Trump fundar með þjóðaröryggisráði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júní 2025 19:52 Hermaður vaktar fundarherbergið. AP Donald Trump situr nú fund með þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna en þar eru málefni Ísraels og Írans á dagskrá. Fundur er enn í gangi og hefur staðið yfir í um klukkutíma. Hlutverk þjóðaröryggisráðs er að aðstoða forseta Bandaríkjanna og veita ráðgjöf við stefnumótun hvað þjóðaröryggi- og utanríkismál varðar. Ásamt því að veita ráðgjöf við stefnumótun sinnir ráðið einnig innleiðingu þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjaforseta á ýmsum sviðum stjórnkerfisins. Bandaríkjaforseti er formaður ráðsins hverju sinni. Trump hefur verið að ýja að því að Bandaríkjaher muni blanda sér í átök milli Ísraels og Írans. Hann segir að „við“ vitum hvar æðstiklerkur Írana feli sig en vilji ekki drepa hann að svo stöddu. Hann krefst „skilyrðirslausrar uppgjafar“. Ísraelar vinni skítverkin Friðrik Merz Þýskalandskanslari hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við hernaðaraðgerðir Ísraela í Íran. Á leiðtogafundi G7 ríkjanna í Kanada sagði hann að Ísrael væri að vinna skítverkin fyrir okkur öll. „Þessi klerkastjórn í Íran bitnar á okkur öllum. Stjórnin hefur fært heiminum mikinn dauða og mikla eyðileggingu,“ sagði Merz. Hann segir að klerkastjórnin hafi veikst verulega eftir árásir Ísraela undanfarna daga. Hún muni sennilega ekki ná fyrri styrk aftur, og framtíð landsins sé óljós. Þá sagði hann að Ísraelar byggju ekki yfir þeim herafla sem þyrfti til að ganga endanlega frá kjarnorkuinnviðum Írans, en Bandaríkjamenn gætu aftur á móti gert það. Mistök að knýja fram stjórnarskipti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur látið þá skoðun í ljós að það væru strategísk mistök að knýja fram stjórnarskipti í Íran með hernaðaraðgerðum. „Þeir sem halda að utanaðkomandi árásir og sprengingar geti bjargað landi frá sjálfu sér hafa alltaf haft rangt fyrir sér,“ sagði Macron í viðtali eftir G7 fundinn í Kanada. Hann fordæmdi árásirnar sem flakkað hafa á milli og kallaði eftir tafarlausu vopnahléi. „Það er algjört lykilatriði að allar árásir, frá báðum hliðum, gegn orkuinnviðum, stjórnkerfinu, menningarinnviðum, og sérstaklega gegn óbreyttum borgurum, að þeim linni.Ekkert réttlætir þær og þær eru óafsakanlegar,“ sagði hann. „Við viljum ekki að Íran eignist kjarnorkuvopn. En það væru stór mistök að beita hernaði til að þvinga fram stjórnarskipti, því þá yrði ringulreið,“ sagði Macron Frakklandsforseti. Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Fundur er enn í gangi og hefur staðið yfir í um klukkutíma. Hlutverk þjóðaröryggisráðs er að aðstoða forseta Bandaríkjanna og veita ráðgjöf við stefnumótun hvað þjóðaröryggi- og utanríkismál varðar. Ásamt því að veita ráðgjöf við stefnumótun sinnir ráðið einnig innleiðingu þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjaforseta á ýmsum sviðum stjórnkerfisins. Bandaríkjaforseti er formaður ráðsins hverju sinni. Trump hefur verið að ýja að því að Bandaríkjaher muni blanda sér í átök milli Ísraels og Írans. Hann segir að „við“ vitum hvar æðstiklerkur Írana feli sig en vilji ekki drepa hann að svo stöddu. Hann krefst „skilyrðirslausrar uppgjafar“. Ísraelar vinni skítverkin Friðrik Merz Þýskalandskanslari hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við hernaðaraðgerðir Ísraela í Íran. Á leiðtogafundi G7 ríkjanna í Kanada sagði hann að Ísrael væri að vinna skítverkin fyrir okkur öll. „Þessi klerkastjórn í Íran bitnar á okkur öllum. Stjórnin hefur fært heiminum mikinn dauða og mikla eyðileggingu,“ sagði Merz. Hann segir að klerkastjórnin hafi veikst verulega eftir árásir Ísraela undanfarna daga. Hún muni sennilega ekki ná fyrri styrk aftur, og framtíð landsins sé óljós. Þá sagði hann að Ísraelar byggju ekki yfir þeim herafla sem þyrfti til að ganga endanlega frá kjarnorkuinnviðum Írans, en Bandaríkjamenn gætu aftur á móti gert það. Mistök að knýja fram stjórnarskipti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur látið þá skoðun í ljós að það væru strategísk mistök að knýja fram stjórnarskipti í Íran með hernaðaraðgerðum. „Þeir sem halda að utanaðkomandi árásir og sprengingar geti bjargað landi frá sjálfu sér hafa alltaf haft rangt fyrir sér,“ sagði Macron í viðtali eftir G7 fundinn í Kanada. Hann fordæmdi árásirnar sem flakkað hafa á milli og kallaði eftir tafarlausu vopnahléi. „Það er algjört lykilatriði að allar árásir, frá báðum hliðum, gegn orkuinnviðum, stjórnkerfinu, menningarinnviðum, og sérstaklega gegn óbreyttum borgurum, að þeim linni.Ekkert réttlætir þær og þær eru óafsakanlegar,“ sagði hann. „Við viljum ekki að Íran eignist kjarnorkuvopn. En það væru stór mistök að beita hernaði til að þvinga fram stjórnarskipti, því þá yrði ringulreið,“ sagði Macron Frakklandsforseti.
Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira