Íslenski boltinn

„Þarf að vinna málið betur“

„Nú þarf bara að setjast niður, ræða málin og ná samstöðu,“ segir Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, eftir ársþing KSÍ um helgina. Þar var tillaga Fram um 14 liða efstu deild karla felld, sem og tillaga stjórnar KSÍ um fjölgun leikja með því að taka upp úrslitakeppni í deildinni.

Íslenski boltinn

Engin breyting var versta niðurstaðan

„Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni.

Íslenski boltinn

„Ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu“

„Ég sagði bara að ef fundurinn gengi gegn samþykktum samtakanna þá yrði ég ekki með í þessu lengur. Ég ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu,“ segir Geir Þorsteinsson sem yfirgaf aðalfund ÍTF í gær áður en Orri Hlöðversson var kjörinn nýr formaður. Geir er sannfærður um ólögmæti framboðs Orra og er ekki einn um það.

Íslenski boltinn

Vall kominn í Val

Knattspyrnudeild Vals staðfesti í dag að félagið hefði samið við Svíann Johannes Vall um að spila með liðinu. Vall er 28 ára gamall, örvfættur varnarmaður sem síðast lék í næstefstu deild Svíþjóðar með Ljungskile.

Íslenski boltinn

Lögmæti framboðs Orra dregið í efa

Samkvæmt minnisblaði lögfræðings er framboð Orra Hlöðverssonar til formanns Íslensks toppfótbolta ólöglegt. Miðað við það virðist formannsstóllinn blasa við eina mótframbjóðanda Orra, Geir Þorsteinssyni, en ekki eru öll kurl komin til grafar.

Íslenski boltinn

Geir gæti snúið aftur í stjórn KSÍ

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er annar tveggja frambjóðenda til formanns Íslensks toppfótbolta, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum. Formaður ÍTF situr stjórnarfundi KSÍ.

Íslenski boltinn