Fréttir Kalt loft, stormur, úrkoma, rigning, slydda og snjókoma á landinu Víðáttumikil lægð er nú stödd austur af landinu og beinir hún köldu lofti úr norðri til landsins og fylgir talsverð úrkoma, rigning eða slydda við sjávarmál og snjókoma inn til landsins á Norður- og Austurlandi. Veður 5.6.2024 07:15 Ráðleggja gegn samþykkt MDMA sem meðferð við áfallastreituröskun Ráðgjafanefnd hefur ráðlagt Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) að samþykkja ekki notkun MDMA sem meðferðarúrræði við áfallastreituröskun. Nefndin segir ekki sannað að meðferðin virki né að ávinningur hennar sé meiri en áhættan. Erlent 5.6.2024 07:05 Segir franska hermenn í Úkraínu lögmæt skotmörk Rússa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir franska hermenn sem kunna að ferðast til Úkraínu til að þjálfa Úkraínumenn í hernaði „lögmæt skotmörk“ Rússa. Fréttir 5.6.2024 06:38 Líkamsárás, innbrot og vesen á stigagöngum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum málum í gærkvöldi og nótt en í mörgum tilvikum var um að ræða ölvaða einstaklinga eða aðra sem voru að vera til vandræða. Innlent 5.6.2024 06:18 Hillur að verða tómar í Færeyjum og ekkert samkomulag í augsýn Fjórða vika verkfalls fjögurra stéttarfélaga er hafin í Færeyjum, en sáttasemjari segir enn langt í land að samkomulag náist milli stéttarfélaga og atvinnurekenda. Verkfallið hefur mikil áhrif á daglegt líf Færeyinga. Hillur í matvöruverslunum eru orðnar tómlegar og farið er að bera á eldssneytisskorti. Erlent 5.6.2024 00:00 Metfjöldi nemenda þreytir sveinspróf í múrverki Metfjöldi nemenda taka sveinspróf í múrverki við Tækniskólann í vikunni eða alls 26. Þráinn Óskarsson kennari við múrdeild skólans segist finna fyrir aukinni jákvæðni í garð iðnnáms. Innlent 4.6.2024 23:10 Hraunrennsli frá gígnum virðist vera orðið meinlítið Sú breyting varð í nótt á eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni norðan Grindavíkur að virknin færðist úr þremur gígum niður í einn. Verulegur kraftur er enn í gosinu. Innlent 4.6.2024 23:04 Kjörin formaður Jarðhitafélags Íslands Lilja Magnúsdóttir, deildarstjóri auðlindastýringar hjá HS Orku, var í dag kjörin formaður Jarðhitafélags Íslands á aðalfundi félagsins í Hörpu. Innlent 4.6.2024 22:38 Margir eiga inni vaxtastuðning frá skattinum Landsmenn eiga margir rétt á vaxtastuðningi frá skattinum, sem greiddur verður inn á íbúðalán. Vaxtastuðningurinn er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda sem kynntur var við undirritun kjarasamninganna í mars 2024. Innlent 4.6.2024 22:23 Narendra Modi lýsir yfir sigri á Indlandi Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum þar í landi þrátt fyrir mikið fylgistap milli kosninga. Flokkur hans, Bharatiya Janata, hefur unnið hreinan meirihluta á Lok Sabha, neðri deild indverska þingsins, síðustu tvær kosningar. Erlent 4.6.2024 22:19 Kínaforseti óskar Höllu til hamingju með sigurinn Xi Jinping, forseti Kína, óskaði Höllu Tómasdóttur, nýkjörnum forseta Íslands, til hamingju með sigur hennar í nýafstöðnum kosningum. Innlent 4.6.2024 21:30 „Mér fannst skömmin vera svo mikil“ Maður sem var fjórtán ára vistaður á Unglingaheimili ríkisins 1979 segir að forstöðumaður heimilisins hafi beitt sig kynferðislegu ofbeldi í tvígang. Hann og aðrir segja að skelfilegt ofbeldi hafa átt sér stað af hálfu nokkurra starfsmanna meðan þeir dvöldu þar. Innlent 4.6.2024 21:01 Halla hefði unnið án taktískra atkvæða Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, hefði unnið í forsetakosningunum án þessara svokölluðu taktísku atkvæða sem mikið hafa verið til umræðu. Einnig hefði hún unnið kosningarnar sama hvaða kosningakerfi væri notað. Innlent 4.6.2024 20:41 Kakkalakkar á göngum Landspítalans Fossvogi Þýskættaðir kakkalakkar dreifðu sér um nýrnadeild Landspítalans fyrir nokkrum vikum, þegar erlendur ferðamaður lagðist þar inn með farangur sinn meðferðis. Spítalinn telur að búið sé að útrýma óværunni og öll starfsemi á deildinni er að komast í eðlilegt horf. Innlent 4.6.2024 20:05 Málið eigi ekki að rýra traust til lögreglu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir 30 daga skilorðsbundinn dóm yfir lögreglumanni vegna líkamsárásar ekki eiga að rýra traust fólks til lögreglu. Málið hafi verið rannsakað að frumkvæði embættisins. Innlent 4.6.2024 19:09 Biluð rúta í Hvalfjarðargöngum og lokað næstu tvær nætur Biluð rúta olli því að loka þurfti Hvalfjarðargöngum um sexleytið í kvöld. Hvalfjarðargöngin verða einnig lokuð vegna vinnu frá miðnætti í kvöld þangað til 6:30 í fyrramálið. Göngin verða einnig lokuð á sama tíma aðfararnótt fimmtudags 6. júní. Hjáleið er um Hvalfjarðarveg (47). Innlent 4.6.2024 18:54 Líkfundur í Þórsmörk Vegfarendur í Þórsmörk gengu fram á látinn mann í gærkvöldi. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar málið en ekki er grunur um að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 4.6.2024 18:39 Hefur áhyggjur af skipulagðri brotastarfsemi á Akureyri Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa áhyggjur af skipulagðri brotastarfsemi á Akureyri og segir alvarlega þróun eiga sér stað norður á landi. Innlent 4.6.2024 18:30 Aðild Péturs Jökuls óskýr að sögn dómara Pétur Jökull Jónasson var ákærður fyrir hlutdeild í stórfelldum innflutningi á kókaíni til Íslands í síðasta mánuði. Við þingfestingu málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gagnrýndi dómari saksóknara fyrir að hafa ekki lagt fram nákvæma verknaðarlýsingu með ákæruskjalinu yfir Pétri Jökli eins og tíðkast í málum sem slíkum. Innlent 4.6.2024 18:20 Kynferðisbrot á vistheimili og síðbúin refsing Rolex-ræningja Maður sem var fjórtán ára vistaður á Unglingaheimili ríkisins segir forstöðumann þess hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í tvígang. Skelfilegt ofbeldi hafi átt sér stað af hálfu nokkurra starfsmanna. Innlent 4.6.2024 18:17 Icelandia kolefnisjafnar akstur flugrútunnar Kynnisferðir, sem starfa undir nafninu Icelandia, munu hér eftir kolefnisjafna allan sinn akstur í samstarfi við VAXA Technologies. Um er að ræða akstur bæði flugrútunnar og dagsferða Reykjavík Excursions. Innlent 4.6.2024 17:50 „Það er ekkert að óttast við þennan mann“ Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu biður fólk að láta af myndbirtingum karlmönnum á samélagsmiðlum sem það telur tengjast máli manns sem hefur veist ítrekað að börnum í Hafnarfjarðarbæ. Málið er í forgangi og telst enn óupplýst. Innlent 4.6.2024 17:04 Stærðar snjóskaflar og nagladekkin sett aftur á Tveggja metra snjóskaflar og hríðarbylur blasti við starfsmönnum Landsvirkjunar þegar þeir mættu til vinnu í morgun á Þeistareykjum á Norðurlandi. Öll ummerki sumars voru fjarlægð á einni nóttu á svæðinu en eins og greint hefur verið frá gildir appelsínugul veðurviðvörun víðs vegar á landinu í dag. Innlent 4.6.2024 17:01 Einn gígur virkur og kvikusöfnun heldur áfram Nýleg gögn benda til þess að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður. Gígurinn sem ennþá er virkur er staðsettur rétt við þann gíg sem gaus lengst úr í eldgosinu sem hófst 16. mars og endaði 9. maí. Land heldur áfram að síga ólíkt því sem hefur áður sést í eldgosunum á Sundhnúksgígaröðinni. Innlent 4.6.2024 17:00 Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. Innlent 4.6.2024 16:50 Bíl ekið á verslun Piknik í Kópavogi Bíl var ekið á verslun Piknik í Kópavogi nú sídegis. Starfsmaður segir verslunina hafa sloppið vel en bíllinn, sem ekið var á verslunina, er illa farinn. Innlent 4.6.2024 16:40 Þúsundir heimilislausra fluttir frá París í aðdraganda Ólympíuleika Þúsundir heimilislausra manna hafa verið fluttir frá París og nágrenni sem hluti af hreingerningaraðgerð vegna Ólympíuleikanna sem fara fram í borginni í sumar. Erlent 4.6.2024 16:26 568 tilkynningar um heimilisofbeldi á þremur mánuðum Lögreglunni barst 568 tilkynningar á landsvísu um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra eða tengdra aðila fyrstu þrjá mánuði ársins sem gerir að meðaltali rúmlega sex tilkynningar á dag. Jafnframt hefur beiðnum um nálgunarbann fjölgað á þessu ári en þær eru 33 talsins fyrir sama tímabil. Innlent 4.6.2024 16:25 Opna í hádeginu vegna skorts á sumarstarfsfólki Ráðningar í sumarstörf í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð hafa ekki gengið sem skyldi og þarf að grípa til breytinga á opnunartíma þar sem ekki hefur tekist að manna allar stöður. Á virkum dögum verður sundlaugin ekki opnuð fyrr en klukkan tólf. Innlent 4.6.2024 16:24 Tré rifnaði upp með rótum á Selfossi Björgunarsveitir á Selfossi og Árnessýslu hafa verið kallaðar út vegna ýmissa verkefna í tengslum við hvassviðri í landshlutanum. Innlent 4.6.2024 16:02 « ‹ 270 271 272 273 274 275 276 277 278 … 334 ›
Kalt loft, stormur, úrkoma, rigning, slydda og snjókoma á landinu Víðáttumikil lægð er nú stödd austur af landinu og beinir hún köldu lofti úr norðri til landsins og fylgir talsverð úrkoma, rigning eða slydda við sjávarmál og snjókoma inn til landsins á Norður- og Austurlandi. Veður 5.6.2024 07:15
Ráðleggja gegn samþykkt MDMA sem meðferð við áfallastreituröskun Ráðgjafanefnd hefur ráðlagt Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) að samþykkja ekki notkun MDMA sem meðferðarúrræði við áfallastreituröskun. Nefndin segir ekki sannað að meðferðin virki né að ávinningur hennar sé meiri en áhættan. Erlent 5.6.2024 07:05
Segir franska hermenn í Úkraínu lögmæt skotmörk Rússa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir franska hermenn sem kunna að ferðast til Úkraínu til að þjálfa Úkraínumenn í hernaði „lögmæt skotmörk“ Rússa. Fréttir 5.6.2024 06:38
Líkamsárás, innbrot og vesen á stigagöngum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum málum í gærkvöldi og nótt en í mörgum tilvikum var um að ræða ölvaða einstaklinga eða aðra sem voru að vera til vandræða. Innlent 5.6.2024 06:18
Hillur að verða tómar í Færeyjum og ekkert samkomulag í augsýn Fjórða vika verkfalls fjögurra stéttarfélaga er hafin í Færeyjum, en sáttasemjari segir enn langt í land að samkomulag náist milli stéttarfélaga og atvinnurekenda. Verkfallið hefur mikil áhrif á daglegt líf Færeyinga. Hillur í matvöruverslunum eru orðnar tómlegar og farið er að bera á eldssneytisskorti. Erlent 5.6.2024 00:00
Metfjöldi nemenda þreytir sveinspróf í múrverki Metfjöldi nemenda taka sveinspróf í múrverki við Tækniskólann í vikunni eða alls 26. Þráinn Óskarsson kennari við múrdeild skólans segist finna fyrir aukinni jákvæðni í garð iðnnáms. Innlent 4.6.2024 23:10
Hraunrennsli frá gígnum virðist vera orðið meinlítið Sú breyting varð í nótt á eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni norðan Grindavíkur að virknin færðist úr þremur gígum niður í einn. Verulegur kraftur er enn í gosinu. Innlent 4.6.2024 23:04
Kjörin formaður Jarðhitafélags Íslands Lilja Magnúsdóttir, deildarstjóri auðlindastýringar hjá HS Orku, var í dag kjörin formaður Jarðhitafélags Íslands á aðalfundi félagsins í Hörpu. Innlent 4.6.2024 22:38
Margir eiga inni vaxtastuðning frá skattinum Landsmenn eiga margir rétt á vaxtastuðningi frá skattinum, sem greiddur verður inn á íbúðalán. Vaxtastuðningurinn er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda sem kynntur var við undirritun kjarasamninganna í mars 2024. Innlent 4.6.2024 22:23
Narendra Modi lýsir yfir sigri á Indlandi Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum þar í landi þrátt fyrir mikið fylgistap milli kosninga. Flokkur hans, Bharatiya Janata, hefur unnið hreinan meirihluta á Lok Sabha, neðri deild indverska þingsins, síðustu tvær kosningar. Erlent 4.6.2024 22:19
Kínaforseti óskar Höllu til hamingju með sigurinn Xi Jinping, forseti Kína, óskaði Höllu Tómasdóttur, nýkjörnum forseta Íslands, til hamingju með sigur hennar í nýafstöðnum kosningum. Innlent 4.6.2024 21:30
„Mér fannst skömmin vera svo mikil“ Maður sem var fjórtán ára vistaður á Unglingaheimili ríkisins 1979 segir að forstöðumaður heimilisins hafi beitt sig kynferðislegu ofbeldi í tvígang. Hann og aðrir segja að skelfilegt ofbeldi hafa átt sér stað af hálfu nokkurra starfsmanna meðan þeir dvöldu þar. Innlent 4.6.2024 21:01
Halla hefði unnið án taktískra atkvæða Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, hefði unnið í forsetakosningunum án þessara svokölluðu taktísku atkvæða sem mikið hafa verið til umræðu. Einnig hefði hún unnið kosningarnar sama hvaða kosningakerfi væri notað. Innlent 4.6.2024 20:41
Kakkalakkar á göngum Landspítalans Fossvogi Þýskættaðir kakkalakkar dreifðu sér um nýrnadeild Landspítalans fyrir nokkrum vikum, þegar erlendur ferðamaður lagðist þar inn með farangur sinn meðferðis. Spítalinn telur að búið sé að útrýma óværunni og öll starfsemi á deildinni er að komast í eðlilegt horf. Innlent 4.6.2024 20:05
Málið eigi ekki að rýra traust til lögreglu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir 30 daga skilorðsbundinn dóm yfir lögreglumanni vegna líkamsárásar ekki eiga að rýra traust fólks til lögreglu. Málið hafi verið rannsakað að frumkvæði embættisins. Innlent 4.6.2024 19:09
Biluð rúta í Hvalfjarðargöngum og lokað næstu tvær nætur Biluð rúta olli því að loka þurfti Hvalfjarðargöngum um sexleytið í kvöld. Hvalfjarðargöngin verða einnig lokuð vegna vinnu frá miðnætti í kvöld þangað til 6:30 í fyrramálið. Göngin verða einnig lokuð á sama tíma aðfararnótt fimmtudags 6. júní. Hjáleið er um Hvalfjarðarveg (47). Innlent 4.6.2024 18:54
Líkfundur í Þórsmörk Vegfarendur í Þórsmörk gengu fram á látinn mann í gærkvöldi. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar málið en ekki er grunur um að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 4.6.2024 18:39
Hefur áhyggjur af skipulagðri brotastarfsemi á Akureyri Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa áhyggjur af skipulagðri brotastarfsemi á Akureyri og segir alvarlega þróun eiga sér stað norður á landi. Innlent 4.6.2024 18:30
Aðild Péturs Jökuls óskýr að sögn dómara Pétur Jökull Jónasson var ákærður fyrir hlutdeild í stórfelldum innflutningi á kókaíni til Íslands í síðasta mánuði. Við þingfestingu málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gagnrýndi dómari saksóknara fyrir að hafa ekki lagt fram nákvæma verknaðarlýsingu með ákæruskjalinu yfir Pétri Jökli eins og tíðkast í málum sem slíkum. Innlent 4.6.2024 18:20
Kynferðisbrot á vistheimili og síðbúin refsing Rolex-ræningja Maður sem var fjórtán ára vistaður á Unglingaheimili ríkisins segir forstöðumann þess hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í tvígang. Skelfilegt ofbeldi hafi átt sér stað af hálfu nokkurra starfsmanna. Innlent 4.6.2024 18:17
Icelandia kolefnisjafnar akstur flugrútunnar Kynnisferðir, sem starfa undir nafninu Icelandia, munu hér eftir kolefnisjafna allan sinn akstur í samstarfi við VAXA Technologies. Um er að ræða akstur bæði flugrútunnar og dagsferða Reykjavík Excursions. Innlent 4.6.2024 17:50
„Það er ekkert að óttast við þennan mann“ Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu biður fólk að láta af myndbirtingum karlmönnum á samélagsmiðlum sem það telur tengjast máli manns sem hefur veist ítrekað að börnum í Hafnarfjarðarbæ. Málið er í forgangi og telst enn óupplýst. Innlent 4.6.2024 17:04
Stærðar snjóskaflar og nagladekkin sett aftur á Tveggja metra snjóskaflar og hríðarbylur blasti við starfsmönnum Landsvirkjunar þegar þeir mættu til vinnu í morgun á Þeistareykjum á Norðurlandi. Öll ummerki sumars voru fjarlægð á einni nóttu á svæðinu en eins og greint hefur verið frá gildir appelsínugul veðurviðvörun víðs vegar á landinu í dag. Innlent 4.6.2024 17:01
Einn gígur virkur og kvikusöfnun heldur áfram Nýleg gögn benda til þess að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður. Gígurinn sem ennþá er virkur er staðsettur rétt við þann gíg sem gaus lengst úr í eldgosinu sem hófst 16. mars og endaði 9. maí. Land heldur áfram að síga ólíkt því sem hefur áður sést í eldgosunum á Sundhnúksgígaröðinni. Innlent 4.6.2024 17:00
Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. Innlent 4.6.2024 16:50
Bíl ekið á verslun Piknik í Kópavogi Bíl var ekið á verslun Piknik í Kópavogi nú sídegis. Starfsmaður segir verslunina hafa sloppið vel en bíllinn, sem ekið var á verslunina, er illa farinn. Innlent 4.6.2024 16:40
Þúsundir heimilislausra fluttir frá París í aðdraganda Ólympíuleika Þúsundir heimilislausra manna hafa verið fluttir frá París og nágrenni sem hluti af hreingerningaraðgerð vegna Ólympíuleikanna sem fara fram í borginni í sumar. Erlent 4.6.2024 16:26
568 tilkynningar um heimilisofbeldi á þremur mánuðum Lögreglunni barst 568 tilkynningar á landsvísu um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra eða tengdra aðila fyrstu þrjá mánuði ársins sem gerir að meðaltali rúmlega sex tilkynningar á dag. Jafnframt hefur beiðnum um nálgunarbann fjölgað á þessu ári en þær eru 33 talsins fyrir sama tímabil. Innlent 4.6.2024 16:25
Opna í hádeginu vegna skorts á sumarstarfsfólki Ráðningar í sumarstörf í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð hafa ekki gengið sem skyldi og þarf að grípa til breytinga á opnunartíma þar sem ekki hefur tekist að manna allar stöður. Á virkum dögum verður sundlaugin ekki opnuð fyrr en klukkan tólf. Innlent 4.6.2024 16:24
Tré rifnaði upp með rótum á Selfossi Björgunarsveitir á Selfossi og Árnessýslu hafa verið kallaðar út vegna ýmissa verkefna í tengslum við hvassviðri í landshlutanum. Innlent 4.6.2024 16:02