Körfubolti

Benedikt: Sóknin lítur alltaf vel út þegar menn hitta

„Maður er aldrei ánægður með allar 40 mínúturnar en þetta voru það margar góðar mínútur að ég verð að vera ánægður. Mér fannst við ná tökum á þeim varnarlega og héldum því ansi lengi,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn á Grindavík í Subway-deildinni í kvöld.

Körfubolti

Rekinn úr húsi fyrir að labba á dómarann

Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt þar sem flautuþristur tryggði Denver Nuggets sigur á Golden State Warriors, LeBron James leiddi LA Lakers í sterkum sigri á Utah Jazz, og Phoenix Suns héldu áfram að vinna þrátt fyrir að Chris Paul væri rekinn úr húsi.

Körfubolti

Jón Axel og félagar unnu nauman sigur

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Crailsheim Merlins þurftu að hafa fyrir hlutunum þegar þeir tóku á móti fallbaráttuliði Giessen í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Heimamenn í Crailsheima unnu að lokum nauman sex stiga sigur, 87-81.

Körfubolti

Má spila aftur í NBA eftir dópbann

Tyreke Evans má spila aftur í NBA-deildinni í körfubolta en hann var dæmdur í bann í maí 2019 eftir að hann gerðist brotlegur við reglur deildarinnar um lyfjanotkun. Hann má semja við lið í NBA frá og með föstudeginum.

Körfubolti

Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi

Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi.

Körfubolti

Þetta eru frá­bær skipti fyrir Brook­lyn

Farið var yfir ótrúleg leikmannaskipti Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets á lokadegi félagaskiptaglugga NBA-deildarinnar í síðasta þætti af Lögmál Leiksins. James Harden og Paul Millsap fóru frá Nets til 76ers á meðan síðarnefnda liðið fékk Ben Simmons, Seth Curry, Andre Drummond og tvo valrétti í nýliðavölum á næstu árum. Einn núna í ár og annan árið 2027.

Körfubolti