Fréttir Vargöld í Haítí Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið. Erlent 11.3.2024 16:34 Bjarndís tekur við af Álfi Bjarndís Helga Tómasdóttir er nýr formaður Samtakanna '78. Hún tekur við formennsku af Álfi Birki Bjarnasyni sem hefur verið formaður í tvö ár. Innlent 11.3.2024 16:18 Brotnaði illa í sleðaferð „Ég er búin að vera að hjúkra í þrjátíu ár og hef aldrei lent hinum megin við borðið. Það er ánægjulegt að upplifa það,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en hún lenti í slysi um helgina. Innlent 11.3.2024 15:49 Íslendingar funda með UNRWA Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins sækir í dag fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA, í fjarveru utanríkisráðherra, til að fá upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni. Kanada og Svíþjóð hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til UNRWA. Innlent 11.3.2024 15:28 Stakk konu sína og þrjú börn Lík hjóna og þriggja barna fundust um helgina á heimili þeirra í í Honolulu á Havaíeyjum. Forsvarsmenn lögreglunnar segja útlit fyrir að maður hafi stungið eiginkonu sína og þrjú börn þeirra til bana, áður en hann svipti sig einnig lífi. Erlent 11.3.2024 15:01 Fjórtán ára piltur féll úr stólalyftu í Bláfjöllum Fjórtán ára piltur féll tíu metra úr stólalyftu í Bláfjöllum. Að sögn lögreglu vankaðist pilturinn við fallið en rankaði síðan við sér. Innlent 11.3.2024 14:47 Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Erlent 11.3.2024 14:26 Úkraínskir þingmenn afhentu áritaðan fána Sendinefnd þingmanna frá þjóðþingi Úkraínu, Verkhovna Rada, sem skipa vinahóp Íslands á þinginu heimsækir Ísland 11.–14. mars í boði forseta Alþingis, Birgis Ármannssonar. Þetta kemur fram á vef Alþingis. Innlent 11.3.2024 14:22 Tók hundrað sígarettukarton og sleppti því að borga Karlmaður hlaut í dag níutíu daga fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að stela tæplega hundrað kartonum af sígarettum í fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Innlent 11.3.2024 13:43 Hætta leit að bíl í Þingvallavatni Viðbragðsaðilar hafa ákveðið að hætta leit við vestanvert Þingvallavatn, en lögreglu barst tilkynning um klukkan ellefu í dag um að bíll hefði farið ofan í og niður um ís. Innlent 11.3.2024 13:06 Bjartsýn á að þeim takist að koma öllum dvalarleyfishöfum í skjól Tvær íslenskar konur, sem eru úti í Kaíró í sjálfboðaliðastarfi, eru bjartsýnar á að þeim takist á næstu dögum að bjarga þeim sem hafa dvalarleyfi á Íslandi, og enn eru fastir á Gasa, út af svæðinu. Þær hafi í dag komið öllum 49 dvalarleyfishöfunum á svokallaðan landamæralista. Innlent 11.3.2024 13:00 Páll Bergþórsson er látinn Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, er látinn hundrað ára að aldri. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði eftir stutt veikindi. Innlent 11.3.2024 12:44 Fritzl verður áfram á réttargeðdeild Josef Fritzl verður ekki fluttur í almennt fangelsi í Austurríki í bili og verður þess í stað áfram á réttargeðdeild í öryggisfangelsi. Fyrri ákvörðun hefur verið snúið af áfrýjunardómstól en upprunalegi úrskurðurinn byggði á því að ekki væri talið að ógn stafaði af Fritzl. Erlent 11.3.2024 12:25 „Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki“ Formaður MATVÍS segir meðferðina á starfsfólki hjá fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar hafa verið skelfilega. Ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum stöðum hefur fjölgað eftir að upp komst um málið. Innlent 11.3.2024 12:16 Leit stendur yfir eftir að tilkynnt var um bíl í Þingvallavatni Björgunarsveitir, lögreglumenn af Suðurlandi, slökkviliðsmenn frá Brunavörnu Árnessýslu og þyrla Landhelgisgæslunnar eru nú að störfum við Þingvallavatn eftir að tilkynnt var um að bíll hafi farið í vatnið, sem er ísilagt að hluta. Innlent 11.3.2024 12:08 Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. Innlent 11.3.2024 11:58 Átján boða forsetaframboð Meðal nýrra frambjóðenda er Kristján Jökull Aðalsteinsson einkaþjálfari sem hefur vakið athygli fyrir ógnandi skilaboð til Hildar Lilliendahl. Innlent 11.3.2024 11:57 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegsfréttum fjöllum við áfram um kjaramálin en fulltrúar SA og VR hittust í morgun hjá ríkissáttasemjara í karphúsinu. Innlent 11.3.2024 11:42 Gabbaði slökkviliðið í útkall og má búast við refsingu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað í útkall vegna elds í nótt sem enginn fótur reyndist fyrir. Slökkviliðsmenn voru narraðir og hafa vísað málinu til lögreglu. Innlent 11.3.2024 11:13 Kæru Maríu Lilju á hendur Mbl vísað frá Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur vísað frá kæru Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttur Kemp á hendur Mbl.is og Árvakri fyrir brot á siðareglum í frétt miðilsins. Ástæðan var sú að María Lilja var hvorki til umfjöllunar í fréttinni né hafði bein tengsl við umfjöllunarefnið. Innlent 11.3.2024 10:58 Vita lítið um ástandið í Fukushima þrettán árum síðar Nærri því 29 þúsund manns hafa ekki getað snúið aftur til síns heima, þó þrettán ár séu liðin frá því að flóðbylgja, sem myndaðist vegna stærðarinnar jarðskjálfta, skall á ströndum Japans. Flóðbylgjan dró rúmlega 22 þúsund manns til dauða og olli einhverju versta kjarnorkuslysi heimsins frá Tsjernobyl-slysinu sem varð árið 1986. Erlent 11.3.2024 10:54 Katrín játar að hafa átt við myndina og biðst afsökunar Katrín prinsessa af Wales hefur beðist afsökunar á því að hafa deilt breyttri mynd af sér og börnum sínum. Myndin var afturkölluð af myndaveitum eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana. Erlent 11.3.2024 10:52 Baldur kannaði hug Akurnesinga varðandi forsetann Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem íhugar alvarlega framboð til forseta Íslands segist þurfa að taka stóra ákvörðun fljótlega. Hann kannaði hug Akurnesinga til framboðs á Skipaskaga í gærkvöldi. Innlent 11.3.2024 10:16 Braut tönn með skalla á líkamsræktarstöð í Reykjanesbæ Karlmaður hlaut í síðustu viku tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás sem átti sér stað í líkamsræktarsal Sporthússins í Reykjanesbæ. Innlent 11.3.2024 09:11 Stjórnvöld megi alls ekki hækka skatta eða taka lán fyrir kjarasamningunum Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægt að stjórnvöld fari ekki skattahækkanir eða lántöku til þess að fjármagna aðkomu sína að kjarasamningum. Með því væru þau að vinna gegn markmiði samningana sem gerðir voru við breiðfylkinguna í síðustu viku. Innlent 11.3.2024 08:45 Fimmtíu slasaðir eftir að Boeing-vél „féll“ í miðju flugi Fimmtíu manns þurftu aðhlynningu og þrettán voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að „tæknilegir örðugleikar“ komu upp í flugi Latam Airlines frá Sydney til Auckland sem urðu þess valdandi að flugvélin „féll“ og farþegar hentust úr sætum sínum. Erlent 11.3.2024 08:45 Innlit inn í furðuhúsið sem gleypti Grillið Furðulegt hús, sem risið hefur ofan á Hótel Sögu í stað Grillsins sögufræga, er aðeins til bráðabirgða. Inni í húsinu er verið að endurreisa Grillið í upprunalegri mynd eftir að miklar skemmdir komu í ljós á byggingunni sem fyrir var. Innlent 11.3.2024 08:01 Segir átökin munu vara fjórar til átta vikur til viðbótar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað þeirri staðhæfingu Joe Biden Bandaríkjaforseta að aðgerðir Ísraelsmanna á Gasa séu að gera þeim meiri skaða en þau eru að hjálpa þeim. Erlent 11.3.2024 07:56 Áfram bjart suðvestantil á landinu Skammt suðaustur af Hvarfi er nú lægð sem þokast austur á bóginn. Gera má ráð fyrir að vindur verði aðeins norðlægari en í gær og áfram bjart veður suðvestantil á landinu. Þó má reikna með dálitlum éljum norðaustanlands. Veður 11.3.2024 07:16 Myndaveitur afturkalla myndina af Katrínu og börnunum Myndaveitur hafa gefið út svokallaða „kill notice“ vegna fyrstu myndarinnar sem breska konungsfjölskyldan birti af Katrínu prinsessu af Wales og börnum hennar eftir að ljóst varð að átt hefur verið við myndina. Erlent 11.3.2024 06:55 « ‹ 311 312 313 314 315 316 317 318 319 … 334 ›
Vargöld í Haítí Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið. Erlent 11.3.2024 16:34
Bjarndís tekur við af Álfi Bjarndís Helga Tómasdóttir er nýr formaður Samtakanna '78. Hún tekur við formennsku af Álfi Birki Bjarnasyni sem hefur verið formaður í tvö ár. Innlent 11.3.2024 16:18
Brotnaði illa í sleðaferð „Ég er búin að vera að hjúkra í þrjátíu ár og hef aldrei lent hinum megin við borðið. Það er ánægjulegt að upplifa það,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en hún lenti í slysi um helgina. Innlent 11.3.2024 15:49
Íslendingar funda með UNRWA Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins sækir í dag fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA, í fjarveru utanríkisráðherra, til að fá upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni. Kanada og Svíþjóð hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til UNRWA. Innlent 11.3.2024 15:28
Stakk konu sína og þrjú börn Lík hjóna og þriggja barna fundust um helgina á heimili þeirra í í Honolulu á Havaíeyjum. Forsvarsmenn lögreglunnar segja útlit fyrir að maður hafi stungið eiginkonu sína og þrjú börn þeirra til bana, áður en hann svipti sig einnig lífi. Erlent 11.3.2024 15:01
Fjórtán ára piltur féll úr stólalyftu í Bláfjöllum Fjórtán ára piltur féll tíu metra úr stólalyftu í Bláfjöllum. Að sögn lögreglu vankaðist pilturinn við fallið en rankaði síðan við sér. Innlent 11.3.2024 14:47
Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Erlent 11.3.2024 14:26
Úkraínskir þingmenn afhentu áritaðan fána Sendinefnd þingmanna frá þjóðþingi Úkraínu, Verkhovna Rada, sem skipa vinahóp Íslands á þinginu heimsækir Ísland 11.–14. mars í boði forseta Alþingis, Birgis Ármannssonar. Þetta kemur fram á vef Alþingis. Innlent 11.3.2024 14:22
Tók hundrað sígarettukarton og sleppti því að borga Karlmaður hlaut í dag níutíu daga fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að stela tæplega hundrað kartonum af sígarettum í fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Innlent 11.3.2024 13:43
Hætta leit að bíl í Þingvallavatni Viðbragðsaðilar hafa ákveðið að hætta leit við vestanvert Þingvallavatn, en lögreglu barst tilkynning um klukkan ellefu í dag um að bíll hefði farið ofan í og niður um ís. Innlent 11.3.2024 13:06
Bjartsýn á að þeim takist að koma öllum dvalarleyfishöfum í skjól Tvær íslenskar konur, sem eru úti í Kaíró í sjálfboðaliðastarfi, eru bjartsýnar á að þeim takist á næstu dögum að bjarga þeim sem hafa dvalarleyfi á Íslandi, og enn eru fastir á Gasa, út af svæðinu. Þær hafi í dag komið öllum 49 dvalarleyfishöfunum á svokallaðan landamæralista. Innlent 11.3.2024 13:00
Páll Bergþórsson er látinn Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, er látinn hundrað ára að aldri. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði eftir stutt veikindi. Innlent 11.3.2024 12:44
Fritzl verður áfram á réttargeðdeild Josef Fritzl verður ekki fluttur í almennt fangelsi í Austurríki í bili og verður þess í stað áfram á réttargeðdeild í öryggisfangelsi. Fyrri ákvörðun hefur verið snúið af áfrýjunardómstól en upprunalegi úrskurðurinn byggði á því að ekki væri talið að ógn stafaði af Fritzl. Erlent 11.3.2024 12:25
„Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki“ Formaður MATVÍS segir meðferðina á starfsfólki hjá fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar hafa verið skelfilega. Ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum stöðum hefur fjölgað eftir að upp komst um málið. Innlent 11.3.2024 12:16
Leit stendur yfir eftir að tilkynnt var um bíl í Þingvallavatni Björgunarsveitir, lögreglumenn af Suðurlandi, slökkviliðsmenn frá Brunavörnu Árnessýslu og þyrla Landhelgisgæslunnar eru nú að störfum við Þingvallavatn eftir að tilkynnt var um að bíll hafi farið í vatnið, sem er ísilagt að hluta. Innlent 11.3.2024 12:08
Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. Innlent 11.3.2024 11:58
Átján boða forsetaframboð Meðal nýrra frambjóðenda er Kristján Jökull Aðalsteinsson einkaþjálfari sem hefur vakið athygli fyrir ógnandi skilaboð til Hildar Lilliendahl. Innlent 11.3.2024 11:57
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegsfréttum fjöllum við áfram um kjaramálin en fulltrúar SA og VR hittust í morgun hjá ríkissáttasemjara í karphúsinu. Innlent 11.3.2024 11:42
Gabbaði slökkviliðið í útkall og má búast við refsingu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað í útkall vegna elds í nótt sem enginn fótur reyndist fyrir. Slökkviliðsmenn voru narraðir og hafa vísað málinu til lögreglu. Innlent 11.3.2024 11:13
Kæru Maríu Lilju á hendur Mbl vísað frá Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur vísað frá kæru Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttur Kemp á hendur Mbl.is og Árvakri fyrir brot á siðareglum í frétt miðilsins. Ástæðan var sú að María Lilja var hvorki til umfjöllunar í fréttinni né hafði bein tengsl við umfjöllunarefnið. Innlent 11.3.2024 10:58
Vita lítið um ástandið í Fukushima þrettán árum síðar Nærri því 29 þúsund manns hafa ekki getað snúið aftur til síns heima, þó þrettán ár séu liðin frá því að flóðbylgja, sem myndaðist vegna stærðarinnar jarðskjálfta, skall á ströndum Japans. Flóðbylgjan dró rúmlega 22 þúsund manns til dauða og olli einhverju versta kjarnorkuslysi heimsins frá Tsjernobyl-slysinu sem varð árið 1986. Erlent 11.3.2024 10:54
Katrín játar að hafa átt við myndina og biðst afsökunar Katrín prinsessa af Wales hefur beðist afsökunar á því að hafa deilt breyttri mynd af sér og börnum sínum. Myndin var afturkölluð af myndaveitum eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana. Erlent 11.3.2024 10:52
Baldur kannaði hug Akurnesinga varðandi forsetann Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem íhugar alvarlega framboð til forseta Íslands segist þurfa að taka stóra ákvörðun fljótlega. Hann kannaði hug Akurnesinga til framboðs á Skipaskaga í gærkvöldi. Innlent 11.3.2024 10:16
Braut tönn með skalla á líkamsræktarstöð í Reykjanesbæ Karlmaður hlaut í síðustu viku tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás sem átti sér stað í líkamsræktarsal Sporthússins í Reykjanesbæ. Innlent 11.3.2024 09:11
Stjórnvöld megi alls ekki hækka skatta eða taka lán fyrir kjarasamningunum Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægt að stjórnvöld fari ekki skattahækkanir eða lántöku til þess að fjármagna aðkomu sína að kjarasamningum. Með því væru þau að vinna gegn markmiði samningana sem gerðir voru við breiðfylkinguna í síðustu viku. Innlent 11.3.2024 08:45
Fimmtíu slasaðir eftir að Boeing-vél „féll“ í miðju flugi Fimmtíu manns þurftu aðhlynningu og þrettán voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að „tæknilegir örðugleikar“ komu upp í flugi Latam Airlines frá Sydney til Auckland sem urðu þess valdandi að flugvélin „féll“ og farþegar hentust úr sætum sínum. Erlent 11.3.2024 08:45
Innlit inn í furðuhúsið sem gleypti Grillið Furðulegt hús, sem risið hefur ofan á Hótel Sögu í stað Grillsins sögufræga, er aðeins til bráðabirgða. Inni í húsinu er verið að endurreisa Grillið í upprunalegri mynd eftir að miklar skemmdir komu í ljós á byggingunni sem fyrir var. Innlent 11.3.2024 08:01
Segir átökin munu vara fjórar til átta vikur til viðbótar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað þeirri staðhæfingu Joe Biden Bandaríkjaforseta að aðgerðir Ísraelsmanna á Gasa séu að gera þeim meiri skaða en þau eru að hjálpa þeim. Erlent 11.3.2024 07:56
Áfram bjart suðvestantil á landinu Skammt suðaustur af Hvarfi er nú lægð sem þokast austur á bóginn. Gera má ráð fyrir að vindur verði aðeins norðlægari en í gær og áfram bjart veður suðvestantil á landinu. Þó má reikna með dálitlum éljum norðaustanlands. Veður 11.3.2024 07:16
Myndaveitur afturkalla myndina af Katrínu og börnunum Myndaveitur hafa gefið út svokallaða „kill notice“ vegna fyrstu myndarinnar sem breska konungsfjölskyldan birti af Katrínu prinsessu af Wales og börnum hennar eftir að ljóst varð að átt hefur verið við myndina. Erlent 11.3.2024 06:55
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent