Erlent Macron segist munu leitast við að gera óbólusettum lífið leitt Emmanuel Macron Frakklandsforseti segist vilja gera öllum þeim sem ekki vilja láta bólusetja sig lífið leitt. Þetta kom fram í viðtali við forsetann í franska dagblaðinu Le Parisien. Erlent 5.1.2022 07:03 Vonast til þess að Bretar standist áhlaupið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, vonast til þess að Bretar geti staðist núverandi áhlaup kórónuveirufaraldursins vegna ómíkronafbrigðisins, án þess að grípa þurfi til frekari samkomutakmarkana. Erlent 4.1.2022 23:41 Dómarinn á báðum áttum vegna samkomulagsins við Epstein Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins virðist á báðum áttum þegar kemur að tilraun lögmanna Andrésar til að nýta sér gamalt samkomulag Giuffre við Jeffrey Epstein til að fá málinu vísað frá dómstólum. Dómarinn er þó sagður hafa virst efins um þessa túlkun lögmanna prinsins. Erlent 4.1.2022 22:21 WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. Erlent 4.1.2022 16:45 Sænsku konungshjónin með Covid-19 Karl Gústaf XVI, konungur Svíþjóðar, og Silvia drottning hafa bæði greinst með Covid-19. Erlent 4.1.2022 14:22 Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. Erlent 4.1.2022 12:29 Máli Nevermind-barnsins vísað frá dómi Dómstóll í Bandaríkjunum hefur vísað máli hins þrítuga Spencer Elden, sem var á umslagi Nevermind, plötu Nirvana frá árinu 1991, frá dómi. Elden hafði krafið meðlimi sveitarinnar um háar fjárhæðir þar sem hann sagði umslagið jafngilda barnaklámi. Erlent 4.1.2022 12:07 Tvíburar fæddust hvor á sínu árinu Fatima Madrigal fæddi dreng klukkan 23:45 á gamlárskvöld. Tvíburasystir drengsins mætti svo í heiminn á miðnætti en tvíburarnir fæddust því á sitthvoru árinu og eiga mismunandi afmælisdaga. Erlent 4.1.2022 09:25 Trump og tveimur börnum hans stefnt Ríkissaksóknari New York hefur stefnt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og tveimur börnum hans Ivönku Trump og Donald Trump yngri. Saksóknarinn krefst þess að þau beri vitni í rannsókn á Trump Organization, fyrirtæki Trumps. Erlent 4.1.2022 08:52 Halda nöfnum gesta leyndum til að koma í veg fyrir mismunun Forsvarsmenn Airbnb hafa ákveðið að halda nöfnum gesta í Oregon í Bandaríkjunum leyndum þar til bókun þeirra hefur verið staðfest af gestgjafa. Þetta er gert til að tryggja að gestgjafar mismuni ekki gestum á grundvelli kynþáttar. Erlent 4.1.2022 08:46 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. Erlent 4.1.2022 08:01 Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. Erlent 4.1.2022 07:42 Bandaríkjamenn setja heimsmet í greindum á sólarhring Yfir milljón manns greindust með Covid-19 í Bandaríkjunum í gær en um er að ræða nýtt heimsmet í fjölda greininga sjúkdómsins á einum degi. Þá er þetta næstum tvöföldun á fyrra meti, sem féll í Bandaríkjunum fyrir fjórum dögum, þegar 590 þúsund manns greindust með kórónuveiruna. Erlent 4.1.2022 07:13 Nýfætt barn fannst í ruslatunnu flugvélarsalernis Starfsfólk flugvallar á Máritíus fann nýfætt barn í ruslatunnu inni á salerni flugvélar sem var nýlent á vellinum á nýársdag. Erlent 3.1.2022 23:39 Láta ekki líflátshótanir stoppa sig Franskir stjórnarþingmenn segja að líflátshótanir sem þeir hafi fengið muni ekki stöðva áform um að framvísa þurfi bólusetningavottorði til að komast um borð í lestir eða inn á veitingastaði. Erlent 3.1.2022 23:30 Heimila örvunarskammt fyrir tólf til fimmtán ára Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur heimilað notkun á bóluefni Pfizer sem örvunarskammt fyrir börn á aldrinum tólf til fimmtán ára, og lækkað tímann sem þarf að líða frá annari bólusetningu til þeirra þeirra þriðju úr sex mánuðum í fimm. Erlent 3.1.2022 22:27 Telja samning Giuffre við Epstein fría Andrés prins af ábyrgð Virgina Giuffre, sem kært hefur Andrés prins fyrir nauðgun, tók á móti greiðslu úr hendi Jeffrey Epstein árið 2009 gegn því að höfða ekki mál gegn „mögulegum sakborningum“ vegna kynferðisofbeldis. Erlent 3.1.2022 20:04 Náttúruverndarsinninn Richard Leakey látinn Keníski náttúruverndarsinninn Richard Leakey er látinn, 77 ára að aldri. Hann var heimsþekktur fyrir rannsóknir sínar og baráttu gegn veiðiþjófnaði og ólöglegum viðskiptum með fílabeini. Erlent 3.1.2022 09:12 Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. Erlent 3.1.2022 08:47 Úkraínskur ráðherra kvartar til Netflix vegna persónu í Emily in Paris Menningarmálaráðherra Úkraínu hefur sent formlegt erindi til Netflix og kvartað undan persónu í þáttunum Emily in Paris. Þeir segja hana „óásættanlega skrípamynd“ af úkraínskri konu. Erlent 3.1.2022 08:41 Forsætisráðherrann hættir eftir mótmæli síðustu daga Forsætisráðherra Súdans hefur sagt af sér embætti en síðustu daga hafa þúsundir mótmælt ríkisstjórn hans í höfuðborginni Khartoum. Erlent 3.1.2022 08:29 Íhugar að skikka borgarstarfsmenn til að þiggja örvunarskammt Eric Adams, borgarstjóri New York, sagðist í gær vera að íhuga að skylda starfsmenn borgarinnar til að þiggja örvunarskammt af bóluefnunum gegn Covid-19. Opinberir starfsmenn í New York hafa þegar verið skikkaðir til að þiggja bólusetningu. Erlent 3.1.2022 07:45 Elsta manneskja heims fagnar 119 ára afmælinu Kane Tanaka fagnaði afmæli sínu á elliheimili í Japan í gær en hún er elsta manneskja heims, 119 ára að aldri. Tanaka segis staðráðin í að bæta metið á næsta ári. Erlent 3.1.2022 07:05 Umfangsmiklar refsiaðgerðir það eina sem geti komið í veg fyrir innrás Það verður að teljast afar líklegt að Rússland ráðist inn í Úkraínu og það eina sem gæti mögulega komið í veg fyrir það eru gríðarlega umfangsmiklar refsiaðgerðir. Þetta segir Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Erlent 3.1.2022 06:48 Íhuga að breyta reglum um einangrun nokkrum dögum eftir styttingu Sóttvarnayfirvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að breyta reglum um einangrun Covid-smitaðra, með því að setja neikvætt kórónuveirupróf sem skilyrði fyrir því að hægt sé að ljúka einangrun á fimm dögum. Einangrun í Bandaríkjunum var stytt úr tíu dögum í fimm í síðustu viku. Erlent 2.1.2022 23:50 Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ Erlent 2.1.2022 23:30 Mæðgin sameinuð eftir 30 ára aðskilnað Þegar Li Jingwei var fjögurra ára var honum rænt og hann seldur í mansal. Kort sem hann teiknaði og deildi á samfélagsmiðli leiddi til þess að móðir hans fannst. Erlent 2.1.2022 17:05 Fjölmenn mótmæli í Amsterdam vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda Þúsundir komu saman á götum Amsterdam í dag þrátt fyrir gildandi samkomubann í Hollandi. Mótmælendur eru ósáttir við aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirunnar. Erlent 2.1.2022 16:00 Grímuskylda nemenda sett á í skólum á Englandi Nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og í menntaskólum á Englandi þurfa að bera grímur í kennslustofum þegar skólarnir hefja störf aftur í næstu viku. Erlent 2.1.2022 14:06 Miklar skemmdir á þinghúsinu í Höfðaborg Eldur kviknaði í suðurafríska þinghúsinu í morgun og breiddist hratt út. Þak hússins er fallið saman og miklar skemmdir urðu á elstu hlutum byggingarinnar. Erlent 2.1.2022 13:57 « ‹ 308 309 310 311 312 313 314 315 316 … 334 ›
Macron segist munu leitast við að gera óbólusettum lífið leitt Emmanuel Macron Frakklandsforseti segist vilja gera öllum þeim sem ekki vilja láta bólusetja sig lífið leitt. Þetta kom fram í viðtali við forsetann í franska dagblaðinu Le Parisien. Erlent 5.1.2022 07:03
Vonast til þess að Bretar standist áhlaupið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, vonast til þess að Bretar geti staðist núverandi áhlaup kórónuveirufaraldursins vegna ómíkronafbrigðisins, án þess að grípa þurfi til frekari samkomutakmarkana. Erlent 4.1.2022 23:41
Dómarinn á báðum áttum vegna samkomulagsins við Epstein Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins virðist á báðum áttum þegar kemur að tilraun lögmanna Andrésar til að nýta sér gamalt samkomulag Giuffre við Jeffrey Epstein til að fá málinu vísað frá dómstólum. Dómarinn er þó sagður hafa virst efins um þessa túlkun lögmanna prinsins. Erlent 4.1.2022 22:21
WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. Erlent 4.1.2022 16:45
Sænsku konungshjónin með Covid-19 Karl Gústaf XVI, konungur Svíþjóðar, og Silvia drottning hafa bæði greinst með Covid-19. Erlent 4.1.2022 14:22
Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. Erlent 4.1.2022 12:29
Máli Nevermind-barnsins vísað frá dómi Dómstóll í Bandaríkjunum hefur vísað máli hins þrítuga Spencer Elden, sem var á umslagi Nevermind, plötu Nirvana frá árinu 1991, frá dómi. Elden hafði krafið meðlimi sveitarinnar um háar fjárhæðir þar sem hann sagði umslagið jafngilda barnaklámi. Erlent 4.1.2022 12:07
Tvíburar fæddust hvor á sínu árinu Fatima Madrigal fæddi dreng klukkan 23:45 á gamlárskvöld. Tvíburasystir drengsins mætti svo í heiminn á miðnætti en tvíburarnir fæddust því á sitthvoru árinu og eiga mismunandi afmælisdaga. Erlent 4.1.2022 09:25
Trump og tveimur börnum hans stefnt Ríkissaksóknari New York hefur stefnt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og tveimur börnum hans Ivönku Trump og Donald Trump yngri. Saksóknarinn krefst þess að þau beri vitni í rannsókn á Trump Organization, fyrirtæki Trumps. Erlent 4.1.2022 08:52
Halda nöfnum gesta leyndum til að koma í veg fyrir mismunun Forsvarsmenn Airbnb hafa ákveðið að halda nöfnum gesta í Oregon í Bandaríkjunum leyndum þar til bókun þeirra hefur verið staðfest af gestgjafa. Þetta er gert til að tryggja að gestgjafar mismuni ekki gestum á grundvelli kynþáttar. Erlent 4.1.2022 08:46
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. Erlent 4.1.2022 08:01
Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. Erlent 4.1.2022 07:42
Bandaríkjamenn setja heimsmet í greindum á sólarhring Yfir milljón manns greindust með Covid-19 í Bandaríkjunum í gær en um er að ræða nýtt heimsmet í fjölda greininga sjúkdómsins á einum degi. Þá er þetta næstum tvöföldun á fyrra meti, sem féll í Bandaríkjunum fyrir fjórum dögum, þegar 590 þúsund manns greindust með kórónuveiruna. Erlent 4.1.2022 07:13
Nýfætt barn fannst í ruslatunnu flugvélarsalernis Starfsfólk flugvallar á Máritíus fann nýfætt barn í ruslatunnu inni á salerni flugvélar sem var nýlent á vellinum á nýársdag. Erlent 3.1.2022 23:39
Láta ekki líflátshótanir stoppa sig Franskir stjórnarþingmenn segja að líflátshótanir sem þeir hafi fengið muni ekki stöðva áform um að framvísa þurfi bólusetningavottorði til að komast um borð í lestir eða inn á veitingastaði. Erlent 3.1.2022 23:30
Heimila örvunarskammt fyrir tólf til fimmtán ára Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur heimilað notkun á bóluefni Pfizer sem örvunarskammt fyrir börn á aldrinum tólf til fimmtán ára, og lækkað tímann sem þarf að líða frá annari bólusetningu til þeirra þeirra þriðju úr sex mánuðum í fimm. Erlent 3.1.2022 22:27
Telja samning Giuffre við Epstein fría Andrés prins af ábyrgð Virgina Giuffre, sem kært hefur Andrés prins fyrir nauðgun, tók á móti greiðslu úr hendi Jeffrey Epstein árið 2009 gegn því að höfða ekki mál gegn „mögulegum sakborningum“ vegna kynferðisofbeldis. Erlent 3.1.2022 20:04
Náttúruverndarsinninn Richard Leakey látinn Keníski náttúruverndarsinninn Richard Leakey er látinn, 77 ára að aldri. Hann var heimsþekktur fyrir rannsóknir sínar og baráttu gegn veiðiþjófnaði og ólöglegum viðskiptum með fílabeini. Erlent 3.1.2022 09:12
Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. Erlent 3.1.2022 08:47
Úkraínskur ráðherra kvartar til Netflix vegna persónu í Emily in Paris Menningarmálaráðherra Úkraínu hefur sent formlegt erindi til Netflix og kvartað undan persónu í þáttunum Emily in Paris. Þeir segja hana „óásættanlega skrípamynd“ af úkraínskri konu. Erlent 3.1.2022 08:41
Forsætisráðherrann hættir eftir mótmæli síðustu daga Forsætisráðherra Súdans hefur sagt af sér embætti en síðustu daga hafa þúsundir mótmælt ríkisstjórn hans í höfuðborginni Khartoum. Erlent 3.1.2022 08:29
Íhugar að skikka borgarstarfsmenn til að þiggja örvunarskammt Eric Adams, borgarstjóri New York, sagðist í gær vera að íhuga að skylda starfsmenn borgarinnar til að þiggja örvunarskammt af bóluefnunum gegn Covid-19. Opinberir starfsmenn í New York hafa þegar verið skikkaðir til að þiggja bólusetningu. Erlent 3.1.2022 07:45
Elsta manneskja heims fagnar 119 ára afmælinu Kane Tanaka fagnaði afmæli sínu á elliheimili í Japan í gær en hún er elsta manneskja heims, 119 ára að aldri. Tanaka segis staðráðin í að bæta metið á næsta ári. Erlent 3.1.2022 07:05
Umfangsmiklar refsiaðgerðir það eina sem geti komið í veg fyrir innrás Það verður að teljast afar líklegt að Rússland ráðist inn í Úkraínu og það eina sem gæti mögulega komið í veg fyrir það eru gríðarlega umfangsmiklar refsiaðgerðir. Þetta segir Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Erlent 3.1.2022 06:48
Íhuga að breyta reglum um einangrun nokkrum dögum eftir styttingu Sóttvarnayfirvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að breyta reglum um einangrun Covid-smitaðra, með því að setja neikvætt kórónuveirupróf sem skilyrði fyrir því að hægt sé að ljúka einangrun á fimm dögum. Einangrun í Bandaríkjunum var stytt úr tíu dögum í fimm í síðustu viku. Erlent 2.1.2022 23:50
Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ Erlent 2.1.2022 23:30
Mæðgin sameinuð eftir 30 ára aðskilnað Þegar Li Jingwei var fjögurra ára var honum rænt og hann seldur í mansal. Kort sem hann teiknaði og deildi á samfélagsmiðli leiddi til þess að móðir hans fannst. Erlent 2.1.2022 17:05
Fjölmenn mótmæli í Amsterdam vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda Þúsundir komu saman á götum Amsterdam í dag þrátt fyrir gildandi samkomubann í Hollandi. Mótmælendur eru ósáttir við aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirunnar. Erlent 2.1.2022 16:00
Grímuskylda nemenda sett á í skólum á Englandi Nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og í menntaskólum á Englandi þurfa að bera grímur í kennslustofum þegar skólarnir hefja störf aftur í næstu viku. Erlent 2.1.2022 14:06
Miklar skemmdir á þinghúsinu í Höfðaborg Eldur kviknaði í suðurafríska þinghúsinu í morgun og breiddist hratt út. Þak hússins er fallið saman og miklar skemmdir urðu á elstu hlutum byggingarinnar. Erlent 2.1.2022 13:57