Hvetja fleiri til að láta mála vegglistaverk Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2024 21:35 Adam Flint Taylor, fagstjóri í grafískri hönnun við LHÍ, og Natka Klimowicz, myndlistarkona. Vísir/Einar Búið er að kortleggja staðsetningu yfir 160 vegglistaverka í Reykjavík á nýju korti borgar. Listunnendur vilja sjá fleiri verk í úthverfum og utan höfuðborgarsvæðis. Þrátt fyrir að maður taki ekki alltaf eftir þeim leynast falleg vegglistaverk víða um borgina. Verkin eru eftir fjölda listamanna en eiga það flest sameiginlegt að vera í miðborginni, eins og sjá má á kortinu sem Reykjavíkurborg hefur gert aðgengilegt öllum. Á kortinu er hægt að sjá hvar má finna verkin og hver málaði þau. Listakona sem hefur gert nokkur verk í borginni, þar á meðal þetta á myndinni fyrir neðan, segir kortið gera mikið fyrir bæði borgarbraginn og listamennina. Natka málaði þetta verk á húsnæði Andrýmis við Bergþórugötu.Vísir/Einar „Þetta gerir manni kleift að upplifa borgina á annan hátt. Maður getur farið eftir kortinu og séð veggmyndirnar, fylgt þeim um borgina,“ segir Natka Klimowicz, myndlistarkona. Adam Flint Taylor, fagstjóri í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, er mikill áhugamaður um veggjalist. „Ég held að þær auki menningarlegan skilning því margar veggmyndir hafa einhvers konar menningarlega tengingu. Sumar veggmyndirnar sem við tölum um tengjast listasögu Íslands. Svo ég held að þær hjálpi til við að segja þá sögu í almannarýminu,“ segir Adam. Veggjalist getur bætt lífi við hinar ýmsu byggingar.Vísir/Einar Þau hvetja húseigendur í úthverfum borgarinnar að heyra í listamönnum og láta mála vegglistaverk. Einnig fólk utan höfuðborgarsvæðisins. „Það er hægt að gera eitthvað sem íbúarnir vilja, eitthvað sem uppfyllir þarfir þeirra og fjallar um það sem er mikilvægt fyrir þá. Svo það er ekki bara þannig að listamaður geri veggmynd út frá sjálfum sér heldur getur það verið samstarfsverkefni,“ segir Natka. Það eru ekki öll verk á kortinu sem er alltaf að stækka. Þeir sem eru með ábendingar um verk sem vantar geta sent póst á veggjalist@gmail.com. Myndlist Arkitektúr Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Þrátt fyrir að maður taki ekki alltaf eftir þeim leynast falleg vegglistaverk víða um borgina. Verkin eru eftir fjölda listamanna en eiga það flest sameiginlegt að vera í miðborginni, eins og sjá má á kortinu sem Reykjavíkurborg hefur gert aðgengilegt öllum. Á kortinu er hægt að sjá hvar má finna verkin og hver málaði þau. Listakona sem hefur gert nokkur verk í borginni, þar á meðal þetta á myndinni fyrir neðan, segir kortið gera mikið fyrir bæði borgarbraginn og listamennina. Natka málaði þetta verk á húsnæði Andrýmis við Bergþórugötu.Vísir/Einar „Þetta gerir manni kleift að upplifa borgina á annan hátt. Maður getur farið eftir kortinu og séð veggmyndirnar, fylgt þeim um borgina,“ segir Natka Klimowicz, myndlistarkona. Adam Flint Taylor, fagstjóri í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, er mikill áhugamaður um veggjalist. „Ég held að þær auki menningarlegan skilning því margar veggmyndir hafa einhvers konar menningarlega tengingu. Sumar veggmyndirnar sem við tölum um tengjast listasögu Íslands. Svo ég held að þær hjálpi til við að segja þá sögu í almannarýminu,“ segir Adam. Veggjalist getur bætt lífi við hinar ýmsu byggingar.Vísir/Einar Þau hvetja húseigendur í úthverfum borgarinnar að heyra í listamönnum og láta mála vegglistaverk. Einnig fólk utan höfuðborgarsvæðisins. „Það er hægt að gera eitthvað sem íbúarnir vilja, eitthvað sem uppfyllir þarfir þeirra og fjallar um það sem er mikilvægt fyrir þá. Svo það er ekki bara þannig að listamaður geri veggmynd út frá sjálfum sér heldur getur það verið samstarfsverkefni,“ segir Natka. Það eru ekki öll verk á kortinu sem er alltaf að stækka. Þeir sem eru með ábendingar um verk sem vantar geta sent póst á veggjalist@gmail.com.
Myndlist Arkitektúr Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira