Ekki stysta tjónlausa vegalengdin Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 14:15 Hið undarlega umferðaróhapp hefur vakið töluverða athygli í dag. Erlendur Þorsteinsson Þrátt fyrir að töluvert tjón hafi orðið á bílunum, sem lentu í hinu sérstaka umferðaróhappi á Granda í dag, segist Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri bílaleigunnar Blue Car Rental, vera þakklátur fyrir að ekki hafi farið verr. Bílaleigan var með Toyota-jepplinginn á sinni könnu, þann sem ekið var inn um afturrúðu Kia-fólksbíls á ellefta tímanum í morgun eftir um 200 metra ferðalag - sem þó er ekki stysta tjónlausa vegalengd sem Sævar man eftir. Hann segir í samtali við Vísi að jepplingur bílaleigunnar sé töluvert skemmdur eftir uppákomuna; stýrisendi og spyrna séu ónýt auk þess sem töluvert „nudd“ hafi orðið á lakki bílsins. Tryggingamálin séu núna í skoðun, hann sé þannig ekki viss um það á þessari stundu hvort ferðamennirnir sem leigðu bílinn hafi keypt sér viðbótartryggingu.Sjá einnig: Beint af bílaleigunni og upp á bílFyrst og fremst sé hann þó ánægður með að engin slys hafi orðið á fólki.Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental.„Bíllinn sem viðskiptavinir okkar er á eru með hefðbundna kaskótryggingu eins og flestir bílaleigubílar. Hins vegar er sjálfsábyrgð á kaskótryggingum bílaleigubíla fremur há, oft á bilinu 350-400 þúsund,“ segir Sævar. „Hafi viðskiptavinur ekki fjárfest í viðbótartryggingum er hann rukkaður þá upphæð þar til ljóst er hvert eiginlegt tjón er. Oftar en ekki eru þó viðskiptavinir okkar með viðbótatryggingar sem lækka sjálfsábyrgðina og endar þá umframkostnaðurinn á bílaleigunni. Þá eru auðvitað ýmis tjón undanþegin kaskótryggingum, s.s. undirvagnstjón, vatnstjón og svo framvegis.“ Hann segist þó ekki búast við öðru en að eigendur hinna bílanna tveggja, fólksbíla af gerðunum Kia og BMW, fái sitt greitt frá tryggingunum. Þrátt fyrir að þetta sé með sérstakari tilfellum sem Sævar man eftir minnir hann á að óhöppin geti alltaf átt sér stað. Þegar viðskiptavinir komast í hann krappan sé það yfirleitt leyst með því að hann greiðir sjálfsábyrgðina á bílnum og honum færður nýr bíll um leið. Fyrir allar útleigur sé gengið úr skugga um að ökumennirnir séu með gild ökuskírteini - „þó erfitt sé að vita hversu færir ökumenn eru í raun og veru en menn séu auðvitað jafn misjafnir bakvið stýrið og þeir eru margir en ætla má að yfirgnæfandi meirihluti viðskiptavina okkar séu fínir ökumenn enda tjón ansi fátíð,“ segir Sævar. Óhappið í morgun sé þannig ekkert einsdæmi. „Þegar við vorum með útibú á Klapparstíg á árum áður tókst einum að keyra um 70 til 100 metra áður en hann var búinn að aka á kyrrstæðan Porsche Cayenne,“ segir Sævar. „Sá ökumaður var svo öruggur með sig að hann sagðist ekki þurfa að kaupa neina viðbótartryggingu á bílinn. Eftir áreksturinn tók hann hins vegar enga áhættu og ákvað að bæta við tryggingu á næsta bíl sem hann leigði.“ Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37 Beint af bílaleigunni og upp á bíl Ökumaður bílaleigubíls komst í hann krappan á Grandanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11 í dag. 20. ágúst 2019 11:36 Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þrátt fyrir að töluvert tjón hafi orðið á bílunum, sem lentu í hinu sérstaka umferðaróhappi á Granda í dag, segist Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri bílaleigunnar Blue Car Rental, vera þakklátur fyrir að ekki hafi farið verr. Bílaleigan var með Toyota-jepplinginn á sinni könnu, þann sem ekið var inn um afturrúðu Kia-fólksbíls á ellefta tímanum í morgun eftir um 200 metra ferðalag - sem þó er ekki stysta tjónlausa vegalengd sem Sævar man eftir. Hann segir í samtali við Vísi að jepplingur bílaleigunnar sé töluvert skemmdur eftir uppákomuna; stýrisendi og spyrna séu ónýt auk þess sem töluvert „nudd“ hafi orðið á lakki bílsins. Tryggingamálin séu núna í skoðun, hann sé þannig ekki viss um það á þessari stundu hvort ferðamennirnir sem leigðu bílinn hafi keypt sér viðbótartryggingu.Sjá einnig: Beint af bílaleigunni og upp á bílFyrst og fremst sé hann þó ánægður með að engin slys hafi orðið á fólki.Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental.„Bíllinn sem viðskiptavinir okkar er á eru með hefðbundna kaskótryggingu eins og flestir bílaleigubílar. Hins vegar er sjálfsábyrgð á kaskótryggingum bílaleigubíla fremur há, oft á bilinu 350-400 þúsund,“ segir Sævar. „Hafi viðskiptavinur ekki fjárfest í viðbótartryggingum er hann rukkaður þá upphæð þar til ljóst er hvert eiginlegt tjón er. Oftar en ekki eru þó viðskiptavinir okkar með viðbótatryggingar sem lækka sjálfsábyrgðina og endar þá umframkostnaðurinn á bílaleigunni. Þá eru auðvitað ýmis tjón undanþegin kaskótryggingum, s.s. undirvagnstjón, vatnstjón og svo framvegis.“ Hann segist þó ekki búast við öðru en að eigendur hinna bílanna tveggja, fólksbíla af gerðunum Kia og BMW, fái sitt greitt frá tryggingunum. Þrátt fyrir að þetta sé með sérstakari tilfellum sem Sævar man eftir minnir hann á að óhöppin geti alltaf átt sér stað. Þegar viðskiptavinir komast í hann krappan sé það yfirleitt leyst með því að hann greiðir sjálfsábyrgðina á bílnum og honum færður nýr bíll um leið. Fyrir allar útleigur sé gengið úr skugga um að ökumennirnir séu með gild ökuskírteini - „þó erfitt sé að vita hversu færir ökumenn eru í raun og veru en menn séu auðvitað jafn misjafnir bakvið stýrið og þeir eru margir en ætla má að yfirgnæfandi meirihluti viðskiptavina okkar séu fínir ökumenn enda tjón ansi fátíð,“ segir Sævar. Óhappið í morgun sé þannig ekkert einsdæmi. „Þegar við vorum með útibú á Klapparstíg á árum áður tókst einum að keyra um 70 til 100 metra áður en hann var búinn að aka á kyrrstæðan Porsche Cayenne,“ segir Sævar. „Sá ökumaður var svo öruggur með sig að hann sagðist ekki þurfa að kaupa neina viðbótartryggingu á bílinn. Eftir áreksturinn tók hann hins vegar enga áhættu og ákvað að bæta við tryggingu á næsta bíl sem hann leigði.“
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37 Beint af bílaleigunni og upp á bíl Ökumaður bílaleigubíls komst í hann krappan á Grandanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11 í dag. 20. ágúst 2019 11:36 Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37
Beint af bílaleigunni og upp á bíl Ökumaður bílaleigubíls komst í hann krappan á Grandanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11 í dag. 20. ágúst 2019 11:36
Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17