Erlent Heard ætlar að áfrýja Amber Heard ætlar að áfrýja dómi í máli Johnny Depp á hendur henni. Í gær var hún fundin sek um meiðyrði í garð hans og dæmd til að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum fimmtán milljónir dollara. Erlent 2.6.2022 15:51 Mótmæli eftir mannskætt húshrun halda áfram í Íran Reiði ríkir enn í garð íranskra yfirvalda eftir að 37 manns fórust þegar íbúðablokk hrundi í suðvestanverðu landinu í síðustu viku. Mótmælendur hafa meðal annars hrópað slagorð gegn Ali Khamenei, æðsta leiðtoga Írans. Erlent 2.6.2022 10:24 Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gert samninga við Axiom Space og Collins Aerospace um þróun og framleiðslu geimbúninga og búnaðar til geimgangna. Þennan búnað eiga meðal annars geimfarar Artemis-áætlunarinnar að nota á braut um jörðu og á yfirborði tunglsins. Erlent 2.6.2022 08:00 Sjötíu ár liðin frá því að Elísabet tók við krúnunni Þúsundir streyma nú að Buckingham höll þar sem þess er minnst í dag að sjötíu ár eru liðin frá því Elísabet önnur Englandsdrottning tók við krúnunni. Einnig er haldið upp á opinberan afmælisdag drottningar í dag. Erlent 2.6.2022 07:09 Byssumaður myrðir fjóra á spítala í Bandaríkjunum Byssumaður vopnaður riffli og skammbyssu réðst inn í skrifstofubyggingu Saint Francis Hospital í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í gær og skaut fjóra til bana. Fleiri særðust en eru ekki í lífshættu. Erlent 2.6.2022 07:05 Vaktin: Fórna landsvæði fyrir tíma Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti segir að Rússar stjórni um fimmtungi Úkraínu. Hart er barist víða um landið en langmest í austurhluta þess. Erlent 2.6.2022 06:33 Minnst þrír skotnir til bana á sjúkrahúsi Minnst þrír eru látnir eftir að maður vopnaður riffli fór inn á sjúkrahús í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í kvöld og hóf þar skothríð. Hann er sagður hafa sært þó nokkra og þar af minnst einn sem er sagður í alvarlegu ástandi. Erlent 1.6.2022 23:37 Norska lögreglan lýsir eftir fanga sem er dæmdur fyrir tvö morð Norska lögreglan hefur lýst eftir fanga, sem var dæmdur fyrir tvo morð, eftir að hann skilaði sér ekki í fangelsið í Þrándheimi eftir dagsleyfi. Lýst hefur verið eftir fanganum alþjóðlega. Lögregla segir grun um að hann hafi farið til Ósló. Erlent 1.6.2022 23:12 Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. Erlent 1.6.2022 22:30 Danir losa sig við undanþáguna Yfirgnæfandi meirihluti danskra kjósenda samþykkti í dag að leggja niður undanþáguákvæði um þátttöku ríkisins í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í dag. Erlent 1.6.2022 18:27 Depp hafði betur í meiðyrðamálinu gegn Heard Kviðdómur í Bandaríkjunum tók afstöðu með leikaranum Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn Amber Heard, leikkonu og fyrrverandi eiginkonu. Heard var dæmd til að greiða Depp alls 15 milljónir dala í skaðabætur, eða sem nemur tæplega tveimur milljörðum króna. Erlent 1.6.2022 18:07 Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri. Erlent 1.6.2022 14:10 Danir greiða atkvæði um þátttöku í evrópsku varnarsamstarfi Danir greiða í dag atkvæði um það hvort að ríkið eigi að taka fullan þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsríkja. Ellefu af fjórtán flokkum á danska þinginu eru fylgjandi því að Danmörk hefji þátttöku í samstarfinu af fullum þunga. Sömuleiðis benda skoðanakannanir til þess að almenningur sé nú fylgjandi þátttöku, en talið er að kjörsókn muni ráða miklu um niðurstöðuna. Erlent 1.6.2022 11:19 Stærsta planta í heimi á við 20.000 fótboltavelli Vísindamenn frá Ástralíu uppgötvuðu að sjávargrös sem þekja um tvö hundruð ferkílómetra svæði séu í raun ein og sama plantan. Þeir telja að hún hafi vaxið af einu fræi á að minnsta kosti fjögur þúsund og fimm hundruð árum. Erlent 1.6.2022 10:27 Tveir einstaklingar höfða mál gegn Derek Chauvin Tveir svartir einstaklingar hafa höfðað mál gegn Derek Chauvin, lögregluþjóninum fyrrverandi sem myrti George Floyd í Minneapolis í maí árið 2020, og Minneapolis-borg. Chauvin er gefið að sök að hafa kropið á hálsi þeirra, líkt og hann gerði við Floyd, þegar hann var lögregluþjónn í borginni. Erlent 1.6.2022 09:52 Cosby svarar enn fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi Málflutningur í einkamáli konu gegn Bill Cosby hefst fyrir dómstóli í Kaliforníu í dag. Konan sakar Cosby um að hafa neytt sig til kynferðislegra athafna á Playboy-setrinu þegar hún var sextán ára gömul árið 1975. Erlent 1.6.2022 08:40 Vaktin: Segja Úkraínumenn hafa lofað að skjóta ekki á skotmörk í Rússlandi Bandaríkjamenn munu verða við óskum Úkraínumanna og senda þeim háþróuð og langdræg eldflaugakerfi en aðeins eldflaugar með miðlungs drægi. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja styðja við Úkraínu án þess að stigmagna átökin. Erlent 1.6.2022 07:30 Létta á takmörkunum vegna kórónuveirunnar í Sjanghæ Yfirvöld í kínversku stórborginni Sjanghæ hafa létt á reglum vegna kórónuveirunnar eftir að íbúar milljónaborgarinnar hafa þurft að halda sig heima um tveggja mánaða skeið. Erlent 1.6.2022 07:21 Bandaríkin sjá Úkraínu fyrir háþróuðum eldflaugakerfum New York Times birti í gær grein eftir Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem hann útlistar hvað Bandaríkjamenn muni og hvað þeir muni ekki gera í Úkraínu. Markmiðið sé skýrt; að tryggja lýðræðislega, fullvalda og stönduga Úkraínu. Erlent 1.6.2022 06:56 Banna Elvisum í Las Vegas að gefa fólk saman Fyrirtækið sem á ímyndarréttinn af söngvaranum Elvis Presley hefur sent kapellum í Las Vegas bréf þess efnis að þær eigi að hætta að láta Elvis-eftirhermur halda hjónavígslur. Um hundrað þúsund hjónavígslur fara fram í borginni ár hvert og kemur Elvis við sögu í fjölda þeirra. Erlent 31.5.2022 23:51 Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Hermenn og málaliðar frá Rússlandi eru sagðir hafa tekið hundruð manna af lífi í bænum Moura í Malí í mars. Hermennirnir voru að elta vígamenn sem hafa verið umsvifamiklir á svæðinu um árabil. Erlent 31.5.2022 23:10 Rannsakandi Trumps beið afhroð Lögmaður sem tengist Demókrataflokknum var í dag sýknaður af ásökunum um að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Michael Sussmann var ákærður vegna rannsóknar Johns Durham á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem Robert Mueller stóð að. Erlent 31.5.2022 18:38 Apabóla greinist í Noregi Norskur ríkisborgari greindist í dag með apabólu eftir ferðalag í Evrópu. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist í Noregi. Erlent 31.5.2022 17:34 Hundrað manns látnir eftir regnstorm í norðaustur Brasilíu Tala látinna er komin upp í hundrað eftir regnstorm sem hrinti af stað flóðum og aurskriðum við borgina Recife í norðaustur Brasilíu. Erlent 31.5.2022 17:25 Hyggjast banna sölu og innflutning á skammbyssum Ríkisstjórn Kanada, undir forystu Justin Trudeau forsætisráðherra, kynnti á mánudag nýja löggjöf sem bannar innflutning, sölu og kaup á skammbyssum. Búist er við því að lagafrumvarpið verði samþykkt í haust. Erlent 31.5.2022 15:50 ESB leitar leiða til að koma milljónum tonna af korni frá Úkraínu Leiðtogar Evrópusambandsins reyna í dag að finna leiðir til að koma rúmlega tuttugu milljón tonnum af korni frá Úkraínu sem Rússar hafa komið í veg fyrir að flutt yrðu út. Í gær náðist samkomulag um að Evrópusambandsríkin drægju úr innflutningi á olíu frá Rússlandi um 90 prósent fyrir áramót. Erlent 31.5.2022 13:11 Fundu fjölda ganga undir ævafornu hofi í Andesfjöllum Hópur fornleifafræðinga fann net ganga undir Chavín de Huantar-hofinu í Andesfjöllunum í Perú. Hofið sjálft er talið meira en þrjú þúsund ára gamalt en gangarnir enn eldri. Erlent 31.5.2022 10:32 Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. Erlent 31.5.2022 09:30 Taívanir bregðast við flugi kínverskra herflugvéla Taívanir segjast hafa sent orrustuþotur á loft til að stugga við þrjátíu kínverskum herflugvélum sem höfðu farið inn fyrir lofthelgi eyjunnar í gær. Erlent 31.5.2022 07:28 Öflugasti fellibylur til að ná landi í maímánuði Fellibylurinn Agatha komst á spjöld sögunnar í gærkvöldi sem öflugasti fellibylur sem nokkurn tímann hefur náð landi í maímánuði, að sögn fellibyljamiðstöðvar Kyrrahafsins. Erlent 31.5.2022 07:22 « ‹ 270 271 272 273 274 275 276 277 278 … 334 ›
Heard ætlar að áfrýja Amber Heard ætlar að áfrýja dómi í máli Johnny Depp á hendur henni. Í gær var hún fundin sek um meiðyrði í garð hans og dæmd til að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum fimmtán milljónir dollara. Erlent 2.6.2022 15:51
Mótmæli eftir mannskætt húshrun halda áfram í Íran Reiði ríkir enn í garð íranskra yfirvalda eftir að 37 manns fórust þegar íbúðablokk hrundi í suðvestanverðu landinu í síðustu viku. Mótmælendur hafa meðal annars hrópað slagorð gegn Ali Khamenei, æðsta leiðtoga Írans. Erlent 2.6.2022 10:24
Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gert samninga við Axiom Space og Collins Aerospace um þróun og framleiðslu geimbúninga og búnaðar til geimgangna. Þennan búnað eiga meðal annars geimfarar Artemis-áætlunarinnar að nota á braut um jörðu og á yfirborði tunglsins. Erlent 2.6.2022 08:00
Sjötíu ár liðin frá því að Elísabet tók við krúnunni Þúsundir streyma nú að Buckingham höll þar sem þess er minnst í dag að sjötíu ár eru liðin frá því Elísabet önnur Englandsdrottning tók við krúnunni. Einnig er haldið upp á opinberan afmælisdag drottningar í dag. Erlent 2.6.2022 07:09
Byssumaður myrðir fjóra á spítala í Bandaríkjunum Byssumaður vopnaður riffli og skammbyssu réðst inn í skrifstofubyggingu Saint Francis Hospital í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í gær og skaut fjóra til bana. Fleiri særðust en eru ekki í lífshættu. Erlent 2.6.2022 07:05
Vaktin: Fórna landsvæði fyrir tíma Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti segir að Rússar stjórni um fimmtungi Úkraínu. Hart er barist víða um landið en langmest í austurhluta þess. Erlent 2.6.2022 06:33
