Erlent

Kanna sak­hæfi Ís­lendings í hrotta­legu morð­máli

Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur sem grunaður er um að hafa myrt bekkjarsystur sína í Kaliforníu, verður leiddur fyrir dómara í þessum mánuði þar sem sakhæfi hans verður metið á ný. Hann hafði áður verið metinn ósakhæfur. 

Erlent

Kamilla ekki kölluð kona konungs

Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort).

Erlent

Skemmdu sæ­strenginn til Sval­barða í fyrra

Rússneskur togari skemmdi fjarskiptasæstrenginn sem liggur frá Noregi til Svalbarða í janúar árið 2022. Talið er að um viljaverk sé að ræða en togarinn sigldi fram og til baka með veiðarfærin yfir strenginn.

Erlent

Sanna hættir sem for­maður

Sanna Marin, fráfarandi forsætisráðherra Finnlands, hefur sagt af sér sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í landinu. Að öllum líkindum mun Petteri Orpo taka við sem forsætisráðherra landsins á næstu dögum. 

Erlent

Víg­reifur Trump gaf lítið fyrir fyrir­mæli dómarans

Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig.

Erlent

Vaktin: Donald Trump leiddur fyrir dómara í New York

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir bókhaldsbrot í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. Ákæran er í 34 liðum en Trump hefur lýst sig saklausan af þeim öllum. 

Erlent

Hönnuður borð­spilsins Catan látinn

Klaus Teuber, hönnuður borðspilsins Catan, lést á laugardag 1. apríl. Spilið er eitt vinsælasta borðspil nútímans og tengist Íslandi. Teuber var fæddur í borginni Rai-Breitenbach, nálægt Frankfurt, í Þýskalandi þann 25. júní árið 1952 og var því sjötugur að aldri.

Erlent

Ætla að reka þing­menn sem mót­mæltu skot­vopnum

Repúblikanar á ríkisþingi Tennessee í Bandaríkjunum tóku fyrstu skrefin að því að reka þrjá þingmenn demókrata af þingi eftir að þeir tóku þátt í mótmælum gegn skotvopnum í þinginu í síðustu viku. Fáheyrt er að þingmönnum sé vísað af þingi með þessum hætti.

Erlent

Hand­tóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu

Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns.

Erlent

Ráðgjafi ríkisstjóra féll í átökum við lögreglu

Fyrrverandi skrifstofustjóri ríkisstjóra Maryland í Bandaríkjunum lést af völdum skotsárs sem hann hlaut í átökum við fulltrúa alríkislögreglunnar FBI í gær. Maðurinn hafði verið á flótta undan yfirvöldum í þrjár vikur enn hann var sakaður um fjársvik.

Erlent

Krefst tæplega sex milljarða eftir að barn skaut hana

Abigail Zwerner, kennari í Virginíu í Bandaríkjunum, hefur krafið skólastjórnendur um fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, ríflega 5,5 milljarða króna, eftir að sex ára nemandi skaut hana í höndina og brjóstið í janúar. Hún sakar stjórnendur um alvarlegt gáleysi með því að hafa hundsað fjölda viðvarana um að nemandinn væri vopnaður og í „vígahug“.

Erlent

Telja Trump hafa hindrað rann­sókn á leyni­skjölum

Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan eru sögð hafa safnað nýjum sönnunargögnum sem benda til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi reynt að leggja stein í götu rannsóknar á leyniskjölum sem fundust á heimili hans í fyrra.

Erlent

Kona hand­tekin vegna dráps á þekktum hernaðar­bloggara

Rússnesk yfirvöld segjast hafa handtekið unga konu í tengslum við dráp á þekktum hernaðarbloggara á kaffihúsi í Pétursborg um helgina. Upptökur frá kaffihúsinu sýna að kona afhenti bloggaranum styttu af honum sjálfum rétt áður en sprengja sprakk.

Erlent

Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti.

Erlent

Bjargaði snjóbrettamanni á kafi í snjó

Skíðamaðurinn Francis Zuber vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann bjargaði snjóbrettamanni sem lent hafði öfugur á kafi í snjó. Hann rambaði fram á manninn fyrir hreina tilviljun og ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði hann ekki gert það.

Erlent