Innlent Faraldur innbrota í hjólreiðabúðir Fjölmörg innbrot í hjólabúðir hafa verið gerð undanfarnar vikur og mánuði. Þjófar virðast samt hafa lítið upp úr innbrotunum. Innlent 21.8.2024 11:27 Hafa áhyggjur af því að hraun muni ná inn fyrir varnargarða Tilefni er til þess að hafa áhyggjur af því að hraun geti náð inn fyrir varnargarða við Grindavík í næsta eldgosi. Veðurstofan hefur uppfært hættumat vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga, sem er óbreytt frá síðustu viku. Innlent 21.8.2024 11:20 Göngutúr í góða veðrinu varð að martröð Andrea Björk Hannesdóttir dýralæknir var á göngu með hundinum sínum Smára í gær í blíðviðrinu við Kleifarvatn þegar að óheppilegt atvik varpaði dökkum skugga á annars fallegan dag. Innlent 21.8.2024 11:12 Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár. Innlent 21.8.2024 10:15 Erlendum ríkisborgurum fjölgað um fimm þúsund síðan í desember Erlendum ríkisborgurum, sem eru með skráða búsetu hér á landi, hefur fjölgað um sjö prósent á átta mánuðum. Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 0,4 prósent. Innlent 21.8.2024 09:11 Hlaupið sækir hægt í sig veðrið Hlaup í Skaftá sem hófst í gær er enn á hægri uppleið. Innlent 21.8.2024 08:25 Nokkrar klukkustundir í fullan þrýsting Heitt vatn rennur nú hægt inn á nánast öll hverfi, en nokkrar klukkustundir mun taka að ná upp fullum þrýstingi. Innlent 21.8.2024 08:12 Þrír handteknir eftir tilraun til að rukka skuld með ofbeldi Lögregla var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna átaka í heimahúsi en í ljós kom að þar höfðu þrír einstaklingar komið að til að rukka skuld með ofbeldi. Innlent 21.8.2024 06:23 Ekkert ólöglegt né óalgengt við uppsafnað orlof Lára V. Júlíusdóttir segir það vera samningsatriði á milli vinnuveitanda og launafólks hvað það getur tekið út ónotað orlof langt aftur í tímann. Það sé hvorki ólöglegt né óalgengt að orlof stjórnenda safnist upp þó svo að tilgangur laganna sé að tryggja launafólki frí. Innlent 20.8.2024 23:05 Ekki allir sammála því að ekki eigi að lækka vexti Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að það séu ekki allir í íslensku samfélagi sammála því að hér eigi ekki að lækka vexti. Hann segist þó vona það besta en búa sig undir það versta fyrir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans á morgun. Hann veltir því fyrir sér hvort umfangsmiklar fjárfestingar lífeyrissjóðanna í íslensku hagkerfi valdi þrálátri verðbólgu og háu vaxtastigi. Innlent 20.8.2024 22:58 Komu í veg fyrir stórtjón þegar eldur kviknaði á Siglufirði Slökkvilið Fjallabyggðar kom í veg fyrir stórtjón þegar eldur kviknaði í atvinnuhúsnæði við Norðurgötu á Siglufirði. Slökkvilið hélt þegar á vettvang þegar útkall barst. Innlent 20.8.2024 22:39 Áætlað að vinnu ljúki við Suðuræð á miðnætti Unnið er við tengingar Suðuræða og áætlað er að allri vinnu við þær ljúki í kringum miðnætti. Þá verður heitu vatni hleypt rólega inn á flutningslögnina og hún fyllt áður en opnað er inn á hverfin. Innlent 20.8.2024 21:35 Skaftárhlaup líklega að hefjast Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu. Innlent 20.8.2024 21:16 Mikilvægt að bílastæðagjöld skili sér í þjónustu Bílastæðagjöld og aðgangseyrir að náttúruperlum skila eigendum gríðarlegum tekjum. Misjafnt er hvort eða hvernig rekstraraðilar ferðamannastaða nýta tekjur til uppbyggingar á aðstöðu. Innlent 20.8.2024 20:57 Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. Innlent 20.8.2024 20:42 Heitavatnsleysið: Flykktust í sund og sluppu við uppvaskið með grillveislu Veitur hleyptu í dag heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi en framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun Innlent 20.8.2024 20:31 Íbúð í Grafarvogi á floti í sjóðandi vatni Íbúðareigandi í Grafarvogi er eitt stórt spurningamerki eftir umfangsmikinn leka í íbúð hans sem þó er ekki á stóru lokunarsvæði á höfuðborgarsvæðinu sem nær til 120 þúsund íbúa. Heitt vatn fossaði úr lögn í íbúðinni í gær sem olli einnig skemmdum á hæðinni fyrir neðan. Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að bilun hafi orðið í dreifikerfinu í Grafarvogi í gær, sem er alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð. Innlent 20.8.2024 19:21 Heitt vatn komið á á Hólmsheiði og vinnu miðar vel Fullur þrýstingur er kominn á heita vatnið í Almannadal og á Hólmsheiði. Önnur vinna er samkvæmt áætlun að sögn Veitna. Innlent 20.8.2024 19:09 SA og ASÍ hnýta í Seðlabankann Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hvetja Seðlabankann til að vera framsýnan í ákvörðunum sínum varðandi stýrivexti. Háir raunvextir séu íþyngjandi fyrir skuldsett heimili og dragi úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði. Innlent 20.8.2024 18:24 Sögulegt heitavatnsleysi og brjáluð umferð Veitur hleyptu síðdegis heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi. Framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun. Íbúar tóku raskinu af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu. Innlent 20.8.2024 17:58 Ökumaður stöðvaður á nagladekkjum og fékk engan afslátt Ökumaður var stöðvaður í Reykjavík í dag þar sem bifreið hans var á nagladekkjum. Í dagbók lögreglunnar segir að ökumaðurinn hafi reynt að nota allar bestu afsakanirnar í bransanum, en lögreglumennirnir hafi engan afslátt gefið, þar sem þeir væru ekki fæddir í gær. Innlent 20.8.2024 17:40 Gul viðvörun á Suðausturlandi Gul veðurviðvörun tekur gildi á Suðausturlandi klukkan ellefu í hádeginu á morgun. Hún verður í gildi í tíu klukkutíma, til klukkan níu um kvöldið. Innlent 20.8.2024 16:44 Ólafur Ragnar skákar Vigdísi og Guðna Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. Innlent 20.8.2024 16:27 Geirsgata opnuð í báðar áttir á morgun Opnað verður fyrir umferð um Geirsgötu í miðbæ Reykjavíkur í báðar áttir á nýjan leik á morgun. Lokað hefur verið fyrir akstur í aðra átt í einu síðan á fimmtudag í síðustu viku. Innlent 20.8.2024 16:08 Nýtir gervigreind í stað sérfræðinga Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hyggst nýta gervigreind til að finna dæmi um svokallaða gullhúðun í íslenskri löggjöf. Þar er átt við tilfelli þar sem stjórnvöld hafa gengið lengra en krafist er í tilskipunum sem innleiddar eru á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Innlent 20.8.2024 15:56 Lést af völdum voðaskots á gæsaveiðum Karlmaðurinn sem lést í alvarlegu slysi nærri Hálslóni miðlunarlóni Kárahnjúkavirkjunar norðan Vatnajökuls í morgun var íslenskur karlmaður á fertugsaldri. Hann var ásamt fleirum á gæsaveiðum og lést af völdum voðaskots. Innlent 20.8.2024 15:21 Hnífi beitt í árás í Skeifunni Tveir voru í dag handteknir grunaðir um að hafa sært annan mann með hnífi á bílastæði í Skeifunni. Maðurinn er ekki með lífshættulega áverka en var fluttur á slysadeild. Innlent 20.8.2024 15:17 Hellisheiði lokuð að hluta á fimmtudag til föstudags Hellisheiði verður lokuð til austurs við Þrengslavegamót frá því klukkan níu um morgun á fimmtudag til klukkan sjö föstudagsmorgun vegna malbikunarframkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Innlent 20.8.2024 14:57 Skemmdi rúður í lögreglubílum dag eftir dag Kona hefur verið dæmd fyrir héraðsdómi í skilorðsbundið 14 mánaða fangelsi fyrir eignaspjöll. Fólust þau í því að brjóta ítrekað rúður lögreglubíla með neyðarhamri í sumar. Konan hótaði einnig lögreglumanni með skilaboðum á rúðuþurrku. Innlent 20.8.2024 13:51 Samgöngusáttmálinn taki á mikilli innviðaskuld við höfuðborgarsvæðið Uppfærður samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið verður kynntur opinberlega á morgun. Innviðaráðherra segir algera samstöðu ríkja um sáttmálann innan ríkisstjórnarinnar og kannast ekki við að kostnaður við hann hafi tvöfaldast, eins og sumir hafi fullyrt en umfang sáttmálans hafi aukist. Innlent 20.8.2024 13:18 « ‹ 95 96 97 98 99 100 101 102 103 … 334 ›
Faraldur innbrota í hjólreiðabúðir Fjölmörg innbrot í hjólabúðir hafa verið gerð undanfarnar vikur og mánuði. Þjófar virðast samt hafa lítið upp úr innbrotunum. Innlent 21.8.2024 11:27
Hafa áhyggjur af því að hraun muni ná inn fyrir varnargarða Tilefni er til þess að hafa áhyggjur af því að hraun geti náð inn fyrir varnargarða við Grindavík í næsta eldgosi. Veðurstofan hefur uppfært hættumat vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga, sem er óbreytt frá síðustu viku. Innlent 21.8.2024 11:20
Göngutúr í góða veðrinu varð að martröð Andrea Björk Hannesdóttir dýralæknir var á göngu með hundinum sínum Smára í gær í blíðviðrinu við Kleifarvatn þegar að óheppilegt atvik varpaði dökkum skugga á annars fallegan dag. Innlent 21.8.2024 11:12
Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár. Innlent 21.8.2024 10:15
Erlendum ríkisborgurum fjölgað um fimm þúsund síðan í desember Erlendum ríkisborgurum, sem eru með skráða búsetu hér á landi, hefur fjölgað um sjö prósent á átta mánuðum. Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 0,4 prósent. Innlent 21.8.2024 09:11
Hlaupið sækir hægt í sig veðrið Hlaup í Skaftá sem hófst í gær er enn á hægri uppleið. Innlent 21.8.2024 08:25
Nokkrar klukkustundir í fullan þrýsting Heitt vatn rennur nú hægt inn á nánast öll hverfi, en nokkrar klukkustundir mun taka að ná upp fullum þrýstingi. Innlent 21.8.2024 08:12
Þrír handteknir eftir tilraun til að rukka skuld með ofbeldi Lögregla var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna átaka í heimahúsi en í ljós kom að þar höfðu þrír einstaklingar komið að til að rukka skuld með ofbeldi. Innlent 21.8.2024 06:23
Ekkert ólöglegt né óalgengt við uppsafnað orlof Lára V. Júlíusdóttir segir það vera samningsatriði á milli vinnuveitanda og launafólks hvað það getur tekið út ónotað orlof langt aftur í tímann. Það sé hvorki ólöglegt né óalgengt að orlof stjórnenda safnist upp þó svo að tilgangur laganna sé að tryggja launafólki frí. Innlent 20.8.2024 23:05
Ekki allir sammála því að ekki eigi að lækka vexti Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að það séu ekki allir í íslensku samfélagi sammála því að hér eigi ekki að lækka vexti. Hann segist þó vona það besta en búa sig undir það versta fyrir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans á morgun. Hann veltir því fyrir sér hvort umfangsmiklar fjárfestingar lífeyrissjóðanna í íslensku hagkerfi valdi þrálátri verðbólgu og háu vaxtastigi. Innlent 20.8.2024 22:58
Komu í veg fyrir stórtjón þegar eldur kviknaði á Siglufirði Slökkvilið Fjallabyggðar kom í veg fyrir stórtjón þegar eldur kviknaði í atvinnuhúsnæði við Norðurgötu á Siglufirði. Slökkvilið hélt þegar á vettvang þegar útkall barst. Innlent 20.8.2024 22:39
Áætlað að vinnu ljúki við Suðuræð á miðnætti Unnið er við tengingar Suðuræða og áætlað er að allri vinnu við þær ljúki í kringum miðnætti. Þá verður heitu vatni hleypt rólega inn á flutningslögnina og hún fyllt áður en opnað er inn á hverfin. Innlent 20.8.2024 21:35
Skaftárhlaup líklega að hefjast Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu. Innlent 20.8.2024 21:16
Mikilvægt að bílastæðagjöld skili sér í þjónustu Bílastæðagjöld og aðgangseyrir að náttúruperlum skila eigendum gríðarlegum tekjum. Misjafnt er hvort eða hvernig rekstraraðilar ferðamannastaða nýta tekjur til uppbyggingar á aðstöðu. Innlent 20.8.2024 20:57
Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. Innlent 20.8.2024 20:42
Heitavatnsleysið: Flykktust í sund og sluppu við uppvaskið með grillveislu Veitur hleyptu í dag heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi en framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun Innlent 20.8.2024 20:31
Íbúð í Grafarvogi á floti í sjóðandi vatni Íbúðareigandi í Grafarvogi er eitt stórt spurningamerki eftir umfangsmikinn leka í íbúð hans sem þó er ekki á stóru lokunarsvæði á höfuðborgarsvæðinu sem nær til 120 þúsund íbúa. Heitt vatn fossaði úr lögn í íbúðinni í gær sem olli einnig skemmdum á hæðinni fyrir neðan. Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að bilun hafi orðið í dreifikerfinu í Grafarvogi í gær, sem er alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð. Innlent 20.8.2024 19:21
Heitt vatn komið á á Hólmsheiði og vinnu miðar vel Fullur þrýstingur er kominn á heita vatnið í Almannadal og á Hólmsheiði. Önnur vinna er samkvæmt áætlun að sögn Veitna. Innlent 20.8.2024 19:09
SA og ASÍ hnýta í Seðlabankann Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hvetja Seðlabankann til að vera framsýnan í ákvörðunum sínum varðandi stýrivexti. Háir raunvextir séu íþyngjandi fyrir skuldsett heimili og dragi úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði. Innlent 20.8.2024 18:24
Sögulegt heitavatnsleysi og brjáluð umferð Veitur hleyptu síðdegis heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi. Framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun. Íbúar tóku raskinu af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu. Innlent 20.8.2024 17:58
Ökumaður stöðvaður á nagladekkjum og fékk engan afslátt Ökumaður var stöðvaður í Reykjavík í dag þar sem bifreið hans var á nagladekkjum. Í dagbók lögreglunnar segir að ökumaðurinn hafi reynt að nota allar bestu afsakanirnar í bransanum, en lögreglumennirnir hafi engan afslátt gefið, þar sem þeir væru ekki fæddir í gær. Innlent 20.8.2024 17:40
Gul viðvörun á Suðausturlandi Gul veðurviðvörun tekur gildi á Suðausturlandi klukkan ellefu í hádeginu á morgun. Hún verður í gildi í tíu klukkutíma, til klukkan níu um kvöldið. Innlent 20.8.2024 16:44
Ólafur Ragnar skákar Vigdísi og Guðna Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. Innlent 20.8.2024 16:27
Geirsgata opnuð í báðar áttir á morgun Opnað verður fyrir umferð um Geirsgötu í miðbæ Reykjavíkur í báðar áttir á nýjan leik á morgun. Lokað hefur verið fyrir akstur í aðra átt í einu síðan á fimmtudag í síðustu viku. Innlent 20.8.2024 16:08
Nýtir gervigreind í stað sérfræðinga Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hyggst nýta gervigreind til að finna dæmi um svokallaða gullhúðun í íslenskri löggjöf. Þar er átt við tilfelli þar sem stjórnvöld hafa gengið lengra en krafist er í tilskipunum sem innleiddar eru á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Innlent 20.8.2024 15:56
Lést af völdum voðaskots á gæsaveiðum Karlmaðurinn sem lést í alvarlegu slysi nærri Hálslóni miðlunarlóni Kárahnjúkavirkjunar norðan Vatnajökuls í morgun var íslenskur karlmaður á fertugsaldri. Hann var ásamt fleirum á gæsaveiðum og lést af völdum voðaskots. Innlent 20.8.2024 15:21
Hnífi beitt í árás í Skeifunni Tveir voru í dag handteknir grunaðir um að hafa sært annan mann með hnífi á bílastæði í Skeifunni. Maðurinn er ekki með lífshættulega áverka en var fluttur á slysadeild. Innlent 20.8.2024 15:17
Hellisheiði lokuð að hluta á fimmtudag til föstudags Hellisheiði verður lokuð til austurs við Þrengslavegamót frá því klukkan níu um morgun á fimmtudag til klukkan sjö föstudagsmorgun vegna malbikunarframkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Innlent 20.8.2024 14:57
Skemmdi rúður í lögreglubílum dag eftir dag Kona hefur verið dæmd fyrir héraðsdómi í skilorðsbundið 14 mánaða fangelsi fyrir eignaspjöll. Fólust þau í því að brjóta ítrekað rúður lögreglubíla með neyðarhamri í sumar. Konan hótaði einnig lögreglumanni með skilaboðum á rúðuþurrku. Innlent 20.8.2024 13:51
Samgöngusáttmálinn taki á mikilli innviðaskuld við höfuðborgarsvæðið Uppfærður samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið verður kynntur opinberlega á morgun. Innviðaráðherra segir algera samstöðu ríkja um sáttmálann innan ríkisstjórnarinnar og kannast ekki við að kostnaður við hann hafi tvöfaldast, eins og sumir hafi fullyrt en umfang sáttmálans hafi aukist. Innlent 20.8.2024 13:18