Fótbolti

Ræddi við konuna og fékk bingó: „Tími til að fara aftur til Eyja

Eftir ævin­týri í Hong Kong, Portúgal og Sví­þjóð er komið að næsta kafla á þjálfara­ferli Þor­láks Árna­sonar sem hefur verið ráðinn þjálfari ÍBV sem leikur í Bestu deildinni á næsta ári. Láki, eins og hann er jafnan kallaður, er spenntur að snúa aftur til Eyja þar sem að hann átti góðar stundir sem krakki. Hann vill að ÍBV liðið sýni hinn sanna anda sem ein­kennir Eyja­menn.

Íslenski boltinn

„Undir niðri kraumar bullandi rígur“

Gríðarleg eftirvænting ríkir vegna úrslitaleiks Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta. Liðin hafa marga hildi háð í baráttunni um titilinn síðustu ár, með tilheyrandi ríg á milli allra sem að þeim koma.

Íslenski boltinn

For­­maðurinn og þjálfarinn hand­skafa völlinn fyrir stór­­­leikinn á morgun

Vestra­menn sitja ekki auðum höndum þessar klukku­stundirnar. Fjöl­mennur hópur vaskra manna er mættur á Kerecisvöllinn til þess að hand­skafa völlinn eftir snjó­komu síðustu tveggja sólar­hringa. Á morgun taka Vestra­menn á móti Fylki í loka­um­ferð Bestu deildarinnar. Leikur sem að sker úr um hvort heima­menn haldi sæti sínu í deildinni.

Íslenski boltinn

Fram fyrir Ljósið: „Veit að hún hugsar hlý­lega til okkar“

„Það er svolítið sárt að hugsa til þess en engu að síður þá veit ég að hún hugsar hlýlega til Ljóssins og okkar sem erum að vinna í þessu,“ segir Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, sem missti Bryndísi systur sína úr krabbameini í byrjun árs. Framarar hafa nú ákveðið að lokaleikur þeirra í Bestu deildinni í ár verði til styrktar Ljósinu.

Íslenski boltinn

Hroka­fullir Belgar skrifa um skömmina á Ís­landi: „Miðlungs­lið valtar yfir Víkinga“

„Hlaupa­braut í kringum völlinn. Mynda­vélar á pöllum og lýsandinn frá Play Sports þurfti að sitja inn í pínu­litlum vinnu­skúr. Þetta er Sam­bands­deildin dömur mínar og herrar. Á Kópa­vogs­velli,“ segir í grein belgíska miðilsins HLN um leik Víkings Reykja­víkur og Cerc­le Brug­ge í deildar­keppni Sam­bands­deildar Evrópu sem lauk með 3-1 sigri Víkinga á Kópa­vogs­velli í gær. Belgísku miðlarnir hafa farið mikinn í kjöl­far leiksins.

Fótbolti

Mourinho: „Dómarinn var al­gjör­lega ó­trú­legur“

José Mourinho stal sviðljósinu þegar lið hans, Fenerbahce, gerði 1-1 jafntefli við gamla liðið hans, Manchester United, í Evrópudeildinni í gær. Hann var rekinn af velli og var kaldhæðinn í svörum er hann var spurður út í dómarann Clement Turpin eftir leik.

Fótbolti

Líkir Jürgen Klopp við Jordan Henderson

Jürgen Klopp og Jordan Henderson upplifðu frábæra tíma saman sem knattspyrnustjóri og fyrirliði Liverpool. Liverpool vann marga titla á þeim tíma. Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa tekið umdeilda ákvörðun sem sumir telja að hafa skaðað orðspor þeirra.

Enski boltinn