Fréttir Stefna Starmers mörkuð í ræðu konungs Í dag hefur breska þingið störf eftir stórsigur Verkamannaflokksins í kosningum fyrr í mánuðinum. Eins og hefð er fyrir heldur Karl III Bretakonungur ræðu í þinghúsinu við tilefnið. Ræða konungs er eins konar stefnuyfirlýsing nýviðtekinnar ríkisstjórnar og er skrifuð af ríkisstjórnarliðum. Erlent 17.7.2024 10:10 Telur ekki trúlegt að komið verði á samkomutakmörkunum Margrét Héðinsdóttir, fagstjóri hjúkrunar og upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fleiri erindi á borði upplýsingamiðstöðvarinnar núna en voru í janúar og febrúar. Skæðar og smitandi veirusýkingar, þeirra á meðal kórónaveiran, séu í gangi og mikið álag á heilsugæslum landsins. Innlent 17.7.2024 09:13 Laðar fjárfesta að til að halda Skaganum á Skaganum Bæjarstjóri Akraness segir bæjarstjórn gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að halda Skaganum 3X í bænum. Innlent 17.7.2024 08:50 Íranir hafna aðild að banatilræðinu Íranir hafnar ásökunum bandaríska embættismanna um samsæri til að ráða Trump af dögunum. Ásakanirnar tengjast þó ekki banatilræðinu gegn Trump á kosningafundi í Pennsylvaníu á laugardaginn síðasta. Íranir þvertaka fyrir aðild að því. Erlent 17.7.2024 08:30 Ekkert nema ást og aðdáun á landsþingi Repúblikana Nikki Haley, fyrrverandi keppinautur Donald Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir foretakosningarnar í Bandaríkjunum, fór fögrum orðum um manninn þegar hún steig á svið á landsþingi flokksins í gær. Erlent 17.7.2024 07:51 Valið á Vance fyrirboði einangrunarhyggju í utanríkismálum Sérfræðingar í utanríkismálum eru uggandi eftir að Donald Trump tilkynnti um val sitt á varaforsetaefni. Valið bendi til þess að einangrunarhyggja muni mögulega ráða för í utanríkispólitík Bandaríkjanna ef Trump nær kjöri. Erlent 17.7.2024 07:02 Tveir fundust skotnir til bana í brunnum bíl í Malmö Sænska lögreglan rannsakar nú mál þar sem tvö lík fundust skotin og brunnin í bílaleigubíl á iðnaðarsvæði í Malmö. Um var að ræða ökumann og farþega sem virðast hafa verið drepnir á sunnudag, samkvæmt Aftonbladet. Erlent 17.7.2024 06:33 Þrjár líkamsárásir, vinnuslys og mannlaus bíll á ferð Tveir menn voru handteknir í Seljahverfi í gær, fyrir sitthvora líkamsárásina. Báðir voru vistaðir í fangageymslu. Þá var þriðji maðurinn handtekinn fyrir líkamsárás í póstnúmerinu 213. Innlent 17.7.2024 06:15 Grunar að Íranir hafi skipulagt morð á Trump fyrir atburði vikunnar Öryggisgæsla í kring um Donald Trump var fyrir nokkrum vikum aukin þegar bandarísk yfirvöld komust á snoðir um að yfirvöld í Íran hafi ætlað að ráða Trump af dögum. Erlent 17.7.2024 00:11 „Væri ekki að fara ef ekki væri fyrir góðvild fólks“ Tinna Rúnarsdóttir, sem ættleidd var frá Sri Lanka fyrir fjörutíu árum, er á leið út á vit ættingja sinna. Hún hóf leit að blóðforeldrum sínum fyrr á árinu en við hana kom í ljós að móðir hennar hefði verið myrt fyrir meira en tuttugu árum. Tinna er atvinnulaus fjögurra barna móðir og hefur því sett af stað söfnun vegna ferðarinnar. Hún þakkar allan stuðninginn sem hún hefur þegar fengið. Innlent 16.7.2024 23:46 Fyrsta heimasmíðaða útvarp landsins til sýnis Fyrsta heimasmíðaða útvarpstæki landsins, sem smíðað var 1923 á Seyðisfirði vekur nú mikla athygli gesta á Samgöngusafninu á Skógum undir Eyjafjöllum. Innlent 16.7.2024 22:52 „Stanslaus barátta við það að vera ekki með menn í einangrun“ Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir slæma hegðun fanga færast í aukana. Fangelsin séu vel í stakk búin til að takast á við vandann eins og sakir standa, en haldi aukningin áfram geti skapast vandamál. Innlent 16.7.2024 22:50 Grátlegt að veiðarnar séu kallaðar af meðan sjórinn er fullur af fiski Síðasti dagur strandveiða er í dag og öll strandveiðileyfi falla niður frá og með morgundeginum. Formaður Landssambands smábátaeigenda segir sjóinn fullan af fiski og grátlegt sé að tímabilinu sé lokið. Innlent 16.7.2024 20:00 „Covid er alltaf einhvern veginn með okkur“ Formaður farsóttanefndar Landspítalans segir fjölgun Covid-smita valda manneklu á ýmsum deildum. Heimsóknartími verður takmarkaður og kemur til greina að loka alfarið fyrir heimsóknir. Innlent 16.7.2024 19:18 Þyrlan flutti slasaða göngukonu Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða göngukonu skammt frá Álftavatni, sem liggur við Laugaveginn, síðdegis í dag. Aðstandendur hennar voru í kjölfarið fluttir til byggða. Innlent 16.7.2024 19:01 Slæm hegðun fanga, veiran skæða og sundballett Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir slæma hegðun fanga færast í aukana. Fangelsin séu vel í stakk búin til að takast á við vandann eins og sakir standa en haldi sama þróun áfram geti skapast vandamál. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.7.2024 18:10 Sex um borð þegar bátur strandaði í Viðey Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út af Landhelgisgæslunni í dag vegna vélavana báts rétt norðan við Viðey. Innlent 16.7.2024 17:07 Munaði engu að ökumaður straujaði niður nítján hjólreiðamenn Litlu mátti muna að illa færi þegar ökumaður jeppa, með kerru í afturdragi, tók fram úr nítján hjólreiðamönnum á leið til Þingvalla. Ökumaðurinn verður kærður fyrir aksturinn, sem náðist á myndband. Innlent 16.7.2024 16:37 Mál á hendur skipverjum Polar Nanoq fellt niður Meint kynferðisbrotamál á hendur þremur skipverjum grænlenska togarans Polar Nanoq hefur verið lagt niður. Það er ákvörðun ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 16.7.2024 16:14 Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. Innlent 16.7.2024 15:38 „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. Innlent 16.7.2024 15:09 Vélarvana bátur strandaði við Viðey Bátur varð vélarvana með sex manns um borð og rak hægt og rólega í áttina að Viðey þangað til að hann strandaði við eyjuna. Innlent 16.7.2024 14:51 Vonar að árásin gegn Trump veki Bandaríkjamenn Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, segir skotárás sem beindist að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hryggja sig. Erlent 16.7.2024 13:59 Fallist á áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur hefur fallist á áframhaldandi gæsluvarðhald til 9. ágúst næstkomandi yfir manni á sjötugsaldri, sem grunaður er um að hafa banað eiginkonu sinni á Akureyri í apríl. Innlent 16.7.2024 13:54 Klára kvótann á morgun Útlit er fyrir að kvóti til strandveiða klárist á morgun. Talsmaður smábátaeigenda segir kerfið eiga að geta gengið þannig að veitt sé út ágústmánuð. Innlent 16.7.2024 13:40 Sækja slasaðan göngumann á Hornstrandir Björgunarfélag Ísafjarðar var boðað í morgun til björgunaraðgerða í Hornvík þar sem maður hafði slasast á fæti. Innlent 16.7.2024 13:23 Fjöldi smitaðra af Covid kallar á aðgerðir Talsverð fölgun smitaðra af Covid í samfélaginu og á Landspítala kallar á aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu þeirra. Innlent 16.7.2024 12:51 Hefja viðgerðir á næstu dögum þrátt fyrir óvissuástand Grindavíkurnefnd hyggst ráðast sem allra fyrst í framkvæmdir og viðgerðir í Grindavík svo að hægt verði að opna bæinn að fullu á nýjan leik þrátt fyrir óvissuástand á svæðinu. Innlent 16.7.2024 12:18 Flugi Play seinkað vegna ógnandi tilburða flugdólgs Töf varð á brottför farþegaflugvélar Play frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur um ellefuleytið í morgun vegna flugdólgs sem var með ógnandi tilburði í garð flugfreyja. Innlent 16.7.2024 11:55 Bjart fram undan í efnahagnum og framkvæmdir hefjast í Grindavík Horfur í íslenskum efnahagsmálum gefa tilefni til bjartsýni, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Búist er við mjúkri lendingu. Fjallað er um nýja skýrslu sjóðsins í hádegisfréttum. Innlent 16.7.2024 11:54 « ‹ 219 220 221 222 223 224 225 226 227 … 334 ›
Stefna Starmers mörkuð í ræðu konungs Í dag hefur breska þingið störf eftir stórsigur Verkamannaflokksins í kosningum fyrr í mánuðinum. Eins og hefð er fyrir heldur Karl III Bretakonungur ræðu í þinghúsinu við tilefnið. Ræða konungs er eins konar stefnuyfirlýsing nýviðtekinnar ríkisstjórnar og er skrifuð af ríkisstjórnarliðum. Erlent 17.7.2024 10:10
Telur ekki trúlegt að komið verði á samkomutakmörkunum Margrét Héðinsdóttir, fagstjóri hjúkrunar og upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fleiri erindi á borði upplýsingamiðstöðvarinnar núna en voru í janúar og febrúar. Skæðar og smitandi veirusýkingar, þeirra á meðal kórónaveiran, séu í gangi og mikið álag á heilsugæslum landsins. Innlent 17.7.2024 09:13
Laðar fjárfesta að til að halda Skaganum á Skaganum Bæjarstjóri Akraness segir bæjarstjórn gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að halda Skaganum 3X í bænum. Innlent 17.7.2024 08:50
Íranir hafna aðild að banatilræðinu Íranir hafnar ásökunum bandaríska embættismanna um samsæri til að ráða Trump af dögunum. Ásakanirnar tengjast þó ekki banatilræðinu gegn Trump á kosningafundi í Pennsylvaníu á laugardaginn síðasta. Íranir þvertaka fyrir aðild að því. Erlent 17.7.2024 08:30
Ekkert nema ást og aðdáun á landsþingi Repúblikana Nikki Haley, fyrrverandi keppinautur Donald Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir foretakosningarnar í Bandaríkjunum, fór fögrum orðum um manninn þegar hún steig á svið á landsþingi flokksins í gær. Erlent 17.7.2024 07:51
Valið á Vance fyrirboði einangrunarhyggju í utanríkismálum Sérfræðingar í utanríkismálum eru uggandi eftir að Donald Trump tilkynnti um val sitt á varaforsetaefni. Valið bendi til þess að einangrunarhyggja muni mögulega ráða för í utanríkispólitík Bandaríkjanna ef Trump nær kjöri. Erlent 17.7.2024 07:02
Tveir fundust skotnir til bana í brunnum bíl í Malmö Sænska lögreglan rannsakar nú mál þar sem tvö lík fundust skotin og brunnin í bílaleigubíl á iðnaðarsvæði í Malmö. Um var að ræða ökumann og farþega sem virðast hafa verið drepnir á sunnudag, samkvæmt Aftonbladet. Erlent 17.7.2024 06:33
Þrjár líkamsárásir, vinnuslys og mannlaus bíll á ferð Tveir menn voru handteknir í Seljahverfi í gær, fyrir sitthvora líkamsárásina. Báðir voru vistaðir í fangageymslu. Þá var þriðji maðurinn handtekinn fyrir líkamsárás í póstnúmerinu 213. Innlent 17.7.2024 06:15
Grunar að Íranir hafi skipulagt morð á Trump fyrir atburði vikunnar Öryggisgæsla í kring um Donald Trump var fyrir nokkrum vikum aukin þegar bandarísk yfirvöld komust á snoðir um að yfirvöld í Íran hafi ætlað að ráða Trump af dögum. Erlent 17.7.2024 00:11
„Væri ekki að fara ef ekki væri fyrir góðvild fólks“ Tinna Rúnarsdóttir, sem ættleidd var frá Sri Lanka fyrir fjörutíu árum, er á leið út á vit ættingja sinna. Hún hóf leit að blóðforeldrum sínum fyrr á árinu en við hana kom í ljós að móðir hennar hefði verið myrt fyrir meira en tuttugu árum. Tinna er atvinnulaus fjögurra barna móðir og hefur því sett af stað söfnun vegna ferðarinnar. Hún þakkar allan stuðninginn sem hún hefur þegar fengið. Innlent 16.7.2024 23:46
Fyrsta heimasmíðaða útvarp landsins til sýnis Fyrsta heimasmíðaða útvarpstæki landsins, sem smíðað var 1923 á Seyðisfirði vekur nú mikla athygli gesta á Samgöngusafninu á Skógum undir Eyjafjöllum. Innlent 16.7.2024 22:52
„Stanslaus barátta við það að vera ekki með menn í einangrun“ Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir slæma hegðun fanga færast í aukana. Fangelsin séu vel í stakk búin til að takast á við vandann eins og sakir standa, en haldi aukningin áfram geti skapast vandamál. Innlent 16.7.2024 22:50
Grátlegt að veiðarnar séu kallaðar af meðan sjórinn er fullur af fiski Síðasti dagur strandveiða er í dag og öll strandveiðileyfi falla niður frá og með morgundeginum. Formaður Landssambands smábátaeigenda segir sjóinn fullan af fiski og grátlegt sé að tímabilinu sé lokið. Innlent 16.7.2024 20:00
