Menning

Hví ertu svona heimskur, Tyffi?

Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld. Tyrfingur er 26 ára og algjör spútnikk í íslensku leikhúslífi.

Menning

Leiðin frá bernskunni

Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari opnar sýningu í dag í Listamönnum Galleríi. Hún birtir heim sem hann fann er hann beygði út af Reykjanesbraut.

Menning

Seremónía í Salnum

Nýtt verk eftir Hauk Tómasson tónskáld verður frumflutt í Salnum á sunnudaginn af Strokkvartettinum Sigga. Una Sveinbjörnsdóttir er ein flytjenda.

Menning

Tónlist í bústað Ingólfs

Tónlist sem rekja má aftur til landnáms verður flutt í Landnámssýningunni, Aðalstræti 16, í kvöld af Spilmönnum Ríkínís. Marta Guðrún Halldórsdóttir er ein spilmannanna.

Menning

Erró fyrir Harro

Harro og Hildur Ásgeirsdóttir Jónsson opna sýningar á Kjarvalsstöðum á laugardaginn næsta klukkan 16.

Menning

Vill brjóta niður staðalímyndir

Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir flutti með fjölskyldu sinni frá Reykjavík til Ísafjarðar fyrir tveimur árum. Þar starfar hún sem verkefna- og rekstrarstjóri menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar og er formaður Femínistafélags Vestfjarða. Hún tók þátt í Ungfrú Ísland fyrir rúmum áratug og telur réttast að stúlkur fái borgað fyrir þátttöku í slíkri fegurðarsamkeppni.

Menning

Móðurhlutverkið kemur við sögu

Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran og píanóleikarinn Ástríður Alda Sigurðardóttir halda tónleika í Kaldalóni í Hörpu annað kvöld, 1. febrúar.

Menning

Þetta er svona gamandrama

Leikritið Óskasteinar eftir Ragnar Bragason verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld undir stjórn höfundar. Það er átakaverk með bankaráni, gíslatöku og dramatískum afhjúpunum en gamanið er líka með í för. Kristín Þóra Haraldsdóttir er meðal leikenda.

Menning

Einveruskortur einkennir verkin

Akureyrsku listamennirnir Arnar Ómarsson og Hekla Björt Helgudóttir eru gestalistamenn í Árósum í Danmörku og opna þar sýningu annað kvöld.

Menning

Samstarfsverkefni fimm skóla

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna heldur tónleika í Langholtskirkju á morgun, 1. febrúar. Einleikari með sveitinni er Sölvi Kolbeinsson saxófónleikari.

Menning

Fjarskiptin þá og nú

Samgöngusafnið á Skógum hefur sett upp yfirlitssýningu á minjum sem spanna nær 100 ára sögu fjarskipta á Íslandi. Sverrir Magnússon er þar safnstjóri.

Menning

Mismunandi hlutir hafa áhrif á valið

Almenningi gefst kostur á að velja listaverk á sýningu í Hafnarborg í Hafnarfirði sem hefst á morgun. Hún nefnist Þitt er valið. Galdurinn felst í að fara inn á heimasíðurnar hafnarborg.is eða sarpur.is skoða safneignina og senda póst til Hafnarborgar.

Menning

Sjón, Andri Snær og Guðbjörg verðlaunuð

Mánasteinn – drengurinn sem aldrei var til, Tímakistan og Íslenska teiknibókin þóttu bestu bækur ársins 2013 og höfundar þeirra hlutu í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin hver í sínum flokki.

Menning