Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 89-77 | Meistararnir byrja á sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2019 22:45 Jón Arnór skoraði níu stig, tók sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar. vísir/bára Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri á Grindavík, 89-77, í lokaleik 1. umferðar Domino's deildar karla í kvöld. KR-ingar voru alltaf með undirtökin en gekk illa að slíta Grindvíkinga, sem léku án Bandaríkjamannsins Jamals Olasewere, af sér. Jakob Örn Sigurðarson lék sinn fyrsta leik fyrir KR í áratug í kvöld. KR-ingum hlýnaði væntanlega að sjá hann, Helga Má Magnússon og Jón Arnór Stefánsson, úr '82-árgangnum fræga, saman inni á vellinum í kvöld. Eftir jafnar upphafsmínútur tóku KR-ingar völdin um miðbik 1. leikhluta. Þeir breyttu stöðunni úr 18-13 í 25-13 og náðu heljartaki á leiknum. Að 1. leikhluta loknum munaði ellefu stigum á liðunum, 28-17. KR hélt áfram þar sem frá var horfið í upphafi 2. leikhluta og komst mest 18 stigum yfir, 40-22. Þá hökti sóknin og KR skoraði aðeins sex stig síðustu sex mínútur fyrri hálfleik. Grindvíkingar komu þó ekki með neitt alvöru áhlaup á þessum kafla. Staðan í hálfleik var 46-34, KR-ingum í vil. Grindavík byrjaði seinni hálfleikinn vel og sóknin gekk miklu betur en í þeim fyrri. Björgvin Hafþór Ríkharðsson skoraði síðustu körfu 3. leikhluta og minnkaði muninn í sjö stig, 65-58. Nær komst Grindavík ekki það sem eftir lifði leiks. KR-ingar áttu alltaf svör þegar Grindvíkingar gerðu sig líklega. Grindavík minnkaði muninn aftur í sjö stig, 79-72, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en Jón Arnór Stefánsson setti þá niður stórt skot í þann mund sem skotklukkan rann út. Það reyndist rothöggið. Lokatölur 89-77, KR í vil.Stigahæstu menn vallarins, Michael Craion og Ingvi Þór Guðmundsson.vísir/báraAf hverju vann KR? Þrátt fyrir hikst hér og þar voru KR-ingar sterkari aðilinn í leiknum. Þeir höfðu yfirburði inni í teig og slök þriggja stiga nýting þeirra kom ekki að sök. KR-ingar voru með 23 stoðsendingar gegn aðeins ellefu Grindvíkinga og þá lögðu fleiri leikmenn KR hönd á plóg. Til marks um það fengu heimamenn 27 stig af bekknum gegn aðeins níu gestanna. KR-ingar eiga eftir að styrkjast og sömu sögu er að segja af Grindvíkingum. Þeir gulu áttu fínan seinni hálfleik og geta byggt á honum.Hverjir stóðu upp úr? Michael Craion skoraði 23 stig og tók 15 fráköst í fyrsta leik sínum fyrir KR í þrjú ár. Helgi Már var mjög góður og gerði Grindvíkingum lífið leitt þegar hann fékk boltann undir körfunni. Jakob og Jón Arnór stóðu fyrir sínu og Sigurður Þorvaldsson var góður í fyrri hálfleik. Ingvi Þór Guðmundsson og Sigtryggur Arnar Björnsson báru Grindavíkurliðið á herðum sér. Þeir skoruðu 22 og 21 stig, eða samtals 43 af 77 stigum Grindvíkinga.Hvað gekk illa? Grindavík vantaði framlag frá fleirum í sókninni en Ingva og Sigtryggi Arnari. Ólafur Ólafsson vaknaði til lífsins undir lokin en það var of seint. KR hitti mjög illa fyrir utan. Þeir gátu reyndar ekki nýtt krafta Brynjars Þórs Björnssonar nema í rúmar þrjár mínútur. Hann meiddist í upphafi leiks og lék ekkert meira eftir það. Án Olasewere áttu Grindvíkingar í vandræðum inni í teig. Þeir töpuðu frákastabaráttunni, 51-34, og KR skoraði 46 stig inni í teig gegn 26 stigum Grindavíkur.