Menning Skuldadagar Söguhetja Skuldadaga er Matti, hálflánlaus náungi, sem ætlar þó svo sannarlega að kippa sínu í lag. Hann þarf bara smá tíma og smá pening. Þegar hann vaknar á föstudagsmorgni og uppgötvar að honum hefur, fyrir undarlega slysni, tekist að glata fíkniefnum sem honum var falið að selja, verður eigandinn ekki glaður. Menning 5.3.2007 14:00 Hringur Tankados Út er komin hjá Bjarti í kilju spennusagan Hringur Tankados eftir Dan Brown, höfund DaVinci lykilsins. Enginn höfundur á jafn auðvelt með að ná slíkum heljartökum á lesandum að hann sleppir ekki bókinni fyrr en að lestri loknum. Hringur Tankados er æsileg spennusaga sem sameinar forvitnilegt sögusvið og magnaða framvindu. Menning 5.3.2007 11:11 Listasýning Lynch Listasýning með verkum eftir leikstjórann David Lynch hefur verið opnuð í Cartier-stofnuninni í París. Sýningin nefnist The Air Is On Fire og þar gefur að líta erótískar ljósmyndir frá nítjándu öld, málverk af limlestum líkömum og ýmislegt fleira óvenjulegt. Menning 5.3.2007 08:00 Gjörningaklúbburinn hannar fyrir umslag Bjarkar Gjörningaklúbburinn hefur verið fengin til að hanna búninga fyrir umslagið á nýjustu plötu Bjarkar Guðmdunsdóttur. Þetta staðfesti Eirún Sigurðardóttir en hún skipar klúbbinn ásamt þeim Jóní Jónsdóttur og Sigrúnu Hróflsdóttur. Menning 4.3.2007 10:00 Æsispennandi uppboð "Ég er sáttur. Svavar er stórlega vanmetinn. Og undirverðlagður," sagði Guðmundur Jónsson galleríeigandi í samtali við blaðamann Fréttablaðsins á þriðjudag. Hann stóð á götutröppunum fyrir utan uppboðshús Bruun Rasmussen við Brödgade í Kaupmannahöfn. Og var að róa æstar taugar. Menning 4.3.2007 09:00 Litið til veðurs í ASÍ Myndlistarkonan Guðrún Kristjánsdóttir opnar sýningu í Ásmundarsal og Gryfju Listasafns ASÍ í dag. Sýningin ber yfirskriftina „Veðurfar“ en listamaðurinn hefur hefur um árabil fágað og dýpkað nálgun og sýn á landslagsmyndina, bæði í málverkum sínum og með úrvinnslu í aðra miðla. Menning 3.3.2007 14:00 Í minningu Hallgríms Sýning á verkum Einars Jónssonar myndhöggvara verður opnuð í forkirkju Hallgrímskirkju í dag. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, opnar sýninguna kl. 17 en hún er unnin í samvinnu Listvinafélags Hallgrímskirkju og Hallgrímssafnaðar við Listasafn Einars Jónssonar sem lánar verkin. Menning 3.3.2007 11:00 Bera saman bækur Tilkynnt verður um verðlaunahafa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs næstkomandi mánudag. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir fagurbókmenntir sem skrifaðar eru á einu af norrænu tungumálunum. Til greina koma skáldsögur, leikrit, ljóða-, smásagna- eða ritgerðasöfn og önnur bókmenntaverk. Menning 3.3.2007 09:00 Spessi - Location-farms Á morgun, laugardaginn 3. mars, opnar ljósmyndarinn Spessi ljósmyndasýningu í DaLí gallery á Akureyri. Nefnist sýningin Location-Farms. Sýningin inniheldur meðal annars nokkrar myndir af bæjum úr Öxnadalnum. Menning 2.3.2007 13:15 Listaverk horfið af yfirborði Harpa Þórsdóttir, deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Reykjavíkur, leitar nú logandi ljósi að tveimur listaverkum eftir listamálarann Jón Engilberts. Menning 2.3.2007 08:30 Milonga tangóball Næstkomandi sunnudagskvöld stendur Tangóævintýrafélagið fyrir milonga tangóballi í Gyllta salnum á Hótel Borg. Verður boðið upp á kennslu í tangódansi fyrr um daginn. Allir velkomnir, bæði einstaklingar og pör, sem og áhorfendur og þátttakendur. Menning 1.3.2007 19:30 Raggi Bjarna - Heyr mitt ljúfasta lag Einn ástsælasti söngvari landssins, Raggi Bjarna og færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir munu syngja saman á tónleikum næstkomandi laugardagskvöld. Með þeim spilar stór hópur hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveit Íslands auk þess sem Selkórinn syngur með. Menning 1.3.2007 11:00 Leyndarmál hraunanna - elstu dýr Íslands Jörundur Svavarsson, prófessor við Háskóla Íslands og Bjarni K. Kristjánsson, frá Hólaskóla, munu halda erindi í fyrirlestraröðinni Undur Veraldar laugardaginn 3. mars. Ber erindið heitið Leyndarmál hraunanna - elstu dýr Íslands. Er það Raunvísindadeild Háskóla Íslands sem stendur fyrir fyrirlestrarröðinni. Menning 1.3.2007 10:00 Ráðstefna um verndun Skerjafjarðar Föstudaginn 2. mars verður haldin ráðstefna um verndun náttúrufars Skerjafjarðar. Dagskrá ráðstefnunnar hefst með ávarpi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands og Jónínu Bjartmarsdóttur, umhverfisráðherra. Munu ýmsir aðilar með sérfræðiþekkingu á málefninu flytja erindi. Menning 28.2.2007 17:45 Þekktu sjálfan þig: Innsýn í jógafræðin Í byrjun mars kemur út ný bók eftir Guðjón Bergmann rithöfund, fyrirlesara og jógakennara. Bókin ber titilinn Þekktu sjálfan þig: Innsýn í jógafræðin. Í bókinni leitast höfundur við að veita lesendum innsýn í heim jógaheimspekinnar og kynna hugmyndafræðina sem býr að baki. Öll framsetning er á almennu máli og gagnast því jafnt byrjendum og lengra komnum. Menning 28.2.2007 11:21 Ögrar ímyndunaraflinu Sverrir Norland er tvítugur nemi við Háskóla Íslands og FÍH og situr jafnframt í ritstjórn vefsíðunnar dindill.is. Sverrir hlýtur að vera upptekinn ungur maður því ásamt þessu heldur hann úti vefsíðunni http://www.nyttljodahverjumdegi2007.blogspot.com/ Menning 26.2.2007 15:49 Álfaálög á dansflokknum Hvert áfallið á fætur öðru hefur riðið yfir Íslenska dansflokkinn undanfarnar vikur, á meðan hann stóð í æfingum fyrir sýninguna Í okkar nafni, sem frumsýnd var á föstudaginn. „Það eru nokkrir eftir heilir, við skulum orða það þannig,“ sagði Valgerður Rúnarsdóttir, dansari. Menning 26.2.2007 10:00 Suðvestan 7 í Saltfisksetrinu Ljósmyndarinn Olgeir Andrésson heldur sína fyrstu einkasýningu í Listasal Saltfisksetrins í Grindavík. Ber sýningin heitið Suðvestan 7. Áður hefur Olgeir sýnt með Ljósopi, félagi áhugaljósmyndara en hann byrjaði að taka myndir fyrir alvöru fyrir tveimur árum síðan. Menning 24.2.2007 17:45 Anna Lind sýnir í Gallerí auga fyrir auga Myndlistarmaðurinn Anna Lind Sævarsdóttir sýnir í Gallerí auga fyrir auga, á horni Hverfisgötu og Klapparstígs. Ber sýningin heitið Feel Free To Join Me. Menning 24.2.2007 14:00 Listir allra álfa Heimsdegi barna verður fagnað í þriðja sinn í dag en þá geta börn og unglingar komist í kynni við framandi menningu frá öllum heimsálfum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og félagsmiðstöðinni Miðbergi. Heimsdagur barna er liður í Vetrarhátíð í Reykjavík sem er samvinnuverkefni Höfuðborgarstofu, Alþjóðahússins, Kramhússins og fyrrgreindra aðila. Menning 24.2.2007 08:00 Kvennahreyfing ÖBÍ fundar Fundur Kvennahreyfingar Öryrkjabandalags Íslands, verður haldinn á morgun, laugardaginn 24. febrúar. Jóhanna Leópoldsdóttir mun flytja erindið Gleðin og sorgin – systur tvær. Menning 23.2.2007 16:30 Etienne de France sýnir í Listasafni ASÍ Franski listamaðurinn Etienne de France sýnir ljósmyndir sínar á Safnanótt Vetrarhátíðar í Listasafni ASÍ. Verður sýningin opnuð í kvöld, föstudagskvöld, klukkan 20:00. Menning 23.2.2007 16:00 Íslensk tískuhönnun brúar bil milli borga Á sýningunni Íslensk tískuhönnun sem opnuð var í Þjóðmenningarhúsinu af forsætisráðherra Geir H. Haarde 29. júní 2006 sést að íslensku hönnuðurnir tíu, sem þar sýna verk sín, sækja innblástur í náttúruna og andstæður hennar. Mýkt og harka, birta og myrkur, fínleiki og grófleiki endurspeglast í ögrandi og sjálfstæðri hönnun sem að margra mati er með því flottasta sem sést í heiminum í dag. Menning 21.2.2007 15:13 Stofuspjall um Kraftbirtíngarhljóm guðdómsins Sunnudaginn 25. febrúar kl. 16.00 er komið að öðru stofuspjalli ársins í tengslum við verk mánaðarins á Gljúfrasteini sem að þessu sinni er skáldsagan Heimsljós. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur stýrir spjallinu og mun hún einkum beina sjónum sínum að Kraftbirtíngarhljómi guðdómsins, fyrsta hluta sögunnar. Menning 21.2.2007 15:02 Aldarafmæli Íslandsvinar Breska skáldið Wystan Hugh Auden var annálaður Íslandsvinur en skáldjöfur þessi er af mörgum talinn eitt ágætasta skáld enskrar tungu á tuttugustu öld þó að alla jafna fari ekki hátt um ævi hans og störf. Menning 21.2.2007 10:00 Funheitt gróðurhús eða brunagaddur ísaldar? Ólafur Ingólfsson, prófessor, mun halda fyrirlestur um ransóknir á veðurfarssögu jarðarinnar síðutu 650 milljón ára, á morgun laugardag. Verður fyrirlesturinn haldinn í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, í sal 132 og hefst hann klukkan 14:00. Þetta er fyrsti fyrirlesturinn í fyrirlestrarröð Raunvísindadeildar Háskóla Íslands sem ber heitið Undur veraldar og er haldin í tilefni af ári jarðarinnar 2008. Menning 16.2.2007 11:28 Allt sem einhverju skiptir Ást, kynlíf, dauði, guð og allt hitt sem skiptir máli er viðfangsefni gjörningaleikhúsverks Ingibjargar Magnadóttur og Kristínar Eiríksdóttur sem sanna hið fornkveðna að fæstir eru spámenn í eigin föðurlandi. Menning 16.2.2007 10:00 Hernaðarsaga Íslands 1170-1581 - Þrjár stjörnur Ein forvitnilegasta bókin í jólabókaflóðinu síðasta var „Hernaðarsaga Íslands 1170-1581“. Höfundur hennar er ungur sagnfræðingur, Birgir Loftsson. Menning 16.2.2007 09:30 Franska aldan á leiðinni Efnt var til fundar í Ráðherrabústaðnum í gær þar sem franska menningarveislan Pourquoi pas? var kynnt. Sú þrettán vikna franska veisla hefst í næstu viku og eiga landsmenn á góðu von; hingað munu streyma listamenn, fræðimenn og aðrir andans menn til að gleðja og fræða um flest það sem franskt er, hvort sem það tengist menningu, matargerð, trúisma eða viðskiptum. Menning 16.2.2007 09:15 Skáldið Jón Laxdal Ljóðskáldið Jón Laxdal Halldórsson er ef til vill betur þekkt fyrir myndlist sína en skáldskap en á því verður gerð bragarbót í kvöld. Norður á Akureyri eru haldin bókmenntakvöld á vegum menningarsmiðjunnar Populus Tremula en smiðja sú starfar í Listagilinu þar í bæ. Menning 16.2.2007 07:00 « ‹ 188 189 190 191 192 193 194 195 196 … 334 ›
