Ferðamennska á Íslandi

Fréttamynd

Vilja láta taka niður steinvegg hvalaskoðunarfyrirtækis

Norðurþing krefst þess að eitt stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki landsins taki niður hlaðinn vegg sem umlykur lóð þess við höfnina á Húsavík. Umræddur veggur sé ekki inni á lóð fyrirtækisins og ekki hafi fengist leyfi hjá sveitarfélaginu. Málið kom upp í fyrra og hafa samningaumleitanir farið út um þúfur.

Innlent
Fréttamynd

Allrahanda tapaði hálfum milljarði

Ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL, sem rekur Gray Line og Airport Express, tapaði 517 milljónum á síðast ári. Fyrirtækið á í viðræðum við viðskiptabanka sinn um endurskipulagningu lána.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjáðu drónaskot af hlíðinni í Reynisfjöru

Stór skriða kom úr fjallinu snemma í morgun sem gekk fram í sjó en svæðinu þar sem skriðan féll var lokað í gær eftir að ferðamenn sem þar stóðu slösuðust eftir að hafa fengið yfir sig grjót.

Innlent
Fréttamynd

Enn grjóthrun úr Reynisfjalli

Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og almannavarnasviði Lögreglunnar á Suðurlandi meta aðstæður á vettvangi í dag en þær eru sagðar varhugaverðar þar sem grjót hrynji enn úr fjallinu.

Innlent
Fréttamynd

Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru

Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó.

Innlent
Fréttamynd

Ferðaþjónustan fordæmi brot á vinnumarkaði

Samtök ferðaþjónustunnar segjast fordæma brotastarfsemi innan greinarinnar. Um helmingur launakrafna sem verkalýðsfélögin gera fyrir hönd félagsmanna eru vegna brota í ferðaþjónustu samkvæmt nýrri skýrslu.

Innlent