Fótbolti

„Vorum klár­lega betra liðið“

Marco Silva, þjálfari Fulham, sagði lið sitt hafa verið betra en Manchester United þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum FA-bikarkeppninnar í gær, sunnudag. Silva, sem og tveir leikmenn Fulham, voru sendir í sturtu þegar Fulham var 1-0 yfir í leiknum. Gekk Man United á lagið eftir það og vann 3-1 sigur.

Enski boltinn

Dramatískur sigur Barcelona sem er komið með níu fingur á titilinn

Barcelona tók á móti Real Madríd í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Gestirnir urðu að vinna El Clásico ætluðu þeir sér að eiga möguleika á að verja meistaratitil sinn. Allt kom fyrir ekki þar sem Börsungar skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma, lokatölur á Nývangi 2-1 og titillinn svo gott sem mættur til Katalóníu.

Fótbolti

Lazio vann slaginn um Róm

Lazio hafði betur gegn Roma í slagnum um Rómarborg í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lokatölur í leik dagsins 1-0 Lazio í vil.

Fótbolti

Alfreð skoraði fyrir Lyngby og Hákon fyrir FCK

Alfreð Finnbogason heldur áfram að skora mikilvæg mörk fyrir Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, en hann skoraði eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Horsens í dag. Þá skoraði Hákon Arnar Haraldsson fyrra mark FCK í 2-1 sigri gegn Viborg.

Fótbolti

Napoli valtaði yfir Torino og titillinn blasir við

Það virðist vera fátt sem getur komið í veg fyrir það að Napoli tryggi sér ítalska meistaratitilinn í knattspyrnuí fyrsta skipti síðan árið 1990. Liðið er með 21 stigs forskot eftir afar sannfærandi 4-0 sigur gegn Torino í dag.

Fótbolti

Dort­mund á toppinn eftir stór­sigur

Borussia Dortmund tyllti sér tímabundið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þökk sé 6-1 sigri á Köln. Þýskalandsmeistarar Bayern München þurfa sigur gegn Bayer Leverkusen á morgun til að ná toppsætinu að nýju.

Fótbolti

E­ver­ton náði í stig á Brúnni

Chelsea hafði unnið þrjá leiki í röð áður en Everton mætti á Brúnna í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 2-2 þar sem gestirnir jöfnuðu metin í blálokin.

Enski boltinn