„Covid er alltaf einhvern veginn með okkur“ Formaður farsóttanefndar Landspítalans segir fjölgun Covid-smita valda manneklu á ýmsum deildum. Heimsóknartími verður takmarkaður og kemur til greina að loka alfarið fyrir heimsóknir. Innlent 16.7.2024 19:18
Þyrlan flutti slasaða göngukonu Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða göngukonu skammt frá Álftavatni, sem liggur við Laugaveginn, síðdegis í dag. Aðstandendur hennar voru í kjölfarið fluttir til byggða. Innlent 16.7.2024 19:01
Slæm hegðun fanga, veiran skæða og sundballett Forstöðumaður Litla Hrauns og Hólmsheiðarfangelsis segir slæma hegðun fanga færast í aukana. Fangelsin séu vel í stakk búin til að takast á við vandann eins og sakir standa en haldi sama þróun áfram geti skapast vandamál. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.7.2024 18:10
Sex um borð þegar bátur strandaði í Viðey Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út af Landhelgisgæslunni í dag vegna vélavana báts rétt norðan við Viðey. Innlent 16.7.2024 17:07
Munaði engu að ökumaður straujaði niður nítján hjólreiðamenn Litlu mátti muna að illa færi þegar ökumaður jeppa, með kerru í afturdragi, tók fram úr nítján hjólreiðamönnum á leið til Þingvalla. Ökumaðurinn verður kærður fyrir aksturinn, sem náðist á myndband. Innlent 16.7.2024 16:37
Mál á hendur skipverjum Polar Nanoq fellt niður Meint kynferðisbrotamál á hendur þremur skipverjum grænlenska togarans Polar Nanoq hefur verið lagt niður. Það er ákvörðun ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 16.7.2024 16:14
Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. Innlent 16.7.2024 15:38
„Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. Innlent 16.7.2024 15:09
Vélarvana bátur strandaði við Viðey Bátur varð vélarvana með sex manns um borð og rak hægt og rólega í áttina að Viðey þangað til að hann strandaði við eyjuna. Innlent 16.7.2024 14:51
Vonar að árásin gegn Trump veki Bandaríkjamenn Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, segir skotárás sem beindist að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hryggja sig. Erlent 16.7.2024 13:59
Fallist á áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur hefur fallist á áframhaldandi gæsluvarðhald til 9. ágúst næstkomandi yfir manni á sjötugsaldri, sem grunaður er um að hafa banað eiginkonu sinni á Akureyri í apríl. Innlent 16.7.2024 13:54
Klára kvótann á morgun Útlit er fyrir að kvóti til strandveiða klárist á morgun. Talsmaður smábátaeigenda segir kerfið eiga að geta gengið þannig að veitt sé út ágústmánuð. Innlent 16.7.2024 13:40
Sækja slasaðan göngumann á Hornstrandir Björgunarfélag Ísafjarðar var boðað í morgun til björgunaraðgerða í Hornvík þar sem maður hafði slasast á fæti. Innlent 16.7.2024 13:23
Fjöldi smitaðra af Covid kallar á aðgerðir Talsverð fölgun smitaðra af Covid í samfélaginu og á Landspítala kallar á aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu þeirra. Innlent 16.7.2024 12:51
Hefja viðgerðir á næstu dögum þrátt fyrir óvissuástand Grindavíkurnefnd hyggst ráðast sem allra fyrst í framkvæmdir og viðgerðir í Grindavík svo að hægt verði að opna bæinn að fullu á nýjan leik þrátt fyrir óvissuástand á svæðinu. Innlent 16.7.2024 12:18
Flugi Play seinkað vegna ógnandi tilburða flugdólgs Töf varð á brottför farþegaflugvélar Play frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur um ellefuleytið í morgun vegna flugdólgs sem var með ógnandi tilburði í garð flugfreyja. Innlent 16.7.2024 11:55
Bjart fram undan í efnahagnum og framkvæmdir hefjast í Grindavík Horfur í íslenskum efnahagsmálum gefa tilefni til bjartsýni, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Búist er við mjúkri lendingu. Fjallað er um nýja skýrslu sjóðsins í hádegisfréttum. Innlent 16.7.2024 11:54