Erlent Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. Erlent 7.10.2023 09:00 Segir eldflaugaregn í Ísrael stríðsyfirlýsingu Varnarmálaráðherra Ísrael segir að Hamas-samtökin hafi lýst yfir stríði gegn Ísrael með eldflaugaárás sem átti sér stað í nótt, snemma morguns á staðartíma. Erlent 7.10.2023 08:12 Telja menn hafa verið í Ameríku mun fyrr en áður var talið Útlit er fyrir að menn hafi verið komnir til Ameríku þúsundum ára áður en hingað til hefur verið talið. Þetta sýna nýjar rannsóknir á steingerðum fótsporum manna frá botni forns stöðuvatns. Erlent 6.10.2023 16:10 Tekin úr loftinu vegna ráðabruggs um mannrán og morð Breska sjónvarpsstjarnan Holly Willoughby mætti ekki í þáttinn This Morning Show, sem hún hefur stýrt frá árinu 2006 á ITV-sjónvarpsstöðinni, í morgun vegna ótta um öryggi hennar. Hinn 36 ára gamli Gavin Plumb hefur verið handtekinn vegna málsins og er grunaður um að skipuleggja mannrán og morð á Willoughby. Erlent 6.10.2023 15:43 Lóguðu þremur ágengum björnum þar sem árásum hefur fjölgað Lóga þurfti þremur ágengum björnum sem höfðu komið sér fyrir inn í tatami-mottuverksmiðju í norðanverðu Japan. Bjarnaárásum hefur fjölgað mjög á svæðinu og hafa embættismenn kallað eftir breytingum á reglum svo hægt sé að berjast gegn björnum. Erlent 6.10.2023 15:10 Trans ráðherra segir ummæli Sunak ýta undir fordóma og hatur Aðstoðarforsætisráðherra Belgíu, sem er trans kona, hefur hvatt Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, til að ganga ekki í lið með raunverulegum bullum. Tilefnið eru ummæli sem Sunak lét falla á þingi Íhaldsflokksins fyrr í vikunni. Erlent 6.10.2023 11:36 Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. Erlent 6.10.2023 09:11 Hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu gegn kúgun kvenna í Íran Íranska baráttukonan og mannréttindafrömuðurinn Narges Mohammadi hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Hún hlýtur verðlaunin fyrir baráttu sína gegn kúgun kvenna í Íran og baráttu fyrir mannréttindum og frelsi allra. Erlent 6.10.2023 09:07 Segir Bretland orðið óþekkjanlegt á alþjóðavettvangi Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, segir að hann hafi áhyggjur af því að hvernig Bretland einangri sig á alþjóðavettvangi, að því er fram kemur á vef Guardian. Erlent 6.10.2023 09:06 Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár. Erlent 6.10.2023 08:25 Brestir að myndast í samstöðunni með Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa safnast saman í Granada á Spáni þar sem til stendur að ræða meðal annars stækkun sambandins, flóttamannastrauminn og áframhaldandi stuðning við Úkraínu. Erlent 6.10.2023 07:38 Leggja drög að brottflutningi tugþúsunda vegna mögulegs goss Stjórnvöld á Ítalíu undirbúa nú mögulegan brottflutning tugþúsund manns sem búa nærri Campi Flegrei ofureldfjallinu skammt frá Napólí. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í gær. Erlent 6.10.2023 06:46 Sótt að Biden vegna nýrra framkvæmda við landamæramúrinn Þingmenn bæði úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að stjórn hans tilkynnti að grænt ljós hefði verið gefið á framkvæmdir við byggingu nýs kafla af múrnum á landamærunum að Mexíkó. Umræddur kafli er rúmlega þrjátíu kílómetrar að lengd og að finna á strjálbýlu svæði í Texas. Erlent 6.10.2023 06:43 Handsprengjubrot hafi fundist í líkum í flakinu Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að brot úr handsprengju hafi fundist í líkum fólks sem fórst með flugvél Jevgení Prígósjíns í ágúst. Erlent 5.10.2023 18:36 Stækka geimstöðina og bjóða öðrum í heimsókn Kínverjar ætla að gera geimstöð sína tvöfalt stærri og fjölga hlutum hennar úr þremur í sex. Þá stendur einnig til að bjóða geimförum annarra þjóða að ferðast til geimstöðvarinnar og halda þar til. Erlent 5.10.2023 15:50 Segja 49 hafa fallið í árás á matvöruverslun Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir 49 manns hafa fallið í árás Rússa á matvöruverslun og kaffihús í þorpinu Hroza í Karkívhéraði. Sex ára drengur er meðal hinna látnu en minnst sex aðrir særðust í árásinni. Erlent 5.10.2023 13:59 Fannst látinn í sjónum við Kristiansand Fjörutíu og sex ára karlmaður sem lögregla í Noregi lýsti eftir í síðustu viku vegna dráps á mæðgum í Kristiansand hefur fundist látinn. Maðurinn fannst látinn í sjónum, milli eyjanna Dybingen og Svensholmen fyrir utan bæinn. Erlent 5.10.2023 13:05 Mannskæð skyndiflóð á Indlandi Minnst fjórtán eru látnir og rúmlega hundrað er saknað vegna skyndiflóða á norðanverður Indlandi. Mikil rigning hefur verið á svæðinu og hafa björgunarsveitir staðið í ströngu frá því í gærmorgun. Rúmlega tvö þúsund manns hefur verið bjargað undan flóðunum. Erlent 5.10.2023 09:04 Europol og Tik Tok æfðu viðbrögð við hryðjuverkatengdu efni Hryðjuverkasvið Europol, fulltrúar löggæsluyfirvalda í ellefu ríkjum og samskiptamiðill Tik Tok tóku þátt í sameiginlegri æfingu hinn 28. september síðastliðinn, til að æfa viðbrögð við hryðjuverkatengdu efni á miðlinum. Erlent 5.10.2023 08:31 Níu kærðir vegna ólöglegra hvalveiða á Grænlandi Lögregla á Grænlandi hefur kært níu manns vegna gruns um að hafa stundað ólöglegar hvalveiðar við Kullorsuaq á vesturströnd landsins. Talið er að mennirnir hafi veitt allt að tuttugu náhvali um miðjan september. Erlent 5.10.2023 07:48 Sérfræðingar segja hreint ótrúlegt að fylgjast með veðraþróuninni Sérfræðingar eiga vart orð yfir öllum þeim hitametum sem falla nú hvert af öðru og segja allt stefna í að 2023 verði heitasta ár í manna minnum. Þá kann árið 2024 að verða enn heitara, segja þeir. Erlent 5.10.2023 07:35 Julia Ormond höfðar mál á hendur Weinstein, Disney og Miramax Leikkonan Julia Ormond hefur höfðað mál á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein vegna árásar í kjölfar kvöldverðar árið 1995. Hún krefst einnig bóta frá Disney, Miramax og fyrrverandi umboðsskrifstofu sinni. Erlent 5.10.2023 07:01 Enn rýmt á Tenerife vegna gróðurelda Um það bil 3.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín á Tenerife vegna gróðurelda. Um er að ræða íbúa á sama svæði og rýma þurfti í ágúst síðastliðnum, sömuleiðis vegna gróðurelda. Erlent 5.10.2023 06:45 Par og hundur urðu grábirni að bráð Grábjörn drap kanadískt par og hund þeirra þegar þau gengu um Banff-þjóðgarðinn í Klettafjöllum í Kanada á föstudagskvöld. Erlent 4.10.2023 23:13 Rússnesk kona hefur verið með nál í heilanum í áttatíu ár Læknar á Sakhalín-eyju í Rússlandi uppgötvuðu þriggja sentímetra nál í heila gamallar konu í gegnum tölvusneiðmynd á dögunum. Nálin er sögð hafa verið í heila konunnar í áttatíu ár. Erlent 4.10.2023 21:56 Nota lífsýni til að bera kennsl á lík Enn er ekki búið að bera kennsl á alla þá sem dóu þegar rúta fór fram af brú nærri Feneyjum á Ítalíu í gær. Minnst 21 lést en 39 ferðamenn voru um borð í rútunni. Líklega þarf að nota lífsýni til að bera kennsl á einhver líkanna, þar sem engin skilríki fundust á þeim. Erlent 4.10.2023 15:56 Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Erlent 4.10.2023 13:32 Hermaður svipti sig lífi eftir stanslaust áreiti af hálfu yfirmanns Jaysley Beck, 19 ára breskur hermaður, er talin hafa svipt sig lífi eftir stöðug kynferðislegt áreiti yfirmanns innan hersins. Hún fannst látin á Larkhill-herstöðinni í Wiltshire í desember árið 2021. Erlent 4.10.2023 11:11 Vísa 1,7 milljónum Afgana úr landi Yfirvöld í Pakistan tilkynntu í gær að öllum ólöglegum flóttamönnum verði vísað úr landi strax í næsta mánuði. Þó Sarfraz Bugti, starfandi innanríkisráðherra Pakistans, segi að þessar aðgerðir beinist ekki gegn Afgönum er áætlað að þær muni leiða til þess að um 1,7 milljónir Afgana verði reknir úr landi. Erlent 4.10.2023 10:49 Deila Nóbelsverðlaunum fyrir rannsóknir á skammtapunktum Bandarísku efnafræðingarnir Moungi G Bawendi og Louis E Brus og rússneski eðlisfræðingurinn Alexei I Ekimov deila Nóbelsverðlaununum í efnafræði í ár. Erlent 4.10.2023 10:09 « ‹ 120 121 122 123 124 125 126 127 128 … 334 ›
Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. Erlent 7.10.2023 09:00
Segir eldflaugaregn í Ísrael stríðsyfirlýsingu Varnarmálaráðherra Ísrael segir að Hamas-samtökin hafi lýst yfir stríði gegn Ísrael með eldflaugaárás sem átti sér stað í nótt, snemma morguns á staðartíma. Erlent 7.10.2023 08:12
Telja menn hafa verið í Ameríku mun fyrr en áður var talið Útlit er fyrir að menn hafi verið komnir til Ameríku þúsundum ára áður en hingað til hefur verið talið. Þetta sýna nýjar rannsóknir á steingerðum fótsporum manna frá botni forns stöðuvatns. Erlent 6.10.2023 16:10
Tekin úr loftinu vegna ráðabruggs um mannrán og morð Breska sjónvarpsstjarnan Holly Willoughby mætti ekki í þáttinn This Morning Show, sem hún hefur stýrt frá árinu 2006 á ITV-sjónvarpsstöðinni, í morgun vegna ótta um öryggi hennar. Hinn 36 ára gamli Gavin Plumb hefur verið handtekinn vegna málsins og er grunaður um að skipuleggja mannrán og morð á Willoughby. Erlent 6.10.2023 15:43
Lóguðu þremur ágengum björnum þar sem árásum hefur fjölgað Lóga þurfti þremur ágengum björnum sem höfðu komið sér fyrir inn í tatami-mottuverksmiðju í norðanverðu Japan. Bjarnaárásum hefur fjölgað mjög á svæðinu og hafa embættismenn kallað eftir breytingum á reglum svo hægt sé að berjast gegn björnum. Erlent 6.10.2023 15:10
Trans ráðherra segir ummæli Sunak ýta undir fordóma og hatur Aðstoðarforsætisráðherra Belgíu, sem er trans kona, hefur hvatt Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, til að ganga ekki í lið með raunverulegum bullum. Tilefnið eru ummæli sem Sunak lét falla á þingi Íhaldsflokksins fyrr í vikunni. Erlent 6.10.2023 11:36
Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. Erlent 6.10.2023 09:11
Hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu gegn kúgun kvenna í Íran Íranska baráttukonan og mannréttindafrömuðurinn Narges Mohammadi hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Hún hlýtur verðlaunin fyrir baráttu sína gegn kúgun kvenna í Íran og baráttu fyrir mannréttindum og frelsi allra. Erlent 6.10.2023 09:07
Segir Bretland orðið óþekkjanlegt á alþjóðavettvangi Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, segir að hann hafi áhyggjur af því að hvernig Bretland einangri sig á alþjóðavettvangi, að því er fram kemur á vef Guardian. Erlent 6.10.2023 09:06
Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Norska Nóbelsnefndin tilkynnir í dag hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir árið í ár. Erlent 6.10.2023 08:25
Brestir að myndast í samstöðunni með Úkraínu Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa safnast saman í Granada á Spáni þar sem til stendur að ræða meðal annars stækkun sambandins, flóttamannastrauminn og áframhaldandi stuðning við Úkraínu. Erlent 6.10.2023 07:38
Leggja drög að brottflutningi tugþúsunda vegna mögulegs goss Stjórnvöld á Ítalíu undirbúa nú mögulegan brottflutning tugþúsund manns sem búa nærri Campi Flegrei ofureldfjallinu skammt frá Napólí. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í gær. Erlent 6.10.2023 06:46
Sótt að Biden vegna nýrra framkvæmda við landamæramúrinn Þingmenn bæði úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að stjórn hans tilkynnti að grænt ljós hefði verið gefið á framkvæmdir við byggingu nýs kafla af múrnum á landamærunum að Mexíkó. Umræddur kafli er rúmlega þrjátíu kílómetrar að lengd og að finna á strjálbýlu svæði í Texas. Erlent 6.10.2023 06:43
Handsprengjubrot hafi fundist í líkum í flakinu Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að brot úr handsprengju hafi fundist í líkum fólks sem fórst með flugvél Jevgení Prígósjíns í ágúst. Erlent 5.10.2023 18:36
Stækka geimstöðina og bjóða öðrum í heimsókn Kínverjar ætla að gera geimstöð sína tvöfalt stærri og fjölga hlutum hennar úr þremur í sex. Þá stendur einnig til að bjóða geimförum annarra þjóða að ferðast til geimstöðvarinnar og halda þar til. Erlent 5.10.2023 15:50
Segja 49 hafa fallið í árás á matvöruverslun Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir 49 manns hafa fallið í árás Rússa á matvöruverslun og kaffihús í þorpinu Hroza í Karkívhéraði. Sex ára drengur er meðal hinna látnu en minnst sex aðrir særðust í árásinni. Erlent 5.10.2023 13:59
Fannst látinn í sjónum við Kristiansand Fjörutíu og sex ára karlmaður sem lögregla í Noregi lýsti eftir í síðustu viku vegna dráps á mæðgum í Kristiansand hefur fundist látinn. Maðurinn fannst látinn í sjónum, milli eyjanna Dybingen og Svensholmen fyrir utan bæinn. Erlent 5.10.2023 13:05
Mannskæð skyndiflóð á Indlandi Minnst fjórtán eru látnir og rúmlega hundrað er saknað vegna skyndiflóða á norðanverður Indlandi. Mikil rigning hefur verið á svæðinu og hafa björgunarsveitir staðið í ströngu frá því í gærmorgun. Rúmlega tvö þúsund manns hefur verið bjargað undan flóðunum. Erlent 5.10.2023 09:04
Europol og Tik Tok æfðu viðbrögð við hryðjuverkatengdu efni Hryðjuverkasvið Europol, fulltrúar löggæsluyfirvalda í ellefu ríkjum og samskiptamiðill Tik Tok tóku þátt í sameiginlegri æfingu hinn 28. september síðastliðinn, til að æfa viðbrögð við hryðjuverkatengdu efni á miðlinum. Erlent 5.10.2023 08:31
Níu kærðir vegna ólöglegra hvalveiða á Grænlandi Lögregla á Grænlandi hefur kært níu manns vegna gruns um að hafa stundað ólöglegar hvalveiðar við Kullorsuaq á vesturströnd landsins. Talið er að mennirnir hafi veitt allt að tuttugu náhvali um miðjan september. Erlent 5.10.2023 07:48
Sérfræðingar segja hreint ótrúlegt að fylgjast með veðraþróuninni Sérfræðingar eiga vart orð yfir öllum þeim hitametum sem falla nú hvert af öðru og segja allt stefna í að 2023 verði heitasta ár í manna minnum. Þá kann árið 2024 að verða enn heitara, segja þeir. Erlent 5.10.2023 07:35
Julia Ormond höfðar mál á hendur Weinstein, Disney og Miramax Leikkonan Julia Ormond hefur höfðað mál á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein vegna árásar í kjölfar kvöldverðar árið 1995. Hún krefst einnig bóta frá Disney, Miramax og fyrrverandi umboðsskrifstofu sinni. Erlent 5.10.2023 07:01
Enn rýmt á Tenerife vegna gróðurelda Um það bil 3.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín á Tenerife vegna gróðurelda. Um er að ræða íbúa á sama svæði og rýma þurfti í ágúst síðastliðnum, sömuleiðis vegna gróðurelda. Erlent 5.10.2023 06:45
Par og hundur urðu grábirni að bráð Grábjörn drap kanadískt par og hund þeirra þegar þau gengu um Banff-þjóðgarðinn í Klettafjöllum í Kanada á föstudagskvöld. Erlent 4.10.2023 23:13
Rússnesk kona hefur verið með nál í heilanum í áttatíu ár Læknar á Sakhalín-eyju í Rússlandi uppgötvuðu þriggja sentímetra nál í heila gamallar konu í gegnum tölvusneiðmynd á dögunum. Nálin er sögð hafa verið í heila konunnar í áttatíu ár. Erlent 4.10.2023 21:56
Nota lífsýni til að bera kennsl á lík Enn er ekki búið að bera kennsl á alla þá sem dóu þegar rúta fór fram af brú nærri Feneyjum á Ítalíu í gær. Minnst 21 lést en 39 ferðamenn voru um borð í rútunni. Líklega þarf að nota lífsýni til að bera kennsl á einhver líkanna, þar sem engin skilríki fundust á þeim. Erlent 4.10.2023 15:56
Sundraðir Repúblikanar gefa sér viku Átta Repúblikanar, af 220 í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, veltu Kevin McCarthy, fyrrverandi forseta fulltrúadeildarinnar, úr sessi í gærkvöldi. Þetta eru margir af sömu þingmönnunum og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Erlent 4.10.2023 13:32
Hermaður svipti sig lífi eftir stanslaust áreiti af hálfu yfirmanns Jaysley Beck, 19 ára breskur hermaður, er talin hafa svipt sig lífi eftir stöðug kynferðislegt áreiti yfirmanns innan hersins. Hún fannst látin á Larkhill-herstöðinni í Wiltshire í desember árið 2021. Erlent 4.10.2023 11:11
Vísa 1,7 milljónum Afgana úr landi Yfirvöld í Pakistan tilkynntu í gær að öllum ólöglegum flóttamönnum verði vísað úr landi strax í næsta mánuði. Þó Sarfraz Bugti, starfandi innanríkisráðherra Pakistans, segi að þessar aðgerðir beinist ekki gegn Afgönum er áætlað að þær muni leiða til þess að um 1,7 milljónir Afgana verði reknir úr landi. Erlent 4.10.2023 10:49
Deila Nóbelsverðlaunum fyrir rannsóknir á skammtapunktum Bandarísku efnafræðingarnir Moungi G Bawendi og Louis E Brus og rússneski eðlisfræðingurinn Alexei I Ekimov deila Nóbelsverðlaununum í efnafræði í ár. Erlent 4.10.2023 10:09