Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39 prósent á milli mánaða í desember en verðbólga mæld á ársgrundvelli stendur í stað samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Reiknuð húsaleiga hækkaði um hálft prósent og flugfargjöld til útlanda um átta prósent á milli mánaða. Viðskipti innlent 19.12.2024 09:10
Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Stjórnvöld í El Salvador hafa fallist á að vinda ofan að umdeildri rafmyntarvæðingu landsins gegn því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti því 1,4 milljarða dollara lán. El Salvador varð fyrsta ríki heims til þess að gera rafmyntina bitcoin að gjaldmiðli sínum árið 2021. Viðskipti erlent 19.12.2024 08:51
Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir boðaðar verðhækkanir framleiðenda og heildsala vekja áhyggjur. Það séu ýmsar aðrar leiðir en verðhækkanir til að bregðast við ytri aðstæðum. Viðskipti innlent 18.12.2024 22:32
Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Nýlegar yfirlýsingar stjórnenda fyrirtækja og hagsmunasamtaka þeirra í fjölmiðlum um væntalegar verðhækkanir gætu talist brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið segist ætla að taka vísbendingar um samkeppnishamlandi háttsemi til alvarlegrar athugunar. Neytendur 18.12.2024 15:00
Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Forstjóri HS orku segir ástæðuna fyrir því að raforkuverð fyrirtækisins til neytenda sé það hæsta á smásölumarkaði vera að verð frá Landsvirkjun hafi hækkað. Þá hafi fyrirtækið ráðist í miklar framkvæmdir og því þurft að hækka raforkuverð. Það sé hins vegar óljóst hvort þær muni skila lækkunum til neytenda í framtíðinni. Viðskipti innlent 18.12.2024 13:03
Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT), segir verkalýðsfélagið Eflingu líklega hafa sett Íslandsmet í óhróðri vegna orða um samtökin í gær. Viðskipti innlent 18.12.2024 12:43
Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendastofa mun taka upp formlega málsmeðferð vegna 18 veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur sem eru ekki með matseðla sína aðgengilega á íslensku. Neytendur 18.12.2024 12:03
Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hefur keypt sér 269,3 fm einbýlishús en svo heppilega vill til að fyrrverandi eigandi hússins er sá sem stýrir byggingu nýrrar skrifstofubyggingar fyrir Icelandair. Viðskipti innlent 18.12.2024 10:07
Ræða samruna Honda og Nissan Forsvarsmenn bílafyrirtækjanna japönsku Honda og Nissan eiga í viðræðum um mögulegan samruna. Dregið hefur verulega úr hagnaði hjá Nissan og bæði fyrirtæki eiga í erfiðri baráttu við kínverska bílaframleiðendur sem eru að setja mark sitt á markaðinn. Viðskipti erlent 18.12.2024 09:54
„Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ „Við héldum málþing um þessi samskipti vinnuveitenda við stéttarfélögin því sú staða kemur reglulega upp að velta má fyrir sér; Hvor rétturinn er mikilvægari, vinnurétturinn eða vinnuverndin?“ segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs, samtaka mannauðsfólks á Íslandi. Atvinnulíf 18.12.2024 06:18
Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Staða forstjóra Nýsköpunarsjóðsins Kríu var auglýst nýverið og 39 sóttu um starfið, en fimmtán drógu umsókn sína til baka. Viðskipti innlent 17.12.2024 14:39
Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Þrjú teymi hafa verið valin til þátttöku í samkeppnisútboði um hönnun og byggingu nýrrar Þjóðarhallar fyrir innanhússíþróttir í Laugardal í Reykjavík. Viðskipti innlent 17.12.2024 14:31
Tvö ráðin til Klaks Klak - Icelandic Startups hefur ráðið til sín tvo nýja starfsmenn sem munu styrkja teymið og efla stuðninginn við frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Íslandi. Jóhanna Soffía Sigurðardóttir og Atli Björgvins koma með breiðan bakgrunn og fjölbreytta reynslu sem mun gagnast í áframhaldandi uppbyggingu Klaks. Viðskipti innlent 17.12.2024 13:08
Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Nú er hægt að borga með korti, síma, úri eða öðrum snjalllausnum í öllum vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Farþegar greiða aldrei fyrir fleiri en þrjár ferðir sama daginn. Framkvæmdastjóri segir lykilatrið að nota alltaf sama kortið svo það virki. Neytendur 17.12.2024 12:01
Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Á einu ári eða frá því í október í fyrra til dagsins í dag hefur verð á raforku hjá smásölum hækkað á bilinu 9-37%. ASÍ vekur athygli á því að ólíkt dreifingu raforku hafi almenningur val um af hvaða smásölu það kjósi að versla raforku. Valið stendur milli níu smásala raforku og geta neytendur fært sig á milli söluaðila með auðveldum hætti en ekki er hægt að velja um dreifiveitu rafmagns. Neytendur 17.12.2024 10:45
Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Hanna Borg Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri farsældar á höfuðborgarsvæðinu. Hún mun leiða saman fagfólk sem vinnur að málefnum barna til þess að undirbúa svæðisbundið farsældarráð. Viðskipti innlent 17.12.2024 10:17
Hægt að borga með korti í strætó Frá og með deginum í dag er hægt að borga snertilaust með korti í Strætó í gegnum Klapp greiðslukerfið. Fyrirkomulagið hefur verið í prófun hjá fyrirtækinu og er nú komið í fullna virkni að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Neytendur 17.12.2024 09:45
Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir ekki hægt að kenna nýjum viðskiptavettvangi með raforku um raforkuverðshækkanir. Þá sé ekki hægt að sakast við Landsvirkjun sjálfa, ástæðan væri þegar fyrirséður raforkuskortur. Viðskipti innlent 17.12.2024 08:58
76 milljón króna sekt Símans stendur Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag að fella niður 76,5 milljóna króna sekt fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabankans á Símann vegna upplýsingagjafar varðandi söluna á Mílu. Viðskipti innlent 16.12.2024 22:49
Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun segir fulla ástæðu til að ætla að loðnuvertíð gæti orðið í vetur. Fyrsta leitarleiðangri vetrarins lauk í morgun. Viðskipti innlent 16.12.2024 22:24
Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Neytendastofa hefur sektað tvö fyrirtæki fyrir að auglýsa neyslu og meðferð á nikótínvörum, og fyrir að auglýsa einstaka vörumerki framleiðenda slíkra vara. Sektirnar nema 400 þúsund krónum hvor. Neytendur 16.12.2024 16:24
Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Virði rafmyntarinnar Bitcoin náði nýjum hæðum í gærkvöldi. Það var eftir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að hann myndi koma á laggirnar rafmyntarforða Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 16.12.2024 13:19
Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Innan veggja Apple er unnið að umfangsmiklum breytingum á helstu vörum fyrirtækisins. Til stendur að gefa út þynnri og ódýrari síma og tvær týpur af samanbrjótanlegum tækjum og það mögulega á næsta ári. Markmiðið er að auka sölu tækja, sem þykir hafa vaxið hægt á undanförnum árum. Viðskipti erlent 16.12.2024 10:55
Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Ingveldur Gísladóttir, Björgvin Arnar Björgvinsson og Gísli Þorsteinsson hafa tekið við starfi forstöðumanna hjá OK. Viðskipti innlent 16.12.2024 09:06