Skuldadagar Söguhetja Skuldadaga er Matti, hálflánlaus náungi, sem ætlar þó svo sannarlega að kippa sínu í lag. Hann þarf bara smá tíma og smá pening. Þegar hann vaknar á föstudagsmorgni og uppgötvar að honum hefur, fyrir undarlega slysni, tekist að glata fíkniefnum sem honum var falið að selja, verður eigandinn ekki glaður. Menning 5.3.2007 14:00
Hringur Tankados Út er komin hjá Bjarti í kilju spennusagan Hringur Tankados eftir Dan Brown, höfund DaVinci lykilsins. Enginn höfundur á jafn auðvelt með að ná slíkum heljartökum á lesandum að hann sleppir ekki bókinni fyrr en að lestri loknum. Hringur Tankados er æsileg spennusaga sem sameinar forvitnilegt sögusvið og magnaða framvindu. Menning 5.3.2007 11:11
Listasýning Lynch Listasýning með verkum eftir leikstjórann David Lynch hefur verið opnuð í Cartier-stofnuninni í París. Sýningin nefnist The Air Is On Fire og þar gefur að líta erótískar ljósmyndir frá nítjándu öld, málverk af limlestum líkömum og ýmislegt fleira óvenjulegt. Menning 5.3.2007 08:00
Gjörningaklúbburinn hannar fyrir umslag Bjarkar Gjörningaklúbburinn hefur verið fengin til að hanna búninga fyrir umslagið á nýjustu plötu Bjarkar Guðmdunsdóttur. Þetta staðfesti Eirún Sigurðardóttir en hún skipar klúbbinn ásamt þeim Jóní Jónsdóttur og Sigrúnu Hróflsdóttur. Menning 4.3.2007 10:00
Æsispennandi uppboð "Ég er sáttur. Svavar er stórlega vanmetinn. Og undirverðlagður," sagði Guðmundur Jónsson galleríeigandi í samtali við blaðamann Fréttablaðsins á þriðjudag. Hann stóð á götutröppunum fyrir utan uppboðshús Bruun Rasmussen við Brödgade í Kaupmannahöfn. Og var að róa æstar taugar. Menning 4.3.2007 09:00
Litið til veðurs í ASÍ Myndlistarkonan Guðrún Kristjánsdóttir opnar sýningu í Ásmundarsal og Gryfju Listasafns ASÍ í dag. Sýningin ber yfirskriftina „Veðurfar“ en listamaðurinn hefur hefur um árabil fágað og dýpkað nálgun og sýn á landslagsmyndina, bæði í málverkum sínum og með úrvinnslu í aðra miðla. Menning 3.3.2007 14:00
Í minningu Hallgríms Sýning á verkum Einars Jónssonar myndhöggvara verður opnuð í forkirkju Hallgrímskirkju í dag. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, opnar sýninguna kl. 17 en hún er unnin í samvinnu Listvinafélags Hallgrímskirkju og Hallgrímssafnaðar við Listasafn Einars Jónssonar sem lánar verkin. Menning 3.3.2007 11:00
Bera saman bækur Tilkynnt verður um verðlaunahafa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs næstkomandi mánudag. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir fagurbókmenntir sem skrifaðar eru á einu af norrænu tungumálunum. Til greina koma skáldsögur, leikrit, ljóða-, smásagna- eða ritgerðasöfn og önnur bókmenntaverk. Menning 3.3.2007 09:00
Spessi - Location-farms Á morgun, laugardaginn 3. mars, opnar ljósmyndarinn Spessi ljósmyndasýningu í DaLí gallery á Akureyri. Nefnist sýningin Location-Farms. Sýningin inniheldur meðal annars nokkrar myndir af bæjum úr Öxnadalnum. Menning 2.3.2007 13:15
Listaverk horfið af yfirborði Harpa Þórsdóttir, deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Reykjavíkur, leitar nú logandi ljósi að tveimur listaverkum eftir listamálarann Jón Engilberts. Menning 2.3.2007 08:30
Milonga tangóball Næstkomandi sunnudagskvöld stendur Tangóævintýrafélagið fyrir milonga tangóballi í Gyllta salnum á Hótel Borg. Verður boðið upp á kennslu í tangódansi fyrr um daginn. Allir velkomnir, bæði einstaklingar og pör, sem og áhorfendur og þátttakendur. Menning 1.3.2007 19:30
Raggi Bjarna - Heyr mitt ljúfasta lag Einn ástsælasti söngvari landssins, Raggi Bjarna og færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir munu syngja saman á tónleikum næstkomandi laugardagskvöld. Með þeim spilar stór hópur hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveit Íslands auk þess sem Selkórinn syngur með. Menning 1.3.2007 11:00
Leyndarmál hraunanna - elstu dýr Íslands Jörundur Svavarsson, prófessor við Háskóla Íslands og Bjarni K. Kristjánsson, frá Hólaskóla, munu halda erindi í fyrirlestraröðinni Undur Veraldar laugardaginn 3. mars. Ber erindið heitið Leyndarmál hraunanna - elstu dýr Íslands. Er það Raunvísindadeild Háskóla Íslands sem stendur fyrir fyrirlestrarröðinni. Menning 1.3.2007 10:00
Ráðstefna um verndun Skerjafjarðar Föstudaginn 2. mars verður haldin ráðstefna um verndun náttúrufars Skerjafjarðar. Dagskrá ráðstefnunnar hefst með ávarpi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands og Jónínu Bjartmarsdóttur, umhverfisráðherra. Munu ýmsir aðilar með sérfræðiþekkingu á málefninu flytja erindi. Menning 28.2.2007 17:45
Þekktu sjálfan þig: Innsýn í jógafræðin Í byrjun mars kemur út ný bók eftir Guðjón Bergmann rithöfund, fyrirlesara og jógakennara. Bókin ber titilinn Þekktu sjálfan þig: Innsýn í jógafræðin. Í bókinni leitast höfundur við að veita lesendum innsýn í heim jógaheimspekinnar og kynna hugmyndafræðina sem býr að baki. Öll framsetning er á almennu máli og gagnast því jafnt byrjendum og lengra komnum. Menning 28.2.2007 11:21
Ögrar ímyndunaraflinu Sverrir Norland er tvítugur nemi við Háskóla Íslands og FÍH og situr jafnframt í ritstjórn vefsíðunnar dindill.is. Sverrir hlýtur að vera upptekinn ungur maður því ásamt þessu heldur hann úti vefsíðunni http://www.nyttljodahverjumdegi2007.blogspot.com/ Menning 26.2.2007 15:49
Álfaálög á dansflokknum Hvert áfallið á fætur öðru hefur riðið yfir Íslenska dansflokkinn undanfarnar vikur, á meðan hann stóð í æfingum fyrir sýninguna Í okkar nafni, sem frumsýnd var á föstudaginn. „Það eru nokkrir eftir heilir, við skulum orða það þannig,“ sagði Valgerður Rúnarsdóttir, dansari. Menning 26.2.2007 10:00
Suðvestan 7 í Saltfisksetrinu Ljósmyndarinn Olgeir Andrésson heldur sína fyrstu einkasýningu í Listasal Saltfisksetrins í Grindavík. Ber sýningin heitið Suðvestan 7. Áður hefur Olgeir sýnt með Ljósopi, félagi áhugaljósmyndara en hann byrjaði að taka myndir fyrir alvöru fyrir tveimur árum síðan. Menning 24.2.2007 17:45
Anna Lind sýnir í Gallerí auga fyrir auga Myndlistarmaðurinn Anna Lind Sævarsdóttir sýnir í Gallerí auga fyrir auga, á horni Hverfisgötu og Klapparstígs. Ber sýningin heitið Feel Free To Join Me. Menning 24.2.2007 14:00
Listir allra álfa Heimsdegi barna verður fagnað í þriðja sinn í dag en þá geta börn og unglingar komist í kynni við framandi menningu frá öllum heimsálfum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og félagsmiðstöðinni Miðbergi. Heimsdagur barna er liður í Vetrarhátíð í Reykjavík sem er samvinnuverkefni Höfuðborgarstofu, Alþjóðahússins, Kramhússins og fyrrgreindra aðila. Menning 24.2.2007 08:00
Kvennahreyfing ÖBÍ fundar Fundur Kvennahreyfingar Öryrkjabandalags Íslands, verður haldinn á morgun, laugardaginn 24. febrúar. Jóhanna Leópoldsdóttir mun flytja erindið Gleðin og sorgin – systur tvær. Menning 23.2.2007 16:30
Etienne de France sýnir í Listasafni ASÍ Franski listamaðurinn Etienne de France sýnir ljósmyndir sínar á Safnanótt Vetrarhátíðar í Listasafni ASÍ. Verður sýningin opnuð í kvöld, föstudagskvöld, klukkan 20:00. Menning 23.2.2007 16:00
Íslensk tískuhönnun brúar bil milli borga Á sýningunni Íslensk tískuhönnun sem opnuð var í Þjóðmenningarhúsinu af forsætisráðherra Geir H. Haarde 29. júní 2006 sést að íslensku hönnuðurnir tíu, sem þar sýna verk sín, sækja innblástur í náttúruna og andstæður hennar. Mýkt og harka, birta og myrkur, fínleiki og grófleiki endurspeglast í ögrandi og sjálfstæðri hönnun sem að margra mati er með því flottasta sem sést í heiminum í dag. Menning 21.2.2007 15:13
Stofuspjall um Kraftbirtíngarhljóm guðdómsins Sunnudaginn 25. febrúar kl. 16.00 er komið að öðru stofuspjalli ársins í tengslum við verk mánaðarins á Gljúfrasteini sem að þessu sinni er skáldsagan Heimsljós. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur stýrir spjallinu og mun hún einkum beina sjónum sínum að Kraftbirtíngarhljómi guðdómsins, fyrsta hluta sögunnar. Menning 21.2.2007 15:02
Aldarafmæli Íslandsvinar Breska skáldið Wystan Hugh Auden var annálaður Íslandsvinur en skáldjöfur þessi er af mörgum talinn eitt ágætasta skáld enskrar tungu á tuttugustu öld þó að alla jafna fari ekki hátt um ævi hans og störf. Menning 21.2.2007 10:00
Funheitt gróðurhús eða brunagaddur ísaldar? Ólafur Ingólfsson, prófessor, mun halda fyrirlestur um ransóknir á veðurfarssögu jarðarinnar síðutu 650 milljón ára, á morgun laugardag. Verður fyrirlesturinn haldinn í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, í sal 132 og hefst hann klukkan 14:00. Þetta er fyrsti fyrirlesturinn í fyrirlestrarröð Raunvísindadeildar Háskóla Íslands sem ber heitið Undur veraldar og er haldin í tilefni af ári jarðarinnar 2008. Menning 16.2.2007 11:28
Allt sem einhverju skiptir Ást, kynlíf, dauði, guð og allt hitt sem skiptir máli er viðfangsefni gjörningaleikhúsverks Ingibjargar Magnadóttur og Kristínar Eiríksdóttur sem sanna hið fornkveðna að fæstir eru spámenn í eigin föðurlandi. Menning 16.2.2007 10:00
Hernaðarsaga Íslands 1170-1581 - Þrjár stjörnur Ein forvitnilegasta bókin í jólabókaflóðinu síðasta var „Hernaðarsaga Íslands 1170-1581“. Höfundur hennar er ungur sagnfræðingur, Birgir Loftsson. Menning 16.2.2007 09:30
Franska aldan á leiðinni Efnt var til fundar í Ráðherrabústaðnum í gær þar sem franska menningarveislan Pourquoi pas? var kynnt. Sú þrettán vikna franska veisla hefst í næstu viku og eiga landsmenn á góðu von; hingað munu streyma listamenn, fræðimenn og aðrir andans menn til að gleðja og fræða um flest það sem franskt er, hvort sem það tengist menningu, matargerð, trúisma eða viðskiptum. Menning 16.2.2007 09:15
Skáldið Jón Laxdal Ljóðskáldið Jón Laxdal Halldórsson er ef til vill betur þekkt fyrir myndlist sína en skáldskap en á því verður gerð bragarbót í kvöld. Norður á Akureyri eru haldin bókmenntakvöld á vegum menningarsmiðjunnar Populus Tremula en smiðja sú starfar í Listagilinu þar í bæ. Menning 16.2.2007 07:00