Ferðaþjónusta

Fréttamynd

Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyði­lagða“

Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra segir myndefni sem sýnir leigubílstjóra hér á landi hnakkrífast við erlenda ferðamenn hafa komið sér í opna skjöldu. Hann hyggst breyta lögum varðandi leigubíla, og vill meina að leigubílstjórastéttin hafi verið eyðilögð.

Innlent
Fréttamynd

Öryggis­menning – hjartað í á­byrgri ferða­þjónustu

Í síbreytilegu og oft krefjandi umhverfi ferðaþjónustunnar gegnir öryggismenning lykilhlutverki í að tryggja sem best velferð bæði starfsfólks og gesta. Til að öryggismenning verði lifandi hluti af starfsemi fyrirtækja þarf skýra og stöðuga forystu.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­starf í stað sundrungar í ferða­þjónustu

Við þurfum meira samstarf í ferðaþjónustunni, ekki að níða skóinn af hver öðru. Þegar við höfum gagnrýnt stjórnvöld fyrir breytingar á sköttum og gjöldum hefur sú gagnrýni fyrst og fremst snúist um skort á fyrirsjáanleika og samtali.

Umræðan
Fréttamynd

Ferða­þjónusta til fram­tíðar byggir á traustum inn­viðum

Ferðaþjónusta á Íslandi hefur eflst og þróast hratt á síðasta áratug og er orðin mikilvægasta atvinnugrein landsins. Ytri aðstæður á borð við heimsfaraldur, óvissu í heimsmálum og þróun efnahags og gjaldmiðla hafa ráðið miklu um gang mál en innlendir þjónustuaðilar hafa sýnt seiglu og sveigjanleika og brugðist vel við síbreytilegum aðstæðum.

Umræðan
Fréttamynd

Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum

Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku.

Neytendur
Fréttamynd

Stækka hótelveldið á Suður­landi

Félagið JAE ehf. hefur gengið frá kaupum á Hótel South Coast, sem er nýlegt hótel staðsett í miðbæ Selfoss. Hótelið er með 74 herbergjum, veitingaaðstöðu, heilsulind, líkamsræktaraðstöðu og fundarrýmum, sem gerir það að eftirsóttum ferðamannastað á Suðurlandi að því er segir í tilkynningu frá JAE ehf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meira að segja happ þegar frysti­húsið brann

Langflestir gestir í heitu pottunum í flæðamálinu á Drangsnesi greiða uppsett verð þótt enginn standi vaktina. Heimamenn hafa mætt áföllum í gegnum tíðina af æðruleysi og komast yfirleitt að því að ekki er allt sem sýnist.

Innlent
Fréttamynd

Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru

Ferðamenn í Reynisfjöru segjast lítið hafa vitað um hætturnar áður en þeir heimsóttu fjöruna. Þeir kalla eftir skýrari leiðbeiningum og fleiri skiltum. Hjón sem urðu vitni að banaslysinu telja að lífvörður á staðnum myndi aðeins vekja falska öryggistilfinningu. 

Innlent
Fréttamynd

Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn

Landeigandi í Reynisfjöru segir nauðsynlegt að tekið sé mark á reynslu, sem hlotist hefur í gegnum tíðina um hvað virkar og hvað ekki í öryggismálum á svæðinu. Hörmuleg slys og harkaleg orðræða taki bæði á fyrir landeigendur og viðbragðsaðila.

Innlent
Fréttamynd

„Það fer enginn líf­vörður út í“

Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land.

Innlent
Fréttamynd

Vörðuóðir ferða­menn fremji náttúru­spjöll

Leiðsögumaður segir ferðamenn ekki átta sig á náttúruspjöllum sem þeir fremji með því að reisa vörður hvar sem þeir koma á landinu. Vörður hafa jafnvel verið reistar í miðborginni, komist ferðamennirnir í nógu marga steina.

Innlent
Fréttamynd

Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum að­gerðum í Reynisfjöru

Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða.

Innlent