Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2025 19:13 Anastasiia stendur hér fyrir framan blokkina þar sem hún bjó fyrst um sinn eftir komuna til Íslands. Hún hefur síðan flutt sig um set en býr þó enn á Reykjanesskaganum. Vísir/Ívar Leikstjóri heimildarmyndar um úkraínska flóttamenn hér á landi segist vilja snúa aftur heim, en þó aldrei ef Rússar fá sínu framgengt. Á morgun verða þrjú ár liðin frá innrásinni í Úkraínu. Hér að neðan má sjá stiklu að heimildamyndinni Tímabundið skjól, sem verður frumsýnd hér á landi á morgun, en þá verða þrjú ár frá innrás Rússa í Úkraínu. Leikstjóri myndarinnar, sem kom hingað til lands sem flóttamaður eftir innrásina, segir myndinni ætlað að veita áhorfendum innsýn í líf flóttamanna. Allt breytist á einum degi „Á einum degi getur allt líf manns umturnast og maður flytur út á hafsauga, og þarf að hefjast handa við að búa sér nýtt líf,“ segir Anastasiia Bortuali, leikstjóri myndarinnar. Hún segist hafa byrjað að mynda atburði í lífi sínu í apríl 2022, þegar hún kom til Íslands. Í upphafi hafi tökurnar verið einskonar dagbókarfærslur til einkanota. Síðar hafi hún fengið styrk til að vinna handrit að heimildamynd. „Markmiðið var ekki að gera mynd um ‚aumingja flóttamennina, aumingja fólkið', heldur að gefa þessu orði, flóttamaður, andlit.“ Samtöl við annað flóttafólk höfðu góð áhrif Anastasiia kom hingað ásamt systur sinni og móður, án þess að þekkja hér nokkurn mann. Hún taldi í upphafi að hún myndi búa í Reykjavík, en við komuna til landsins var henni fyrst um sinn komið fyrir í gamalli varnarliðsblokk á Ásbrú. „Þá grét ég. Ég hélt að lífi mínu væri klárlega lokið.“ Á Ásbrú hafi hún hitt fyrir fleiri flóttamenn, víðar að en frá Úkraínu. Það hafi verið heilandi að hlusta á sögur þessa fólks. „Og þegar þetta fólk tók að opna sig fyrir mér held ég að það hafi verið þeim ákveðin meðferð líka. Við hjálpuðum hvert öðru,“ segir Anastasiia. Heimildamynd Anastasiiu verður frumsýnd hér á landi á morgun en var fyrst sýnd á Toronto International Film Festival í september síðastliðnum.Vísir/Ívar Faðir Anastasiiu varð eftir í Úkraínu, sem og frændi hennar sem gekk í herinn og hefur barist á vígvellinum. „Við vitum ekki hvort hann muni lifa af,“ segir Anastasiia. Hún bætir við að amma hennar í Úkraínu sé einnig fallin frá. „Hún sagði alltaf við okkur að stríðinu myndi ljúka næsta vor. Ég spurði hvaðan hún hefði þær upplýsingar, og hún sagðist bara vita. En amma mín er látin og stríðinu er ekki lokið.“ Anastasiia segist vilja eiga möguleika á því að snúa aftur heim að stríði loknu. „En ekki ef það verður undir rússneskum fána. Aldrei.“ Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Hér að neðan má sjá stiklu að heimildamyndinni Tímabundið skjól, sem verður frumsýnd hér á landi á morgun, en þá verða þrjú ár frá innrás Rússa í Úkraínu. Leikstjóri myndarinnar, sem kom hingað til lands sem flóttamaður eftir innrásina, segir myndinni ætlað að veita áhorfendum innsýn í líf flóttamanna. Allt breytist á einum degi „Á einum degi getur allt líf manns umturnast og maður flytur út á hafsauga, og þarf að hefjast handa við að búa sér nýtt líf,“ segir Anastasiia Bortuali, leikstjóri myndarinnar. Hún segist hafa byrjað að mynda atburði í lífi sínu í apríl 2022, þegar hún kom til Íslands. Í upphafi hafi tökurnar verið einskonar dagbókarfærslur til einkanota. Síðar hafi hún fengið styrk til að vinna handrit að heimildamynd. „Markmiðið var ekki að gera mynd um ‚aumingja flóttamennina, aumingja fólkið', heldur að gefa þessu orði, flóttamaður, andlit.“ Samtöl við annað flóttafólk höfðu góð áhrif Anastasiia kom hingað ásamt systur sinni og móður, án þess að þekkja hér nokkurn mann. Hún taldi í upphafi að hún myndi búa í Reykjavík, en við komuna til landsins var henni fyrst um sinn komið fyrir í gamalli varnarliðsblokk á Ásbrú. „Þá grét ég. Ég hélt að lífi mínu væri klárlega lokið.“ Á Ásbrú hafi hún hitt fyrir fleiri flóttamenn, víðar að en frá Úkraínu. Það hafi verið heilandi að hlusta á sögur þessa fólks. „Og þegar þetta fólk tók að opna sig fyrir mér held ég að það hafi verið þeim ákveðin meðferð líka. Við hjálpuðum hvert öðru,“ segir Anastasiia. Heimildamynd Anastasiiu verður frumsýnd hér á landi á morgun en var fyrst sýnd á Toronto International Film Festival í september síðastliðnum.Vísir/Ívar Faðir Anastasiiu varð eftir í Úkraínu, sem og frændi hennar sem gekk í herinn og hefur barist á vígvellinum. „Við vitum ekki hvort hann muni lifa af,“ segir Anastasiia. Hún bætir við að amma hennar í Úkraínu sé einnig fallin frá. „Hún sagði alltaf við okkur að stríðinu myndi ljúka næsta vor. Ég spurði hvaðan hún hefði þær upplýsingar, og hún sagðist bara vita. En amma mín er látin og stríðinu er ekki lokið.“ Anastasiia segist vilja eiga möguleika á því að snúa aftur heim að stríði loknu. „En ekki ef það verður undir rússneskum fána. Aldrei.“
Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira