Spænskur miðvörður á leið til Fjölnis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2015 17:05 Fjölnismenn eru í 5. sæti Pepsi-deildarinnar. vísir/vilhelm „Þetta er leikmaður á þeim aldri sem við vorum að leita að, til að fá smá reynslu inn í varnarleikinn hjá okkur,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, aðspurður um Jonatan Neftalí sem er á leið til Grafarvogsliðsins. Honum er ætlað að fylla skarð Daniels Ivanovski sem fór frá Fjölni um miðjan síðasta mánuð. Neftalí er þrítugur miðvörður frá Spáni sem hefur undanfarin fimm ár spilað með Vejle í næstefstu deild í Danmörku. „Við vorum bara í sambandi við menn sem eru að leita að leikmönnum fyrir okkur erlendis. Þetta nafn kom upp og ég kíkti á nokkrar myndbandsupptökur af honum og fékk svo líka góð meðmæli frá leikmönnum sem spiluðu með honum í Danmörku. Þetta var áhugaverður kostur.“ Neftalí kemur til landsins á sunnudaginn og gengst undir læknisskoðun á mánudaginn. Að öllu óbreyttu verður hann því orðinn leikmaður Fjölnis þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí. Neftalí mun svo svo að öllum líkindum spila sinn fyrsta leik fyrir Fjölni gegn ÍBV í Pepsi-deildinni 19. júlí. „Hann fær smá tíma til aðlagast liðinu og hópnum. Svo þarf hann líka að sanna sig til að komast í liðið,“ sagði Ágúst en er þetta svipaður leikmaður og áðurnefndur Ivanovski? „Það er erfitt að vera eins og hann. Þessi er sterkari og kannski meiri varnarmaður en Ivanovski sem var líka góður sóknarlega.“ Ágúst segir að ekkert annað sé í hendi en hann vonist til að fá 2-3 erlenda leikmenn á reynslu í næstu viku. Hann segir Fjölnismenn einnig horfa til innlendra leikmanna þótt það fari ekki mikið fyrir þeim í umræðunni um möguleg félagaskipti hér innanlands. „Þótt við séum ekkert að berjast við þessa stærstu klúbba og séum ekki sýnilegir erum við líka að biðja um þessa leikmenn,“ sagði Ágúst og bætti því við að Illugi Þór Gunnarsson sé væntanlegur aftur úr námi í Danmörku og muni hefja æfingar með Fjölni á næstunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
„Þetta er leikmaður á þeim aldri sem við vorum að leita að, til að fá smá reynslu inn í varnarleikinn hjá okkur,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, aðspurður um Jonatan Neftalí sem er á leið til Grafarvogsliðsins. Honum er ætlað að fylla skarð Daniels Ivanovski sem fór frá Fjölni um miðjan síðasta mánuð. Neftalí er þrítugur miðvörður frá Spáni sem hefur undanfarin fimm ár spilað með Vejle í næstefstu deild í Danmörku. „Við vorum bara í sambandi við menn sem eru að leita að leikmönnum fyrir okkur erlendis. Þetta nafn kom upp og ég kíkti á nokkrar myndbandsupptökur af honum og fékk svo líka góð meðmæli frá leikmönnum sem spiluðu með honum í Danmörku. Þetta var áhugaverður kostur.“ Neftalí kemur til landsins á sunnudaginn og gengst undir læknisskoðun á mánudaginn. Að öllu óbreyttu verður hann því orðinn leikmaður Fjölnis þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí. Neftalí mun svo svo að öllum líkindum spila sinn fyrsta leik fyrir Fjölni gegn ÍBV í Pepsi-deildinni 19. júlí. „Hann fær smá tíma til aðlagast liðinu og hópnum. Svo þarf hann líka að sanna sig til að komast í liðið,“ sagði Ágúst en er þetta svipaður leikmaður og áðurnefndur Ivanovski? „Það er erfitt að vera eins og hann. Þessi er sterkari og kannski meiri varnarmaður en Ivanovski sem var líka góður sóknarlega.“ Ágúst segir að ekkert annað sé í hendi en hann vonist til að fá 2-3 erlenda leikmenn á reynslu í næstu viku. Hann segir Fjölnismenn einnig horfa til innlendra leikmanna þótt það fari ekki mikið fyrir þeim í umræðunni um möguleg félagaskipti hér innanlands. „Þótt við séum ekkert að berjast við þessa stærstu klúbba og séum ekki sýnilegir erum við líka að biðja um þessa leikmenn,“ sagði Ágúst og bætti því við að Illugi Þór Gunnarsson sé væntanlegur aftur úr námi í Danmörku og muni hefja æfingar með Fjölni á næstunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira