Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 20. janúar 2015 15:55 Arnór Þór Gunnarsson stekkur inn. vísir/eva björk Ísland gerði jafntefli gegn Evrópumeisturum Frakka á HM í Katar í kvöld. Strákarnir voru hársbreidd frá sigri og spiluðu glæsilegan handbolta. Eftir frábæran íslenskan fyrri hálfleik leiddu strákarnir með tveggja marka mun, 14-12, og þeir komust fjórum mörkum yfir með því að skora fyrstu tvö mörk síðari hálfleiksins.Eva Björk Ægisdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis í Doha, tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Björgvin Páll Gústavsson átti magnaðan leik í markinu og íslenska vörnin var á löngum köflum frábær, þó svo að hún hafi farið að gefa eftir vegna tíðra brottvísana og þreytu þegar farið var að líða á síðari hálfleikinn. Frakkar náðu með herkjum að koma sér aftur inn í leikinn, fyrst og fremst með innkomu Daniel Narcisse og frammistöðu Thierry Omeyer í markinu. Lokakaflinn var æsispennandi og strákarnir fengu síðustu sóknina en það átti ekki að verða. Jafntefli var niðurstaða sem þeir urðu að sætta sig við.Guðjón Valur Sigurðsson keyrir á yngri Karabatic-bróðurinn.vísir/eva björkAron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson voru stjörnur þessa leiks en mjög margir áttu afar góðan leik. Varnarleikurinn var góður og er erfitt að skella skuldinni á þá fyrir tíðar brottvísanir í síðari hálfleik. Dómgæsla leiksins var einfaldlega með þeim hætti að hún gerði mönnum erfitt fyrir að spila það sem öllu jöfnu er kallaður eðlilegur handbolti. Ásgeir Örn náði að stíga upp í kvöld og sýna kærkomna takta. Hann skoraði mörg mikilvæg mörk og náði að minna á sig. Alexander var lengi að finna taktinn en þegar hann komst í gang var hann oft frábær. Þetta var besti leikur Snorra Steins í keppninni og Róbert gerði vel úr því sem hann fékk að moða á línunni. Og þannig mætti áfram halda áfram. Næst á dagskrá er leikur gegn stigalausu liði Tékklands sem verður að berjast fyrir lífi sínu í riðlinum. Það verður enn ein áskorunin fyrir strákana okkar í Katar. Þetta byrjaði á kunnulegum nótum. Fimm af fyrstu sex skotum Íslands voru í slá, framhjá eða í varnarmann. Omeyer þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að verja og þó svo að vörnin hafi staðið sína vakt frá fyrstu mínútu komust Frakkarnir í 3-1 forystu eftir sex mínútur.Aron Pálmarsson með eina af níu stoðsendingu sínum.vísir/eva björkÞað var ljóst frá fyrstu mínútum leiksins hvað upplegg Frakkanna var. Þeir leituðu ítrekað inn á Sorhaindo á miðjunni sem nýtti sinn gríðarlega styrk til að skora mörk, fiska bæði víti og brottvísanir. Hann var þeirra langhættulegasta vopn og það nýttu sér það ítrekað. En þess fyrir utan var ekki mikil ógn af Frökkunum og meira að segja hinn magnaði Nikola Karabatic virkaði þungur og hægur. Íslenska vörnin átti í litlum vandræðum með hann á löngum köflum eftir að hann var búinn að skora fyrstu tvö mörk leiksins. Það segir sitt um styrkleika íslensku varnarinnar. Björgvin Páll var góður frá fyrstu mínútu. Hann varði eins og berserkur og fylgdi þar með þessum frábæra varnarleik eftir. Þegar strákarnir fóru loks að skora þá kom loksins þetta góða íslenska lið í ljós. Maður vissi að þeir höfðu þetta í sér og loksins, þegar allir þessi helstu þættir náðu að smella saman, sýndu þeir að þeir eru verðugur andstæðingur fyrir hvaða lið sem er. Strákarnir náðu mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, 12-9, en komu þvinguð skot hjá stákunum sem Omeyer varði vel og Frakkarnir refsuðu tvívegis með mörkum. En strákarnir létu ekki segjast og það var frábært að sjá að Alexander, sem hafði ekki skorað í fyrri hálfleik þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, skoraði stórglæsilegt mark á lokasekúndu fyrri hálfleiks sem tryggði okkar mönnum 14-12 forystu í hálfleik. Síðari hálfleikur hófst á sömu nótum. Frábærum nótum. Vörnin hélt áfram og strákarnir skoruðu tvö fyrstu mörkin. Alexander var kominn í gang og það vissi bara á gott. Þá gerðist þrennt. Daniel Narcisse kom inn á, Thierry Omeyer fór að verja allt of mikið fyrir minn smekk og dómararnir tóku þessa ströngu línu sínu með brottvísanir á íslensku vörnina.Snorri Steinn veifar til áhorfenda.vísir/eva björkFrakkar skoruðu fjögur mörk í röð og í fyrsta sinn kom alvöru hiks á íslensku sóknina. Tapaðir boltar trekk í trekk og Frakkar gengu á lagið. Sem betur fer rönkuðu okkar menn við sér og leikurinn var í járnum eftir þetta. Þegar manni finnst eins og að allur heimurinn sé á móti sér - dómarar, áhorfendur og að spila gegn einu besta liði heims í þokkabót - þá reynir á þolrifin. Strákarnir eru stríðsmenn og sýndu það á þessum kafla. Þeir gáfust ekki upp. Það kviknaði smá ljós þegar að Nikola Karabatic fékk sína þriðju brottvísun, þá fyrir leikaraskap, og þar með rautt. En Frakkar voru komnir með undirhöndina og æsispennandi lokamínútur eftir í leiknum. Frakkar náðu tveggja marka forystu þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af leiknum og útlitið orðið dökkt. En sem fyrr gáfust þeir ekki upp og Róbert jafnaði metin þegar ein og hálf mínúta var eftir. Björgvin Páll varði frá Narcisse þegar mínúta var eftir en Alexander var dæmdur brotlegur og Ísland spilaði lokamínútuna manni færri, ofan á allt annað. En strákarnir voru klókir, náðu að hanga á boltanum allt til loka - þar til að Omeyer varði þvingað skot frá Aroni. Jafntefli niðurstaðan en það sem stendur upp úr er frábær frammistaða Íslands.vísir/eva björkArnór: Megum ekkert vera of góðir með okkur „Við ætluðum að bæta okkar leik og þannig er það ennþá hjá okkur. Það verður okkar aðalmarkmið áfram,“ sagði Arnór Atlason, skytta Íslands, hógvær eftir jafnteflið gegn Frakklandi á HM í kvöld. „Við megum ekkert vera of góðir með okkur núna. Þetta er ekkert komið. Við þurfum að skila okkur í sem besta stöðu í þessum riðli og taka þessa tvo leiki sem eftir eru.“ Sóknarleikurinn var nokkuð flottur í dag en hvað var það sem Arnór var ánægðastur með? „Við fórum vel með boltann og töpum honum ekkert í neina vitleysu. Við náum að klára sóknirnar með skotunum sem við viljum fá. Þetta var bara jákvætt. Maður er bara svekktur og kátur með þetta stig,“ sagði Arnór sem fer nú að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Tékklandi. „Eftir leik er strax orðið fyrir leik. Maður þarf að fara að gera sig kláran í hörkuleik. Hann er mikilvægur upp á framhaldið. Þetta var jákvætt í dag og hjálpar okkur að halda áfram að þróa okkar leik.“vísir/eva björkSverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka „Ég er eiginlega svolítið svekktur. Það er jákvætt að vera svekktur eftir að maður gerir jafntefli við Frakka, en á hinn bóginn þurfum við að taka það jákvæða úr þessu.“ Þetta sagði Sverre Jakobsson, varnarjaxlinn í liði Íslands, við Vísi, eftir 26-26 jafntefli gegn Frakklandi á HM í dag. „Við erum hérna til að taka skref fram á við þegar líður á keppnina. Við gerðum það á móti Alsír og annað í dag og svona ætlum við að halda áfram.“ Sverre segist ekki hafa haft neinar áhyggjur af varnarleiknum fyrir leikinn í dag. „Alls ekki. Við höfum fulla trú á hvorum öðrum hérna og þó menn eigi einn og einn leik þó ekki gangi sem skyldi þá er það ekki þannig að það hafi áhrif á næsta leik,“ sagði Sverre sem er orðinn nett þreyttur á dómgæslunni á mótinu. „Mér fannst þetta í rauninni vera jafnt á báða bóga en ég á erfitt með að dæma þetta núna. Mér finnst þetta orðið strangt með þessar tvær mínútur. Það fór í taugarnar á mér. Það er greinilega komin einhver allt önnur lína sem hefði mátt láta vita af fyrir mót.“vísir/eva björkBjörgvin: Síðasta sem fer hjá þessum gaurum er sjálfstraustið Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, var ánægður með stigið sem liðið náði í gegn Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakklands í dag. „Þegar við horfum á leikinn þá erum við sáttir þó við tökum bara einn punkt. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið og æðislegt að sjá íslensku geðveikina komna aftur,“ sagði Björgvin við Vísis eftir leikinn. „Þetta voru andstæðingarnir sem við þurftum til að komast í gang því þetta er lið sem við þekkjum vel. Þeir eru með sextán leikmenn í heimsklassa og því er gaman að geta haldið í við þá. Sérstaklega eftir það sem hefur á gengið í síðustu tveimur leikjum.“ Björgvin segir auðveldara fyrir liðið að mæta svona sterkum liðum. „Þetta er bara þessi íslenska geðveiki. Þegar hún er til staðar þá getum við mætt öllum liðum. Þegar við spilum við 16 af bestu leikmönnum heims þá höldum við í við þá en þegar við spilum við lakari lið þá dettur tempóið niður,“ sagði Björgvin. „Við þurfum að reyna að spila okkar leik. Á móti leik eins og Frakklandi þarf að halda einbeitingu en undirbúningurinn var geggjaður. Það var gaman að sjá að við getum þetta, sérstaklega þegar við erum að fara inn í jafn mikilvæga leiki og raun ber vitni.“ Hann segir engan skort á sjálfstrausti í liðinu. „Nei, alls ekki. Ég er með þessum gæjum allan daginn og veit hvað býr í okkur. Það sem fer síðast hjá okkur er sjálfstraustið hjá þessum gaurum og geðveikin og baráttan.“ Næst er það Tékkland: „Það er stórleikurinn í þessu. Við þurfum að vinna hann til að fara áfram. Þessi punktur í dag skilar engu ef við ætlum að tapa fyrir Tékkum. Við þurfum að komast niður eins hratt og við getum,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson.vísir/eva björkRóbert: Enginn vissi hvað mátti gera „Ég er bara svekktur. Við hefðum átt að vinna þennan leik,“ sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson eftir jafnteflið gegn Frökkum í kvöld. „En Frakkarnir eru örugglega líka svekktir enda jafn leikur. Bæði liðin hefðu getað stolið þessu en það vorum við sem fengu þessa lokasókn. En svo fór sem fór,“ bætti hann við en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Hann segir að það þýðir ekkert að velta því fyrir sér hvort það hefði mátt gera eitthvað betur í lokasókninni í leiknum. „Leikurinn á í raun aldrei að ráðast á síðustu sókninni. Ég er bara ánægður með að hafa fengið eitt stig fyrst og fremst. En þetta voru svolítið kómískir ákvarðanir sem dómararnir tóku á leiknum og það bitnaði á báðum liðum. Maður vissi ekkert hvað maður mátti gera og hvað ekki.“ „Þetta var okkar besti leikur í þessari keppni, sem var kannski erfitt. Allt gekk vel og mjög jákvæður leikur sem við getum tekið með okkur í næsta leik.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Pálmars: Spilum yfirleitt vel á móti Frökkum Aron Pálmarsson lék vel með íslenska landsliðinu í sigrinum á Alsír í fyrrakvöldi. Hann vakti lengi fram eftir um kvöldið til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og Green Bay Packers í ameríska fótboltanum. 20. janúar 2015 10:00 Þegar Ísland slátraði Frökkum í Bördelandhalle Einn eftirminnilegasti leikur í sögu strákanna okkar var gegn Frökkum á HM 2007. Þá valtaði Ísland yfir franska liðið, 32-24, þegar allt var undir. 20. janúar 2015 14:00 Ekki missa af HM-kvöldi Leikur Íslands og Frakklands verður gerður upp í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport 3. 20. janúar 2015 16:15 Narcisse kominn á skýrslu hjá Frökkum Spilaði ekki í fyrstu leikjum Frakka á HM vegna meiðsla. 20. janúar 2015 14:51 Ísland á fjóra þjálfara sem eru á toppnum í Evrópu Sérfræðingi TV2 í Danmörku finnst stórmerkilegt hvernig jafn lítil þjóð og Íslandi geti haft svona mikil áhrif á handboltaheiminn. 20. janúar 2015 07:30 Róbert: Kom mér mikið á óvart hvað þeir eru almennilegir Róbert Gunnarsson hittir fyrir marga liðsfélaga sína í Frakkaleiknum í kvöld. Róbert spilar með Paris Handball og fjórir samherjar hans verða hinum megin á vellinum. 20. janúar 2015 08:45 Vignir: Vissi ekki að Frakkland væri næst Segir að dómgæsla í handbolta geti alltaf haft áhrif á úrslit leikja. 20. janúar 2015 08:00 Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Ísland gerði jafntefli gegn Evrópumeisturum Frakka á HM í Katar í kvöld. Strákarnir voru hársbreidd frá sigri og spiluðu glæsilegan handbolta. Eftir frábæran íslenskan fyrri hálfleik leiddu strákarnir með tveggja marka mun, 14-12, og þeir komust fjórum mörkum yfir með því að skora fyrstu tvö mörk síðari hálfleiksins.Eva Björk Ægisdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis í Doha, tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Björgvin Páll Gústavsson átti magnaðan leik í markinu og íslenska vörnin var á löngum köflum frábær, þó svo að hún hafi farið að gefa eftir vegna tíðra brottvísana og þreytu þegar farið var að líða á síðari hálfleikinn. Frakkar náðu með herkjum að koma sér aftur inn í leikinn, fyrst og fremst með innkomu Daniel Narcisse og frammistöðu Thierry Omeyer í markinu. Lokakaflinn var æsispennandi og strákarnir fengu síðustu sóknina en það átti ekki að verða. Jafntefli var niðurstaða sem þeir urðu að sætta sig við.Guðjón Valur Sigurðsson keyrir á yngri Karabatic-bróðurinn.vísir/eva björkAron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson voru stjörnur þessa leiks en mjög margir áttu afar góðan leik. Varnarleikurinn var góður og er erfitt að skella skuldinni á þá fyrir tíðar brottvísanir í síðari hálfleik. Dómgæsla leiksins var einfaldlega með þeim hætti að hún gerði mönnum erfitt fyrir að spila það sem öllu jöfnu er kallaður eðlilegur handbolti. Ásgeir Örn náði að stíga upp í kvöld og sýna kærkomna takta. Hann skoraði mörg mikilvæg mörk og náði að minna á sig. Alexander var lengi að finna taktinn en þegar hann komst í gang var hann oft frábær. Þetta var besti leikur Snorra Steins í keppninni og Róbert gerði vel úr því sem hann fékk að moða á línunni. Og þannig mætti áfram halda áfram. Næst á dagskrá er leikur gegn stigalausu liði Tékklands sem verður að berjast fyrir lífi sínu í riðlinum. Það verður enn ein áskorunin fyrir strákana okkar í Katar. Þetta byrjaði á kunnulegum nótum. Fimm af fyrstu sex skotum Íslands voru í slá, framhjá eða í varnarmann. Omeyer þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að verja og þó svo að vörnin hafi staðið sína vakt frá fyrstu mínútu komust Frakkarnir í 3-1 forystu eftir sex mínútur.Aron Pálmarsson með eina af níu stoðsendingu sínum.vísir/eva björkÞað var ljóst frá fyrstu mínútum leiksins hvað upplegg Frakkanna var. Þeir leituðu ítrekað inn á Sorhaindo á