Fréttir Öxnadalsheiðin áfram lokuð en Fjarðarheiðin opnaði í kvöld Ekki náðist að opna Öxnadalsheiði í dag en reiknað er með að hún verði opnuð í fyrramálið þegar veður skánar. Vegurinn um Fjarðarheiði opnaði í kvöld eftir að hafa verið lokaður í fjóra daga. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir von á hvelli í kvöld en það veður verði mun skárra á morgun. Innlent 1.4.2024 22:18 „Svona ýkta skemmdarfýsn er erfitt að skilja“ Útilistaverk í Grasagarðinum var brotið í sundur og bútunum kastað í tjörn aðeins þremur dögum eftir uppsetningu þess. Myndlistarmaðurinn segir grátlegt að sjá margra mánaða vinnu gerða engu og telur hóp hafa verið að verki. Hann vonast þó til að verkið rísi á ný annars staðar. Innlent 1.4.2024 21:12 Breytingar gerðar á jongnarr.is Lénið jongnarr.is var uppfært í gær og blasti þar tímabundið við snið að framboðssíðu áður en síðan var tekin niður. Sennilega tengist síðan tilkynningu Jóns Gnarr á morgun þar sem hann ætlar að skýra hvort hann hyggist bjóða sig fram til forseta. Innlent 1.4.2024 19:52 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vegurinn yfir Öxnadalsheiði verður ekki opnaður í dag og staðan verður ekki metin aftur fyrr en í fyrramálið. Ferðalangar óku margir um Tröllaskaga til að komast leiðar sinnar, bílaröð myndaðist í gegnum Siglufjörð um tíma og þurfti lögregla að stýra umferð um Múlagöng. Við ræðum ófærðina og snjómokstur við G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóra Vegagerðarinnar, í beinni. Innlent 1.4.2024 18:22 Segir íbúa ekki hugsa hlutina til enda og treysta sérfræðingum í blindni Bæjarfulltrúi í Grindavík veltir fyrir sér hvort íbúar séu of fljótir á sér með uppkaupum húsnæðis og flótta úr bænum. Hann telur íbúa og bæjarstjórn vera áhorfendur að því sem sé að gerast og hlusti á sérfræðinga í blindni án þess að hugsa hlutina til enda. Innlent 1.4.2024 18:15 Þung umferð í gegnum Siglufjörð og umferðarstýring um Múlagöng Fjöldi fólks á leið suður af Norðurlandi hefur lagt leið sína fyrir Tröllaskaga, þar sem Öxnadalsheiði er lokuð. Innlent 1.4.2024 16:20 Ísraelski herinn skilur Al-shifa sjúkrahúsið eftir í eyði Ísraelski herinn hefur dregið herlið sitt til baka frá al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg eftir rúmlega tveggja vikna árásir á sjúrahúsið. Algjör eyðilegging blasir nú við á svæðinu. Nokkur hundruð manns hafa snúið aftur á spítalasvæðið en sjúkrahúsið er það stærsta í Gasa. Erlent 1.4.2024 15:45 Öxnadalsheiði verður ekki opnuð í dag Vegurinn yfir Öxnadalsheiði verður ekki opnaður í dag. Innlent 1.4.2024 15:02 Fögnuðu lögleiðingu kannabisefna Kannabisunnendur í Þýskalandi gátu fagnað vel og innilega við Brandenborgarhliðið á miðnætti þegar ný lög, sem gera einkaneyslu kannabisefna löglega, tóku gildi. Efasemdir eru hins vegar uppi um ágæti lögleiðingarinnar. Erlent 1.4.2024 14:24 Íbúar á Seyðisfirði enn innilokaðir Fjarðarheiði hefur verið lokuð síðastliðna fjóra daga og íbúar Seyðisfjarðar því verið innilokuð frá því á fimmtudag. Innlent 1.4.2024 13:44 „Við erum með tvo trukka og þeir fara mjög hægt yfir“ Slökkvilið í Grindavík berst enn við gróðurelda við gosstöðvarnar við Sundhnjúkagíga. Slökkviliðsstjórinn segir svæðið afar torfærið og að slökkviliðstrukkar fari hægt yfir svæðið. Innlent 1.4.2024 13:42 Íbúar í Rangárþingi ytra fá að tjá sig um vindmyllugarð Íbúum í Rangárþing ytra mun gefast kostur á að taka þátt í viðhorfskönnun á næstunni þar sem þeir geta sagt álit sitt á Búrfellslundi, sem Landsvirkjun hyggst reisa með allt að þrjátíu vindmyllum austan við Sultartangastöð en staðsetning garðsins er í sveitarfélaginu við Vaðöldu. Innlent 1.4.2024 13:30 Mikill samdráttur í nýskráningu fólksbíla milli ára Skráning nýrra fólksbíla hefur dregist verulega saman milli ára. Í mars á þessu ári voru skráðir 532 nýir fólksbílar, en þeir voru 1.832 í sama mánuði á síðasta ári. Samdrátturinn nemur því 71 prósenti. Dacia var með flesta nýskráða bíla í mars, en Toyota það sem af er ári. Innlent 1.4.2024 12:14 Óvíst hvort heiðin opni í dag og illfært um Tröllaskaga Hringvegurinn er lokaður um Öxnadalsheiði, sem og Möðrudal- og Mývatnsöræfi, og óvist hvort hægt verður að opna hann í dag. Vegir á Tröllaskaga eru opnir en illa færir, og því skiptir búnaður og reynsla ökumanna sem ætla að fara þar um öllu máli Innlent 1.4.2024 11:36 Snjóflóðahætta til fjalla víða um land Talsverð snjóflóðahætta er til fjalla víða um landið í dag. Mælst er til þess að fólk forðist það að ferðast um brattar brekkur til fjalla. Innlent 1.4.2024 11:23 Vegir lokaðir víða um landið Vegir eru lokaðir víða á landinu og færð ekki með besta móti sem er ekki gott fyrir alla þá ferðalanga sem þurfa að komast heim eftir páskahelgina. Veður 1.4.2024 09:21 Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. Innlent 1.4.2024 08:47 Kallar eftir meiri metnaði í Mjódd: Svæðið illa hirt og lýst og hættulegt gestum Formaður íbúaráðs í Breiðholti, Sara Björg Sigurðardóttir, segir eigendur og rekstraraðila í Mjódd sýna mikið metnaðarleysi gagnvart íbúum Breiðholts og kallar eftir breyttri ásýnd. Hún segir svæðið illa hirt og lýst, rusl ekki tínt og svæðinu ekki sinnt. Afleiðingin sé sú að það sé gestum jafnvel hættulegt að vera þar. Innlent 1.4.2024 08:00 Víða kalt í dag Áfram verður norðaustlæg átt á landinu, víða kaldi eða stinningskaldi með éljum í dag en léttskýjað suðvestantil. Veður 1.4.2024 07:47 Bein tveggja ára drengs sem hvarf komin í leitirnar Bein tveggja ára drengs sem hvarf sporlaust í frönsku smáþorpi síðasta sumar hafa komið í leitirnar. Rannsókn á málinu stendur nú yfir þar sem ekki liggur fyrir hvað henti drenginn. Erlent 1.4.2024 07:35 Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun. Erlent 1.4.2024 07:27 Ökuníðingur tekinn á ofsahraða Rólegt var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í þessa páskanótt sem leið samkvæmt dagbók hennar. Innlent 1.4.2024 07:13 Sólgleraugu vekja undrun á Suðurlandsbraut Stærðarinnar sólgleraugu hafa verið sett upp við skrifstofur Sýnar á Suðurlandsbraut og vekja undrun vegfarenda. Verkefnið er gjörningur af hálfu Vodafone og hluti af markaðsherferð þeirra Sjáðu Rautt. Innlent 1.4.2024 07:00 Starfaði í 39 ár á skrifstofu forseta og segist vita hvað þarf í embættið Fyrrverandi deildarstjóri á skrifstofu forseta Íslands segir að forseti þurfi fyrst og fremst að vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur sem komi vel fram. Þar að auki þurfi hann að búa yfir tungumálakunnáttu, hafa gott bakland og kjark til að taka ákvarðanir þó þær séu ekki vinsælar. Innlent 31.3.2024 22:03 Sinueldur við urðunarstaðinn á Álfsnesi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr átta vegna sinuelds við urðunarsvæðið á Álfsnesi. Slökkviliðið náði tökum á eldinum á tíunda tímanum. Innlent 31.3.2024 20:51 Allt að gerast í Vík í Mýrdal Aldrei hefur verið eins mikið byggt af íbúðarhúsnæði í Vík í Mýrdal eins og nú, og þá á að fara að byggja nýjan leikskóla og flytja sveitarstjórnarskrifstofuna í nýtt ráðhús. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík á hverjum degi enda á að fara að stækka verslunarmiðstöðina á staðnum og nýjar verslanir eru að fara að opna. Innlent 31.3.2024 20:30 Hættur að fljúga eftir að hafa glatt milljónir í þrjá áratugi Afríski úfurinn Ernie er sestur í helgan stein eftir að hafa tekið þátt í stærstu fuglasýningu Bretlands í þrjá áratugi. Á þessu tímabili hefur hann tekið á loft um 20 þúsund sinnum. Erlent 31.3.2024 20:21 „Annað hvort að rífa upp tröppurnar eða leyfa þessu að vera“ Pípari sem skoðað hefur skemmdir á húsum í Reykjanesbæ eftir eldgosið í febrúar segir það verða eigendum dýrt að laga fasteignir sínar. Hann telur ábyrgðina liggja hjá þeim sem byggi húsin. Innlent 31.3.2024 20:01 Gangast við því að hafa drepið Palestínumenn á strönd eftir birtingu myndskeiðs Ísraelski herinn hefur staðfest að hermenn á þeirra vegum hafi skotið tvo Palestínumenn til bana og sært einn til viðbótar á strönd nærri Gasaborg. Yfirlýsingin kemur eftir birtingu myndskeiðs sem sýnir karlmann falla til jarðar og vinnuvél ýta tveimur líkum út í sandinn. Tveir féllu í árás á tjaldbúðir við spítala á Gasa og stendur til að hefja viðræður um vopnahlé í dag. Erlent 31.3.2024 19:01 „Geri hún það, þá býð ég mig fram“ Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins. Innlent 31.3.2024 18:55 « ‹ 287 288 289 290 291 292 293 294 295 … 334 ›
Öxnadalsheiðin áfram lokuð en Fjarðarheiðin opnaði í kvöld Ekki náðist að opna Öxnadalsheiði í dag en reiknað er með að hún verði opnuð í fyrramálið þegar veður skánar. Vegurinn um Fjarðarheiði opnaði í kvöld eftir að hafa verið lokaður í fjóra daga. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir von á hvelli í kvöld en það veður verði mun skárra á morgun. Innlent 1.4.2024 22:18
„Svona ýkta skemmdarfýsn er erfitt að skilja“ Útilistaverk í Grasagarðinum var brotið í sundur og bútunum kastað í tjörn aðeins þremur dögum eftir uppsetningu þess. Myndlistarmaðurinn segir grátlegt að sjá margra mánaða vinnu gerða engu og telur hóp hafa verið að verki. Hann vonast þó til að verkið rísi á ný annars staðar. Innlent 1.4.2024 21:12
Breytingar gerðar á jongnarr.is Lénið jongnarr.is var uppfært í gær og blasti þar tímabundið við snið að framboðssíðu áður en síðan var tekin niður. Sennilega tengist síðan tilkynningu Jóns Gnarr á morgun þar sem hann ætlar að skýra hvort hann hyggist bjóða sig fram til forseta. Innlent 1.4.2024 19:52
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vegurinn yfir Öxnadalsheiði verður ekki opnaður í dag og staðan verður ekki metin aftur fyrr en í fyrramálið. Ferðalangar óku margir um Tröllaskaga til að komast leiðar sinnar, bílaröð myndaðist í gegnum Siglufjörð um tíma og þurfti lögregla að stýra umferð um Múlagöng. Við ræðum ófærðina og snjómokstur við G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóra Vegagerðarinnar, í beinni. Innlent 1.4.2024 18:22
Segir íbúa ekki hugsa hlutina til enda og treysta sérfræðingum í blindni Bæjarfulltrúi í Grindavík veltir fyrir sér hvort íbúar séu of fljótir á sér með uppkaupum húsnæðis og flótta úr bænum. Hann telur íbúa og bæjarstjórn vera áhorfendur að því sem sé að gerast og hlusti á sérfræðinga í blindni án þess að hugsa hlutina til enda. Innlent 1.4.2024 18:15
Þung umferð í gegnum Siglufjörð og umferðarstýring um Múlagöng Fjöldi fólks á leið suður af Norðurlandi hefur lagt leið sína fyrir Tröllaskaga, þar sem Öxnadalsheiði er lokuð. Innlent 1.4.2024 16:20
Ísraelski herinn skilur Al-shifa sjúkrahúsið eftir í eyði Ísraelski herinn hefur dregið herlið sitt til baka frá al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg eftir rúmlega tveggja vikna árásir á sjúrahúsið. Algjör eyðilegging blasir nú við á svæðinu. Nokkur hundruð manns hafa snúið aftur á spítalasvæðið en sjúkrahúsið er það stærsta í Gasa. Erlent 1.4.2024 15:45
Öxnadalsheiði verður ekki opnuð í dag Vegurinn yfir Öxnadalsheiði verður ekki opnaður í dag. Innlent 1.4.2024 15:02
Fögnuðu lögleiðingu kannabisefna Kannabisunnendur í Þýskalandi gátu fagnað vel og innilega við Brandenborgarhliðið á miðnætti þegar ný lög, sem gera einkaneyslu kannabisefna löglega, tóku gildi. Efasemdir eru hins vegar uppi um ágæti lögleiðingarinnar. Erlent 1.4.2024 14:24
Íbúar á Seyðisfirði enn innilokaðir Fjarðarheiði hefur verið lokuð síðastliðna fjóra daga og íbúar Seyðisfjarðar því verið innilokuð frá því á fimmtudag. Innlent 1.4.2024 13:44
„Við erum með tvo trukka og þeir fara mjög hægt yfir“ Slökkvilið í Grindavík berst enn við gróðurelda við gosstöðvarnar við Sundhnjúkagíga. Slökkviliðsstjórinn segir svæðið afar torfærið og að slökkviliðstrukkar fari hægt yfir svæðið. Innlent 1.4.2024 13:42
Íbúar í Rangárþingi ytra fá að tjá sig um vindmyllugarð Íbúum í Rangárþing ytra mun gefast kostur á að taka þátt í viðhorfskönnun á næstunni þar sem þeir geta sagt álit sitt á Búrfellslundi, sem Landsvirkjun hyggst reisa með allt að þrjátíu vindmyllum austan við Sultartangastöð en staðsetning garðsins er í sveitarfélaginu við Vaðöldu. Innlent 1.4.2024 13:30
Mikill samdráttur í nýskráningu fólksbíla milli ára Skráning nýrra fólksbíla hefur dregist verulega saman milli ára. Í mars á þessu ári voru skráðir 532 nýir fólksbílar, en þeir voru 1.832 í sama mánuði á síðasta ári. Samdrátturinn nemur því 71 prósenti. Dacia var með flesta nýskráða bíla í mars, en Toyota það sem af er ári. Innlent 1.4.2024 12:14
Óvíst hvort heiðin opni í dag og illfært um Tröllaskaga Hringvegurinn er lokaður um Öxnadalsheiði, sem og Möðrudal- og Mývatnsöræfi, og óvist hvort hægt verður að opna hann í dag. Vegir á Tröllaskaga eru opnir en illa færir, og því skiptir búnaður og reynsla ökumanna sem ætla að fara þar um öllu máli Innlent 1.4.2024 11:36
Snjóflóðahætta til fjalla víða um land Talsverð snjóflóðahætta er til fjalla víða um landið í dag. Mælst er til þess að fólk forðist það að ferðast um brattar brekkur til fjalla. Innlent 1.4.2024 11:23
Vegir lokaðir víða um landið Vegir eru lokaðir víða á landinu og færð ekki með besta móti sem er ekki gott fyrir alla þá ferðalanga sem þurfa að komast heim eftir páskahelgina. Veður 1.4.2024 09:21
Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. Innlent 1.4.2024 08:47
Kallar eftir meiri metnaði í Mjódd: Svæðið illa hirt og lýst og hættulegt gestum Formaður íbúaráðs í Breiðholti, Sara Björg Sigurðardóttir, segir eigendur og rekstraraðila í Mjódd sýna mikið metnaðarleysi gagnvart íbúum Breiðholts og kallar eftir breyttri ásýnd. Hún segir svæðið illa hirt og lýst, rusl ekki tínt og svæðinu ekki sinnt. Afleiðingin sé sú að það sé gestum jafnvel hættulegt að vera þar. Innlent 1.4.2024 08:00
Víða kalt í dag Áfram verður norðaustlæg átt á landinu, víða kaldi eða stinningskaldi með éljum í dag en léttskýjað suðvestantil. Veður 1.4.2024 07:47
Bein tveggja ára drengs sem hvarf komin í leitirnar Bein tveggja ára drengs sem hvarf sporlaust í frönsku smáþorpi síðasta sumar hafa komið í leitirnar. Rannsókn á málinu stendur nú yfir þar sem ekki liggur fyrir hvað henti drenginn. Erlent 1.4.2024 07:35
Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun. Erlent 1.4.2024 07:27
Ökuníðingur tekinn á ofsahraða Rólegt var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í þessa páskanótt sem leið samkvæmt dagbók hennar. Innlent 1.4.2024 07:13
Sólgleraugu vekja undrun á Suðurlandsbraut Stærðarinnar sólgleraugu hafa verið sett upp við skrifstofur Sýnar á Suðurlandsbraut og vekja undrun vegfarenda. Verkefnið er gjörningur af hálfu Vodafone og hluti af markaðsherferð þeirra Sjáðu Rautt. Innlent 1.4.2024 07:00
Starfaði í 39 ár á skrifstofu forseta og segist vita hvað þarf í embættið Fyrrverandi deildarstjóri á skrifstofu forseta Íslands segir að forseti þurfi fyrst og fremst að vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur sem komi vel fram. Þar að auki þurfi hann að búa yfir tungumálakunnáttu, hafa gott bakland og kjark til að taka ákvarðanir þó þær séu ekki vinsælar. Innlent 31.3.2024 22:03
Sinueldur við urðunarstaðinn á Álfsnesi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr átta vegna sinuelds við urðunarsvæðið á Álfsnesi. Slökkviliðið náði tökum á eldinum á tíunda tímanum. Innlent 31.3.2024 20:51
Allt að gerast í Vík í Mýrdal Aldrei hefur verið eins mikið byggt af íbúðarhúsnæði í Vík í Mýrdal eins og nú, og þá á að fara að byggja nýjan leikskóla og flytja sveitarstjórnarskrifstofuna í nýtt ráðhús. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík á hverjum degi enda á að fara að stækka verslunarmiðstöðina á staðnum og nýjar verslanir eru að fara að opna. Innlent 31.3.2024 20:30
Hættur að fljúga eftir að hafa glatt milljónir í þrjá áratugi Afríski úfurinn Ernie er sestur í helgan stein eftir að hafa tekið þátt í stærstu fuglasýningu Bretlands í þrjá áratugi. Á þessu tímabili hefur hann tekið á loft um 20 þúsund sinnum. Erlent 31.3.2024 20:21
„Annað hvort að rífa upp tröppurnar eða leyfa þessu að vera“ Pípari sem skoðað hefur skemmdir á húsum í Reykjanesbæ eftir eldgosið í febrúar segir það verða eigendum dýrt að laga fasteignir sínar. Hann telur ábyrgðina liggja hjá þeim sem byggi húsin. Innlent 31.3.2024 20:01
Gangast við því að hafa drepið Palestínumenn á strönd eftir birtingu myndskeiðs Ísraelski herinn hefur staðfest að hermenn á þeirra vegum hafi skotið tvo Palestínumenn til bana og sært einn til viðbótar á strönd nærri Gasaborg. Yfirlýsingin kemur eftir birtingu myndskeiðs sem sýnir karlmann falla til jarðar og vinnuvél ýta tveimur líkum út í sandinn. Tveir féllu í árás á tjaldbúðir við spítala á Gasa og stendur til að hefja viðræður um vopnahlé í dag. Erlent 31.3.2024 19:01
„Geri hún það, þá býð ég mig fram“ Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins. Innlent 31.3.2024 18:55