Erlent 53 látnir eftir umferðarslys í Mexíkó Að minnsta kosti 53 eru látnir og tugir slasaðir eftir að flutningabíll fór á hliðina í Mexíkó. Svo virðist sem bíllinn hafi verið að flytja ólöglega farendur frá Mið-Ameríku og væntanlega á leið til Bandaríkjanna. Erlent 10.12.2021 07:34 Handtekinn fyrir að leka myndbandi sem sýndi herþotu hrapa örskömmu eftir flugtak Brak F-35 herþotu breska flughersins sem hrapaði í Miðjarðarhafið örfáum andartökum eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth hefur verið endurheimt. Sjóliði um borð hefur verið handtekinn fyrir að leka myndefni sem sýndi þotuna hrapa. Erlent 9.12.2021 23:30 Ekki margir möguleikar eftir fyrir Trump til að koma í veg fyrir að gögnin verði afhent Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna í janúar fái ekki að sjá tiltekin skjöl frá forsetatíð Trump. Erlent 9.12.2021 22:08 Bjargaði líki úr bíl við brún Níagarafossa Áhöfn þyrlu Strandgæslu Bandaríkjanna tókst í gær að ná konu úr bíl sem lenti út í á og var nærri því farinn fram af Níagarafossum. Konan lifði atvikið ekki af en skyggni var mjög lítið og mjög kalt í veðri. Aðstæður voru mjög erfiðar. Erlent 9.12.2021 15:31 Kínverjar segja ríki munu gjalda fyrir að sniðganga Ólympíuleikana Ráðamenn í Kína segja að Ástralir, Bretar og Bandaríkjamenn muni gjalda fyrir þau mistök sín að senda ekki opinberar sendinefndir á Ólympíuleikana í Pekíng í febrúar. Erlent 9.12.2021 11:53 Boris Johnson nú sjö barna faðir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Johnson, eiginkona hans, eignuðust dóttur í dag, en þetta er annað barn þeirra hjóna. Erlent 9.12.2021 11:18 Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Ráðamenn í Kína hafa sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga annars á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Samband ríkjanna hefur versnað mjög eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Vilnius undir nafni Taívans. Erlent 9.12.2021 10:39 Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Hermenn í Búrma hafa verið sakaðir um grimmilegt ódæði í norðvesturhluta landsins. Hermennirnir bundu ellefu almenna borgara og brenndu þá lifandi. Erlent 9.12.2021 09:15 Nýsjálendingar banna komandi kynslóðum að kaupa tóbak Enginn Nýsjálendingur sem fæddur er 2008 eða síðar mun geta keypt sér tóbaksvörur, nái ný lög sem boðuð hafa verið af ríkisstjórn landsins fram að ganga. Erlent 9.12.2021 07:45 Skólum lokað frá 15. desember og Danir hvattir til að vinna heima Mette Frederiksen forsætisráðherra Dana kynnti í gærkvöldi nýjar samkomutakarkanir í Danmörku til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Barnaskólum verður lokað þann 15. desember og kennsla verður í gegnum netið fram að jólafríi. Erlent 9.12.2021 07:18 Einkenni smitaðra í Evrópu væg enn sem komið er Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst í 57 ríkjum heims og heldur áfram að dreifast hratt í Suður-Afríku. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir þó of snemmt að spá um áhrif afbrigðisins í heiminum, þar sem delta sé víðast hvar enn ráðandi. Erlent 9.12.2021 06:59 Margir starfsmenn Landssjúkrahússins í Færeyjum með Covid-19 Að minnsta kosti 25 starfsmenn á skurðdeildum Landssjúkrahússins í Færeyjum hafa greinst með kórónuveiruna. Búið er að staðfesta að sumir þeirra hafi sýkst af omíkron-afbrigðinu. Erlent 8.12.2021 23:30 Handtóku rangan mann vegna Khashoggi-málsins Yfirvöld í Frakklandi hafa sleppt sádí-arabískum manni sem handtekinn var í vikunni grunaður um aðild að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi úr haldi. Komið hefur í ljós að hann var handtekinn fyrir mistök. Erlent 8.12.2021 22:41 Formaður herforingjaráðs Indlands fórst í þyrluslysi Bipin Rawat, formaður herforingjaráðs Indlands, dó í þyrluslysi á Indlandi í morgun. Madhulika Rawat, eiginkona hans, og ellefu aðrir fórust einnig í slysinu. Einn lifði af en er á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi með brunasár víðsvegar um líkamann. Erlent 8.12.2021 14:52 Pfizer segir örvunarskammtinn vernda vel gegn ómíkronafbrigðinu Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að svokallaður örvunarskammtur gegn kórónuveirunni, það er þriðja sprautan, veiti góða vernd gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar, mun betri en tveir skammtar gera. Erlent 8.12.2021 13:38 Verjendur segja banaskot „saklaus mistök“ en saksóknarar manndráp Réttarhöld gegn lögreglukonu sem segist hafa skotið ungan þeldökkan mann til bana fyrir mistök standa nú yfir í Minnesota í Bandaríkjunum. Búið er að velja kviðdómendur og málflutningur hefst í dag þar sem saksóknarar og verjendur leggja línur málsins, frá þeirra sjónarhól, fyrir kviðdómendur. Erlent 8.12.2021 12:31 Scholz tekur við af Merkel: „Þetta eru klár kaflaskil“ Olaf Scholz tók formlega við embætti kanslara Þýskalands í morgun og þar með lauk sextán ára embættistíð Angelu Merkel. Prófessor í stjórnmálafræði segir að um sé að ræða kaflaskil í evrópskum og þýskum stjórnmálum þar sem erfitt er að ofmeta áhrif Merkel. Erlent 8.12.2021 12:05 Kellogg hyggst ráða 1.400 starfsmenn í stað þeirra sem eru í verkfalli Stórfyrirtækið Kellogg hyggst ráða nýja starfsmenn í stað 1.400 starfsmanna sem hafa verið í verkfalli frá því í október síðastliðnum. Starfsmennirnir höfnuðu á dögunum samningi til fimm ára sem hljóðaði upp á 3 prósenta launahækkun. Erlent 8.12.2021 08:29 Merkel hverfur úr stóli kanslara eftir sextán ár Olaf Scholz verður kjörinn kanslari Þýskalands af þýska þinginu síðar í dag. Þar með hefst nýr kafli í þýskri og evrópskri stjórnmálasögu þegar Angela Merkel hverfur af stóra sviðinu, en hún hefur verið kanslari í hartnær sextán ár. Erlent 8.12.2021 08:05 WHO segir að bóluefnin ættu að veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum Tiltæk bóluefni í heiminum ættu að vernda fólk vel gegn alvarlegum veikindum af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta segir Mike Ryan, sem fer fyrir neyðarviðbrögðum hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Erlent 8.12.2021 08:00 Einn grunaðra í máli Khashoggis handtekinn í París Lögregla í Frakklandi hefur handtekið sádiarabískan mann sem grunaður er um aðild að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018. Erlent 8.12.2021 07:41 Bandaríkjamenn hóta hörðum viðbrögðum en Pútín segir Rússa ekki ætla að ráðast inn í Úkraínu Bandaríkjamenn segjast vera að undirbúa sig undir að svara mögulegri árás Rússa á Úkraínu með afgerandi hætti. Þetta kom fram í máli Joe Bidens Bandaríkjaforseta á tvíhliða fundi sem hann átti með rússneskum kollega sínum Vladimir Pútín í gærkvöldi. Erlent 8.12.2021 06:56 Myndband sýnir ráðgjafa grínast með hina meintu jólaveislu skömmu eftir að hún á að hafa verið haldin Myndband sem breska sjónvarpsstöðin ITV birti í kvöld sýnir háttsetta ráðgjafa Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, grínast með meinta jólaveislu fjórum dögum eftir að hún á að hafa verið haldin. Erlent 7.12.2021 23:30 Talinn hafa myrt fjölskyldu sína eftir að hann falsaði bólusetningarvottorð Lík þriggja barna og tveggja fullorðinna fundust á heimili í þýska sambandslandinu Brandenborg á laugardag. Grunar lögreglu að fjölskyldufaðirinn hafi orðið eiginkonu sinni og þremur börnum að bana áður en hann tók eigið líf. Erlent 7.12.2021 19:02 Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs. Erlent 7.12.2021 15:03 Danski heilbrigðisráðherrann með Covid-19 Danski heilbrigðisráðherrann Magnus Heunicke greindist með Covid-19 í dag. Hann dvelur nú í belgísku höfuðborginni Brussel þar sem hann er í einangrun á hóteli. Erlent 7.12.2021 13:27 Hyggjast gera foreldrum kleift að fylgjast með Instagram-notkun barna Stjórnendur Instagram hafa greint frá því að í mars á næsta ári verði kynntir til sögunnar valmöguleikar fyrir foreldra til að stjórna notkun barna sinna á samfélagsmiðlinum. Munu þeir meðal annars geta séð hversu löngum tíma barnið hefur varið í smáforritinu og sett notkuninni mörk. Erlent 7.12.2021 12:23 Minnst 34 látnir og forsetinn heitir auknum aðgerðum Joko Widodo, forseti Indónesíu, hét því í dag að gefið yrði í þegar kæmi að björgunaraðgerðum og viðgerðum á skemmdum heimilum eftir eldgosið í Semeru-fjalli á Java. Minnst 34 eru látnir, sautján er saknað og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Erlent 7.12.2021 11:00 Atvinnurekendur í New York skikkaðir til að krefjast bólusetningar starfsmanna Borgaryfirvöld í New York hafa ákveðið að allir atvinnurekendur í borginni verði að krefjast þess að starfsmenn þeirra þiggi bólusetningu og séu bólusettir frá og með 27. desember næstkomandi. Erlent 7.12.2021 07:56 Uppljóstrari lýsir ringulreið og skipulagsleysi af hálfu breskra stjórnvalda Tugþúsundir Afgana sem höfðu aðstoðað Breta og óttuðust um líf sitt þegar Talíbanar tóku aftur völd í Afganistan, náðu ekki í gegn og fengu enga aðstoð vegna skipulags- og sinnuleysis af hálfu breska utanríkisráðuneytisins. Erlent 7.12.2021 06:44 « ‹ 320 321 322 323 324 325 326 327 328 … 334 ›
53 látnir eftir umferðarslys í Mexíkó Að minnsta kosti 53 eru látnir og tugir slasaðir eftir að flutningabíll fór á hliðina í Mexíkó. Svo virðist sem bíllinn hafi verið að flytja ólöglega farendur frá Mið-Ameríku og væntanlega á leið til Bandaríkjanna. Erlent 10.12.2021 07:34
Handtekinn fyrir að leka myndbandi sem sýndi herþotu hrapa örskömmu eftir flugtak Brak F-35 herþotu breska flughersins sem hrapaði í Miðjarðarhafið örfáum andartökum eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth hefur verið endurheimt. Sjóliði um borð hefur verið handtekinn fyrir að leka myndefni sem sýndi þotuna hrapa. Erlent 9.12.2021 23:30
Ekki margir möguleikar eftir fyrir Trump til að koma í veg fyrir að gögnin verði afhent Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna í janúar fái ekki að sjá tiltekin skjöl frá forsetatíð Trump. Erlent 9.12.2021 22:08
Bjargaði líki úr bíl við brún Níagarafossa Áhöfn þyrlu Strandgæslu Bandaríkjanna tókst í gær að ná konu úr bíl sem lenti út í á og var nærri því farinn fram af Níagarafossum. Konan lifði atvikið ekki af en skyggni var mjög lítið og mjög kalt í veðri. Aðstæður voru mjög erfiðar. Erlent 9.12.2021 15:31
Kínverjar segja ríki munu gjalda fyrir að sniðganga Ólympíuleikana Ráðamenn í Kína segja að Ástralir, Bretar og Bandaríkjamenn muni gjalda fyrir þau mistök sín að senda ekki opinberar sendinefndir á Ólympíuleikana í Pekíng í febrúar. Erlent 9.12.2021 11:53
Boris Johnson nú sjö barna faðir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Johnson, eiginkona hans, eignuðust dóttur í dag, en þetta er annað barn þeirra hjóna. Erlent 9.12.2021 11:18
Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Ráðamenn í Kína hafa sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga annars á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Samband ríkjanna hefur versnað mjög eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Vilnius undir nafni Taívans. Erlent 9.12.2021 10:39
Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Hermenn í Búrma hafa verið sakaðir um grimmilegt ódæði í norðvesturhluta landsins. Hermennirnir bundu ellefu almenna borgara og brenndu þá lifandi. Erlent 9.12.2021 09:15
Nýsjálendingar banna komandi kynslóðum að kaupa tóbak Enginn Nýsjálendingur sem fæddur er 2008 eða síðar mun geta keypt sér tóbaksvörur, nái ný lög sem boðuð hafa verið af ríkisstjórn landsins fram að ganga. Erlent 9.12.2021 07:45
Skólum lokað frá 15. desember og Danir hvattir til að vinna heima Mette Frederiksen forsætisráðherra Dana kynnti í gærkvöldi nýjar samkomutakarkanir í Danmörku til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Barnaskólum verður lokað þann 15. desember og kennsla verður í gegnum netið fram að jólafríi. Erlent 9.12.2021 07:18
Einkenni smitaðra í Evrópu væg enn sem komið er Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst í 57 ríkjum heims og heldur áfram að dreifast hratt í Suður-Afríku. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir þó of snemmt að spá um áhrif afbrigðisins í heiminum, þar sem delta sé víðast hvar enn ráðandi. Erlent 9.12.2021 06:59
Margir starfsmenn Landssjúkrahússins í Færeyjum með Covid-19 Að minnsta kosti 25 starfsmenn á skurðdeildum Landssjúkrahússins í Færeyjum hafa greinst með kórónuveiruna. Búið er að staðfesta að sumir þeirra hafi sýkst af omíkron-afbrigðinu. Erlent 8.12.2021 23:30
Handtóku rangan mann vegna Khashoggi-málsins Yfirvöld í Frakklandi hafa sleppt sádí-arabískum manni sem handtekinn var í vikunni grunaður um aðild að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi úr haldi. Komið hefur í ljós að hann var handtekinn fyrir mistök. Erlent 8.12.2021 22:41
Formaður herforingjaráðs Indlands fórst í þyrluslysi Bipin Rawat, formaður herforingjaráðs Indlands, dó í þyrluslysi á Indlandi í morgun. Madhulika Rawat, eiginkona hans, og ellefu aðrir fórust einnig í slysinu. Einn lifði af en er á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi með brunasár víðsvegar um líkamann. Erlent 8.12.2021 14:52
Pfizer segir örvunarskammtinn vernda vel gegn ómíkronafbrigðinu Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að svokallaður örvunarskammtur gegn kórónuveirunni, það er þriðja sprautan, veiti góða vernd gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar, mun betri en tveir skammtar gera. Erlent 8.12.2021 13:38
Verjendur segja banaskot „saklaus mistök“ en saksóknarar manndráp Réttarhöld gegn lögreglukonu sem segist hafa skotið ungan þeldökkan mann til bana fyrir mistök standa nú yfir í Minnesota í Bandaríkjunum. Búið er að velja kviðdómendur og málflutningur hefst í dag þar sem saksóknarar og verjendur leggja línur málsins, frá þeirra sjónarhól, fyrir kviðdómendur. Erlent 8.12.2021 12:31
Scholz tekur við af Merkel: „Þetta eru klár kaflaskil“ Olaf Scholz tók formlega við embætti kanslara Þýskalands í morgun og þar með lauk sextán ára embættistíð Angelu Merkel. Prófessor í stjórnmálafræði segir að um sé að ræða kaflaskil í evrópskum og þýskum stjórnmálum þar sem erfitt er að ofmeta áhrif Merkel. Erlent 8.12.2021 12:05
Kellogg hyggst ráða 1.400 starfsmenn í stað þeirra sem eru í verkfalli Stórfyrirtækið Kellogg hyggst ráða nýja starfsmenn í stað 1.400 starfsmanna sem hafa verið í verkfalli frá því í október síðastliðnum. Starfsmennirnir höfnuðu á dögunum samningi til fimm ára sem hljóðaði upp á 3 prósenta launahækkun. Erlent 8.12.2021 08:29
Merkel hverfur úr stóli kanslara eftir sextán ár Olaf Scholz verður kjörinn kanslari Þýskalands af þýska þinginu síðar í dag. Þar með hefst nýr kafli í þýskri og evrópskri stjórnmálasögu þegar Angela Merkel hverfur af stóra sviðinu, en hún hefur verið kanslari í hartnær sextán ár. Erlent 8.12.2021 08:05
WHO segir að bóluefnin ættu að veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum Tiltæk bóluefni í heiminum ættu að vernda fólk vel gegn alvarlegum veikindum af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta segir Mike Ryan, sem fer fyrir neyðarviðbrögðum hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Erlent 8.12.2021 08:00
Einn grunaðra í máli Khashoggis handtekinn í París Lögregla í Frakklandi hefur handtekið sádiarabískan mann sem grunaður er um aðild að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018. Erlent 8.12.2021 07:41
Bandaríkjamenn hóta hörðum viðbrögðum en Pútín segir Rússa ekki ætla að ráðast inn í Úkraínu Bandaríkjamenn segjast vera að undirbúa sig undir að svara mögulegri árás Rússa á Úkraínu með afgerandi hætti. Þetta kom fram í máli Joe Bidens Bandaríkjaforseta á tvíhliða fundi sem hann átti með rússneskum kollega sínum Vladimir Pútín í gærkvöldi. Erlent 8.12.2021 06:56
Myndband sýnir ráðgjafa grínast með hina meintu jólaveislu skömmu eftir að hún á að hafa verið haldin Myndband sem breska sjónvarpsstöðin ITV birti í kvöld sýnir háttsetta ráðgjafa Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, grínast með meinta jólaveislu fjórum dögum eftir að hún á að hafa verið haldin. Erlent 7.12.2021 23:30
Talinn hafa myrt fjölskyldu sína eftir að hann falsaði bólusetningarvottorð Lík þriggja barna og tveggja fullorðinna fundust á heimili í þýska sambandslandinu Brandenborg á laugardag. Grunar lögreglu að fjölskyldufaðirinn hafi orðið eiginkonu sinni og þremur börnum að bana áður en hann tók eigið líf. Erlent 7.12.2021 19:02
Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs. Erlent 7.12.2021 15:03
Danski heilbrigðisráðherrann með Covid-19 Danski heilbrigðisráðherrann Magnus Heunicke greindist með Covid-19 í dag. Hann dvelur nú í belgísku höfuðborginni Brussel þar sem hann er í einangrun á hóteli. Erlent 7.12.2021 13:27
Hyggjast gera foreldrum kleift að fylgjast með Instagram-notkun barna Stjórnendur Instagram hafa greint frá því að í mars á næsta ári verði kynntir til sögunnar valmöguleikar fyrir foreldra til að stjórna notkun barna sinna á samfélagsmiðlinum. Munu þeir meðal annars geta séð hversu löngum tíma barnið hefur varið í smáforritinu og sett notkuninni mörk. Erlent 7.12.2021 12:23
Minnst 34 látnir og forsetinn heitir auknum aðgerðum Joko Widodo, forseti Indónesíu, hét því í dag að gefið yrði í þegar kæmi að björgunaraðgerðum og viðgerðum á skemmdum heimilum eftir eldgosið í Semeru-fjalli á Java. Minnst 34 eru látnir, sautján er saknað og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Erlent 7.12.2021 11:00
Atvinnurekendur í New York skikkaðir til að krefjast bólusetningar starfsmanna Borgaryfirvöld í New York hafa ákveðið að allir atvinnurekendur í borginni verði að krefjast þess að starfsmenn þeirra þiggi bólusetningu og séu bólusettir frá og með 27. desember næstkomandi. Erlent 7.12.2021 07:56
Uppljóstrari lýsir ringulreið og skipulagsleysi af hálfu breskra stjórnvalda Tugþúsundir Afgana sem höfðu aðstoðað Breta og óttuðust um líf sitt þegar Talíbanar tóku aftur völd í Afganistan, náðu ekki í gegn og fengu enga aðstoð vegna skipulags- og sinnuleysis af hálfu breska utanríkisráðuneytisins. Erlent 7.12.2021 06:44