Atvinnulíf

Lykilatriði að þykja vænt um starfsfólkið

„Vörumerkin eru tíu talsins og verða ellefu á vormánuðum 2022. Allir okkar staðir eiga sína sögu og vörumerkin eru afar fjölbreytt. Sum eru rótgróin og önnur nýrri. Í okkar huga skiptir miklu máli að það sé „hjarta“ í því sem við gerum,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna meðal annars í viðtali um uppbyggingu og virði vörumerkja.

Atvinnulíf

Í hröðum vexti og horfa hýru auga til háskólanema

„Við höfum fengið háskólanema til okkar sem hafa unnið lokaverkefni sín í samstarfi við okkar starfsfólk, og slík samvinna hefur leitt til sumarstarfa og fastráðninga,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir sem dæmi um það hversu gjöfult það getur verið að efla tengsl og samvinnu á milli háskólasamfélagsins og atvinnulífs.

Atvinnulíf

Góð ráð gegn mánudagsvinnukvíðanum

Þótt við séum ánægð í vinnunni okkar kannast margir við að finna fyrir kvíða þegar líður á helgarfríið, hnútur sem stækkar á sunnudagskvöldum og er ekki enn farinn þegar að við mætum til vinnu á mánudagsmorgni.

Atvinnulíf

Lífið og vinnan eftir kulnun

Síðustu árin höfum við lært nokkuð um kulnun og hversu mikilvægt það er að sporna við kulnun eins og hægt er. Eða að grípa til snemmtækra aðgerða, svo kulnunin verði ekki þeim mun alvarlegri.

Atvinnulíf

„Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“

Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls.

Atvinnulíf

Kanna orðspor umsækjenda í stjórnendastörf

Í kjölfar frásagnar Vítalíu Lazareva fyrr í mánuðinum um að þjóðþekktir menn í atvinnulífinu hafi brotið á henni kynferðislega, hafa margir velt fyrir sér hvort það hafi í raun eitthvað breyst, frá því að #metoo bylgjan fór af stað haustið 2017.

Atvinnulíf

„Mikilvægasta aðgerðin var að upplýsa starfsfólk strax“

„Mikilvægasta aðgerðin var að upplýsa starfsfólk strax um ástand húsnæðisins og leggja öll spil á borðið,“ segir Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka þegar hann rifjar upp þá stöðu þegar Íslandsbanki stóð frammi fyrir myglusveppi í höfuðstöðvum sínum á Kirkjusandi.

Atvinnulíf