Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - ÍA 1-1 | Bróðurleg skipting stiga í Fossvoginum Árni Jóhannsson á Víkingsvelli skrifar 5. ágúst 2015 18:30 Ívar Örn Jónsson skoraði sigurmark Víkings gegn Val í síðustu umferð. vísir/andri marinó Víkingur og ÍA skildu jöfn í Víkinni fyrr í kvöld. Mikið jafnræði var með liðunum og má því segja að það hafi verið sanngjarnt að liðin hafi skilið jöfn. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Garðar Gunnlaugsson skoruðu mörkin í leiknum en niðurstaðan gerir lítið fyrir bæði lið annað en að bæta einu stigi í sarpinn hjá hvoru liði um sig. Fyrri hálfleikur Víkings og ÍA var ekki mikið fyrir augað og voru einungis tvö markverð atvik í hálfleiknum og voru það eitt mark per lið. Víkingur var fyrri til en strax á 3. mínútu gaf Rolft Toft sendingu inn í vítateig á Hallgrím Mar Steingrímsson sem tók einn varnarmanna ÍA á og lét skot ríða af sem hitti á rammann. Boltinn fór beint á Árna Snær Ólafsson markvörð ÍA sem hefði átt að slá boltann yfir markið en hitti ekki knöttinn sem endaði í markinu. Næstu 30 mínútur gerðist ekkert og voru bæði lið að þreifa á hvoru öðru. Á 32. mínútu jöfnuðu síðan Skagamenn. Jón Vilhelm Ákason tók hornspyrnu og var hún mjög flott enda hitti hún kollinn á Garðari Gunnlaugssyni sem skallaði boltann í varnarmann og þaðan fór boltinn í netið. ÍA hafði verið ívið meira með boltann og því hægt að segja að þeir hafi átt það skilið að jafna metin. Hálfleikurinn leið síðan en Igor Taskovic hefði geta komið Víking yfir en skalli hans af markteig fór yfir en hann var aleinn í markteignum og hefði átt að gera betur. Dómarinn flautaði síðan til hálfleiks og blaðamenn og áhorfendur biðluðu til æðri máttavalda að seinni hálfleikur yrði skemmtilegri. Seinni hálfleikurinn var aðeins skemmtilegri og voru áhorfendur því bænheyrðir að því leytinu að leikurinn var hraðari og örlítið fleiri færi litu dagsins ljós og þá sérstaklega úr föstum leikatriðum. Skagamenn gerðu tilkall til vítaspyrna nokkrum sinnum í seinni hálfleik og var allavega eitt skiptið sem var líklegra að hægt væri að dæma víti en ekki um miðjan seinni hálfleikinn. Boltinn skoppaði þá í hendina á varnarmanni heimamanna en dómarinn veifaði í burtu öllum mótmælum sem bárust. Aftur undir lok leiks datt varnarmaður Víkinga í sínum eigin teig og öskruðu Skagamenn að varnarmaðurinn hefði gripið boltann en aftur féllu mótmælin á dauf eyru dómarans. Leikurinn leið síðan undir lok og reyndu bæði lið að stela sigri án þess að ná því og því skiptu liðin með sér stigunum. Sökum annarra úrslita þá færast liðin ekki fjær fallsvæðinu miðað við stöðuna í upphafi dags og því verða þau að halda áfram að berjast um hvert stig sem í boði er þegar sjö umferðir eru eftir.Gunnlaugur Jónsson: Erum vel í stakk búnir að mæta sterkustu liðum landsins Þjálfari Skagamanna virtist vera ánægður með stigið sem hans menn unnu fyrir í kvöld í Fossvoginum en hann var spurður hvort jafnteflið hefði verið sanngjörn niðurstaða. „Já og nei, mér fannst við sterkari í seinni hálfleik án þess þó að skapa okkur of mörg færi. Við fengum hinsvegar nóg af föstum leikatriðum og við hefðum átt að geta sett eitt mark úr allavega einu horni.“ Varðandi vítaspyrnur sem ÍA hefði hugsanlega átt að fá sagði Gunnlaugur: „Maður náttúrulega vill fá víti en við verðum að sjá hvað sjónvarpsmyndirnar sýna.“ „Við töpum ekki, fáum eitt stig og tökum því að sjálfsögðu. Að mörgu leyti fínn leikur hjá okkur í og mér fannst við sterkari í seinni hálfleik og mikill kraftur í okkur þar sem við unnum boltann á fínum stöðum en vantaði kannski upp á að koma okkur í þessar lykilstöður í teig andstæðingsins en það var kraftur í þessu í dag og við þurfum að halda áfram. Við erum að fara inn í tímabil þar sem við mætum þremur af bestu liðum landsins og held að við séum vel í stakk búnir að mæta þeim á þessum tímapunkti“, sagði Gunnlaugur að lokum þegar hann var spurður út í framhaldið í deildinni.Milos Milojevic: Vorum að flýta okkur of mikið „Já mér finnst þetta hafa verið sanngjörn úrslit í kaflaskiptum leik“, sagði þjálfari Víkings í leikslok. „Þeir voru kannski ekki beint betri ef litið er á opið spil en ÍA voru hættulegri eftir föst leikatriði eins og þeir hafa verið allt tímabilið. Þannig kom markið þeirra frá Garðari en hann nýtir sér fast leikatriði, þannig að þetta eru í ruan og veru tvö töpuð stig en sanngjörn úrslit.“ Milos var spurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í kvöld til að ná stigunum þremur. „Í stöðunni 1-0 vorum við með góða stjórn á leiknum og hefðum við mátt vera rólegri á boltanum. Við vorum að ná að opna þá með hraðari menn en þeir hafa í varnarlínunni sinni og voru sóknarmennirnir okkar kannski að flýta sér aðeins of mikið. Það er eitthvað sem gerist og eitthvað sem við þurfum að laga hjá okkur.“ Varðandi framhaldið í deildinni sagði Milos: „Maður vill alltaf taka þrjú stig á heimavelli það er engin spurning en miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá er eitt stig sanngjarnt og er ég ánægður með stigið þegar allt er tekið til. Fyrir deildina þá viljum við alltaf ná öllum stigunum sem í boði eru og byrjum alla leiki með eitt stig og það er spurning hvort við töpum því eða hvort við fáum tvö stig aukalega eftir leikinn. Botnbaráttan er dálítið jöfn og það eru fjögur eða fimm lið sem taka þátt í henni og getur þetta orðið barátta fram í síðustu umferð.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Víkingur og ÍA skildu jöfn í Víkinni fyrr í kvöld. Mikið jafnræði var með liðunum og má því segja að það hafi verið sanngjarnt að liðin hafi skilið jöfn. Hallgrímur Mar Steingrímsson og Garðar Gunnlaugsson skoruðu mörkin í leiknum en niðurstaðan gerir lítið fyrir bæði lið annað en að bæta einu stigi í sarpinn hjá hvoru liði um sig. Fyrri hálfleikur Víkings og ÍA var ekki mikið fyrir augað og voru einungis tvö markverð atvik í hálfleiknum og voru það eitt mark per lið. Víkingur var fyrri til en strax á 3. mínútu gaf Rolft Toft sendingu inn í vítateig á Hallgrím Mar Steingrímsson sem tók einn varnarmanna ÍA á og lét skot ríða af sem hitti á rammann. Boltinn fór beint á Árna Snær Ólafsson markvörð ÍA sem hefði átt að slá boltann yfir markið en hitti ekki knöttinn sem endaði í markinu. Næstu 30 mínútur gerðist ekkert og voru bæði lið að þreifa á hvoru öðru. Á 32. mínútu jöfnuðu síðan Skagamenn. Jón Vilhelm Ákason tók hornspyrnu og var hún mjög flott enda hitti hún kollinn á Garðari Gunnlaugssyni sem skallaði boltann í varnarmann og þaðan fór boltinn í netið. ÍA hafði verið ívið meira með boltann og því hægt að segja að þeir hafi átt það skilið að jafna metin. Hálfleikurinn leið síðan en Igor Taskovic hefði geta komið Víking yfir en skalli hans af markteig fór yfir en hann var aleinn í markteignum og hefði átt að gera betur. Dómarinn flautaði síðan til hálfleiks og blaðamenn og áhorfendur biðluðu til æðri máttavalda að seinni hálfleikur yrði skemmtilegri. Seinni hálfleikurinn var aðeins skemmtilegri og voru áhorfendur því bænheyrðir að því leytinu að leikurinn var hraðari og örlítið fleiri færi litu dagsins ljós og þá sérstaklega úr föstum leikatriðum. Skagamenn gerðu tilkall til vítaspyrna nokkrum sinnum í seinni hálfleik og var allavega eitt skiptið sem var líklegra að hægt væri að dæma víti en ekki um miðjan seinni hálfleikinn. Boltinn skoppaði þá í hendina á varnarmanni heimamanna en dómarinn veifaði í burtu öllum mótmælum sem bárust. Aftur undir lok leiks datt varnarmaður Víkinga í sínum eigin teig og öskruðu Skagamenn að varnarmaðurinn hefði gripið boltann en aftur féllu mótmælin á dauf eyru dómarans. Leikurinn leið síðan undir lok og reyndu bæði lið að stela sigri án þess að ná því og því skiptu liðin með sér stigunum. Sökum annarra úrslita þá færast liðin ekki fjær fallsvæðinu miðað við stöðuna í upphafi dags og því verða þau að halda áfram að berjast um hvert stig sem í boði er þegar sjö umferðir eru eftir.Gunnlaugur Jónsson: Erum vel í stakk búnir að mæta sterkustu liðum landsins Þjálfari Skagamanna virtist vera ánægður með stigið sem hans menn unnu fyrir í kvöld í Fossvoginum en hann var spurður hvort jafnteflið hefði verið sanngjörn niðurstaða. „Já og nei, mér fannst við sterkari í seinni hálfleik án þess þó að skapa okkur of mörg færi. Við fengum hinsvegar nóg af föstum leikatriðum og við hefðum átt að geta sett eitt mark úr allavega einu horni.“ Varðandi vítaspyrnur sem ÍA hefði hugsanlega átt að fá sagði Gunnlaugur: „Maður náttúrulega vill fá víti en við verðum að sjá hvað sjónvarpsmyndirnar sýna.“ „Við töpum ekki, fáum eitt stig og tökum því að sjálfsögðu. Að mörgu leyti fínn leikur hjá okkur í og mér fannst við sterkari í seinni hálfleik og mikill kraftur í okkur þar sem við unnum boltann á fínum stöðum en vantaði kannski upp á að koma okkur í þessar lykilstöður í teig andstæðingsins en það var kraftur í þessu í dag og við þurfum að halda áfram. Við erum að fara inn í tímabil þar sem við mætum þremur af bestu liðum landsins og held að við séum vel í stakk búnir að mæta þeim á þessum tímapunkti“, sagði Gunnlaugur að lokum þegar hann var spurður út í framhaldið í deildinni.Milos Milojevic: Vorum að flýta okkur of mikið „Já mér finnst þetta hafa verið sanngjörn úrslit í kaflaskiptum leik“, sagði þjálfari Víkings í leikslok. „Þeir voru kannski ekki beint betri ef litið er á opið spil en ÍA voru hættulegri eftir föst leikatriði eins og þeir hafa verið allt tímabilið. Þannig kom markið þeirra frá Garðari en hann nýtir sér fast leikatriði, þannig að þetta eru í ruan og veru tvö töpuð stig en sanngjörn úrslit.“ Milos var spurður hvort hans menn hefðu getað gert eitthvað betur í kvöld til að ná stigunum þremur. „Í stöðunni 1-0 vorum við með góða stjórn á leiknum og hefðum við mátt vera rólegri á boltanum. Við vorum að ná að opna þá með hraðari menn en þeir hafa í varnarlínunni sinni og voru sóknarmennirnir okkar kannski að flýta sér aðeins of mikið. Það er eitthvað sem gerist og eitthvað sem við þurfum að laga hjá okkur.“ Varðandi framhaldið í deildinni sagði Milos: „Maður vill alltaf taka þrjú stig á heimavelli það er engin spurning en miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá er eitt stig sanngjarnt og er ég ánægður með stigið þegar allt er tekið til. Fyrir deildina þá viljum við alltaf ná öllum stigunum sem í boði eru og byrjum alla leiki með eitt stig og það er spurning hvort við töpum því eða hvort við fáum tvö stig aukalega eftir leikinn. Botnbaráttan er dálítið jöfn og það eru fjögur eða fimm lið sem taka þátt í henni og getur þetta orðið barátta fram í síðustu umferð.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira