Fótbolti

Rashford skoraði og United fór örugglega áfram

Marcus Rashford skoraði eina mark leiksins er Manchester United vann 1-0 útisigur gegn Real Betis í Evrópudeild UEFA í fótbolta í kvöld. Rauðu djöflarnir voru með öruggt forskot eftir fyrri leikinn og unnu einvígið samtals 5-1.

Fótbolti

Henry orðaður við kvenna­lands­lið Frakk­lands

Thierry Henry, fyrrverandi heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu, hefur verið orðaður við stöðu þjálfara franska kvennalandsliðsins. Corinne Diacre var nýverið rekin með skömm og er nafn Henry meðal þeirra sem nefnd hafa verið til sögnnar.

Fótbolti

Totten­ham neitar að selja Kane næsta sumar og gæti misst hann frítt

Þegar félagaskiptaglugginn á Englandi opnar í sumar verður aðeins ár þangað til samningur framherjans Harry Kane við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur rennur út. Hann virðist ekki vera á leiðinni að skrifa undir nýjan samning en það breytir því ekki að Tottenham hefur engan áhuga á að selja sinn besta mann.

Enski boltinn

Totten­ham goð­­sagnir hafa eftir allt saman verið Man City að­dá­endur

Arsenal leiðir baráttuna um Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla eins og staðan er í dag. Manchester City fylgir fast á hæla þeirra og virðast nokkrir af fyrrverandi leikmönnum Tottenham Hotspur, menn sem titla mætti goðsagnir, hafa því tekið upp á því að styðja þá bláklæddu frá Manchester. Og segjast jafnvel hafa gert það í fjölda mörg ár.

Enski boltinn

Utan vallar: Skattaskýrslunni skilað

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum. Svo virðist sem þjóðarpúlsinn sé mátulega jákvæður um þessar mundir eftir afar erfiða mánuði hjá íslenska liðinu. En er innistæða fyrir bjartsýni fyrir undankeppnina?

Fótbolti

„Ekki það sem við vildum en það sem við fengum“

Það var ekki bjart yfir Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tap sinna manna á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Eftir að hafa tapað 5-2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var brekkan brött fyrir drengina frá Bítlaborginni.

Fótbolti