Erlent Leita til almennings um nýtt heiti á apabólu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur efnt til samkeppni sem ætlað er að finna nýtt heiti fyrir sjúkdóminn apabólu. Talskona stofnunarinnar, væntanlega minnug úrslita sambærilegra opinberra nafnakeppna, segist viss um að stofnuninni takist að velja heiti sem er hlutlaust og við hæfi. Erlent 16.8.2022 23:03 Leikstjórinn Wolfgang Petersen allur Þýski kvikmyndaleikstjórinn Wolfgang Petersen er látinn, 81 árs að aldri. Hann var best þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Das Boot, Air Force One og The Perfect Storm. Erlent 16.8.2022 21:04 Tíst verði merkt til þess að koma í veg fyrir dreifingu misvísandi upplýsinga Samfélagsmiðillinn Twitter er sagður hafa ákveðið að efni sem elur á upplýsingaóreiðu eða dreifi röngum og misvísandi upplýsingum muni vera merkt sem slíkt í aðdraganda miðkjörtímabilskosninga í Bandaríkjunum. Kosningarnar eru haldnar 8. nóvember næstkomandi. Erlent 16.8.2022 20:42 Hægrisinnaðir fá sitt eigið stefnumótaforrit Hægrisinnaðir Bandaríkjamenn geta í september skráð sig á stefnumótaforrit sem er einungis fyrir hægrisinnaða einstaklinga en forritið heitir, „The Right Stuff.“ Hægrisinnaði milljarðamæringurinn Peter Thiel fjárfesti í forritinu fyrir eina og hálfa milljón dollara en Thiel er sjálfur samkynhneigður. Erlent 16.8.2022 17:09 Fer í framboð 95 ára Ítalska leikkonan Gina Lollobrigida ætlar að bjóða sig fram í þingkosningunum á Ítalíu sem fara fram á næstunni. Lollobrigida varð 95 ára á árinu en hún er þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Hringjarinn frá Notre Dame og Keisarinn Venus. Erlent 16.8.2022 16:50 Sátu föst á lítilli eyju í miðri á í tæpan mánuð 38 manna hópur flótta- og farandfólks fannst á smárri ónefndri eyju í á sem rennur með landamærum Grikklands og Tyrklands. Grískir björgunarmenn fundu 22 menn, níu konur og sjö börn á eyjunni í gær en þau höfðu verið á eyjunni frá því um miðjan júlí. Erlent 16.8.2022 16:03 Giuliani með stöðu grunaðs manns Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur verið tilkynnt að hann hafi stöðu grunaðs manns í rannsókn yfirvalda í Georgíu á afskiptum Trumps og bandamanna hans af forsetakosningunum árið 2020. Erlent 16.8.2022 14:59 Jill Biden með Covid Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur greinst smituð af Covid-19. Hún er bólusett og hefur einungis sýnt væg einkenni, samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu. Erlent 16.8.2022 13:57 Eistar fjarlægja alla sovéska minnisvarða Stjórnvöld í Eistlandi hafa ákveðið að fjarlægja alla sovéska minnisvarða úr almannarými í landinu. Erlent 16.8.2022 12:56 Fundu líkamsleifar í tösku sem þau keyptu á uppboði Fjölskylda sem keypti allt innihald yfirgefins geymslurýmis í Nýja-Sjálandi fann líkamsleifar í tösku sem geymd var þar inni. Lögreglan reynir nú að bera kennsl á líkið. Erlent 16.8.2022 11:59 A$AP Rocky ákærður fyrir að skjóta á mann Rapparinn A$AP Rocky var í gær ákærður fyrir að miða byssu að fyrrverandi vini sínum í Hollywood í fyrra og hleypa af tveimur skotum. Raunverulegt nafn rapparans er Rakim Athelaston Mayers og er hann 33 ára gamall. Erlent 16.8.2022 11:58 Rússar segja stórar sprengingar á Krímskaga skemmdarverk Stærðarinnar sprengingar urðu á Krímskaga í morgun þar sem skotfæra- og vopnageymsla rússneska hersins sprakk í loft upp. Rússar segja að tímabundin vopnageymsla sem reist var á sveitabæ í Dzhankoi-héraði hafi sprungið vegna skemmdarverks. Erlent 16.8.2022 11:17 Slagsmál brutust út eftir að úrslitin voru tilkynnt Slagsmál brutust út meðal diplómata og annarra starfsmanna keníska ríkisins eftir að tilkynnt var um úrslit forsetakosninganna þar í landi í gær. Fjórir meðlimir kjörnefndarinnar una ekki úrslitunum. Erlent 16.8.2022 10:56 Eldri kona drepin af krókódíl Lík 88 ára gamallar konu fannst í tjörn í Suður-Karólínu í gær en talið er að hún hafi verið drepin af krókódíl (flatmunna) er hún var í garði sínum. Konan er sögð hafa búið í íbúðakjarna fyrir eldra fólk í Hilton Head Island. Erlent 16.8.2022 10:40 Rannsóknarskipi lagt upp að bryggju í umdeildri höfn Kínversku rannsóknarskipi var í morgun lagt upp að bryggju í umdeildri höfn í Sri Lanka. Það var gert eftir að yfirvöld í landinu meinuðu áhöfn skipsins fyrst að koma að landi. Siglingar skipsins, sem er rekið af kínverska hernum, þykja líklegar til að valda indverskum ráðamönnum áhyggjum. Erlent 16.8.2022 09:28 Kona skotin um borð í sporvagni í Gautaborg Kona á fertugsaldri var í morgun skotin í kviðinn um borð í sporvagni í sænsku borginni Gautaborg. Árásin átti sér stað í bæjarhlutanum Majorna. Erlent 16.8.2022 08:34 Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. Erlent 16.8.2022 07:56 Skipaði sjálfan sig margfaldan ráðherra á bak við tjöldin Í ljós hefur komið að Scott Morrison, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, útnefndi sjálfan sig ráðherra í fimm ráðuneytum til viðbótar á meðan hann var enn forsætisráðherra, án þess að upplýsa nokkurn mann. Erlent 16.8.2022 07:16 Myndir úr óleyfilegri myndavél varpa ljósi á hrap herflugvélar í Noregi Myndir úr myndskeiði sem tekið var upp með GoPro-myndavél sem smyglað var um borð í bandaríska herflugvél sem hrapaði í Noregi í mars þykja varpa ljósi á orsakir slyssins. Erlent 15.8.2022 23:30 Segjast hafa ráðist á höfuðstöðvar Wagner-hópsins Úkraínumenn segjast hafa gert stórskotaliðsárás á höfuðstöðvar Wagner-hópsins, hóps rússneskra málaliða, í austurhluta Úkraínu. Héraðsstjóri Luhansk segir Úkraínumenn hafa komist á snoðir um staðsetningu hópsins eftir að rússneskur fréttamaður birti mynd af nokkrum meðlimum hans. Erlent 15.8.2022 22:14 Versti vinnudagur í lífi bílstjórans Norski Terje Brenden hélt að líf sitt væri á enda þegar brú í bænum Tretten, hrundi í morgun. Brenden ók vörubíl sínum yfir brúna í þann mund sem hún hrundi. Hann segir þetta hafa verið versta vinnudag sem hann hafi upplifað. Erlent 15.8.2022 22:06 Skoskar konur eiga nú rétt á ókeypis tíðarvörum Tíðarvörur verða nú gerðar aðgengilegar öllum konum í Skotlandi, ókeypis. Mun það vera hlutverk bæjaryfirvalda og skólayfirvalda að sjá til þess að vörurnar séu alltaf til. Erlent 15.8.2022 16:54 William Ruto sigraði forsetakosningarnar í Kenía William Ruto, varaforseti Kenía, sigraði forsetakosningarnar í Kenía sem fram fóru í dag. Kosningarnar hafa verið afar umdeildar í heimalandinu og andstæðingur Ruto hefur sakað hann um kosningasvindl. Erlent 15.8.2022 15:52 Nota geitur og kindur til að sporna við skógareldum Slökkviliðsmenn í Barselóna fengu nýja starfsmenn, eða kannski nýtt starfsfé, til liðs við sig á dögunum til þess að reyna að koma í veg fyrir skógarelda. Alls hafa 290 kindur og geitur verið sendar í stærsta almenningsgarð borgarinnar með eitt markmið. Að éta eins mikið gras og hægt er. Erlent 15.8.2022 15:06 Formúlubíll á hraðbraut í Tékklandi Formúlubíll sem brunaði fram hjá ökumönnum á D4-hraðbrautinni í Tékklandi er ekki keppandi í Formúlu 1 líkt og marga grunaði þegar myndband af bílnum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Um er að ræða bíl í einkaeigu sem hefur áður valdið usla. Erlent 15.8.2022 14:25 Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú. Erlent 15.8.2022 11:26 Lokuðu fólk inni í IKEA-verslun vegna útsetts viðskiptavinar Yfirvöld í Sjanghæ reyndu að loka IKEA-verslun í borginni eftir að í ljós kom að einstaklingur sem var útsettur fyrir Covid-19 smiti væri staddur inni í versluninni. Viðskiptavinir reyndu að brjóta sér leið út í stað þess að dúsa inni í versluninni. Erlent 15.8.2022 11:22 Tveir bílar höfnuðu í á þegar brú hrundi í Noregi í morgun Fólksbíll og vörubíll höfnuðu að hluta í ánni Gudbrandsdalslågen, rétt norður af norska bænum Lillehammer, þegar brú í bænum Tretten, hrundi í morgun. Erlent 15.8.2022 08:09 Öldungadeildarþingmenn hitta leiðtoga Taívan þrátt fyrir reiði Kína Sendinefnd öldungadeildar Bandaríkjanna mun í dag funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, þrátt fyrir reiði Kínverja. Fundurinn er sagður enn ein yfirlýsing Bandaríkjana á stuðningi þeirra við eyríkið, sem kínversk yfirvöld segja hluta af Kína. Erlent 15.8.2022 07:54 Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. Erlent 15.8.2022 07:37 « ‹ 236 237 238 239 240 241 242 243 244 … 334 ›
Leita til almennings um nýtt heiti á apabólu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur efnt til samkeppni sem ætlað er að finna nýtt heiti fyrir sjúkdóminn apabólu. Talskona stofnunarinnar, væntanlega minnug úrslita sambærilegra opinberra nafnakeppna, segist viss um að stofnuninni takist að velja heiti sem er hlutlaust og við hæfi. Erlent 16.8.2022 23:03
Leikstjórinn Wolfgang Petersen allur Þýski kvikmyndaleikstjórinn Wolfgang Petersen er látinn, 81 árs að aldri. Hann var best þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Das Boot, Air Force One og The Perfect Storm. Erlent 16.8.2022 21:04
Tíst verði merkt til þess að koma í veg fyrir dreifingu misvísandi upplýsinga Samfélagsmiðillinn Twitter er sagður hafa ákveðið að efni sem elur á upplýsingaóreiðu eða dreifi röngum og misvísandi upplýsingum muni vera merkt sem slíkt í aðdraganda miðkjörtímabilskosninga í Bandaríkjunum. Kosningarnar eru haldnar 8. nóvember næstkomandi. Erlent 16.8.2022 20:42
Hægrisinnaðir fá sitt eigið stefnumótaforrit Hægrisinnaðir Bandaríkjamenn geta í september skráð sig á stefnumótaforrit sem er einungis fyrir hægrisinnaða einstaklinga en forritið heitir, „The Right Stuff.“ Hægrisinnaði milljarðamæringurinn Peter Thiel fjárfesti í forritinu fyrir eina og hálfa milljón dollara en Thiel er sjálfur samkynhneigður. Erlent 16.8.2022 17:09
Fer í framboð 95 ára Ítalska leikkonan Gina Lollobrigida ætlar að bjóða sig fram í þingkosningunum á Ítalíu sem fara fram á næstunni. Lollobrigida varð 95 ára á árinu en hún er þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Hringjarinn frá Notre Dame og Keisarinn Venus. Erlent 16.8.2022 16:50
Sátu föst á lítilli eyju í miðri á í tæpan mánuð 38 manna hópur flótta- og farandfólks fannst á smárri ónefndri eyju í á sem rennur með landamærum Grikklands og Tyrklands. Grískir björgunarmenn fundu 22 menn, níu konur og sjö börn á eyjunni í gær en þau höfðu verið á eyjunni frá því um miðjan júlí. Erlent 16.8.2022 16:03
Giuliani með stöðu grunaðs manns Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur verið tilkynnt að hann hafi stöðu grunaðs manns í rannsókn yfirvalda í Georgíu á afskiptum Trumps og bandamanna hans af forsetakosningunum árið 2020. Erlent 16.8.2022 14:59
Jill Biden með Covid Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur greinst smituð af Covid-19. Hún er bólusett og hefur einungis sýnt væg einkenni, samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu. Erlent 16.8.2022 13:57
Eistar fjarlægja alla sovéska minnisvarða Stjórnvöld í Eistlandi hafa ákveðið að fjarlægja alla sovéska minnisvarða úr almannarými í landinu. Erlent 16.8.2022 12:56
Fundu líkamsleifar í tösku sem þau keyptu á uppboði Fjölskylda sem keypti allt innihald yfirgefins geymslurýmis í Nýja-Sjálandi fann líkamsleifar í tösku sem geymd var þar inni. Lögreglan reynir nú að bera kennsl á líkið. Erlent 16.8.2022 11:59
A$AP Rocky ákærður fyrir að skjóta á mann Rapparinn A$AP Rocky var í gær ákærður fyrir að miða byssu að fyrrverandi vini sínum í Hollywood í fyrra og hleypa af tveimur skotum. Raunverulegt nafn rapparans er Rakim Athelaston Mayers og er hann 33 ára gamall. Erlent 16.8.2022 11:58
Rússar segja stórar sprengingar á Krímskaga skemmdarverk Stærðarinnar sprengingar urðu á Krímskaga í morgun þar sem skotfæra- og vopnageymsla rússneska hersins sprakk í loft upp. Rússar segja að tímabundin vopnageymsla sem reist var á sveitabæ í Dzhankoi-héraði hafi sprungið vegna skemmdarverks. Erlent 16.8.2022 11:17
Slagsmál brutust út eftir að úrslitin voru tilkynnt Slagsmál brutust út meðal diplómata og annarra starfsmanna keníska ríkisins eftir að tilkynnt var um úrslit forsetakosninganna þar í landi í gær. Fjórir meðlimir kjörnefndarinnar una ekki úrslitunum. Erlent 16.8.2022 10:56
Eldri kona drepin af krókódíl Lík 88 ára gamallar konu fannst í tjörn í Suður-Karólínu í gær en talið er að hún hafi verið drepin af krókódíl (flatmunna) er hún var í garði sínum. Konan er sögð hafa búið í íbúðakjarna fyrir eldra fólk í Hilton Head Island. Erlent 16.8.2022 10:40
Rannsóknarskipi lagt upp að bryggju í umdeildri höfn Kínversku rannsóknarskipi var í morgun lagt upp að bryggju í umdeildri höfn í Sri Lanka. Það var gert eftir að yfirvöld í landinu meinuðu áhöfn skipsins fyrst að koma að landi. Siglingar skipsins, sem er rekið af kínverska hernum, þykja líklegar til að valda indverskum ráðamönnum áhyggjum. Erlent 16.8.2022 09:28
Kona skotin um borð í sporvagni í Gautaborg Kona á fertugsaldri var í morgun skotin í kviðinn um borð í sporvagni í sænsku borginni Gautaborg. Árásin átti sér stað í bæjarhlutanum Majorna. Erlent 16.8.2022 08:34
Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. Erlent 16.8.2022 07:56
Skipaði sjálfan sig margfaldan ráðherra á bak við tjöldin Í ljós hefur komið að Scott Morrison, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, útnefndi sjálfan sig ráðherra í fimm ráðuneytum til viðbótar á meðan hann var enn forsætisráðherra, án þess að upplýsa nokkurn mann. Erlent 16.8.2022 07:16
Myndir úr óleyfilegri myndavél varpa ljósi á hrap herflugvélar í Noregi Myndir úr myndskeiði sem tekið var upp með GoPro-myndavél sem smyglað var um borð í bandaríska herflugvél sem hrapaði í Noregi í mars þykja varpa ljósi á orsakir slyssins. Erlent 15.8.2022 23:30
Segjast hafa ráðist á höfuðstöðvar Wagner-hópsins Úkraínumenn segjast hafa gert stórskotaliðsárás á höfuðstöðvar Wagner-hópsins, hóps rússneskra málaliða, í austurhluta Úkraínu. Héraðsstjóri Luhansk segir Úkraínumenn hafa komist á snoðir um staðsetningu hópsins eftir að rússneskur fréttamaður birti mynd af nokkrum meðlimum hans. Erlent 15.8.2022 22:14
Versti vinnudagur í lífi bílstjórans Norski Terje Brenden hélt að líf sitt væri á enda þegar brú í bænum Tretten, hrundi í morgun. Brenden ók vörubíl sínum yfir brúna í þann mund sem hún hrundi. Hann segir þetta hafa verið versta vinnudag sem hann hafi upplifað. Erlent 15.8.2022 22:06
Skoskar konur eiga nú rétt á ókeypis tíðarvörum Tíðarvörur verða nú gerðar aðgengilegar öllum konum í Skotlandi, ókeypis. Mun það vera hlutverk bæjaryfirvalda og skólayfirvalda að sjá til þess að vörurnar séu alltaf til. Erlent 15.8.2022 16:54
William Ruto sigraði forsetakosningarnar í Kenía William Ruto, varaforseti Kenía, sigraði forsetakosningarnar í Kenía sem fram fóru í dag. Kosningarnar hafa verið afar umdeildar í heimalandinu og andstæðingur Ruto hefur sakað hann um kosningasvindl. Erlent 15.8.2022 15:52
Nota geitur og kindur til að sporna við skógareldum Slökkviliðsmenn í Barselóna fengu nýja starfsmenn, eða kannski nýtt starfsfé, til liðs við sig á dögunum til þess að reyna að koma í veg fyrir skógarelda. Alls hafa 290 kindur og geitur verið sendar í stærsta almenningsgarð borgarinnar með eitt markmið. Að éta eins mikið gras og hægt er. Erlent 15.8.2022 15:06
Formúlubíll á hraðbraut í Tékklandi Formúlubíll sem brunaði fram hjá ökumönnum á D4-hraðbrautinni í Tékklandi er ekki keppandi í Formúlu 1 líkt og marga grunaði þegar myndband af bílnum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Um er að ræða bíl í einkaeigu sem hefur áður valdið usla. Erlent 15.8.2022 14:25
Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú. Erlent 15.8.2022 11:26
Lokuðu fólk inni í IKEA-verslun vegna útsetts viðskiptavinar Yfirvöld í Sjanghæ reyndu að loka IKEA-verslun í borginni eftir að í ljós kom að einstaklingur sem var útsettur fyrir Covid-19 smiti væri staddur inni í versluninni. Viðskiptavinir reyndu að brjóta sér leið út í stað þess að dúsa inni í versluninni. Erlent 15.8.2022 11:22
Tveir bílar höfnuðu í á þegar brú hrundi í Noregi í morgun Fólksbíll og vörubíll höfnuðu að hluta í ánni Gudbrandsdalslågen, rétt norður af norska bænum Lillehammer, þegar brú í bænum Tretten, hrundi í morgun. Erlent 15.8.2022 08:09
Öldungadeildarþingmenn hitta leiðtoga Taívan þrátt fyrir reiði Kína Sendinefnd öldungadeildar Bandaríkjanna mun í dag funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, þrátt fyrir reiði Kínverja. Fundurinn er sagður enn ein yfirlýsing Bandaríkjana á stuðningi þeirra við eyríkið, sem kínversk yfirvöld segja hluta af Kína. Erlent 15.8.2022 07:54
Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. Erlent 15.8.2022 07:37