Erlent

Tók byssu af landamæraverði og drap tvo

Tveir eru látnir eftir skotárás á fluvellinum í Kisínev í Moldóvu. Ódæðismaðurinn er sagður hafa náð byssu af landamæraverði og skotið landamæravörð og flugvallaröryggisvörð til bana með henni. Honum hafði verið meinuð innganga í landið.

Erlent

Bol­sonaro bannað að bjóða sig fram

Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, hefur verið bannað að bjóða sig fram í átta ár. Yfirkjörstjórn landsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið embættisbrot í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra.

Erlent

Dæmdu vefsíðuhönnuði sem vildi ekki vinna fyrir hinsegin hjón í hag

Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að kristinn grafískur hönnuður sem vill hanna brúðkaupsvefsíður mætti neita því að vinna fyrir hinsegin hjón. Dómurinn er talinn mikið bakslag fyrir hinsegin réttindi og hann gefi fyrirtækjum leyfi til að mismuna fólki á grundvelli trúarbragða.

Erlent

Mæðgin látin eftir harm­leik í Eystra­salti

Sjö ára drengur féll frá borði ferju í Eystrasalti síðdegis í gær. Móðir drengsins er sögð hafa stokkið út í sjóinn á eftir syni sínum til að bjarga honum. Þau fundust í sjónum en voru ekki með meðvitund og hafa nú bæði verið úrskurðuð látin.

Erlent

Refsa þurfi Ísraels­mönnum til að koma á friði

Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis.

Erlent

Stefna norskum stjórnvöldum vegna nýrra olíuleyfa

Tvenn náttúruverndarsamtök segjast ætla að stefna norska ríkinu vegna ákvörðunar stjórnvalda um að gefa út nítján ný leyfi fyrir olíu- og gasvinnslu í gær. Þau saka ríkisstjórnina um að brjóta gegn stjórnarskrá og hunsa skuldbindingar sínar í mannréttindamálum með leyfunum.

Erlent

Banna jákvæða mismunun kynþátta

Hæstiréttur Bandaríkjanna bannaði tveimur af helstu háskólum landsins að taka tillit til kynþáttar við innritun nemenda í dag. Svokallaðri jákvæðri mismunun hefur verið beitt um áratugaskeið til þess að vega upp á móti afleiðingum aldalangrar mismununar kynþátta í Bandaríkjunum. 

Erlent

Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja

Stjórvöld í Kreml svara ekki spurningum um Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmann innrásarhersins í Úkraínu, sem ekkert hefur spurst til frá því að málaliðaforingi gerði uppreisn gegn hermálayfirvöldum um helgina. Óstaðfestar heimildir herma að Surovikin hafi verið handtekinn.

Erlent

Flutningur hælis­leit­enda til Rúanda dæmdur ó­lög­legur

Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan.

Erlent

Dæmdur í ó­tíma­bundið fangelsi fyrir morðið á Miu

Hinn 38 ára gamli Thomas Thom­sen sem fundinn var sekur í gær um morðið á Miu Skadhauge Stevn í Ála­borg í Dan­mörku á síðasta ári og fyrir til­raun til nauðgunar og ó­sæmi­lega með­ferð á líki hennar var í dag dæmdur í ó­tíma­bundið fangelsi. Um er að ræða dóm sem kveðinn er upp yfir föngum sem taldir eru sér­stak­lega hættu­legir.

Erlent

Heyrðu öldunið þyngdar­bylgna sem ganga um al­heiminn

Alheimurinn er fullur af þyngdarbylgjum sem ganga um tímarúmið samkvæmt niðurstöðum fimmtán ára langrar og byltingarkenndrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna. Uppgötvunin á þessum þyngdarbylgjubakgrunni alheimsins er sögð hjálpa fræðimönnum að skilja hvernig vetrarbrautir myndast og þróast.

Erlent

Óeirðir í Frakklandi aðra nóttina í röð

Að minnsta kosti 150 voru handteknir í nótt eftir mótmæli almennings aðra nóttina í röð í Frakklandi eftir að lögregla skaut sautján ára gamlan ökumann til bana sem hafði ekki sinnt stöðvunamerkjum.

Erlent

Fjórtán ára tvíburar meðal fallinna í árás Rússa

Tíu manns, þeirra á meðal fjórtán ára tvíburasystur, féllu í eldflaugaárás Rússa á veitingastað í borginni Kramatorsk í austurhluta Úkraínu í gærkvöldi. Tugir bygginga, þeirra á meðal fjöldi skóla og leikskóla eyðilögðust í árásinni.

Erlent