miðjunni sem nýtti sinn gríðarlega styrk til að skora mörk, fiska bæði víti og brottvísanir. Hann var þeirra langhættulegasta vopn og það nýttu sér það ítrekað. En þess fyrir utan var ekki mikil ógn af Frökkunum og meira að segja hinn magnaði Nikola Karabatic virkaði þungur og hægur. Íslenska vörnin átti í litlum vandræðum með hann á löngum köflum eftir að hann var búinn að skora fyrstu tvö mörk leiksins. Það segir sitt um styrkleika íslensku varnarinnar. Björgvin Páll var góður frá fyrstu mínútu. Hann varði eins og berserkur og fylgdi þar með þessum frábæra varnarleik eftir. Þegar strákarnir fóru loks að skora þá kom loksins þetta góða íslenska lið í ljós. Maður vissi að þeir höfðu þetta í sér og loksins, þegar allir þessi helstu þættir náðu að smella saman, sýndu þeir að þeir eru verðugur andstæðingur fyrir hvaða lið sem er. Strákarnir náðu mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, 12-9, en komu þvinguð skot hjá stákunum sem Omeyer varði vel og Frakkarnir refsuðu tvívegis með mörkum. En strákarnir létu ekki segjast og það var frábært að sjá að Alexander, sem hafði ekki skorað í fyrri hálfleik þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, skoraði stórglæsilegt mark á lokasekúndu fyrri hálfleiks sem tryggði okkar mönnum 14-12 forystu í hálfleik. Síðari hálfleikur hófst á sömu nótum. Frábærum nótum. Vörnin hélt áfram og strákarnir skoruðu tvö fyrstu mörkin. Alexander var kominn í gang og það vissi bara á gott. Þá gerðist þrennt. Daniel Narcisse kom inn á, Thierry Omeyer fór að verja allt of mikið fyrir minn smekk og dómararnir tóku þessa ströngu línu sínu með brottvísanir á íslensku vörnina.Snorri Steinn veifar til áhorfenda.vísir/eva björkFrakkar skoruðu fjögur mörk í röð og í fyrsta sinn kom alvöru hiks á íslensku sóknina. Tapaðir boltar trekk í trekk og Frakkar gengu á lagið. Sem betur fer rönkuðu okkar menn við sér og leikurinn var í járnum eftir þetta. Þegar manni finnst eins og að allur heimurinn sé á móti sér - dómarar, áhorfendur og að spila gegn einu besta liði heims í þokkabót - þá reynir á þolrifin. Strákarnir eru stríðsmenn og sýndu það á þessum kafla. Þeir gáfust ekki upp. Það kviknaði smá ljós þegar að Nikola Karabatic fékk sína þriðju brottvísun, þá fyrir leikaraskap, og þar með rautt. En Frakkar voru komnir með undirhöndina og æsispennandi lokamínútur eftir í leiknum. Frakkar náðu tveggja marka forystu þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af leiknum og útlitið orðið dökkt. En sem fyrr gáfust þeir ekki upp og Róbert jafnaði metin þegar ein og hálf mínúta var eftir. Björgvin Páll varði frá Narcisse þegar mínúta var eftir en Alexander var dæmdur brotlegur og Ísland spilaði lokamínútuna manni færri, ofan á allt annað. En strákarnir voru klókir, náðu að hanga á boltanum allt til loka - þar til að Omeyer varði þvingað skot frá Aroni. Jafntefli niðurstaðan en það sem stendur upp úr er frábær frammistaða Íslands.vísir/eva björkArnór: Megum ekkert vera of góðir með okkur „Við ætluðum að bæta okkar leik og þannig er það ennþá hjá okkur. Það verður okkar aðalmarkmið áfram,“ sagði Arnór Atlason, skytta Íslands, hógvær eftir jafnteflið gegn Frakklandi á HM í kvöld. „Við megum ekkert vera of góðir með okkur núna. Þetta er ekkert komið. Við þurfum að skila okkur í sem besta stöðu í þessum riðli og taka þessa tvo leiki sem eftir eru.“ Sóknarleikurinn var nokkuð flottur í dag en hvað var það sem Arnór var ánægðastur með? „Við fórum vel með boltann og töpum honum ekkert í neina vitleysu. Við náum að klára sóknirnar með skotunum sem við viljum fá. Þetta var bara jákvætt. Maður er bara svekktur og kátur með þetta stig,“ sagði Arnór sem fer nú að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Tékklandi. „Eftir leik er strax orðið fyrir leik. Maður þarf að fara að gera sig kláran í hörkuleik. Hann er mikilvægur upp á framhaldið. Þetta var jákvætt í dag og hjálpar okkur að halda áfram að þróa okkar leik.“vísir/eva björkSverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka „Ég er eiginlega svolítið svekktur. Það er jákvætt að vera svekktur eftir að maður gerir jafntefli við Frakka, en á hinn bóginn þurfum við að taka það jákvæða úr þessu.“ Þetta sagði Sverre Jakobsson, varnarjaxlinn í liði Íslands, við Vísi, eftir 26-26 jafntefli gegn Frakklandi á HM í dag. „Við erum hérna til að taka skref fram á við þegar líður á keppnina. Við gerðum það á móti Alsír og annað í dag og svona ætlum við að halda áfram.“ Sverre segist ekki hafa haft neinar áhyggjur af varnarleiknum fyrir leikinn í dag. „Alls ekki. Við höfum fulla trú á hvorum öðrum hérna og þó menn eigi einn og einn leik þó ekki gangi sem skyldi þá er það ekki þannig að það hafi áhrif á næsta leik,“ sagði Sverre sem er orðinn nett þreyttur á dómgæslunni á mótinu. „Mér fannst þetta í rauninni vera jafnt á báða bóga en ég á erfitt með að dæma þetta núna. Mér finnst þetta orðið strangt með þessar tvær mínútur. Það fór í taugarnar á mér. Það er greinilega komin einhver allt önnur lína sem hefði mátt láta vita af fyrir mót.“vísir/eva björkBjörgvin: Síðasta sem fer hjá þessum gaurum er sjálfstraustið Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, var ánægður með stigið sem liðið náði í gegn Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakklands í dag. „Þegar við horfum á leikinn þá erum við sáttir þó við tökum bara einn punkt. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið og æðislegt að sjá íslensku geðveikina komna aftur,“ sagði Björgvin við Vísis eftir leikinn. „Þetta voru andstæðingarnir sem við þurftum til að komast í gang því þetta er lið sem við þekkjum vel. Þeir eru með sextán leikmenn í heimsklassa og því er gaman að geta haldið í við þá. Sérstaklega eftir það sem hefur á gengið í síðustu tveimur leikjum.“ Björgvin segir auðveldara fyrir liðið að mæta svona sterkum liðum. „Þetta er bara þessi íslenska geðveiki. Þegar hún er til staðar þá getum við mætt öllum liðum. Þegar við spilum við 16 af bestu leikmönnum heims þá höldum við í við þá en þegar við spilum við lakari lið þá dettur tempóið niður,“ sagði Björgvin. „Við þurfum að reyna að spila okkar leik. Á móti leik eins og Frakklandi þarf að halda einbeitingu en undirbúningurinn var geggjaður. Það var gaman að sjá að við getum þetta, sérstaklega þegar við erum að fara inn í jafn mikilvæga leiki og raun ber vitni.“ Hann segir engan skort á sjálfstrausti í liðinu. „Nei, alls ekki. Ég er með þessum gæjum allan daginn og veit hvað býr í okkur. Það sem fer síðast hjá okkur er sjálfstraustið hjá þessum gaurum og geðveikin og baráttan.“ Næst er það Tékkland: „Það er stórleikurinn í þessu. Við þurfum að vinna hann til að fara áfram. Þessi punktur í dag skilar engu ef við ætlum að tapa fyrir Tékkum. Við þurfum að komast niður eins hratt og við getum,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson.vísir/eva björkRóbert: Enginn vissi hvað mátti gera „Ég er bara svekktur. Við hefðum átt að vinna þennan leik,“ sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson eftir jafnteflið gegn Frökkum í kvöld. „En Frakkarnir eru örugglega líka svekktir enda jafn leikur. Bæði liðin hefðu getað stolið þessu en það vorum við sem fengu þessa lokasókn. En svo fór sem fór,“ bætti hann við en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Hann segir að það þýðir ekkert að velta því fyrir sér hvort það hefði mátt gera eitthvað betur í lokasókninni í leiknum. „Leikurinn á í raun aldrei að ráðast á síðustu sókninni. Ég er bara ánægður með að hafa fengið eitt stig fyrst og fremst. En þetta voru svolítið kómískir ákvarðanir sem dómararnir tóku á leiknum og það bitnaði á báðum liðum. Maður vissi ekkert hvað maður mátti gera og hvað ekki.“ „Þetta var okkar besti leikur í þessari keppni, sem var kannski erfitt. Allt gekk vel og mjög jákvæður leikur sem við getum tekið með okkur í næsta leik.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Pálmars: Spilum yfirleitt vel á móti Frökkum Aron Pálmarsson lék vel með íslenska landsliðinu í sigrinum á Alsír í fyrrakvöldi. Hann vakti lengi fram eftir um kvöldið til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og Green Bay Packers í ameríska fótboltanum. 20. janúar 2015 10:00 Þegar Ísland slátraði Frökkum í Bördelandhalle Einn eftirminnilegasti leikur í sögu strákanna okkar var gegn Frökkum á HM 2007. Þá valtaði Ísland yfir franska liðið, 32-24, þegar allt var undir. 20. janúar 2015 14:00 Ekki missa af HM-kvöldi Leikur Íslands og Frakklands verður gerður upp í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport 3. 20. janúar 2015 16:15 Narcisse kominn á skýrslu hjá Frökkum Spilaði ekki í fyrstu leikjum Frakka á HM vegna meiðsla. 20. janúar 2015 14:51 Ísland á fjóra þjálfara sem eru á toppnum í Evrópu Sérfræðingi TV2 í Danmörku finnst stórmerkilegt hvernig jafn lítil þjóð og Íslandi geti haft svona mikil áhrif á handboltaheiminn. 20. janúar 2015 07:30 Róbert: Kom mér mikið á óvart hvað þeir eru almennilegir Róbert Gunnarsson hittir fyrir marga liðsfélaga sína í Frakkaleiknum í kvöld. Róbert spilar með Paris Handball og fjórir samherjar hans verða hinum megin á vellinum. 20. janúar 2015 08:45 Vignir: Vissi ekki að Frakkland væri næst Segir að dómgæsla í handbolta geti alltaf haft áhrif á úrslit leikja. 20. janúar 2015 08:00 Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Aron Pálmars: Spilum yfirleitt vel á móti Frökkum Aron Pálmarsson lék vel með íslenska landsliðinu í sigrinum á Alsír í fyrrakvöldi. Hann vakti lengi fram eftir um kvöldið til þess að fylgjast með leik Seattle Seahawks og Green Bay Packers í ameríska fótboltanum. 20. janúar 2015 10:00
Þegar Ísland slátraði Frökkum í Bördelandhalle Einn eftirminnilegasti leikur í sögu strákanna okkar var gegn Frökkum á HM 2007. Þá valtaði Ísland yfir franska liðið, 32-24, þegar allt var undir. 20. janúar 2015 14:00
Ekki missa af HM-kvöldi Leikur Íslands og Frakklands verður gerður upp í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport 3. 20. janúar 2015 16:15
Narcisse kominn á skýrslu hjá Frökkum Spilaði ekki í fyrstu leikjum Frakka á HM vegna meiðsla. 20. janúar 2015 14:51
Ísland á fjóra þjálfara sem eru á toppnum í Evrópu Sérfræðingi TV2 í Danmörku finnst stórmerkilegt hvernig jafn lítil þjóð og Íslandi geti haft svona mikil áhrif á handboltaheiminn. 20. janúar 2015 07:30
Róbert: Kom mér mikið á óvart hvað þeir eru almennilegir Róbert Gunnarsson hittir fyrir marga liðsfélaga sína í Frakkaleiknum í kvöld. Róbert spilar með Paris Handball og fjórir samherjar hans verða hinum megin á vellinum. 20. janúar 2015 08:45
Vignir: Vissi ekki að Frakkland væri næst Segir að dómgæsla í handbolta geti alltaf haft áhrif á úrslit leikja. 20. janúar 2015 08:00