Tilnefna Steve Scalise Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2023 19:00 Steve Scalise (til hægri) virðist eiga mikið verk fyrir höndum við að tryggja sér nægilega mörg atkvæði innan þingflokks Repúblikana til að eiga séns á að verða þingforseti. AP/Mark Schiefelbein Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa tilnefnt Steve Scalise til embættis þingforseta. Þingmaðurinn Jim Jordan, sem einnig sóttist eftir embættinu, hefur lýst yfir stuðningi við Scalise. Það gerði Jordan eftir atkvæðagreiðslu í þingflokknum um að tilnefnda Scalise en sá síðarnefndi fékk 113 atkvæði. Jordan fékk 99. átta þingmenn greiddu öðrum atkvæði og þrír sátu hjá. Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í síðustu viku þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem vantrauststillaga gegn þingforseta er samþykkt í fulltrúadeildinni. Vantrauststillagan var meðal annars lögð fram vegna þess að McCarthy gerði samkomulag við Demókrata til að koma í veg fyrir lokun opinberra stofnana. Þingið samþykkti bráðabirgðafjárlög til 45 daga á síðustu stundu. Repúblikanar slitu þá þingi og gáfu sér viku til að finna nýjan þingforseta. Þingið hefur verið lamað í nokkrar vikur. Ekki liggur fyrir hvenær atkvæðagreiðslan fer fram en ólíklegt þykir að það verði í kvöld, þar sem Scalise virðist ekki nærri því að tryggja sér þau atkvæði sem hann þarf til að tryggja sér embættið. Washington Post hefur eftir McCarthy að hann muni styðja frambjóðanda flokksins. Scalise hefur lengi verið háttsettur innan þingflokks Repúblikanaflokksins en situr á þingi fyrir Louisiana. Scalise berst þessa dagana við krabbamein og særðist í skotárás árið 2017. Hann hefur lengi verið umdeildur og þá meðal annars fyrir að hafa á árum áður verið bendlaður við rasista í Bandaríkjunum. John Earnest, þáverandi fjölmiðlafulltrúi Barack Obama Bandaríkjaforseta, sagði á árum áður að Scalise hafi eitt sinn lýst sjálfum sér sem „Ku Klux Klan leiðtoganum David Duke, án alls farangursins“. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32 Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36 Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. 1. október 2023 08:05 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Sjá meira
Það gerði Jordan eftir atkvæðagreiðslu í þingflokknum um að tilnefnda Scalise en sá síðarnefndi fékk 113 atkvæði. Jordan fékk 99. átta þingmenn greiddu öðrum atkvæði og þrír sátu hjá. Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í síðustu viku þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem vantrauststillaga gegn þingforseta er samþykkt í fulltrúadeildinni. Vantrauststillagan var meðal annars lögð fram vegna þess að McCarthy gerði samkomulag við Demókrata til að koma í veg fyrir lokun opinberra stofnana. Þingið samþykkti bráðabirgðafjárlög til 45 daga á síðustu stundu. Repúblikanar slitu þá þingi og gáfu sér viku til að finna nýjan þingforseta. Þingið hefur verið lamað í nokkrar vikur. Ekki liggur fyrir hvenær atkvæðagreiðslan fer fram en ólíklegt þykir að það verði í kvöld, þar sem Scalise virðist ekki nærri því að tryggja sér þau atkvæði sem hann þarf til að tryggja sér embættið. Washington Post hefur eftir McCarthy að hann muni styðja frambjóðanda flokksins. Scalise hefur lengi verið háttsettur innan þingflokks Repúblikanaflokksins en situr á þingi fyrir Louisiana. Scalise berst þessa dagana við krabbamein og særðist í skotárás árið 2017. Hann hefur lengi verið umdeildur og þá meðal annars fyrir að hafa á árum áður verið bendlaður við rasista í Bandaríkjunum. John Earnest, þáverandi fjölmiðlafulltrúi Barack Obama Bandaríkjaforseta, sagði á árum áður að Scalise hafi eitt sinn lýst sjálfum sér sem „Ku Klux Klan leiðtoganum David Duke, án alls farangursins“.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32 Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36 Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. 1. október 2023 08:05 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Sjá meira
McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. 3. október 2023 22:32
Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36
Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. 1. október 2023 08:05