláa lónið verði opnað um leið og það er öruggt. Hann óttast ekki að sláandi myndir frá síðustu dögum hafi fælingarmátt.

Innlent
Fréttamynd

Við þurfum stjórn­mála­menn sem skilja mikil­vægi stærstu at­vinnu­greinar landsins

Það er ómetanlegt að eiga leiðtoga í ríkisstjórn Íslands sem skilur mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt samfélag sem og efnahag. Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030, sem byggir á víðtækri samvinnu við hagaðila, er einstakt dæmi um það hvernig opinber stefnumótun getur stuðlað að raunverulegum árangri og framþróun atvinnugreinar. 

Skoðun
Fréttamynd

Ekki þörf enn á að stækka varnar­garða við Bláa lónið

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni.

Innlent