Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2025 10:27 Bjartmar og Héðinn eftir vel heppnaðan björgunarleiðangur, að þessu sinni undir yfirborði sjávar. aðsend Bjartmar Leósson hjólahvíslari með meiru er enn að bjarga stolnum hjólum og hann lætur ekkert koma í veg fyrir að endurheimta þau. Nú kom Héðinn Þorkelsson kafari að málum með allan sinn búnað. „Og reddaði málum á núll einni,“ segir Bjartmar. „Honum þótti þetta alveg sjálfsagt. Á sunnudegi. Náði í allan búnaðinn og dreif í þessu. Ég er að spá í hvað kostar að kalla út kafara og allan búnað á sunnudegi? En þetta sýnir, þegar á bjátar, hversu margir eru til í að stökkva til og leysa málin. Mjög fallegt.“ Héðinn mætti á núll einni og bjargaði málunum Bjartmar er löngu landskunnur fyrir afskipti sín af hjólaþjófnaði sem hefur verið plága í Reykjavík lengi. „Þetta hefur breyst en ennþá í gangi.“ Hvað þetta tiltekna hjóla varðar þá hafði einhver tekið eftir hjólinu í höfninni. Hafði séð glitta í það á tveggja metra týpi. Upplýsingar þar um höfðu birst á annarri síðu Facebook-síðu en þeirri þar sem allt snýst um týnd hjól. „Ég var nú bara eitthvað að gera mér vonir um að finna sjósundskappa, en allt í einu fékk ég skilaboð frá viljugum kafara sem var meira en til í að stökkva til í þetta. Hann var bara mættur á núll einni og enga stund að redda þessu.“ Hjólið komið á land. Eftir að hafa legið í saltbaði þarf að yfirfara allar legur og annað. Bjartmar segir að það megi hafa til marks um hjálpsemi fólks þegar á bjátar að einn hefur þegar boðist til að gera það ókeypis. Nú á eftir að koma í ljós hver er eigandi hjólsins. Bjartmar segir að það verði hugsanlega hægt að heyra í búðinni og skoða raðnúmer hjólsins. Bjartmar segir að fyrst og síðast sýni þetta tiltekna mál hversu margir eru hjálpfúsir þegar á bjátar. „Eftir að hjól hefur legið í svona saltbaði þá þarf að yfirfara það, taka allar legur í sundur og yfirfara. Einn hefur þegar boðist til að gera það frítt. Allir að leggjast á eitt.“ Hluti af stærra vandamáli Bjartmar segist hafa byrjað í þessum sjálfboðaliðsstarfi 2019. Og hann hafi verið fljótur að sjá að þetta tengist öðru máli og stærra. „Þetta snýst vissulega um að finna stolin hjól en rótin liggur dýpra. Því að við erum ekki að gera vel við ákveðinn hóp; meðferðarmál og þetta tengist þeim hópi. Ef það væru öflugri og betri úrræði myndi það um leið snarlækka alla glæpatíðni. Og þá fer maður að komast í frí.“ Bjartmar segir þessi hjólamál hafa byrjað með því að hann lenti í rimmu við einn út af hjójli. „En ég sá fljótt að eldur verður ekki slökktur með eldi. Í stað þess að hella úr skálum reiði minnar fór ég að kynnast þessu fólki. Sumir fóru að hjálpa mér að endurheimta hjólin og á móti hjálpaði ég þeim að komast út úr sínum málum. Ekki dæma bókina eftir kápunni. Þetta er oft fólk sem fékk slæm spil á hendi.“ Þó hjólastuldur hafi í augnablikinu róast, en þetta gengur í sveiflum, er alltaf eitthvað um þau. „Ef við leysum mál þessa fólks leysist þetta vandamál einnig.“ Lögreglumál Reykjavík Hjólreiðar Hafnarmál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
„Og reddaði málum á núll einni,“ segir Bjartmar. „Honum þótti þetta alveg sjálfsagt. Á sunnudegi. Náði í allan búnaðinn og dreif í þessu. Ég er að spá í hvað kostar að kalla út kafara og allan búnað á sunnudegi? En þetta sýnir, þegar á bjátar, hversu margir eru til í að stökkva til og leysa málin. Mjög fallegt.“ Héðinn mætti á núll einni og bjargaði málunum Bjartmar er löngu landskunnur fyrir afskipti sín af hjólaþjófnaði sem hefur verið plága í Reykjavík lengi. „Þetta hefur breyst en ennþá í gangi.“ Hvað þetta tiltekna hjóla varðar þá hafði einhver tekið eftir hjólinu í höfninni. Hafði séð glitta í það á tveggja metra týpi. Upplýsingar þar um höfðu birst á annarri síðu Facebook-síðu en þeirri þar sem allt snýst um týnd hjól. „Ég var nú bara eitthvað að gera mér vonir um að finna sjósundskappa, en allt í einu fékk ég skilaboð frá viljugum kafara sem var meira en til í að stökkva til í þetta. Hann var bara mættur á núll einni og enga stund að redda þessu.“ Hjólið komið á land. Eftir að hafa legið í saltbaði þarf að yfirfara allar legur og annað. Bjartmar segir að það megi hafa til marks um hjálpsemi fólks þegar á bjátar að einn hefur þegar boðist til að gera það ókeypis. Nú á eftir að koma í ljós hver er eigandi hjólsins. Bjartmar segir að það verði hugsanlega hægt að heyra í búðinni og skoða raðnúmer hjólsins. Bjartmar segir að fyrst og síðast sýni þetta tiltekna mál hversu margir eru hjálpfúsir þegar á bjátar. „Eftir að hjól hefur legið í svona saltbaði þá þarf að yfirfara það, taka allar legur í sundur og yfirfara. Einn hefur þegar boðist til að gera það frítt. Allir að leggjast á eitt.“ Hluti af stærra vandamáli Bjartmar segist hafa byrjað í þessum sjálfboðaliðsstarfi 2019. Og hann hafi verið fljótur að sjá að þetta tengist öðru máli og stærra. „Þetta snýst vissulega um að finna stolin hjól en rótin liggur dýpra. Því að við erum ekki að gera vel við ákveðinn hóp; meðferðarmál og þetta tengist þeim hópi. Ef það væru öflugri og betri úrræði myndi það um leið snarlækka alla glæpatíðni. Og þá fer maður að komast í frí.“ Bjartmar segir þessi hjólamál hafa byrjað með því að hann lenti í rimmu við einn út af hjójli. „En ég sá fljótt að eldur verður ekki slökktur með eldi. Í stað þess að hella úr skálum reiði minnar fór ég að kynnast þessu fólki. Sumir fóru að hjálpa mér að endurheimta hjólin og á móti hjálpaði ég þeim að komast út úr sínum málum. Ekki dæma bókina eftir kápunni. Þetta er oft fólk sem fékk slæm spil á hendi.“ Þó hjólastuldur hafi í augnablikinu róast, en þetta gengur í sveiflum, er alltaf eitthvað um þau. „Ef við leysum mál þessa fólks leysist þetta vandamál einnig.“
Lögreglumál Reykjavík Hjólreiðar Hafnarmál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira