Lífið

Ást er: „Er ótrúlega lánsöm að hafa nælt í hana“

„Frá okkar fyrstu kynnum var ljóst að eitthvað alveg einstakt var í gangi,“ segir Ingileif Friðriksdóttir um kvöldið þegar leiðir hennar og Maríu Rutar Kristinsdóttur, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar lágu saman á örlagaríku ágústkvöldi árið 2013. 

Lífið

Hvað er best í bak­­pokann?

Stór hluti landsmanna er eflaust farinn að reima á sig ferðaskóna um þessar mundir enda mikil ferðamanna helgi framundan. Að mörgu ber að huga en Vísir tók saman nokkra hluti sem gott er að gleyma ekki þegar kemur að bakpokanum. 

Lífið

Dúxaði í drauma­­náminu í Slóvakíu

Nýútskrifaði læknaneminn Auður Kristín Pétursdóttir gerði sér lítið fyrir og útskrifaðist með hæstu einkunn frá alþjóðlega læknanáminu í Slóvakíska háskólanum Jessenius Faculty of Medicine. Síðan hún var lítil segist hún hafa heillast af starfi lækna á spítölum og vitað að ekkert annað nám kæmi til greina. 

Lífið

Sound of Freedom: Óvæntur smellur byggir á umdeildum grunni

Bandaríska kvikmyndin Sound of Freedom hefur aflað meiri tekna en stórmyndir eins og Mission Impossible – Dead Reckoning Part One og The Flash. Kvikmyndin var frumsýnd þann 4. júlí en síðan þá hefur hún halað inn nærri því 150 milljónum dala. Framleiðsla hennar er sögð hafa kostað einungis tæpar fimmtán milljónir.

Bíó og sjónvarp

Lizzo segir á­sakanir um fitu­s­mánun vera ó­sannar

Bandaríska tónlistarkonan Melissa Viviane Jefferson, betur þekkt sem Lizzo, segir ásakanir sem settar voru fram af þremur fyrrverandi dönsurum hennar vera ósannar. Ásakanirnar snúa meðal annars að meintri kynferðislegri áreitni, fitusmánun og fjandsamlegu vinnuumhverfi.

Lífið

Innipúkar eiga von á góðu

Það verður nóg um að vera um land allt um verslunarmannahelgina. Þeir sem ætla að halda sig í höfuðborginni og vera svokallaðir Innipúkar eiga líka von á góðu.

Lífið

Létu þjónana missa brúð­kaup­stertuna í gólfið

Listaparið Gunnlaugur Egilsson og Gunnur von Matérn gengu í hjónaband síðastliðna helgi. Gunnlaugur segir athöfnina hafa verið fullkomna og hápunktinum hafi verið náð þegar veislugestir supu andköf yfir gervitertu sem brúðhjónin létu útbúa.

Lífið

Bachelorette-stjarna komin með kærustu

Gabby Windey tók þátt í raunveruleikaþættinum The Bachelorette á síðasta ári. Þar kynntist hún þrjátíu og tveimur mönnum og ákvað að lokum að trúlofast einum þeirra. Það samband entist þó ekki lengi og er Gabby nú komin með kærustu.

Lífið

Tók út tíu klukkustunda refsingu í sundlauginni á Selfossi

Eyrbekkingur fékk heldur betur að kynnast sundlauginni á Selfossi í dag því hann þurfti að vera þar í 10 klukkutíma, sem refsing í vinsælum fótboltaleik. Eyrbekkingurinn naut þó lífsins með sína rúsínuputta en hann skiptist á að fara í rennibrautina, í heitu pottana og synda í lauginni.

Lífið

Einhleypan: Á eingöngu eftir að kaupa sér glæsihöll og snekkju

Ísdrottninguna Ásdísi Rán Gunnarsdóttur þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Hún er nú búsett í Búlgaríu þar sem hún starfar sem fyrirsæta og leikkona. Nýjasta verkefni hennar, og jafn framt stærsta sem leikkona er að fara með aðalhlutverkið í ítalskri kvikmynd undir leikstjórn Lor­enzo Faccend. Kvikmyndin er tekin upp í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu. Ásdís fer með hlutverk hjákonu auðugs manns og hún lýsir því sem draumaverkefni.

Makamál

Æfir yfir Önnu Frank-ham­borgara og Adolfs-frönskum

Skyndibitastaðurinn Honky Donky Diner í Rafaela-borg Argentínu sætir nú mikillar reiði vegna rétta sem finna mátti á matseðli staðarins. Um er að ræða hamborgara sem kenndur er við Önnu Frank, stúlku sem fórst í helförinni, og franskar kartöflur nefndar Adolf og vísa til nasistaleiðtogans Adolfs Hitler.

Matur

Enn á lífi þökk sé systur sinni

Bandaríski leikarinn Jamie Foxx segir að það sé systur sinni að þakka að hann sé ennþá á lífi í dag. Leikarinn lagðist inn á sjúkrahús fyrr á árinu en hefur ekki gefaið upp mörg smáatriði varðandi það hvað kom fyrir.

Lífið

Fabjúl­öss feður

Birtingarmynd föðurhlutverksins er fjölbreytt og flókin. Þar má nefna nýbakaða feður, margra barna feður, stjúpfeður, einstæða feður, verðandi feður og feður yfir fertugt, svo fátt eitt sé nefnt.

Lífið

Leigði sér miðaldra karl í heilan dag

Stefán Þór Þorgeirsson tók japanskan miðaldra karlmann á leigu í heilan dag. Hann segir Japani líta á slíka leigu sem eðlilega og að fólk vilji frekar leigja sér félagsskap en að sjást eitt á ferð. Stefán fór með manninum í spilasal, í pílu og út að borða.

Lífið

Semur spurningar á nætur­vöktum spítalans

Læknaneminn Daníel Óli Ólafsson skráði sig fyrir rælni í spurningakeppnina Gettu betur á sínum tíma. Hann flaug í gegn og hefur nú þjálfað lið Borgarholtsskóla í tæpan áratug. Eftir óvænt veikindi ákvað hann að nýta þekkingu sína og setja af stað spurningahlaðvarpið Trivíaleikarnir. 

Lífið

Upp­skrift að bleiku Bar­bie pasta

Barbie myndin og bleiki liturinn sem henni fylgir nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. Æðið teygir anga sína víðar en hvað fatatísku varðar því bleiki liturinn er farinn að láta sjá sig í hinum ýmsu mataruppskriftum. 

Lífið

Söng um Draumaprinsinn og giftist sínum

Einar Stefánsson, markaðs- og kynningarstjóri hjá Píeta samtökunum, trommuleikari Hatara og gít­ar­leik­ari Vakar gekk að eiga Sólbjörtu Sigurðardóttur flugfreyju, dansara og leiklistarnema við hátíðlega athöfn um liðna helgi í Vestmannaeyjum.

Lífið

„Tón­listin er það sem gerir lífið þess virði að lifa því“

„Tónlist hefur alltaf verið svo sjálfsagður partur af lífi mínu. Það hafði auðvitað mikil áhrif á mig að pabbi minn, Kristján Eldjárn heitinn, starfaði sem gítarleikari þannig að tónlistin var alltaf mjög stór partur af heimilislífinu og það er eitthvað sem ég er mjög þakklát fyrir,“ segir tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn. Blaðamaður ræddi við hana um tónlistina og lífið í Suður Frakklandi, þar sem hún er búsett.

Lífið

Mogga­rit­stjóri kveður Reyni­melinn

Matth­ías Johann­essen fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðsins, rithöfundur, ljóðskáld og áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins, hefur sett parhús sitt við Reynimel á sölu. Ásett verð fyrir fermetrana 240 eru 179 milljónir.

Lífið