Erlent

Ellefu látnir eftir árás á Gaza-svæðið

Ellefu létu lífið er ísraelski herinn skaut eldflaugum á Gaza-svæðið í gær. Herinn segir að skotmark sitt hafi verið íslamskur öfgahópur en einhverjir þeirra sem létu lífið voru óbreyttir borgarar.

Erlent

Herða öryggi af ótta við tölvu­þrjóta

Íhaldsflokkurinn í Bretlandi tók ákvörðun að herða öryggið í kringum kosningu forystu flokksins sem fer fram þessa dagana en flokkurinn var varaður við því að tölvuþrjótar gætu reynt að breyta niðurstöðu kjörsins. Niðurstaða kosninganna verður ljós þann 5. september næstkomandi.

Erlent

Segir hald Rússa á Griner ó­rétt­mætt

Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari.

Erlent

Kornútflutningur hefst á ný og H&M efnir til lagerhreinsunar

Þrjú flutningaskip með korn innanborðs lögðu úr höfn í Úkraínu í dag. Oleksandr Kubrakov, innviðaráðherra landsins, segir Úkraínumenn treysta því að öryggistryggingar frá Sameinuðu þjóðunum og Tyrklandi um örugga för skipanna frá Úkraínu haldi og að útflutningur kornvöru komist í stöðugan og fyrirsjáanlegan farveg. 

Erlent

Fjögur á­kærð vegna máls Breonna Taylor

Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið og ákært fjóra nú- og fyrrverandi lögregluþjóna í Louisville í Kentucky vegna máls sjúkraliðans Breonna Taylor. Taylor var skotin til bana af lögregluþjónum sem brutust inn á heimili hennar árið 2020. Hún var aðeins 26 ára gömul.

Erlent

Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti

Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese.

Erlent

Öldungadeildin samþykkir aðild Svía og Finna

Allir þingmenn öldungadeildar bandaríska þingsins nema einn samþykktu í gær aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, sagði aðild ríkjanna myndu efla Nató og auka öryggi Bandaríkjanna.

Erlent

Kínverjar hefja heræfingar umhverfis Taívan

Ríkismiðlar í Kína hafa greint frá því að umfangsmiklar heræfingar kínverska hersins umhverfis Taívan séu hafnar. Æfingarnar eru sagðar fara fram á sex svæðum umhverfis eyjuna og hafa tilmæli verið send út um að flugvélar og skip forðist svæðin á meðan þær standa yfir.

Erlent

„Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“

Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum.

Erlent

Ríkur tannlæknir dæmdur fyrir að bana eiginkonunni með haglabyssu í veiðiferð

Auðugur bandarískur tannlæknir sem sakaður var um að hafa skotið eiginkonu sína til bana með haglabyssu í veiðileiðangri í Afríku var í gær sakfelldur fyrir morð og póstsvik. Hinn 67 ára Lawrence Rudolph var ákærður fyrir að hafa myrt Bianca Rudolph í Sambíu árið 2016 og brotið lög þegar hann leysti út 4,8 milljónir bandaríkjadala út úr líftryggingunni hennar.

Erlent

Meira en átta­tíu menn sakaðir um að hóp­nauðga átta konum

Meira en áttatíu menn ásakaðir um að hópnauðga átta konum komu fyrir dómara í Krugersdorp í Suður-Afríku í gær. Mennirnir réðust á tökulið sem var að taka upp tónlistarmyndband í yfirgefinni námu í Krugersdorp, nauðguðu konum hópsins og rændu fólkið öllum verðmætum.

Erlent

Tveir myrtir í Otta í Noregi

Tveir voru myrtir í Otta í Noregi í gærkvöldi en lögreglurannsókn stendur yfir þar núna. Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana hringdi sjálfur í lögregluna um kvöldmatarleytið og var handtekinn þegar lögreglan kom á staðinn.

Erlent

Kínverjar æfir yfir heimsókn Pelosi til Taívan

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, er væntanleg til Taívan í dag. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við fyrirhugaðri heimsókn og sendiherra Kína í Bandaríkjunum meðal annars sagt að Kínverjar muni ekki sitja aðgerðalausir hjá.

Erlent

Leiðtogi Al-Kaída drepinn í árás Bandaríkjamanna

Bandarísk stjórnvöld greindu frá því í gær að Ayman al-Zawahiri, leiðtogi Al Kaída, hefði fallið í árásum Bandaríkjamanna á aðsetur leiðtogans í Kabúl. Al-Zawahiri er sagður hafa verið einn af forsprökkum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001.

Erlent

Saksóknarinn sem fór í stríð við mafíuna

Yfir 350 manns sitja nú á sakamannabekk í einum stærstu réttarhöldum sem ráðist hefur verið í gegn meðlimum ítölsku mafíunnar. Þetta má aðallega þakka einum saksóknara, sem undrast það verulega að hann skuli enn vera á lífi.

Erlent

Ógnar­miklir skógar­eldar í Kali­forníu

Ógnarmiklir skógareldar loga nú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Tvö þúsund manns hafa verið gert að yfirgefa heimili sín og slökkvilið hefur áhyggjur af þrumuveðri sem er í kortunum. Eldarnir eru þeir mestu í ríkinu á þessu ári.

Erlent