Fréttir

Skiptar skoðanir á út­spili Katrínar

Skiptar skoðanir eru á útspili Katrínar Jakobsdóttur fráfarandi forsætisráðherra í tengslum við forsetaframboð hennar. Einhverjir hlakka til að kjósa hana meðan aðrir saka hana um ábyrgðarleysi

Innlent

Fólk á Aust­fjörðum sleppi því að vera á ferðinni

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi fundaði fyrir skemmstu með Veðurstofu og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir talsverðri úrkomu í nótt. Búið er að rýma svæði á Seyðisfirði og Neskaupstað. 

Innlent

Katrín pakkar saman

Katrín Jakobsdóttir fráfarandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi pakkaði eigum sínum á skrifstofu forsætisráðherra fyrr í dag. 

Innlent

„Þau eru að rífast um forsætisráðherrastólinn“

Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafa fundað stíft í dag um framtíð stjórnarinnar vegna forsetaframboðs Katrínar Jakobsdóttur. Formaður flokks fólksins segir að um slag um forsætisráðherrastólinn sé að ræða. Formaður Miðflokksins furðar sig á hve óundirbúnir stjórnarflokkarnir voru undir ákvörðun Katrínar. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa fundað stíft í dag og halda þétt að sér spilunum. Við förum yfir það sem við vitum um stöðuna á viðræðunum í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö á eftir, spyrjum fólk á förnum vegi út í stjórnmálaástandið og ræðum við Ingu Sæland og Sigmund Davíð Gunnlaugsson í beinni útsendingu.

Innlent

Lifði af sjó­slys og tekur nú forsetaslaginn

Eiríkur Ingi Jóhannsson sjómaður hefur gefið kost á sér til embættis forseta Íslands. Eiríkur öðlaðist landsfrægð árið 2012 þegar hann lifði af sjóslys undan ströndum Noregs og var valinn maður ársins á Bylgjunni og Rás 2. Hann segist tilbúinn að taka slaginn. 

Innlent

Á­kvörðun stjórnar­flokkanna „alls ekki flókin“

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir aðstæður sem upp eru komnar varðandi forsætisráðuneytið vera mjög óvanalegar. Þó séu fordæmi fyrir því að forsætisráðherra biðji lausnar fyrir sig án þess að biðja lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Hann býst við að niðurstaða muni liggja fyrir áður en Katrín fer á Bessastaði.

Innlent

Tugir þúsunda mót­mæla Orbán í Búda­pest

Tugir þúsunda mótmæla ríkisstjórn Viktors Orbán í miðbæ Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands. Mótmælendur marséruðu að þinghúsinu og kölluðu „Við erum ekki hrædd“ og „Segðu af þér, Orbán!“

Erlent

Ríkis­stjórnin hafi ekki nema sólar­hring til að ráða ráðum sínum

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, er hugsi yfir því að fulltrúar stjórnarflokkanna virðist telja að þeir hafi góðan tíma til að ráða ráðum sínum um áframhald stjórnarsamstarfsins. Stjórnskipaninni samkvæmt hafi þeir ekki nema sólarhringinn til að leysa úr sínum málum.

Innlent

Hefur litla trú á að ríkis­stjórnin haldi út kjör­tíma­bilið

Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa síðan í morgun fundað um framtíð ríkisstjórnarinnar. Formaður Flokks fólksins hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Hún og fleiri í minnihlutanum geti hugsað sér að styðja ríkisstjórnina til að klára ákveðin mál í gegnum þingið í vor en hún vænti þess að þingkosningar verði í haust.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Framtíð ríkisstjórnarinnar er enn í óvissu en leiðtogar funda í dag. Formaður Flokks fólksins væntir þess að kosið verði í haust. Farið verður yfir stöðu mála í hádegisfréttum.

Innlent

Kæran felld niður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fellt niður mál forystukvenna söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa. Hæstaréttarlögmaður hafði kært þær fyrir að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka.

Innlent

Tíma­spurs­mál hve­nær hraun fari að renna til norðurs

Aðeins gýs í einum gíg við Sundhnúka. Fjarað hefur út í syðri og smærri gígnum. Sá sem enn gýs í hækkar jafnt og þétt og gnæfir um 25 metra yfir hraunbreiðunni. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir það vera tímaspursmál hvenær hraun fer að renna til norðurs.

Innlent

Djúp lægð nálgast og við­vörun gefin út

Djúp lægð nálgast landið úr suðri og því verður vaxandi norðaustanátt á landinu í dag, 10 til 18 metrar á sekúndu um hádegi en 15 til 23 seinnipartinn, hvassast suðaustantil. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir allt landið austanvert.

Veður

„Það er eins og þú þurfir að skera barnið þitt úr reipinu til að fá að­stoð“

„Fyrir okkur er þetta einfaldlega spurning um líf eða dauða. Við erum vanmáttug, við erum týnd og við erum alltaf í lausu lofti,” segja Adam Snær Atlason og Thelma Rut Hafliðadóttir, foreldrar þrettán ára stúlku sem glímir við flókinn og fjölþættan vanda. Þau hafa staðið í stappi undanfarin tíu ár við að fá viðeigandi úrræði fyrir dóttur sína hjá Akureyrarbæ en segjast koma allstaðar að lokuðum dyrum.

Innlent

Jakob Frí­mann tekur ekki forsetaslaginn

Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og þingmaður Flokks fólksins, mun ekki gefa kost á sér í komandi forsetakosningum. Hann kveðst styðja Katrínu Jakobsdóttur heilshugar í hennar framboði. 

Innlent

Ógnaði fólki með hnífi og lét sig hverfa

Talsverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um mann sem hafði hótað fólki með hnífi í hverfi 108. Sá var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. 

Innlent

Fara beint í frí­stund eftir leik­skóla­út­skrift í júní

Foreldrum fimm og sex ára barna í sautján leikskólum í Reykjavíkur var tilkynnt í gær að þau fái uppsögn á sínu leikskólaplássi fyrir 30. apríl og að uppsögn taki gildi 10. júní. Börnum þeirra verður í staðinn boðið pláss í frístund í þeim grunnskólum sem þau eiga að hefja grunnskólagöngu sína í næsta haust. 

Innlent

Bíll og bíl­skúr loguðu á sama tíma

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna bíls annars vegar og bílskúrs hins vegar sem loguðu á sama tíma hvor í sínum hluta borgarinnar í kvöld. Engan sakaði á hvorugum staðnum.

Innlent