Minnst þrír skotnir til bana á sjúkrahúsi Minnst þrír eru látnir eftir að maður vopnaður riffli fór inn á sjúkrahús í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum í kvöld og hóf þar skothríð. Hann er sagður hafa sært þó nokkra og þar af minnst einn sem er sagður í alvarlegu ástandi. Erlent 1.6.2022 23:37
Norska lögreglan lýsir eftir fanga sem er dæmdur fyrir tvö morð Norska lögreglan hefur lýst eftir fanga, sem var dæmdur fyrir tvo morð, eftir að hann skilaði sér ekki í fangelsið í Þrándheimi eftir dagsleyfi. Lýst hefur verið eftir fanganum alþjóðlega. Lögregla segir grun um að hann hafi farið til Ósló. Erlent 1.6.2022 23:12
Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. Erlent 1.6.2022 22:30
Danir losa sig við undanþáguna Yfirgnæfandi meirihluti danskra kjósenda samþykkti í dag að leggja niður undanþáguákvæði um þátttöku ríkisins í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í dag. Erlent 1.6.2022 18:27
Depp hafði betur í meiðyrðamálinu gegn Heard Kviðdómur í Bandaríkjunum tók afstöðu með leikaranum Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn Amber Heard, leikkonu og fyrrverandi eiginkonu. Heard var dæmd til að greiða Depp alls 15 milljónir dala í skaðabætur, eða sem nemur tæplega tveimur milljörðum króna. Erlent 1.6.2022 18:07
Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri. Erlent 1.6.2022 14:10
Danir greiða atkvæði um þátttöku í evrópsku varnarsamstarfi Danir greiða í dag atkvæði um það hvort að ríkið eigi að taka fullan þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsríkja. Ellefu af fjórtán flokkum á danska þinginu eru fylgjandi því að Danmörk hefji þátttöku í samstarfinu af fullum þunga. Sömuleiðis benda skoðanakannanir til þess að almenningur sé nú fylgjandi þátttöku, en talið er að kjörsókn muni ráða miklu um niðurstöðuna. Erlent 1.6.2022 11:19
Stærsta planta í heimi á við 20.000 fótboltavelli Vísindamenn frá Ástralíu uppgötvuðu að sjávargrös sem þekja um tvö hundruð ferkílómetra svæði séu í raun ein og sama plantan. Þeir telja að hún hafi vaxið af einu fræi á að minnsta kosti fjögur þúsund og fimm hundruð árum. Erlent 1.6.2022 10:27
Tveir einstaklingar höfða mál gegn Derek Chauvin Tveir svartir einstaklingar hafa höfðað mál gegn Derek Chauvin, lögregluþjóninum fyrrverandi sem myrti George Floyd í Minneapolis í maí árið 2020, og Minneapolis-borg. Chauvin er gefið að sök að hafa kropið á hálsi þeirra, líkt og hann gerði við Floyd, þegar hann var lögregluþjónn í borginni. Erlent 1.6.2022 09:52
Cosby svarar enn fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi Málflutningur í einkamáli konu gegn Bill Cosby hefst fyrir dómstóli í Kaliforníu í dag. Konan sakar Cosby um að hafa neytt sig til kynferðislegra athafna á Playboy-setrinu þegar hún var sextán ára gömul árið 1975. Erlent 1.6.2022 08:40
Vaktin: Segja Úkraínumenn hafa lofað að skjóta ekki á skotmörk í Rússlandi Bandaríkjamenn munu verða við óskum Úkraínumanna og senda þeim háþróuð og langdræg eldflaugakerfi en aðeins eldflaugar með miðlungs drægi. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja styðja við Úkraínu án þess að stigmagna átökin. Erlent 1.6.2022 07:30
Létta á takmörkunum vegna kórónuveirunnar í Sjanghæ Yfirvöld í kínversku stórborginni Sjanghæ hafa létt á reglum vegna kórónuveirunnar eftir að íbúar milljónaborgarinnar hafa þurft að halda sig heima um tveggja mánaða skeið. Erlent 1.6.2022 07:21
Bandaríkin sjá Úkraínu fyrir háþróuðum eldflaugakerfum New York Times birti í gær grein eftir Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem hann útlistar hvað Bandaríkjamenn muni og hvað þeir muni ekki gera í Úkraínu. Markmiðið sé skýrt; að tryggja lýðræðislega, fullvalda og stönduga Úkraínu. Erlent 1.6.2022 06:56
Banna Elvisum í Las Vegas að gefa fólk saman Fyrirtækið sem á ímyndarréttinn af söngvaranum Elvis Presley hefur sent kapellum í Las Vegas bréf þess efnis að þær eigi að hætta að láta Elvis-eftirhermur halda hjónavígslur. Um hundrað þúsund hjónavígslur fara fram í borginni ár hvert og kemur Elvis við sögu í fjölda þeirra. Erlent 31.5.2022 23:51
Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Hermenn og málaliðar frá Rússlandi eru sagðir hafa tekið hundruð manna af lífi í bænum Moura í Malí í mars. Hermennirnir voru að elta vígamenn sem hafa verið umsvifamiklir á svæðinu um árabil. Erlent 31.5.2022 23:10
Rannsakandi Trumps beið afhroð Lögmaður sem tengist Demókrataflokknum var í dag sýknaður af ásökunum um að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Michael Sussmann var ákærður vegna rannsóknar Johns Durham á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem Robert Mueller stóð að. Erlent 31.5.2022 18:38
Apabóla greinist í Noregi Norskur ríkisborgari greindist í dag með apabólu eftir ferðalag í Evrópu. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist í Noregi. Erlent 31.5.2022 17:34
Hundrað manns látnir eftir regnstorm í norðaustur Brasilíu Tala látinna er komin upp í hundrað eftir regnstorm sem hrinti af stað flóðum og aurskriðum við borgina Recife í norðaustur Brasilíu. Erlent 31.5.2022 17:25
Hyggjast banna sölu og innflutning á skammbyssum Ríkisstjórn Kanada, undir forystu Justin Trudeau forsætisráðherra, kynnti á mánudag nýja löggjöf sem bannar innflutning, sölu og kaup á skammbyssum. Búist er við því að lagafrumvarpið verði samþykkt í haust. Erlent 31.5.2022 15:50
ESB leitar leiða til að koma milljónum tonna af korni frá Úkraínu Leiðtogar Evrópusambandsins reyna í dag að finna leiðir til að koma rúmlega tuttugu milljón tonnum af korni frá Úkraínu sem Rússar hafa komið í veg fyrir að flutt yrðu út. Í gær náðist samkomulag um að Evrópusambandsríkin drægju úr innflutningi á olíu frá Rússlandi um 90 prósent fyrir áramót. Erlent 31.5.2022 13:11
Fundu fjölda ganga undir ævafornu hofi í Andesfjöllum Hópur fornleifafræðinga fann net ganga undir Chavín de Huantar-hofinu í Andesfjöllunum í Perú. Hofið sjálft er talið meira en þrjú þúsund ára gamalt en gangarnir enn eldri. Erlent 31.5.2022 10:32
Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. Erlent 31.5.2022 09:30
Taívanir bregðast við flugi kínverskra herflugvéla Taívanir segjast hafa sent orrustuþotur á loft til að stugga við þrjátíu kínverskum herflugvélum sem höfðu farið inn fyrir lofthelgi eyjunnar í gær. Erlent 31.5.2022 07:28
Öflugasti fellibylur til að ná landi í maímánuði Fellibylurinn Agatha komst á spjöld sögunnar í gærkvöldi sem öflugasti fellibylur sem nokkurn tímann hefur náð landi í maímánuði, að sögn fellibyljamiðstöðvar Kyrrahafsins. Erlent 31.5.2022 07:22