Lífið

Palli var ekki til í glimmer­brettið

Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir verður seint talin vera stjörnukokkur en hún fór af stað með matreiðsluþætti á Þorláksmessu á Stöð 2.

Lífið

Ætlaði að taka á­fengis­lausan janúar en entist út árið

„Fyrir ári síðan ákvað ég að prófa að hætta alveg að drekka áfengi. Þetta byrjaði sem veðmál við frúna, en fyrir ári voru vinkonur hennar flestar að hefja svokallaðan "Dry January". Þetta sagði hún mig aldrei geta - og ákvað ég því að taka hana á orðinu.“

Lífið

Maggi Ei­ríks hvergi nærri hættur

Einn ástsælasti lagahöfundur þjóðarinnar, Magnús Eiríksson eða Maggi Eiríks, segist hvergi nærri hættur. Hann varð 76 ára gamall á síðasta ári og segir lykilatriði að spila á gítarinn á hverjum degi til að halda puttunum í lagi.

Lífið

Rakel meyr eftir síðasta vinnudaginn hjá Ríkisútvarpinu

Rakel Þorbergsdóttir lauk sinni síðustu vakt í dag á Ríkisútvarpinu í bili eftir 22 ára starf á fréttastofunni. Hún lætur þar af leiðandi af störfum sem fréttastjóri og hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða leyfi. Því næst á vit ævintýranna.

Lífið

Óáfengur kokteill sem getur líka verið eftirréttur

Gunnar Ingi Svansson framkvæmdastjóri CinCin óáfengu drykkjanna deilir með lesendum ótrúlega ferskum og hressandi eftirrétt. Með því að breyta hlutföllunum er líka hægt að gera réttinn að óáfengum kokteil fyrir áramótin.

Lífið

Ís­lensku sprakkarnir í bók Elizu Reid

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, gaf út bókina Sprakkar fyrir jólin. Í bókinni fjallar Eliza um stöðu sína, segir frá sjálfri sér og lýsir fjölbreyttum aðstæðum sem hún hefur lent í sem innflytjandi, kona og maki. Hún fléttar þeim sögum saman við frásagnir viðmælenda sinna og rifjar auk þess upp sögur af kvenskörungum fyrri tíma.

Lífið

„Takk Co­vid fyrir að sýna mér þessa nýju til­veru“

„Það er svo ótrúlega skrítið þegar tilveran fer svona á hvolf eins og síðustu tæplega tvö ár hafa liðið þá er til fólk sem mislíkar það ekki svo sárt,“ skrifar Katrín Björk Guðjónsdóttir á bloggsíðu sinni þar sem hún skrifar á jákvæðan hátt um það hvernig það er að vera ung kona í bataferli eftir heilablæðingar.

Lífið

Það gerist ýmislegt á bak við tjöldin

„Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta.“ Þessi tilvitnun hefur sjaldan átt jafn vel við og á þessum síðustu og verstu. Stundum er bara allt svolítið flókið og erfitt. En það gera allir mistök og það má bara ekki tapa gleðinni.

Lífið

Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræði­legur

Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu.

Lífið

Missti drauma­starfið en sneri vörn í sókn

Flugfreyjan fyrrverandi Líney Sif Sandholt sneri vörn í sókn þegar henni var sagt upp flugfreyjustarfinu hjá Icelandair og ákvað að stofna hreingerningarfyrirtæki sem framleiðir náttúrulegan hreinsivökva.

Lífið

Pantaði jóla­tré en fékk nær­buxur í staðinn

Flestir hafa pantað vörur af netinu og einhverjir lent í því að önnur vara komi í staðinn. Þá er vandamálið yfirleitt smávægilegt; til dæmis peysa sem er númeri of lítil, eða græn berist í stað blárrar. Arnari nokkrum brá heldur betur í brún þegar pakki sem hann hafði pantað frá Kína kom loks til hingað til lands.

Lífið

Rasshitamælirinn raunsönn lýsing á líkfundi

Á jóladag var frumsýndur á Stöð 2 fyrsti þátturinn af Svörtu söndum, í leikstjórn Baldvin Z en þættirnir eru framleiddir af Glassriver. Áhorfendur Stöðvar 2 fengu einn þátt á jóladag og síðan aftur þátt á öðrum degi jóla.

Lífið