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik næsta fimmtudag. KR fær Hauka í heimsókn á meðan Grindavík tekur á móti Keflavík.Jakob er kominn aftur í KR eftir tíu ár í atvinnumennsku í Svíþjóð.vísir/báraJakob: Klikkuðum á mörgum opnum skotum „Þetta var mjög gott. Það er alltaf æðislegt að spila hérna,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson eftir fyrsta leik sinn í búningi KR í áratug. Hann skoraði 13 stig þegar KR-ingar unnu Grindvíkinga, 89-77, í kvöld. KR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og náðu mest 18 stiga forskoti um miðjan 2. leikhluta. Þá gáfu þeir eftir og hleyptu Grindvíkingum inn í leikinn. „Mér fannst við klikka á mörgum opnum skotum. Við gáfum þeim smá séns í vörninni og þeir komust á bragðið,“ sagði Jakob um slæma kaflann. KR er Íslandsmeistari síðustu sex ára. Jakob segir það ekkert leyndarmál að KR-ingar stefni á að vinna allt sem í boði er í vetur. „Að sjálfsögðu. Við reynum að spila eins vel og við getum. Við gerðum vel á köflum í kvöld og reynum að koma okkur betur í gang,“ sagði Jakob að lokum.Ólafur skoraði 13 stig og tók átta fráköst.vísir/báraÓlafur: Stundum þurfum við að kyngja stoltinu Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sagði að sínir menn gætu gengið hnarreistir frá leiknum gegn Íslandsmeisturum KR. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik en betri í þeim seinni. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af. Við stóðum okkur vel á móti þeim án Bandaríkjamanns og ég er stoltur af mínum mönnum,“ sagði Ólafur. Grindvíkingar voru í miklum vandræðum inni í teig enda vantaði Bandaríkjamanninn Jamals Olasewere. „Ég var lélegur að klára færin mín undir körfunni. Það er alltaf talað um að okkur vanti evrópskan leikmann en við teljum okkur nógu góða. Kaninn kemur inn í næsta leik og þá sjáið þið allt annað Grindavíkurlið,“ sagði Ólafur. „Við ætlum að spila saman í vetur og fylgja leikplaninu. Við erum með mikla skorara en stundum þurfum við að kyngja stoltinu og gera þetta saman.“ Ólafur var mun ánægðari með seinni hálfleikinn hjá Grindavík en þann fyrri. „Mér fannst við spila saman í seinni hálfleik. Vörnin small betur saman en við eigum eftir að sýna miklu betri varnarleik í vetur,“ sagði Ólafur að lokum.Ingi Þór var fyrst og síðast ánægður með dugnað sinna manna.vísir/báraIngi Þór: Með góðri einstaklingsvörn hefðum við stútað leiknum Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, var ánægður eftir sigurinn á Grindavík í kvöld. „Það er alltaf jákvætt að byrja á sigri, sama á móti hverjum það er,“ sagði Ingi. „Ég er ótrúlega ánægður að hafa unnið og mér fannst við fá flotta frammistöðu frá flestum. Eljan og viljinn til að vinna skein í gegn.“ Þrátt fyrir sigurinn var Ingi ekki sáttur með hvernig KR-ingar vörðust bakvörðum Grindvíkinga. „Alls ekki. Það er fullt af hlutum sem við hefðum getað gert betur,“ sagði Ingi. „En við bjuggum til miklu meira fyrir hvorn annan á meðan einstaklingsframtakið var ráðandi hjá þeim. Einstaklingsvörnin okkar var ekki nógu góð. Með góðri einstaklingsvörn hefðum við stútað þessum leik. En það kemur.“ Liðsheildin hjá KR var öflug í leiknum í kvöld og til marks um það fékk liðið 27 stig af bekknum. „Við ætluðum reyndar að fara dýpra á bekkinn en stundum þróast þetta svona,“ sagði Ingi. Brynjar Þór Björnsson meiddist snemma leiks og kom ekkert meira við sögu eftir það. „Hann fótbrotnaði í sumar og þetta voru eftirskjálftar af því. Það er verið vinna í fætinum á honum. Hann fékk tak í kálfann en ég vona að það sé ekki alvarlegt. Vonandi verður hann með okkur í næsta leik. Við þurfum á öllum að halda,“ sagði Ingi. Hann hrósaði Jóni Arnóri Stefánssyni sem lék vel í kvöld. „Hann var frábær, ótrúlega góður. Ég hef ekki séð hann frákasta svona áberandi vel lengi. Hann tók á sig leiðtogahlutverk og skilaði því mjög vel,“ sagði Ingi að endingu. Dominos-deild karla
Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri á Grindavík, 89-77, í lokaleik 1. umferðar Domino's deildar karla í kvöld. KR-ingar voru alltaf með undirtökin en gekk illa að slíta Grindvíkinga, sem léku án Bandaríkjamannsins Jamals Olasewere, af sér. Jakob Örn Sigurðarson lék sinn fyrsta leik fyrir KR í áratug í kvöld. KR-ingum hlýnaði væntanlega að sjá hann, Helga Má Magnússon og Jón Arnór Stefánsson, úr '82-árgangnum fræga, saman inni á vellinum í kvöld. Eftir jafnar upphafsmínútur tóku KR-ingar völdin um miðbik 1. leikhluta. Þeir breyttu stöðunni úr 18-13 í 25-13 og náðu heljartaki á leiknum. Að 1. leikhluta loknum munaði ellefu stigum á liðunum, 28-17. KR hélt áfram þar sem frá var horfið í upphafi 2. leikhluta og komst mest 18 stigum yfir, 40-22. Þá hökti sóknin og KR skoraði aðeins sex stig síðustu sex mínútur fyrri hálfleik. Grindvíkingar komu þó ekki með neitt alvöru áhlaup á þessum kafla. Staðan í hálfleik var 46-34, KR-ingum í vil. Grindavík byrjaði seinni hálfleikinn vel og sóknin gekk miklu betur en í þeim fyrri. Björgvin Hafþór Ríkharðsson skoraði síðustu körfu 3. leikhluta og minnkaði muninn í sjö stig, 65-58. Nær komst Grindavík ekki það sem eftir lifði leiks. KR-ingar áttu alltaf svör þegar Grindvíkingar gerðu sig líklega. Grindavík minnkaði muninn aftur í sjö stig, 79-72, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en Jón Arnór Stefánsson setti þá niður stórt skot í þann mund sem skotklukkan rann út. Það reyndist rothöggið. Lokatölur 89-77, KR í vil.Stigahæstu menn vallarins, Michael Craion og Ingvi Þór Guðmundsson.vísir/báraAf hverju vann KR? Þrátt fyrir hikst hér og þar voru KR-ingar sterkari aðilinn í leiknum. Þeir höfðu yfirburði inni í teig og slök þriggja stiga nýting þeirra kom ekki að sök. KR-ingar voru með 23 stoðsendingar gegn aðeins ellefu Grindvíkinga og þá lögðu fleiri leikmenn KR hönd á plóg. Til marks um það fengu heimamenn 27 stig af bekknum gegn aðeins níu gestanna. KR-ingar eiga eftir að styrkjast og sömu sögu er að segja af Grindvíkingum. Þeir gulu áttu fínan seinni hálfleik og geta byggt á honum.Hverjir stóðu upp úr? Michael Craion skoraði 23 stig og tók 15 fráköst í fyrsta leik sínum fyrir KR í þrjú ár. Helgi Már var mjög góður og gerði Grindvíkingum lífið leitt þegar hann fékk boltann undir körfunni. Jakob og Jón Arnór stóðu fyrir sínu og Sigurður Þorvaldsson var góður í fyrri hálfleik. Ingvi Þór Guðmundsson og Sigtryggur Arnar Björnsson báru Grindavíkurliðið á herðum sér. Þeir skoruðu 22 og 21 stig, eða samtals 43 af 77 stigum Grindvíkinga.Hvað gekk illa? Grindavík vantaði framlag frá fleirum í sókninni en Ingva og Sigtryggi Arnari. Ólafur Ólafsson vaknaði til lífsins undir lokin en það var of seint. KR hitti mjög illa fyrir utan. Þeir gátu reyndar ekki nýtt krafta Brynjars Þórs Björnssonar nema í rúmar þrjár mínútur. Hann meiddist í upphafi leiks og lék ekkert meira eftir það. Án Olasewere áttu Grindvíkingar í vandræðum inni í teig. Þeir töpuðu frákastabaráttunni, 51-34, og KR skoraði 46 stig inni í teig gegn 26 stigum Grindavíkur.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik næsta fimmtudag. KR fær Hauka í heimsókn á meðan Grindavík tekur á móti Keflavík.Jakob er kominn aftur í KR eftir tíu ár í atvinnumennsku í Svíþjóð.vísir/báraJakob: Klikkuðum á mörgum opnum skotum „Þetta var mjög gott. Það er alltaf æðislegt að spila hérna,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson eftir fyrsta leik sinn í búningi KR í áratug. Hann skoraði 13 stig þegar KR-ingar unnu Grindvíkinga, 89-77, í kvöld. KR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og náðu mest 18 stiga forskoti um miðjan 2. leikhluta. Þá gáfu þeir eftir og hleyptu Grindvíkingum inn í leikinn. „Mér fannst við klikka á mörgum opnum skotum. Við gáfum þeim smá séns í vörninni og þeir komust á bragðið,“ sagði Jakob um slæma kaflann. KR er Íslandsmeistari síðustu sex ára. Jakob segir það ekkert leyndarmál að KR-ingar stefni á að vinna allt sem í boði er í vetur. „Að sjálfsögðu. Við reynum að spila eins vel og við getum. Við gerðum vel á köflum í kvöld og reynum að koma okkur betur í gang,“ sagði Jakob að lokum.Ólafur skoraði 13 stig og tók átta fráköst.vísir/báraÓlafur: Stundum þurfum við að kyngja stoltinu Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sagði að sínir menn gætu gengið hnarreistir frá leiknum gegn Íslandsmeisturum KR. „Við vorum slakir í fyrri hálfleik en betri í þeim seinni. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af. Við stóðum okkur vel á móti þeim án Bandaríkjamanns og ég er stoltur af mínum mönnum,“ sagði Ólafur. Grindvíkingar voru í miklum vandræðum inni í teig enda vantaði Bandaríkjamanninn Jamals Olasewere. „Ég var lélegur að klára færin mín undir körfunni. Það er alltaf talað um að okkur vanti evrópskan leikmann en við teljum okkur nógu góða. Kaninn kemur inn í næsta leik og þá sjáið þið allt annað Grindavíkurlið,“ sagði Ólafur. „Við ætlum að spila saman í vetur og fylgja leikplaninu. Við erum með mikla skorara en stundum þurfum við að kyngja stoltinu og gera þetta saman.“ Ólafur var mun ánægðari með seinni hálfleikinn hjá Grindavík en þann fyrri. „Mér fannst við spila saman í seinni hálfleik. Vörnin small betur saman en við eigum eftir að sýna miklu betri varnarleik í vetur,“ sagði Ólafur að lokum.Ingi Þór var fyrst og síðast ánægður með dugnað sinna manna.vísir/báraIngi Þór: Með góðri einstaklingsvörn hefðum við stútað leiknum Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, var ánægður eftir sigurinn á Grindavík í kvöld. „Það er alltaf jákvætt að byrja á sigri, sama á móti hverjum það er,“ sagði Ingi. „Ég er ótrúlega ánægður að hafa unnið og mér fannst við fá flotta frammistöðu frá flestum. Eljan og viljinn til að vinna skein í gegn.“ Þrátt fyrir sigurinn var Ingi ekki sáttur með hvernig KR-ingar vörðust bakvörðum Grindvíkinga. „Alls ekki. Það er fullt af hlutum sem við hefðum getað gert betur,“ sagði Ingi. „En við bjuggum til miklu meira fyrir hvorn annan á meðan einstaklingsframtakið var ráðandi hjá þeim. Einstaklingsvörnin okkar var ekki nógu góð. Með góðri einstaklingsvörn hefðum við stútað þessum leik. En það kemur.“ Liðsheildin hjá KR var öflug í leiknum í kvöld og til marks um það fékk liðið 27 stig af bekknum. „Við ætluðum reyndar að fara dýpra á bekkinn en stundum þróast þetta svona,“ sagði Ingi. Brynjar Þór Björnsson meiddist snemma leiks og kom ekkert meira við sögu eftir það. „Hann fótbrotnaði í sumar og þetta voru eftirskjálftar af því. Það er verið vinna í fætinum á honum. Hann fékk tak í kálfann en ég vona að það sé ekki alvarlegt. Vonandi verður hann með okkur í næsta leik. Við þurfum á öllum að halda,“ sagði Ingi. Hann hrósaði Jóni Arnóri Stefánssyni sem lék vel í kvöld. „Hann var frábær, ótrúlega góður. Ég hef ekki séð hann frákasta svona áberandi vel lengi. Hann tók á sig leiðtogahlutverk og skilaði því mjög vel,“ sagði Ingi að endingu.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti