Íslenski boltinn

Segir að Kristall kunni ekki reglurnar

Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar.

Íslenski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: FH-Stjarnan 1-1 | Enn eitt jafntefli liðanna eftir æsilegar lokamínútur

FH og Stjarnan þurfa að deila stigunum sem voru í boði í dag eftir að hafa gert jafntefli 1-1 í Kaplakrika. Leikurinn var í hægara lagi og fá færi litu dagsins ljós þangað til í uppbótartíma en Stjarnan jafnaði metin þegar lítið var eftir og bæði lið hefðu getað skorað í uppbótartíma. FH komst tvisvar í góða skyndisókn og Stjarnan skaut í stöng.

Íslenski boltinn

Fram kaupir Almar frá Val

Fram hefur keypt Almar Ormarsson frá Val. Hann snýr því aftur til liðsins sem hann lék með á árunum 2008-13. Almarr skrifaði undir tveggja ára samning við Fram.

Íslenski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Víkingur 0-6| Helgi og Logi gerðu báðir þrennu er meistararnir fóru illa með Selfyssinga

Víkingur Reykjavík valtaði yfir Selfoss 0-6. Helgi Guðjónsson fór á kostum og gerði fyrstu þrjú mörk meistaranna. Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson tók síðan við keflinu og gerði næstu þrjú mörkin.Víkingur Reykjavík verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn