Erlent Bannað að kenna á annarri hæð því Kanye er hræddur við tröppur Kennari, sem áður kenndi við skóla sem stofnaður var af rapparanum og athafnamanninum Kanye West, segir börn sem ganga í skólann ekki fá tilhlýðilega menntun. Hún er einn fyrrverandi kennara sem nú standa í málaferlum við skólann. Erlent 10.4.2023 08:58 Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. Erlent 9.4.2023 22:21 Íranir setja upp eftirlitsmyndavélar til að fylgjast með konum Írönsk yfirvöld hafa komið upp eftirlitsmyndavélum á almenningssvæðum til að bera kennsl á og sekta konur sem nota ekki höfuðslæður. Aðgerðirnar eiga að fækka fjölda þeirra kvenna sem brjóta í bága við ströng lög landsins um höfuðslæðunotkun. Erlent 9.4.2023 18:07 Fjögur látin eftir snjóflóð í frönsku Ölpunum Minnst fjórir eru látnir eftir að snjóflóð féll í frönsku Ölpunum. Enn er talin hætta á frekari snjóflóðum. Erlent 9.4.2023 16:48 Síðasti Nürnberg-saksóknarinn látinn Benjamin Ferencz, sem var saksóknari í Nürnberg-réttarhöldunum, er látinn. Hann var 103 ára. Hann var síðasti eftirlifandi saksóknarinn sem rak mál í Nürnberg-réttarhöldunum. Erlent 9.4.2023 15:05 Allt að tíu fastir í húsarústum eftir sprengingu Talið er að allt að tíu manns séu fastir í rústum tveggja húsa sem hrundu eftir sprengingu í Marseille í Frakklandi í nótt. Erlent 9.4.2023 11:23 Vill náða morðingja daginn eftir sakfellingu Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, segist munu beita sér fyrir því að maður, sem var sakfelldur fyrir morð á föstudag, verði náðaður. Erlent 9.4.2023 08:50 Ógilding markaðsleyfis þungunarrofslyfs vekur ugg Demókratar eru æfir vegna ógildingar dómara í Texas í Bandaríkjunum á markaðsleyfi þungunarrofslyfsins mifepresone. Um sé að ræða stórhættulegt fordæmi. Erlent 8.4.2023 23:43 Slapp úr fangelsi með því að sviðsetja dauða sinn Suður-afrískur karlmaður, sem sakfelldur var fyrir nauðgun og morð árið 2012, var handtekinn á föstudag, ári eftir að hann var úrskurðaður látinn. Hann er talinn hafa sloppið úr fangelsi með því að sviðsetja dauða sinn. Erlent 8.4.2023 21:32 Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. Erlent 8.4.2023 18:10 Becker segir fangelsisvistina allt öðruvísi en í bíómyndunum Tenniskappinn Boris Becker, sem bar þrisvar sinnum sigur úr býtum á Wimbledon, segir dvöl sína í fangelsi á Bretlandseyjum hafa verið afar harkalega. Fangelsisvist sé allt öðru vísi en í kvikmyndunum. Erlent 8.4.2023 17:24 Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Þriggja daga heræfingar Kínahers, sem miða að því að æfa það hvernig herinn myndi umkringja Taívan ef til átaka kæmi, standa nú yfir. Stjórnvöld í Pekíng segja æfingarnar viðvörun til yfirvalda á eyjunni. Erlent 8.4.2023 15:18 Frakkar og Þjóðverjar virðast hafa misst áhugann á Bretlandi í kjölfar Brexit Vísbendingar eru uppi um að Frakkar og Þjóðverjar séu að missa áhugann á að ferðast til Bretlands í kjölfar Brexit. Ástæðurnar eru meðal annars kröfur um framvísun vegabréfs en minna en helmingur íbúa Frakklands og Þýskalands eiga gilt vegabréf. Erlent 8.4.2023 14:59 Fimmtíu ár liðin frá andláti Pablo Picasso Þess er minnst á Spáni í dag, og reyndar víðar, að hálf öld er liðin frá andláti Pablo Picasso, mesta listmálara Spánar á 20. öldinni. Verk hans seljast sem aldrei fyrr en þó hefur fallið á glansmyndina eftir að ofbeldisfull samskipti hans við konur komust í hámæli. Erlent 8.4.2023 14:28 Rússum hafnað í atkvæðagreiðslum um nefndarsæti hjá Sameinuðu þjóðunum Rússland fór á mis við þrjú sæti í ráðum og nefndum Sameinuðu þjóðanna í þessari viku. Atkvæðagreiðslur um sætin fóru fram á vettvangi Efnahags- og félagsmálaráðsins (ECOSOC). Erlent 8.4.2023 10:06 Ítalskur túristi og breskar systur létust í hryðjuverkaárásum Palestínskir árásarmenn myrtu þrjá og slösuðu að minnsta kosti sex á Vesturbakkanum í gær. Fyrr um daginn höfðu Ísraelar gert loftárásir á Líbanon og Gaza-ströndina. Ólga á Vesturbakkanum hefur magnast undanfarna daga á sama tíma og múslimar halda Ramadan-mánuð heilagan og gyðingar fagna páskahátíðinni. Óttast er að átökin muni stigmagnast. Erlent 8.4.2023 08:43 Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. Erlent 8.4.2023 08:28 Bóluefni við krabbameini sögð klár innan nokkurra ára Bóluefni við krabbameini, hjartveiki, lungnasjúkdómum og fjölda annarra sjúkdóma gætu verið tilbúin innan nokkurra ára, að sögn lyfjasérfræðinga. Framfarirnar sem náðust við þróun Covid-bóluefnisins hafa mikla þýðingu við þróun þessara bóluefna. Erlent 7.4.2023 23:09 Coolio hafi dáið af Fentanyl-ofskammti Rapparinn Coolio sem gerði garðinn frægan með smellnum Gangsta's Paradise lést af völdum Fentanyl-ofskammts segir umboðsmaður hans. Erlent 7.4.2023 10:48 Strokukengúra hoppar laus um Jótland Kengúra sem slapp úr Glad-dýragarðinum í Lintrup á Jótlandi á miðvikudag hoppar enn laus um nágrenni Lintrup. Forstjóri dýragarðsins hefur hvatt fólk til þess að hafa augun opin og hringja strax í dýragarðinn eða neyðarlínuna sjái það til strokudýrsins. Erlent 7.4.2023 10:45 „Konungnum hefur verið steypt af stóli“ Stormy Daniels, fyrrverandi klámstjarna, hefur tjáð sig opinberlega í fyrsta skiptið frá því að Donald Trump var ákærður á miðvikudag. Hún segist tilbúin til að bera vitni gegn Trump ef hún er kölluð til vitnis. Erlent 7.4.2023 10:00 Starfsmenn Tesla deildu viðkvæmum myndum viðskiptavina Hópur starfsmanna bílaframleiðandans Tesla segir að myndir og myndskeið, sem bílar viðskiptavina fyrirtækisins hafa tekið, hafi gengið milli starfsmanna í hópspjöllum á netinu. Sum myndskeiðin séu af viðkvæmum toga líkt og eitt sem sýnir viðskiptavin kviknakinn. Þá virðist eitt myndskeiðanna hafa verið tekið af bíl sjálfs Elons Musk, forstjóra Tesla. Erlent 7.4.2023 08:23 Mótmælendur kveiktu í uppáhalds veitingastað Macron Hundruð þúsunda hafa mótmælt fyrirætlunum franskra stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldur úr 62 árum í 64 ár þar í landi. Í dag kveiktu mótmælendur í París í sóltjaldi veitingastaðar sem frægur er fyrir að hýsa teiti forsetans í landinu, Emmanuels Macrons. Erlent 6.4.2023 23:08 Hamas beri ábyrgð á eldflaugaárásunum í Líbanon Ísraelsher sakar Hamas-samtökin um að standa að baki eldflaugaárás sem gerð var í suður Líbanon í dag á landsvæði í norður Ísrael. Loftvarnir hafi skotið niður flestar þeirra 34 flauga sem skotið var. Erlent 6.4.2023 21:18 Kennedy vill verða forseti Robert F. Kennedy yngri, lögfræðingur og yfirlýstur andstæðingur bólusetninga, hefur lýst því yfir að hann ætli að gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar 2024. Erlent 6.4.2023 15:10 Stal breiðnef og hélt honum föngnum um borð í lest Ástralskur maður sem stal villtum breiðnef og fór með hann um borð í lest hefur verið ákærður fyrir athæfið. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að fjörutíu milljón króna sekt fyrir athæfið. Erlent 6.4.2023 14:15 Heimsfræg górilla geispaði óvænt golunni Górillan Bokito sem varð heimsfræg árið 2007 þegar hún flúði úr dýragarði í Rotterdam og réðist á þrjár manneskjur, þar á meðal sinn helsta aðdáenda, er nú látin eftir snörp veikindi. Erlent 6.4.2023 10:45 Sanna Marin hefur beðist lausnar frá embætti Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands og formaður Jafnaðarmannaflokksins, fór á fund Sauli Niinistö Finnlandsforseta í morgun og baðst lausnar frá embætti. Ákvörðun hennar kemur í kjölfar nýafstaðinna þingkosninga þar sem ríkisstjórn hennar missti meirihluta. Erlent 6.4.2023 09:47 Berlusconi með hvítblæði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur greinst með hvítblæði. Hann hefur dvalið á hjartadeild spítala í Mílan síðan á miðvikudaginn eftir að hafa átt í erfiðleikum með öndun. Líðan hans er sögð stöðug. Erlent 6.4.2023 08:04 Milljarðamæringur stunginn til bana í San Francisco Bob Lee, stofnandi tækniforritsins Cash App, fannst stunginn til bana í Rincon Hill-hverfinu í San Francisco í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Á öryggismyndavélum má sjá hvernig ökumenn hunsuðu særðan Lee er hann óskaði eftir hjálp. Erlent 6.4.2023 07:41 « ‹ 162 163 164 165 166 167 168 169 170 … 334 ›
Bannað að kenna á annarri hæð því Kanye er hræddur við tröppur Kennari, sem áður kenndi við skóla sem stofnaður var af rapparanum og athafnamanninum Kanye West, segir börn sem ganga í skólann ekki fá tilhlýðilega menntun. Hún er einn fyrrverandi kennara sem nú standa í málaferlum við skólann. Erlent 10.4.2023 08:58
Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. Erlent 9.4.2023 22:21
Íranir setja upp eftirlitsmyndavélar til að fylgjast með konum Írönsk yfirvöld hafa komið upp eftirlitsmyndavélum á almenningssvæðum til að bera kennsl á og sekta konur sem nota ekki höfuðslæður. Aðgerðirnar eiga að fækka fjölda þeirra kvenna sem brjóta í bága við ströng lög landsins um höfuðslæðunotkun. Erlent 9.4.2023 18:07
Fjögur látin eftir snjóflóð í frönsku Ölpunum Minnst fjórir eru látnir eftir að snjóflóð féll í frönsku Ölpunum. Enn er talin hætta á frekari snjóflóðum. Erlent 9.4.2023 16:48
Síðasti Nürnberg-saksóknarinn látinn Benjamin Ferencz, sem var saksóknari í Nürnberg-réttarhöldunum, er látinn. Hann var 103 ára. Hann var síðasti eftirlifandi saksóknarinn sem rak mál í Nürnberg-réttarhöldunum. Erlent 9.4.2023 15:05
Allt að tíu fastir í húsarústum eftir sprengingu Talið er að allt að tíu manns séu fastir í rústum tveggja húsa sem hrundu eftir sprengingu í Marseille í Frakklandi í nótt. Erlent 9.4.2023 11:23
Vill náða morðingja daginn eftir sakfellingu Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, segist munu beita sér fyrir því að maður, sem var sakfelldur fyrir morð á föstudag, verði náðaður. Erlent 9.4.2023 08:50
Ógilding markaðsleyfis þungunarrofslyfs vekur ugg Demókratar eru æfir vegna ógildingar dómara í Texas í Bandaríkjunum á markaðsleyfi þungunarrofslyfsins mifepresone. Um sé að ræða stórhættulegt fordæmi. Erlent 8.4.2023 23:43
Slapp úr fangelsi með því að sviðsetja dauða sinn Suður-afrískur karlmaður, sem sakfelldur var fyrir nauðgun og morð árið 2012, var handtekinn á föstudag, ári eftir að hann var úrskurðaður látinn. Hann er talinn hafa sloppið úr fangelsi með því að sviðsetja dauða sinn. Erlent 8.4.2023 21:32
Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. Erlent 8.4.2023 18:10
Becker segir fangelsisvistina allt öðruvísi en í bíómyndunum Tenniskappinn Boris Becker, sem bar þrisvar sinnum sigur úr býtum á Wimbledon, segir dvöl sína í fangelsi á Bretlandseyjum hafa verið afar harkalega. Fangelsisvist sé allt öðru vísi en í kvikmyndunum. Erlent 8.4.2023 17:24
Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Þriggja daga heræfingar Kínahers, sem miða að því að æfa það hvernig herinn myndi umkringja Taívan ef til átaka kæmi, standa nú yfir. Stjórnvöld í Pekíng segja æfingarnar viðvörun til yfirvalda á eyjunni. Erlent 8.4.2023 15:18
Frakkar og Þjóðverjar virðast hafa misst áhugann á Bretlandi í kjölfar Brexit Vísbendingar eru uppi um að Frakkar og Þjóðverjar séu að missa áhugann á að ferðast til Bretlands í kjölfar Brexit. Ástæðurnar eru meðal annars kröfur um framvísun vegabréfs en minna en helmingur íbúa Frakklands og Þýskalands eiga gilt vegabréf. Erlent 8.4.2023 14:59
Fimmtíu ár liðin frá andláti Pablo Picasso Þess er minnst á Spáni í dag, og reyndar víðar, að hálf öld er liðin frá andláti Pablo Picasso, mesta listmálara Spánar á 20. öldinni. Verk hans seljast sem aldrei fyrr en þó hefur fallið á glansmyndina eftir að ofbeldisfull samskipti hans við konur komust í hámæli. Erlent 8.4.2023 14:28
Rússum hafnað í atkvæðagreiðslum um nefndarsæti hjá Sameinuðu þjóðunum Rússland fór á mis við þrjú sæti í ráðum og nefndum Sameinuðu þjóðanna í þessari viku. Atkvæðagreiðslur um sætin fóru fram á vettvangi Efnahags- og félagsmálaráðsins (ECOSOC). Erlent 8.4.2023 10:06
Ítalskur túristi og breskar systur létust í hryðjuverkaárásum Palestínskir árásarmenn myrtu þrjá og slösuðu að minnsta kosti sex á Vesturbakkanum í gær. Fyrr um daginn höfðu Ísraelar gert loftárásir á Líbanon og Gaza-ströndina. Ólga á Vesturbakkanum hefur magnast undanfarna daga á sama tíma og múslimar halda Ramadan-mánuð heilagan og gyðingar fagna páskahátíðinni. Óttast er að átökin muni stigmagnast. Erlent 8.4.2023 08:43
Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. Erlent 8.4.2023 08:28
Bóluefni við krabbameini sögð klár innan nokkurra ára Bóluefni við krabbameini, hjartveiki, lungnasjúkdómum og fjölda annarra sjúkdóma gætu verið tilbúin innan nokkurra ára, að sögn lyfjasérfræðinga. Framfarirnar sem náðust við þróun Covid-bóluefnisins hafa mikla þýðingu við þróun þessara bóluefna. Erlent 7.4.2023 23:09
Coolio hafi dáið af Fentanyl-ofskammti Rapparinn Coolio sem gerði garðinn frægan með smellnum Gangsta's Paradise lést af völdum Fentanyl-ofskammts segir umboðsmaður hans. Erlent 7.4.2023 10:48
Strokukengúra hoppar laus um Jótland Kengúra sem slapp úr Glad-dýragarðinum í Lintrup á Jótlandi á miðvikudag hoppar enn laus um nágrenni Lintrup. Forstjóri dýragarðsins hefur hvatt fólk til þess að hafa augun opin og hringja strax í dýragarðinn eða neyðarlínuna sjái það til strokudýrsins. Erlent 7.4.2023 10:45
„Konungnum hefur verið steypt af stóli“ Stormy Daniels, fyrrverandi klámstjarna, hefur tjáð sig opinberlega í fyrsta skiptið frá því að Donald Trump var ákærður á miðvikudag. Hún segist tilbúin til að bera vitni gegn Trump ef hún er kölluð til vitnis. Erlent 7.4.2023 10:00
Starfsmenn Tesla deildu viðkvæmum myndum viðskiptavina Hópur starfsmanna bílaframleiðandans Tesla segir að myndir og myndskeið, sem bílar viðskiptavina fyrirtækisins hafa tekið, hafi gengið milli starfsmanna í hópspjöllum á netinu. Sum myndskeiðin séu af viðkvæmum toga líkt og eitt sem sýnir viðskiptavin kviknakinn. Þá virðist eitt myndskeiðanna hafa verið tekið af bíl sjálfs Elons Musk, forstjóra Tesla. Erlent 7.4.2023 08:23
Mótmælendur kveiktu í uppáhalds veitingastað Macron Hundruð þúsunda hafa mótmælt fyrirætlunum franskra stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldur úr 62 árum í 64 ár þar í landi. Í dag kveiktu mótmælendur í París í sóltjaldi veitingastaðar sem frægur er fyrir að hýsa teiti forsetans í landinu, Emmanuels Macrons. Erlent 6.4.2023 23:08
Hamas beri ábyrgð á eldflaugaárásunum í Líbanon Ísraelsher sakar Hamas-samtökin um að standa að baki eldflaugaárás sem gerð var í suður Líbanon í dag á landsvæði í norður Ísrael. Loftvarnir hafi skotið niður flestar þeirra 34 flauga sem skotið var. Erlent 6.4.2023 21:18
Kennedy vill verða forseti Robert F. Kennedy yngri, lögfræðingur og yfirlýstur andstæðingur bólusetninga, hefur lýst því yfir að hann ætli að gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar 2024. Erlent 6.4.2023 15:10
Stal breiðnef og hélt honum föngnum um borð í lest Ástralskur maður sem stal villtum breiðnef og fór með hann um borð í lest hefur verið ákærður fyrir athæfið. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að fjörutíu milljón króna sekt fyrir athæfið. Erlent 6.4.2023 14:15
Heimsfræg górilla geispaði óvænt golunni Górillan Bokito sem varð heimsfræg árið 2007 þegar hún flúði úr dýragarði í Rotterdam og réðist á þrjár manneskjur, þar á meðal sinn helsta aðdáenda, er nú látin eftir snörp veikindi. Erlent 6.4.2023 10:45
Sanna Marin hefur beðist lausnar frá embætti Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands og formaður Jafnaðarmannaflokksins, fór á fund Sauli Niinistö Finnlandsforseta í morgun og baðst lausnar frá embætti. Ákvörðun hennar kemur í kjölfar nýafstaðinna þingkosninga þar sem ríkisstjórn hennar missti meirihluta. Erlent 6.4.2023 09:47
Berlusconi með hvítblæði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur greinst með hvítblæði. Hann hefur dvalið á hjartadeild spítala í Mílan síðan á miðvikudaginn eftir að hafa átt í erfiðleikum með öndun. Líðan hans er sögð stöðug. Erlent 6.4.2023 08:04
Milljarðamæringur stunginn til bana í San Francisco Bob Lee, stofnandi tækniforritsins Cash App, fannst stunginn til bana í Rincon Hill-hverfinu í San Francisco í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Á öryggismyndavélum má sjá hvernig ökumenn hunsuðu særðan Lee er hann óskaði eftir hjálp. Erlent 6.4.2023 07:41