Innlent Persónuvernd fær á baukinn og stefnir í milljóna endurgreiðslu Ríkið þarf að endurgreiða Reykjavíkurborg fimm milljónir króna auk vaxta vegna slapprar stjórnsýslu þegar Persónuvernd sektaði borgina vegna Seesaw-kerfis sem notað var í nokkrum grunnskólum borgarinnar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Kópavogur gæti krafið ríkið um fjögurra milljóna endurgreiðslu. Innlent 5.2.2024 16:52 Áfram kvikusöfnun undir Svartsengi Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi, þó hægt hafi aðeins á landrisi síðustu daga. Svipað ferli er sagt hafa átt sér stað fyrir kvikuhlaupin og eldgosin sem urðu á svæðinu í janúar og í desember. Innlent 5.2.2024 16:21 Stefnir íslenska ríkinu vegna takmarkana á aðgengi í Grindavík Forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna banns við viðveru og starfsemi í Grindavík. Innlent 5.2.2024 16:09 Fjölskyldan lýsti áralöngu ofbeldi en ekki fallist á brot í nánu sambandi Pólskur fjölskyldufaðir hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásir og barnaverndarlagabrot gegn eiginkonu sinni og þremur börnum. Ekki var fallist á það með ákæruvaldinu að hann hefði gerst sekur um brot í nánu sambandi, þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi lýst áralöngu ofbeldi af hans hálfu. Innlent 5.2.2024 16:06 Ætla að spila golf í Grindavík í sumar Grindavík er golfbær. Húsatólftavöllur er heimavöllur Golfklúbbs Grindavíkur og þar stefna menn á að spila hvað sem líður jarðhræringum og eldgosum. Innlent 5.2.2024 16:05 Tveggja bíla árekstur í Ártúnsbrekku Árekstur varð í Ártúnsbrekkunni um klukkan þrjú í dag. Tveir bílar skullu þar saman neðst í brekkunni en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru þrír sjúkrabílar og dælubíll sendir á vettvang. Innlent 5.2.2024 15:17 Fær ekki skammtímaleyfi til þess að fylgja mági sínum til grafar Maður sem afplánar nú þungan fangelsisdóm fær ekki skammtímaleyfi til þess að mæta í útför bróður eiginkonu hans, sem lést á dögunum. Innlent 5.2.2024 15:04 Bein útsending: Óundirbúnar fyrirspurnir meðan mótmælt er á Austurvelli Óundirbúinn fyrirspurnatími hefst á Alþingi klukkan 15. Á sama tíma hefjast mótmæli á Austurvelli sem félagið Ísland – Palestína boðaði til. Innlent 5.2.2024 14:58 Leita vitna vegna ágreinings um ljósastöðu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að hörðum árekstri sem varð á gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar í Reykjavík í gær. Innlent 5.2.2024 14:28 Már ráðinn framkvæmdastjóri sameinaðs sviðs Már Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri bráða- lyflækninga og endurhæfingaþjónustu á Landspítalanum. Innlent 5.2.2024 13:42 Segir ljóst að stjórnvöld skorti pólitískan vilja til að hjálpa Íslenskur lögfræðingur segir að það sé mikil synd að íslensk stjórnvöld sjái sér ekki fært að aðstoða dvalarleyfishafa að komast út úr Gasa og gagnrýnir misvísandi upplýsingar ráðamanna í málinu sem hann segir að hafi ekki pólitískan vilja til að hjálpa. Í dag hafa hundruð boðað komu sína á mótmæli við Alþingishúsið. Innlent 5.2.2024 13:24 Mögulegt að smærri viðburður valdi gosi Verðmætabjörgun í Grindavík heldur áfram í dag. Svipað mynstur er á jarðhræringum á svæðinu og fyrir síðasta gos en mögulegt er að minni atburð þurfi en áður til að koma gosi af stað vegna skamms tíma frá síðasta gosi. Innlent 5.2.2024 12:55 Vísbendingar um bakslag í kynjahlutföllum innan lögreglunnar Lögreglan er enn mjög kynjaskiptur vinnustaður og engin merki eru um að það muni breytast án þess að ráðist verði í aðgerðir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á vinnumenningu lögreglunnar. Jafnframt kemur fram að þrátt fyrir að konum hafi fjölgað innan lögreglunnar á síðustu árum og hlutfall karla og kvenna hafi jafnast, séu nú vísbendingar um bakslag. Innlent 5.2.2024 12:55 Gengið of nærri björgunarsveitum Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag. Innlent 5.2.2024 11:50 Fólk með mislinga beðið um að taka upp símann Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið. Innlent 5.2.2024 11:44 Ung börn með verki í brjóstum vegna hormónagels móður Dæmi eru um að ung börn hér á landi hafi fundið fyrir verkjum í brjóstum. Börnin sofa upp í hjá mæðrum sínum á nóttunni en mæðurnar hafa verið í estrógen-meðferð í gelformi. Innlent 5.2.2024 11:43 Hverfa aftur til fyrra skipulags aðgengis að Grindavík Á morgun, þriðjudaginn 6.febrúar, verður aftur farið í fyrra útgefið skipulag þar sem aðgengi að Grindavík verður með þeim hætti að íbúar fá fyrirframskilgreindan dag til að fara til Grindavíkur í lengri tíma en áður. Innlent 5.2.2024 11:41 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar tökum við stöðuna í Grindavík og heyrum í Almannavörnum og Veðurstofunni. Innlent 5.2.2024 11:38 „Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu“ Hópur grunnskólanema í Hagaskóla í Reykjavík hefur boðað til verkfalls á morgun til stuðnings Palestínu. Skólastjóri segist ekki gera sér grein fyrir umfangi verkfallsins og hvort fimm, fimmtíu eða fimm hundruð nemendur muni ganga út úr tímum á morgun. Hann fagnar því að ungt fólk sé hugsandi, taki afstöðu og láti sig samfélagsleg málefni varða. Innlent 5.2.2024 11:27 Fjórði áreksturinn í dag Fjórir árekstrar hafa orðið í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi. Þeir hafa flestir verið smávægilegir og aðeins einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku. Innlent 5.2.2024 10:39 Lykilsönnunargagn ófundið í lífshættulegri skotárás Héraðssaksóknari hefur ákært Shokri Keryo, karlmann á 21. aldursári, fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal í nóvember síðastliðnum. Miskabótakrafa fimm einstaklinga sem ýmist urðu fyrir skoti eða stóð ógn af skotunum hljóðar upp á samanlagt níu milljónir króna. Skotvopnið er ófundið. Innlent 5.2.2024 09:58 Fundað hjá ríkissáttasemjara í dag Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funda í dag hjá ríkissáttasemjara. Innlent 5.2.2024 09:55 Árekstur á Háaleitisbraut Betur fór en á horfðist þegar árekstur tveggja fólksbíla varð við gatnamót Háaleitisbrautar og Miklubrautar í Reykjavík í morgun. Þegar slökkvilið bar að garði höfðu allir farþegar bílanna komið sér út úr bílunum og enginn þeirra var slasaður. Innlent 5.2.2024 09:11 Þetta voru vinsælustu nöfnin á liðnu ári Birnir var vinsælasta fyrsta eiginnafn drengja á síðasta ári og Emilía var vinsælast á meðal stúlkna. Þór var vinsælasta annað eiginnafn drengja og María á meðal stúlkna. Innlent 5.2.2024 08:29 Ökumaður snjóruðningstækis fluttur á bráðamóttöku Umferðarslys varð á Reykjanesbraut nálægt Smáralind í Kópavogi snemma í morgun, þegar fólksbíll og snjóruðningstæki skullu saman. Ökumaður snjóruðningstækisins var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Innlent 5.2.2024 08:24 1.200 til Grindavíkur í gær og um þúsund í dag Yfir 1.200 manns fóru til Grindavíkur í gær, að stærstum hluta íbúar en einnig viðbragðsaðilar. Þess er vænst að fjöldinn verði í kringum þúsund í dag. Innlent 5.2.2024 07:13 „Ef ég ætti að giska held ég að tölvurnar hafi verið notaðar“ „Við vorum engir sérfræðingar á rafmynt á þessum tíma. Við lærðum mjög mikið á mjög skömmum tíma,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, sem á sínum tíma rannsakaði Bitcoin-málið svokallaða og sótti það fyrir dómstólum. Innlent 5.2.2024 07:00 Sigurður Hjartarson er látinn Sigurður Hjartarson, fyrrverandi menntaskólakennari og stofnandi Hins íslenzka reðasafns, er látinn 82 ára að aldri. Lilja Svanbjörg Sigurðardóttir rithöfundur og dóttir Sigurðar greinir frá andláti hans á Facebook. Innlent 5.2.2024 02:44 Nálgast sömu stöðu og fyrir gos Sama magn kviku, eða um 6,5 milljón rúmmetrar, hefur flætt inn í kvikuholfið undir Svartsengi frá goslokum og talið er að hafi flætt inn í kvikuinnskotið í aðdraganda eldgoss 14. janúar síðastliðinn. Innlent 4.2.2024 21:11 Óbólusett börn meðal útsettra Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af mögulegri útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður greindist með sjúkdóminn á landspítalanum í gær. Maðurinn fékk útbrot á fimmtudag og leitaði sér heilbrigðisþjónustu á föstudag. Innlent 4.2.2024 20:43 « ‹ 313 314 315 316 317 318 319 320 321 … 334 ›
Persónuvernd fær á baukinn og stefnir í milljóna endurgreiðslu Ríkið þarf að endurgreiða Reykjavíkurborg fimm milljónir króna auk vaxta vegna slapprar stjórnsýslu þegar Persónuvernd sektaði borgina vegna Seesaw-kerfis sem notað var í nokkrum grunnskólum borgarinnar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Kópavogur gæti krafið ríkið um fjögurra milljóna endurgreiðslu. Innlent 5.2.2024 16:52
Áfram kvikusöfnun undir Svartsengi Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi, þó hægt hafi aðeins á landrisi síðustu daga. Svipað ferli er sagt hafa átt sér stað fyrir kvikuhlaupin og eldgosin sem urðu á svæðinu í janúar og í desember. Innlent 5.2.2024 16:21
Stefnir íslenska ríkinu vegna takmarkana á aðgengi í Grindavík Forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins Einhamars í Grindavík hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna banns við viðveru og starfsemi í Grindavík. Innlent 5.2.2024 16:09
Fjölskyldan lýsti áralöngu ofbeldi en ekki fallist á brot í nánu sambandi Pólskur fjölskyldufaðir hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásir og barnaverndarlagabrot gegn eiginkonu sinni og þremur börnum. Ekki var fallist á það með ákæruvaldinu að hann hefði gerst sekur um brot í nánu sambandi, þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi lýst áralöngu ofbeldi af hans hálfu. Innlent 5.2.2024 16:06
Ætla að spila golf í Grindavík í sumar Grindavík er golfbær. Húsatólftavöllur er heimavöllur Golfklúbbs Grindavíkur og þar stefna menn á að spila hvað sem líður jarðhræringum og eldgosum. Innlent 5.2.2024 16:05
Tveggja bíla árekstur í Ártúnsbrekku Árekstur varð í Ártúnsbrekkunni um klukkan þrjú í dag. Tveir bílar skullu þar saman neðst í brekkunni en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru þrír sjúkrabílar og dælubíll sendir á vettvang. Innlent 5.2.2024 15:17
Fær ekki skammtímaleyfi til þess að fylgja mági sínum til grafar Maður sem afplánar nú þungan fangelsisdóm fær ekki skammtímaleyfi til þess að mæta í útför bróður eiginkonu hans, sem lést á dögunum. Innlent 5.2.2024 15:04
Bein útsending: Óundirbúnar fyrirspurnir meðan mótmælt er á Austurvelli Óundirbúinn fyrirspurnatími hefst á Alþingi klukkan 15. Á sama tíma hefjast mótmæli á Austurvelli sem félagið Ísland – Palestína boðaði til. Innlent 5.2.2024 14:58
Leita vitna vegna ágreinings um ljósastöðu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að hörðum árekstri sem varð á gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar í Reykjavík í gær. Innlent 5.2.2024 14:28
Már ráðinn framkvæmdastjóri sameinaðs sviðs Már Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri bráða- lyflækninga og endurhæfingaþjónustu á Landspítalanum. Innlent 5.2.2024 13:42
Segir ljóst að stjórnvöld skorti pólitískan vilja til að hjálpa Íslenskur lögfræðingur segir að það sé mikil synd að íslensk stjórnvöld sjái sér ekki fært að aðstoða dvalarleyfishafa að komast út úr Gasa og gagnrýnir misvísandi upplýsingar ráðamanna í málinu sem hann segir að hafi ekki pólitískan vilja til að hjálpa. Í dag hafa hundruð boðað komu sína á mótmæli við Alþingishúsið. Innlent 5.2.2024 13:24
Mögulegt að smærri viðburður valdi gosi Verðmætabjörgun í Grindavík heldur áfram í dag. Svipað mynstur er á jarðhræringum á svæðinu og fyrir síðasta gos en mögulegt er að minni atburð þurfi en áður til að koma gosi af stað vegna skamms tíma frá síðasta gosi. Innlent 5.2.2024 12:55
Vísbendingar um bakslag í kynjahlutföllum innan lögreglunnar Lögreglan er enn mjög kynjaskiptur vinnustaður og engin merki eru um að það muni breytast án þess að ráðist verði í aðgerðir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á vinnumenningu lögreglunnar. Jafnframt kemur fram að þrátt fyrir að konum hafi fjölgað innan lögreglunnar á síðustu árum og hlutfall karla og kvenna hafi jafnast, séu nú vísbendingar um bakslag. Innlent 5.2.2024 12:55
Gengið of nærri björgunarsveitum Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag. Innlent 5.2.2024 11:50
Fólk með mislinga beðið um að taka upp símann Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið. Innlent 5.2.2024 11:44
Ung börn með verki í brjóstum vegna hormónagels móður Dæmi eru um að ung börn hér á landi hafi fundið fyrir verkjum í brjóstum. Börnin sofa upp í hjá mæðrum sínum á nóttunni en mæðurnar hafa verið í estrógen-meðferð í gelformi. Innlent 5.2.2024 11:43
Hverfa aftur til fyrra skipulags aðgengis að Grindavík Á morgun, þriðjudaginn 6.febrúar, verður aftur farið í fyrra útgefið skipulag þar sem aðgengi að Grindavík verður með þeim hætti að íbúar fá fyrirframskilgreindan dag til að fara til Grindavíkur í lengri tíma en áður. Innlent 5.2.2024 11:41
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar tökum við stöðuna í Grindavík og heyrum í Almannavörnum og Veðurstofunni. Innlent 5.2.2024 11:38
„Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu“ Hópur grunnskólanema í Hagaskóla í Reykjavík hefur boðað til verkfalls á morgun til stuðnings Palestínu. Skólastjóri segist ekki gera sér grein fyrir umfangi verkfallsins og hvort fimm, fimmtíu eða fimm hundruð nemendur muni ganga út úr tímum á morgun. Hann fagnar því að ungt fólk sé hugsandi, taki afstöðu og láti sig samfélagsleg málefni varða. Innlent 5.2.2024 11:27
Fjórði áreksturinn í dag Fjórir árekstrar hafa orðið í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi. Þeir hafa flestir verið smávægilegir og aðeins einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku. Innlent 5.2.2024 10:39
Lykilsönnunargagn ófundið í lífshættulegri skotárás Héraðssaksóknari hefur ákært Shokri Keryo, karlmann á 21. aldursári, fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal í nóvember síðastliðnum. Miskabótakrafa fimm einstaklinga sem ýmist urðu fyrir skoti eða stóð ógn af skotunum hljóðar upp á samanlagt níu milljónir króna. Skotvopnið er ófundið. Innlent 5.2.2024 09:58
Fundað hjá ríkissáttasemjara í dag Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funda í dag hjá ríkissáttasemjara. Innlent 5.2.2024 09:55
Árekstur á Háaleitisbraut Betur fór en á horfðist þegar árekstur tveggja fólksbíla varð við gatnamót Háaleitisbrautar og Miklubrautar í Reykjavík í morgun. Þegar slökkvilið bar að garði höfðu allir farþegar bílanna komið sér út úr bílunum og enginn þeirra var slasaður. Innlent 5.2.2024 09:11
Þetta voru vinsælustu nöfnin á liðnu ári Birnir var vinsælasta fyrsta eiginnafn drengja á síðasta ári og Emilía var vinsælast á meðal stúlkna. Þór var vinsælasta annað eiginnafn drengja og María á meðal stúlkna. Innlent 5.2.2024 08:29
Ökumaður snjóruðningstækis fluttur á bráðamóttöku Umferðarslys varð á Reykjanesbraut nálægt Smáralind í Kópavogi snemma í morgun, þegar fólksbíll og snjóruðningstæki skullu saman. Ökumaður snjóruðningstækisins var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Innlent 5.2.2024 08:24
1.200 til Grindavíkur í gær og um þúsund í dag Yfir 1.200 manns fóru til Grindavíkur í gær, að stærstum hluta íbúar en einnig viðbragðsaðilar. Þess er vænst að fjöldinn verði í kringum þúsund í dag. Innlent 5.2.2024 07:13
„Ef ég ætti að giska held ég að tölvurnar hafi verið notaðar“ „Við vorum engir sérfræðingar á rafmynt á þessum tíma. Við lærðum mjög mikið á mjög skömmum tíma,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, sem á sínum tíma rannsakaði Bitcoin-málið svokallaða og sótti það fyrir dómstólum. Innlent 5.2.2024 07:00
Sigurður Hjartarson er látinn Sigurður Hjartarson, fyrrverandi menntaskólakennari og stofnandi Hins íslenzka reðasafns, er látinn 82 ára að aldri. Lilja Svanbjörg Sigurðardóttir rithöfundur og dóttir Sigurðar greinir frá andláti hans á Facebook. Innlent 5.2.2024 02:44
Nálgast sömu stöðu og fyrir gos Sama magn kviku, eða um 6,5 milljón rúmmetrar, hefur flætt inn í kvikuholfið undir Svartsengi frá goslokum og talið er að hafi flætt inn í kvikuinnskotið í aðdraganda eldgoss 14. janúar síðastliðinn. Innlent 4.2.2024 21:11
Óbólusett börn meðal útsettra Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af mögulegri útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður greindist með sjúkdóminn á landspítalanum í gær. Maðurinn fékk útbrot á fimmtudag og leitaði sér heilbrigðisþjónustu á föstudag. Innlent 4.2.2024 20:43