Lífið

Myndaveisla: Þær voru fjallkonur um land allt í ár

Frá lýðveldisstofnun hefur það verið hefð að kona í hlutverki fjallkonunnar flytji ávarp fyrir hátíðargesti á þjóðhátíðardaginn. Í ár var fjöldi glæsilegra kvenna sem tók að sér hlutverk fjallkonunnar um land allt.

Lífið

Fékk síma í and­litið á miðjum tón­leikum

Tónlistarkonan Bebe Rexha þurfti að yfirgefa tónleika sína í New York í gærkvöldi eftir að hafa fengið síma í andlitið. Að sögn Rexha er í lagi með hana en búið er að handtaka mann sem grunaður er um að hafa kastað símanum í hana.

Lífið

Ís­lensk sund­stjarna slær í gegn á gramminu

Myndband sem sýnir hina ungu og efnilegu sundkonu, Önnu Elínu, spreyta sig í ungbarnasundi hefur vakið stormandi lukku innan samfélagsmiðla. Móðir hennar, Emilía Madeleine Heenen, segist undrandi á viðtökunum en myndbandið hefur nú fengið yfir 40 milljón áhorfa. 

Lífið

Fýlu­ferð til Ís­lands endaði með einka­tón­leikum

Erlendir aðdáendur söngkonunnar Bjarkar sem áttu miða á Cornucopia tónleika hennar duttu heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar blásið var til einkatónleika handa þeim sem höfðu skipulagt ferð til landsins fyrir tónleikana. Tilkynnt var í maí um að Cornucopia tónleikum Bjarkar yrði aflýst.

Lífið

Hveiti­kökur eru góðar með öllu á­leggi

Flestir kannast við vestfirskar hveitikökur. Hvort sem þær eru borðaðar hversdags eða til hátíðarbrigða geta matgæðingar sammælst um ágæti þeirra. Laufey Rós Halldórsdóttir matartæknir deilir hér sinni eftirlætis uppskrift. 

Lífið

Sögu­boð á al­þjóða­degi flótta­fólks

Í tilefni af Alþjóðadegi flóttafólks þann 20. júní býður Ungliðahreyfing Amnesty International til viðburðar sem haldinn er á morgun og nefnist Söguboð eða „Story Sharing Café“. Viðburðurinn er öllum opinn og verður haldinn í Húsi Máls og menningar á Laugavegi 18.

Lífið

Stjórnandi Spoti­fy illur út í Harry og Meg­han

Bill Simmons, stjórnandi á sviði hlað­varps­mála hjá sænsku tón­listar­veitunni Spoti­fy, var þung­orður í garð her­toga­hjónanna Harry og Meg­han í eigin hlað­varps­þætti og kallaði hjónin eigin­hags­muna­seggi. Spoti­fy og hjónin komust að sam­komu­lagi fyrir helgi um upp­sögn á fram­leiðslu­samningi hjónanna við tón­listar­veituna.

Lífið

Ís­lendingar taki Norð­menn til fyrir­myndar hvað varðar 17. júní

Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Hjá Reykvíkingum hófst dagurinn á hátíðarathöfn á Austurvelli þar sem forseti Íslands lagði blómsveig á minnisvarða Jóns Sigurðssonar og flutti forsætisráðherra hátíðarræðu. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir Íslendinga geta tekið Norðmenn til fyrirmyndar þegar kemur að þjóðhátíðardeginum.

Lífið

„Ég er verulega lofthræddur hérna uppi“

Garpur I. Elísabetarson, umsjónarmaður Okkar eigin Íslands, hélt ásamt félögum sínum í langan og strangan leiðangur inn Morsárdal á suðausturlandi og stefndu á Þumal, sem er 120 metra toppur við rætur Vatnajökuls í svokölluðum Skaftafellsfjöllum.

Lífið

Segir Costner vísa börnunum á dyr

Christine Baumgartner, hönnuður og fyrrum eiginkona leikarans Kevin Costner, segir að Costner fari nú fram á að bæði hún og þrjú börn þeirra yfirgefi heimili þeirra við Santa Barbara í Kaliforníu.

Lífið

Þor­leifur Örn segist eiga Ís­lands­met í vondri gagn­rýni: „Það er flókið að díla við upp­hefð“

Þorleifur Örn Arnarsson er einn af framsæknustu leikstjórum landsins og hefur hlotið mikið lof, ekki síst utan landsteinanna. Hann var til að mynda valinn leikstjóri ársins á þýsku leiklistarverðlaununum árið 2018. Verðlaun sem þar í landi eru einungis veitt hverjum listamanni einu sinni á ævinni. Því er auðvelt að spyrja hvort takmarkinu sé ekki löngu náð?

Lífið

HAF hjónin kaupa draumaeignina

Hjónin og eigendur hönnunarstúdíósins Haf studio, Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson hafa fest kaup á draumaeigninni við Fjölnisveg 14 í Þingholtunum í Reykjavík.

Lífið

Telur sig eiga stærsta buffsafnið á Ís­landi

Guðni Th. Jóhannes­son for­seti Ís­lands segist eiga stærsta buffsafn Ís­lands, svo mörg hefur hann fengið í gjöf síðast­liðin ár. For­setinn mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun í til­efni af því að hann hyggst bjóða almenningi í heimsókn á Bessastaði á sunnudag milli 13 og 16. Hlusta má á við­talið neðar í fréttinni.

Lífið

Sonur Al Pa­cino kominn í heiminn

Bandaríski leikarinn Al Pacino og kærasta hans, Noor Alfallah eru nýbakaðir foreldrar drengs. Talsmaður parsins staðfestir þetta í samtali við TMZ og segir að strákurinn hafi fengið nafnið Roman. 

Lífið