Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - FH 1-2 | Atli Viðar skaut FH á toppinn Árni Jóhannsson á Nettó-vellinum skrifar 28. júlí 2015 22:15 Vísir/ernir FH komst á topp Pepsi-deildar karla á markatölu eftir 1-2 sigur á Keflavík suður með sjó í kvöld. Atli Viðar Björnsson kom af bekknum og skoraði sigurmark FH á 74. mínútu en staðan í hálfleik var 1-1. Keflavík er eitt og yfirgefið á botni deildarinnar og þarf í raun kraftaverk til að bjarga sér frá falli í 1. deild. Fyrri hálfleikur liðanna var afar dapur ef satt skal segja. Þau fáu færi sem litu dagsins ljós voru eign gestanna úr Hafnarfirði en þeir áttu í vandræðum með að hitta skotum sínum á rammann. Áhorfendur fengu þó tvö mörk í fyrri hálfleik og það fyrra skoraði Emil Pálsson á 32. mínútu með laglegum skalla eftir góða fyrirgjör Jérémy Serwy. Emill var aleinn í vítateig heimamanna og gat léttilega stýrt boltanum í rólegheitunum framhjá markverði Keflvíkinga. FH-ingar áttu markið fyllilega skilið enda búnir að vera betri en það er oftast ekki spurt um það í fótbolta, því á 44. mínútu jöfnuðu heimamenn metin. Magnús Þórir Matthíasson sendi boltann fyrir og Davíð Þór Viðarsson var ansi óheppinn að setja knöttinn í eigið net. Ekki sanngjarnt en það er ekki spurt að því. Hálfleikurinn leið svo rólega til loka og staðan hnífjöfn. Svipaða sögu var að segja í seinni hálfleik og þeim fyrri, það er mikil stöðubarátta og þau færi sem litu dagsins ljós komu frá FH. Keflvíkingar reyndu að vera þéttir fyrir og spiluðu ákveðna vörn enda brenndir frá því á móti Víkingum í seinustu umferð. Einbeitingaleysi gerði þó vart við sig í varnarleik heimamanna eins og svo oft áður í sumar og kostaði það þá allavega eitt stig í kvöld. Sending kom utan af kanti inn í teig heimamanna þar sem Emil Pálsson náði að skalla boltann aftur fyrir sig og finna Atla Viðar Björnsson á auðum sjó en hann klikkar sjaldan þegar færin eru jafn opin og þetta færi var. Kom markið á 73. mínútu og útlitið mjög dökkt fyrir Keflvíkinga. Heimamenn í Keflavík reyndu hvað þeir gátu að jafna metin á seinustu mínútunum en þeim varð ekki erindi sem erfiði og stigin þrjú finna leiðina til Hafnarfjarðar. FH-ingar tylla sér þar með á topp deildarinnar á markatölu en Keflvíkingar eru enn neðstir og þegar níu umferðir eru eftir af Íslandsmótinu þá þurfa þeir heldur betur að fara að bíta í skjaldarrendur svo að þeirra Íslandsmót á næsta ári verði ekki í fyrstu deildinni.Heimir Guðjónsson: Þetta var hrikalega sterkur sigur „Mér fannst við sýna ákveðna þolinmæði, þeir lágu mikið til baka en við hefðum mátt opna þá meira í kvöld“, sagði þjálfari FH-inga þegar hann var spurður hvað hans menn hefðu gert rétt í kvöld til að vinna Keflvíkinga. „Mér fannst við gera nóg, þetta var hrikalega sterkur sigur. Keflvíkingarnir voru ljóngrimmir, eðlilega, komnir nýjir leikmenn og þeir töpuðu illa síðast þannig að við vissum að þetta yrði erfiður leikur og sú var raunin þannig að við erum hæst ánægðir með að landa stigunum.“ Hann var spurður hvort það væri ekki rétt metið hjá blaðamanni að helsta vandamál FH-inga í leiknum hefði verið að hitta á boltanum á rammann. „Á köflum jú, við fengum ágætis möguleika í kvöld og skoruðum tvö mörk á erfiðum útivelli sem var mjög sterkt.“ Þá var Heimir spurður að því hvort Hafnfirðingar ætluðu að gera eitthvað í félagasskiptaglugganum sem lokar í lok vikunnar. „Nei ekkert eins og er, Lennon, Doumbia og Guðmann eru allir á leið til baka þannig að við erum ánægðir með hópinn okkar.“ Að lokum var Heimir beðinn um að leggja mat á framhaldið en FH er í hörkubaráttu á toppi deildarinnar og eru efstir eins og er. „Þetta er jafnt mót þar sem mörg góð lið eru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og við þurfum að halda okkar striki og við notumst við gömlu klisjuna að við tökum bara einn leik í einu.“Jóhann Birnir Guðmundsson: Mjög fínn leikur hjá okkur en engin stig „Það er auðvelt að sjá batamerki á liðinu eftir að hafa tapað 7-1 í seinustu umferð. Að mörgu leyti var þetta mjög fínn leikur hjá okkur en engin stig“, voru fyrstu viðbrögð annars þjálfara Keflavíkur eftir leikinn á móti FH í kvöld. Hvað var það sem Keflvíkingar hefðu þurft að gera betur til að næla sér í allavega eitt stig að mati Jóhanns? „Varnarlega heilt yfir vorum við að spila mjög vel en í tvö skipti klikkum við en þeir skapa ekki mikið þrátt fyrir að vera meira með boltann. En FH þarf bara tvö færi til að skora tvö mörk og var það nóg í dag. Keflavíkur liðið heilt yfir spilaði mjög vel í dag og seinustu tíu mínúturnar vorum við nánast í sókn allan tímann og nýju leikmennirnir stóðu sig vel eins og allir hinir.“ Jóhann var stuttorður þegar hann var spurður hvort Keflvíkingar væru hættir að versla í félagsskiptaglugganum. „Ekki endilega. Við erum að skoða einn leikmann en það kemur í ljós.“ Fyrr í dag komu fréttir þess efnis að Richard Arends og Kiko Insa hefðu verið sendir í burtu frá Keflvíkingum og var Jóhann beðinn um að útskýra það aðeins nánar ásamt því að meta framhaldið hjá Keflvíkingum. „Það hefur bara lítið gengið og það þarf að breyta aðeins til en þannig er bara boltinn. Brekkan var brött fyrir þennan leik og er búin að vera það í langan tíma. Það sem við þurfum að gera er að reyna að hafa gaman að hlutunum og fá gleðina aftur hjá okkur. Mér fannst vera leikgleði hjá okkur í þessum leik og margt jákvætt. Brekkan er vissulega brött en við þurfum að halda áfram.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
FH komst á topp Pepsi-deildar karla á markatölu eftir 1-2 sigur á Keflavík suður með sjó í kvöld. Atli Viðar Björnsson kom af bekknum og skoraði sigurmark FH á 74. mínútu en staðan í hálfleik var 1-1. Keflavík er eitt og yfirgefið á botni deildarinnar og þarf í raun kraftaverk til að bjarga sér frá falli í 1. deild. Fyrri hálfleikur liðanna var afar dapur ef satt skal segja. Þau fáu færi sem litu dagsins ljós voru eign gestanna úr Hafnarfirði en þeir áttu í vandræðum með að hitta skotum sínum á rammann. Áhorfendur fengu þó tvö mörk í fyrri hálfleik og það fyrra skoraði Emil Pálsson á 32. mínútu með laglegum skalla eftir góða fyrirgjör Jérémy Serwy. Emill var aleinn í vítateig heimamanna og gat léttilega stýrt boltanum í rólegheitunum framhjá markverði Keflvíkinga. FH-ingar áttu markið fyllilega skilið enda búnir að vera betri en það er oftast ekki spurt um það í fótbolta, því á 44. mínútu jöfnuðu heimamenn metin. Magnús Þórir Matthíasson sendi boltann fyrir og Davíð Þór Viðarsson var ansi óheppinn að setja knöttinn í eigið net. Ekki sanngjarnt en það er ekki spurt að því. Hálfleikurinn leið svo rólega til loka og staðan hnífjöfn. Svipaða sögu var að segja í seinni hálfleik og þeim fyrri, það er mikil stöðubarátta og þau færi sem litu dagsins ljós komu frá FH. Keflvíkingar reyndu að vera þéttir fyrir og spiluðu ákveðna vörn enda brenndir frá því á móti Víkingum í seinustu umferð. Einbeitingaleysi gerði þó vart við sig í varnarleik heimamanna eins og svo oft áður í sumar og kostaði það þá allavega eitt stig í kvöld. Sending kom utan af kanti inn í teig heimamanna þar sem Emil Pálsson náði að skalla boltann aftur fyrir sig og finna Atla Viðar Björnsson á auðum sjó en hann klikkar sjaldan þegar færin eru jafn opin og þetta færi var. Kom markið á 73. mínútu og útlitið mjög dökkt fyrir Keflvíkinga. Heimamenn í Keflavík reyndu hvað þeir gátu að jafna metin á seinustu mínútunum en þeim varð ekki erindi sem erfiði og stigin þrjú finna leiðina til Hafnarfjarðar. FH-ingar tylla sér þar með á topp deildarinnar á markatölu en Keflvíkingar eru enn neðstir og þegar níu umferðir eru eftir af Íslandsmótinu þá þurfa þeir heldur betur að fara að bíta í skjaldarrendur svo að þeirra Íslandsmót á næsta ári verði ekki í fyrstu deildinni.Heimir Guðjónsson: Þetta var hrikalega sterkur sigur „Mér fannst við sýna ákveðna þolinmæði, þeir lágu mikið til baka en við hefðum mátt opna þá meira í kvöld“, sagði þjálfari FH-inga þegar hann var spurður hvað hans menn hefðu gert rétt í kvöld til að vinna Keflvíkinga. „Mér fannst við gera nóg, þetta var hrikalega sterkur sigur. Keflvíkingarnir voru ljóngrimmir, eðlilega, komnir nýjir leikmenn og þeir töpuðu illa síðast þannig að við vissum að þetta yrði erfiður leikur og sú var raunin þannig að við erum hæst ánægðir með að landa stigunum.“ Hann var spurður hvort það væri ekki rétt metið hjá blaðamanni að helsta vandamál FH-inga í leiknum hefði verið að hitta á boltanum á rammann. „Á köflum jú, við fengum ágætis möguleika í kvöld og skoruðum tvö mörk á erfiðum útivelli sem var mjög sterkt.“ Þá var Heimir spurður að því hvort Hafnfirðingar ætluðu að gera eitthvað í félagasskiptaglugganum sem lokar í lok vikunnar. „Nei ekkert eins og er, Lennon, Doumbia og Guðmann eru allir á leið til baka þannig að við erum ánægðir með hópinn okkar.“ Að lokum var Heimir beðinn um að leggja mat á framhaldið en FH er í hörkubaráttu á toppi deildarinnar og eru efstir eins og er. „Þetta er jafnt mót þar sem mörg góð lið eru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og við þurfum að halda okkar striki og við notumst við gömlu klisjuna að við tökum bara einn leik í einu.“Jóhann Birnir Guðmundsson: Mjög fínn leikur hjá okkur en engin stig „Það er auðvelt að sjá batamerki á liðinu eftir að hafa tapað 7-1 í seinustu umferð. Að mörgu leyti var þetta mjög fínn leikur hjá okkur en engin stig“, voru fyrstu viðbrögð annars þjálfara Keflavíkur eftir leikinn á móti FH í kvöld. Hvað var það sem Keflvíkingar hefðu þurft að gera betur til að næla sér í allavega eitt stig að mati Jóhanns? „Varnarlega heilt yfir vorum við að spila mjög vel en í tvö skipti klikkum við en þeir skapa ekki mikið þrátt fyrir að vera meira með boltann. En FH þarf bara tvö færi til að skora tvö mörk og var það nóg í dag. Keflavíkur liðið heilt yfir spilaði mjög vel í dag og seinustu tíu mínúturnar vorum við nánast í sókn allan tímann og nýju leikmennirnir stóðu sig vel eins og allir hinir.“ Jóhann var stuttorður þegar hann var spurður hvort Keflvíkingar væru hættir að versla í félagsskiptaglugganum. „Ekki endilega. Við erum að skoða einn leikmann en það kemur í ljós.“ Fyrr í dag komu fréttir þess efnis að Richard Arends og Kiko Insa hefðu verið sendir í burtu frá Keflvíkingum og var Jóhann beðinn um að útskýra það aðeins nánar ásamt því að meta framhaldið hjá Keflvíkingum. „Það hefur bara lítið gengið og það þarf að breyta aðeins til en þannig er bara boltinn. Brekkan var brött fyrir þennan leik og er búin að vera það í langan tíma. Það sem við þurfum að gera er að reyna að hafa gaman að hlutunum og fá gleðina aftur hjá okkur. Mér fannst vera leikgleði hjá okkur í þessum leik og margt jákvætt. Brekkan er vissulega brött en við þurfum að halda áfram.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira