Sport

„Getum brotið blað í sögu hand­boltans“

Valskonur og þjálfarinn Ágúst Jóhannsson eru staðráðin í að skrá sig í sögubækurnar í dag með því að komast í úrslit EHF-bikarsins í handbolta í dag. Ágúst segir skipta sköpum að fólk fjölmenni á Hlíðarenda til að hjálpa Val yfir endalínuna.

Handbolti

Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembl­ey

Í enska bikarnum eigum við Ís­lendingar okkar full­trúa í átta liða úr­slitunum, Skaga­manninn Stefán Teit Þórðar­son, leik­mann Preston North End, sem verður í eld­línunni þegar að enska úr­vals­deildar­félagið Aston Villa mætir í heimsókn í dag.

Fótbolti

Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið

Kona sem starfaði fyrir Manchester City og sá um að klæða sig upp sem lukkudýr félagsins, Moonbeam, sakar Erling Haaland um að hafa slegið sig í höfuðið þegar hún var í búningnum. Hún hafi þurft að fara á sjúkrahús og farið með málið til lögreglu.

Enski boltinn

Stoppaði skyndisókn og stóð á haus

Aðstoðardómari í leik Espanyol og Atlético Madrid lenti í árekstri við leikmann sem var að bruna upp í skyndisókn, sem varð til þess að dómarinn féll til jarðar og kútveltist í grasinu.

Fótbolti

„Getum gert góða hluti gegn þessu liði“

„Mjög stór leikur fyrir okkur og við getum skrifað söguna“ sagði Valskonan Elín Rósa Magnúsdóttir um undanúrslitaleikinn sem framundan er á Hlíðarenda á morgun gegn Iuventa. Valur er tveimur mörkum undir eftir fyrri leikinn úti í Slóvakíu.

Handbolti

Sluppu naum­lega með sigur gegn fallbaráttuliði

Real Madrid slapp naumlega með 3-2 sigur gegn fallbaráttuliðinu Leganes í 29. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Kylian Mbappé og Jude Bellingham skoruðu mörk Madrídinga, sem eru nú jafnir Barcelona að stigum í efsta sæti deildarinnar.

Fótbolti

Slæmt tap í fyrsta leik Freys

Slæmt tap beið Freys Alexanderssonar í fyrsta deildarleiknum sem þjálfari Brann. Hann setti Eggert Aron Guðmundsson inn á síðasta hálftímann en ekki tókst að laga stöðuna og 3-0 tap varð niðurstaðan gegn Fredrikstad.

Fótbolti

Elvar marka­hæstur í endur­komu úr meiðslum

Elvar Örn Jónsson sneri aftur úr mánaðarlöngum meiðslum og var markahæstur í 27-22 sigri Melsungen gegn THW Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Elvar skoraði sex mörk úr tíu skotum og gaf tvær stoðsendingar.

Handbolti

Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa

Eftir að hafa skorað í báðum landsleikjum Íslands gegn Kósovó í umspilinu í Þjóðadeildinni hugðist landsliðsfyrirliðinn Orri Óskarsson spila með Real Sociedad á Spáni í dag en varð skyndilega að hætta við vegna veikinda.

Fótbolti

Benoný fagnaði eftir fund með Bolt

Benoný Breki Andrésson og félagar í Stockport County fengu fyrirlestur frá fljótasta manni sögunnar, Usain Bolt, í aðdraganda fyrsta leiks eftir landsleikjahlé og fögnuðu svo sigri, 2-1, gegn Íslendingafélaginu Burton Albion.

Enski boltinn