Stórsigur KA á Þrótti | Grótta og Selfoss unnu mikilvæga sigra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. ágúst 2015 20:15 Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði eitt marka KA. Vísir/Andri Marinó Heil umferð fór fram í 1. deild karla í kvöld. KA-menn gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir Þróttara á Akureyrarvelli, 4-1. Þetta var þriðji sigur KA í röð en liðið hefur unnið báða leiki sína eftir þjálfaraskiptin. KA er nú fimm stigum á eftir Þrótti í 2. sæti deildarinnar þegar fimm umferðunum er ólokið. Það er því ekki öll nótt úti enn fyrir Akureyringa. KA komst yfir með sjálfsmarki Karls Brynjars Björnssonar strax á 1. mínútu leiksins en Viktor Jónsson jafnaði metin korteri seinna með sínu 15. deildarmarki í sumar. Davíð Rúnar Bjarnason kom KA aftur yfir á 43. mínútu og eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik kom Elfar Árni Aðalsteinsson heimamönnum í 3-1. Það var svo Jóhann Helgason sem gulltryggði sigur KA þegar hann skoraði fjórða markið á 73. mínútu. Á Eskjuvelli vann Grótta mjög mikilvægan sigur á Fjarðabyggð, 2-3. Seltirningar eru nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti. Viktor Smári Segatta skoraði tvívegis fyrir Gróttu og Atli Freyr Ottesen Pálsson eitt mark. Bjarni Mark Antonsson og Elvar Ingi Vignisson gerðu mörk Fjarðabyggðar sem hefur ekki unnið leik í seinni umferðinni og er komið niður í 6. sæti deildarinnar.Björgvin Stefánsson heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Hauka.vísir/valliTopplið Víkings Ólafsvíkur vann öruggan 3-0 sigur á HK fyrir vestan. Þetta var sjötti sigur Ólsara í röð. Hrvoje Tokic, Ingólfur Sigurðsson og Kristófer Eggertsson gerðu mörk Víkinga sem eru með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Denis Sytnik var hetja Selfyssinga sem unnu 1-2 sigur á Fram í Úlfarsárdalnum. Þetta var langþráður sigur hjá Selfossi en síðasti sigur liðsins kom 13. júlí. Sytnik gerði bæði mörk Selfyssinga í fyrri hálfleik en Orri Gunnarsson minnkaði muninn fyrir Fram þegar 11 mínútur voru eftir af leiknum. Haukar unnu 1-0 sigur á Þór á Schenkervellinum sem hefur reynst Hafnfirðingum drjúgur í sumar. Það var Björgvin Stefánsson sem skoraði eina mark leiksins á 14. mínútu en hann hefur átt frábært sumar og er kominn með 14 mörk í 1. deildinni. Haukar eru í 7. sæti deildarinnar en Þórsarar í því fjórða. Þá vann Grindavík 1-0 sigur á botnliði BÍ/Bolungarvíkur. Filipsseyingurinn Angel Guirado Aldeguer skoraði sigurmark Grindvíkinga á 78. mínútu. Grindavík er í 5. sæti deildarinnar en Djúpmenn eru langneðstir með aðeins fimm stig. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira
Heil umferð fór fram í 1. deild karla í kvöld. KA-menn gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir Þróttara á Akureyrarvelli, 4-1. Þetta var þriðji sigur KA í röð en liðið hefur unnið báða leiki sína eftir þjálfaraskiptin. KA er nú fimm stigum á eftir Þrótti í 2. sæti deildarinnar þegar fimm umferðunum er ólokið. Það er því ekki öll nótt úti enn fyrir Akureyringa. KA komst yfir með sjálfsmarki Karls Brynjars Björnssonar strax á 1. mínútu leiksins en Viktor Jónsson jafnaði metin korteri seinna með sínu 15. deildarmarki í sumar. Davíð Rúnar Bjarnason kom KA aftur yfir á 43. mínútu og eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik kom Elfar Árni Aðalsteinsson heimamönnum í 3-1. Það var svo Jóhann Helgason sem gulltryggði sigur KA þegar hann skoraði fjórða markið á 73. mínútu. Á Eskjuvelli vann Grótta mjög mikilvægan sigur á Fjarðabyggð, 2-3. Seltirningar eru nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti. Viktor Smári Segatta skoraði tvívegis fyrir Gróttu og Atli Freyr Ottesen Pálsson eitt mark. Bjarni Mark Antonsson og Elvar Ingi Vignisson gerðu mörk Fjarðabyggðar sem hefur ekki unnið leik í seinni umferðinni og er komið niður í 6. sæti deildarinnar.Björgvin Stefánsson heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Hauka.vísir/valliTopplið Víkings Ólafsvíkur vann öruggan 3-0 sigur á HK fyrir vestan. Þetta var sjötti sigur Ólsara í röð. Hrvoje Tokic, Ingólfur Sigurðsson og Kristófer Eggertsson gerðu mörk Víkinga sem eru með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Denis Sytnik var hetja Selfyssinga sem unnu 1-2 sigur á Fram í Úlfarsárdalnum. Þetta var langþráður sigur hjá Selfossi en síðasti sigur liðsins kom 13. júlí. Sytnik gerði bæði mörk Selfyssinga í fyrri hálfleik en Orri Gunnarsson minnkaði muninn fyrir Fram þegar 11 mínútur voru eftir af leiknum. Haukar unnu 1-0 sigur á Þór á Schenkervellinum sem hefur reynst Hafnfirðingum drjúgur í sumar. Það var Björgvin Stefánsson sem skoraði eina mark leiksins á 14. mínútu en hann hefur átt frábært sumar og er kominn með 14 mörk í 1. deildinni. Haukar eru í 7. sæti deildarinnar en Þórsarar í því fjórða. Þá vann Grindavík 1-0 sigur á botnliði BÍ/Bolungarvíkur. Filipsseyingurinn Angel Guirado Aldeguer skoraði sigurmark Grindvíkinga á 78. mínútu. Grindavík er í 5. sæti deildarinnar en Djúpmenn eru langneðstir með aðeins fimm stig.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira