Lífið

Þóra Dungal er látin

Þóra Dungal er látin, 47 ára að aldri. Hún lék aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997 en tilviljun réði því að hún var fengin í hlutverkið á sínum tíma. Hún lætur eftir sig tvær dætur.

Lífið

Sviðs­höfundur Lor­een segist ekki hafa stolið af Sæ­­mundi

Lotta Furebäck, einn sviðshöfunda atriðis Loreen í Eurovisison, segist ekki hafa séð kvikmynd íslenska listamannsins Sæmundar Þórs Helgasonar en þótti útlit söngkonunnar í keppnini ansi líkt útliti aðalpersónu úr stuttmynd Sæmundar. Líkindin séu einungis tilviljun. 

Lífið

Missti tvær systur sínar og lifir nú einn dag í einu

„Það er ekki gangur lífsins fyrir foreldra að missa barn og hvað þá tvö. Þetta er ótrúlega erfið lífsreynsla og að sama skapi að horfa á foreldra sína syrgja svona,“ segir íþróttafrömuðurinn Gerður Jónsdóttir í viðtali í Einkalífinu. 

Lífið

Heiðra minningu Njalla með tónleikum

Næstkomandi laugardag munu þrjár af vinsælustu sveitaballahljómsveitum landsins, Vinir vors og blóma, Land og synir og Sóldögg stíga á stokk í Háskólabíói og heiðra minningu hljómborðsleikara síns og vinar Njáls Þórðarsonar.

Lífið

Heitustu sumartrendin í ár

Sumarið er komið, svona á það að vera og sólin leikur stundum um mann, misjafnlega beran. Hér á Íslandi er sumartíðin gengin í garð óháð fjölbreyttu veðurfari en á sumrin þróast hin ýmsu skemmtilegu trend á ólíkum sviðum. Blaðamaður fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend sumarsins verða.

Lífið

Unnur Birna aftur ófrísk

Tónlistarkonan Unnur Birna Björnsdóttir ætlaði sér aldrei að eignast barn en hún þjáist af tókófóbíu eða sjúklegri hræðslu við meðgöngu og fæðingu. Fyrir tæpum þremur árum kom svo frumburðurinn, Náttsól Viktoría í heiminn og nú í september er von á óvæntum bróður. 

Lífið

Billie Eilish orðin einhleyp á ný

Poppstjarnan Billie Eilish og rokkarinn Jesse Rutherford, söngvari The Neighbourhood, eru hætt saman eftir sjö mánaða samband. Framhjáhald ku ekki vera ástæðan.

Lífið

Slær met sem baðfatamódel á níræðisaldri

Sjónvarpskonan Martha Stewart prýðir forsíðu baðfataútgáfu tímaritsins Sports Illustrated fyrir árið 2023. Það gerir hana að elstu forsíðustúlku tímaritsins frá upphafi en hún verður 82 ára í ágúst.

Lífið

Ásgeir Trausti með ábreiðu af Sálinni í herferð Ljóssins

Ljósið, endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, hrindir í dag af stað nýrri herferð undir yfirskriftinni Klukk, þú ert hann! Ásgeir Trausti leggur herferðinni lið með endurútgáfu á laginu Ekkert breytir því með Sálinni hans Jóns míns. 

Lífið

Fönguðu kraft púðurskota í „Slow Mo“

Þeir Gavin og Dan í „Slow Mo Guys“ hafa um árabil fangað hina ýmsu hluti með háhraðamyndavélum og hafa þeir til að mynda komið til Íslands og fangað íslenska náttúru. Í nýjasta myndbandi þeirra sýna þeir fram á kraft púðurskota.

Lífið

Skilnaðurinn erfiður en sam­bandið gott í dag

Leikarinn, líkamsræktarfrömuðurinn og fyrrverandi ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger segir að skilnaður sinn við Mariu Shriver hafi verið erfiður á sínum tíma. Samband þeirra er þó að hans sögn gott í dag.

Lífið

Støre í sundi og Macron á Þing­völlum

Jonas Gahr Støre, for­sætis­ráð­herra Noregs, heim­sótti Sund­höll Reykja­víkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, for­seti Frakk­lands, fór á Þing­velli í morgun á­samt Dúa J. Land­mark og þjóð­garðs­verði.

Lífið

Grillaðar kótilettur með guðdómlegri sultu

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega. Í þetta skiptið er það gamli skólinn á nýja mátann, hér eru kótilettur með brennivíns-beikon sultu, kartöflum og gulrótum í hvítlaukssmjöri.

Lífið

Fjöl­mennt á sýningu Upp­lýsinga­tækni­skólans

Óhætt er að segja að útskriftarsýning nemenda Upplýsingatækniskólans hafi heppnast með eindæmum vel um helgina, en fjölmenni sótti sýninguna þegar hún var opnuð í húsakynnum Tækniskólanum við Háteigsveg 35–39 á föstudag.

Lífið

Safna í fótboltalið með barneignum

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, eiga von sínu öðru barni saman, en um er að ræða sjötta barn Garðars. 

Lífið

Exit-stemmning í fjölsóttu afmæli Gillz

Athafna- og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, hélt heljarinnar afmælispartí í tilfefni af 43 ára afmæli sínu um helgina þar sem þema veislunnar var í anda norsku Exit þáttanna.

Lífið